Þjóðviljinn - 24.12.1967, Side 67

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Side 67
þýdd á íslenzku umsvifaláust. Glottandi um leið svo sem til að draga úr alvöruþunga orð- anna. Kvæði Vladiks mundu á bók- haldsmáli flest flokkast undir byltingarrómantík. Eitt þeirra var, man ég, mikið níð um þrjá náunga sem yfirgáfu fé- laga sína, önnum kafna við mikil og merkileg verkefni í Síberiu. Annað hét „Ballaðan um hjartað“ mikil drápa, þar segir frá manni sem var sann- arlega dauður eftir mikil sár í stórorustum réttlætisins, en hjarta hans neitaði að hætta að slá meðan spurðist af und- irferli og skepnuskap í kring. Sjálfur var Vladik stoltastur af kvæði sínu um Magellan. Kona sæfarans sagði við hann: til hvers ertu að þessu, Fernando, hvað ætli að breyt- ist þótt þú sannir að jörðin sé hnöttótt, hver heldurðu að taki eftir því? Og svo éta þeir innfæddu þig kannski. En Mag- ellan vildi ekki vera skips- rotta heldur sigldi djarfur og kátur um allan sjó og sannaði mál sitt: Hafið ólmast, hafið öskrar en hvergi bregður Magellan því fann hann sund með sínu nafni og sigldi skipum eftir því með þessum hætti hafði sannazt að hnöttótt jörðin ar ... Að vísu, segir skáldið, mat- reiddu móríanar Magellan hinn portúgalska — en því skyldi það aftra þér frá því að sýna þrjózku í þínum sann- leika.eins og hann? Vladik var, þótt undarlegt megi virðast, einn af þeim sem vildi gera sem minnst úr boð- skap Krústjofs um Stalín. Hann sagði við mig stutt og laggott: Stalín var haus — Krústjof hefur haus. Og hlust- aði ekki á nein mótmæli. Lík- lega hefur hann tekið þessa afstöðu vegna þess ae hann hafði litlar mætur á „offísial- sjina“ — á grámuggu og leið- indum opinberra skýringa. Forðaðist það svið sem mest og hélt sínu striki — að halda tengslum við rómantík bylt- ingaráranna og dáðir styrj- aldaráranna. Þeirra tíma þeg- ar - menn sýndu rækilegast og hreinlegast hvern mann þeir höfðu að geyma. □ Nokkru eftir komu mína breiddist út sá orðrómur A deildinni að ég væri reyndar sonur síldarkóngs af íslandi. Þetta þóttu mikil tíðindi, sem vonlegt var. Ein fjöður verður að fimm hænum eins og menn vita. ísland og sild urðu að síldarkóngi og síldarkóngur varð svo að alvörukóngi. Ég varð því fyrir þeirri reynslu að grannkona mín, Galja, kall- aði mig léynd'ardómSfúll fram í eldhús eitt kvöld og spurði: — Er það satt, Árni, sem ég heyri, að þú sért alvöru- prins? Ég gapti. Því miður varð ég að hafna þessu tækifæri til að frægja ísland með „prinsi af blóðinu" eins og Grímur Thomsen hefði sagt. Yfirleitt gat ég ekki orð- ið Fróni til sóma á neinn hátt. Nema þá í einu tilviki. Ein- hvern sunnudag fór okkar kúrs að grafa skurði þar sem síðar varð íþróttasvæðið mikla í Lúzníki. Það heitir voskresnik, vinna án endurgjalds, sem stofnað er til aðallega í upp- eldisskyni. Frost var í jörð, verkfærin ólánleg og liðið, mest stúlkur, óvant slíkri vinnu. Enda varð lítið úr verklegum framkvæmdum, mest mála- myndahjakk, kvennahjal og brauðát í vetrarloftinu. Nema þar sem ég var, ný- stiginn upp úr löngum skurð- um í Keflavík, Vladik prólet- araskáld og nokkrir menn aðr- ir. Bæjarvinnureynslan reynd- ist koma að góðu haldi. Okk- ur tókst að skilja eftir okkur skratti myndarlega holu. Víkingablóð, sagði Ijósmynd- ari veggblaðsins og smellti af. Myndin kom í næsta blaði. í fyrsta og síðasta skipti á ævinni hafði ég hlotið viður- kenningu fyrir líkamsburði. A B. SAGA UM Fyrr á öldum bjó maður sá á Bjarghúsum í Vesturhópi, er Kolbeinn hét. Hann var snauð- ur maður, en kom sér allstaðar vel, og urðu því margir til að gjöra honum gott. Einu sinni gekk hann i góðu veðri og tunglsljósi yfir Vest- urhópsvatn á ísi, að Vatnsenda, til þess að fá nokkuð hjá bónd- anum þar til jólanna. Var þetta á Þorláksmessuaftan. Bóndi lét hann hafa vænt sauðarkrof. Sneri Kolbeinn þá heimleiðis og bar krofið. Þegar hann var á miðju vatninu, heyrðj hann dunur fyrir aftan sig. Brast ísinn þar, og kom upp dýr mikið áttfætt, líkast því í vexti og sköpulagi sem tveir hestar væru fastir saman á rössunum, og sýndust tvö höfuð á því. Skrímslið veitti Kolbeini eftir- för. Sá hann, að hann mundi ekki draga undan, svo hann lét krofið laust og hljóp svo heim, sem mest hann mátti. Daginn eftir fór hann að vitja krofsins, en fann þá ekk- ert af því nema beinatuggur. Leiddi hann nágranna sína að og sýndi þeim, en svo var hann vel látinn, að þeir bættu hon- um skaðann. í elli sinni var Kolbeinn flæmdur burtu af Kristínu nokkurri Jónsdóttur. Hún var SKRIMSU ríkiskona, en vildi ná kotinu fyrir eitt barn sitt, því henni þótti það hæfilegt fyrir frum- býling að byrja búskap á. Þá kvað Kolbeinn: Kristín i Nípukoti Kolbein flænidí frá Bjarghúsuni. Rekkur i ráða þroti reynist af huga ilífúsum. Síðan er mælt að niðjar Krist- ínar hafi verið ólánsmenn. (Úr þjóðsögum). Grímseyjar- lýsing Framhald af bls. 65. Það er auðráðið, að börnum, sem á vetrartíma fæðast muni ei verða mjólk gefin, en ei að heldur eru þau lögð á brjóst, heldur er þeim, nú farið að verða, gefið grjónaseyði að drekka, og þegar stundir líða fram, þunnur grautur úr grjónahveiti. Á sumrum er þeim fyrst gefin sauðamjólkur- mysa og svo smátt og smátt blandað meira af mjólk saman við mysuna. í dúsuna fá þau jafnast flandrarabrauð og hvítasykur O P A L h/f Sœlgœtisgerð Skipholti 29 - SÍMI 24466 JÓLABLAÐ - 67

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.