Þjóðviljinn - 24.12.1967, Qupperneq 76

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Qupperneq 76
Nýr skemmtiþáttur KNATTSPYRNA í LAUSU LOFTI „Er hún skilin við?“ spurði langferðabí-lstjórinn með aum- legu yfirbragði læknastúdent- inn sem var að stumra yfir frú Hairns á Grays Inn Road. „Hún lyktar skelfilega af bensíninu yðar“, sagði lækna- stúdentinn. Bílstjórinn þefaði af ihenni. „Þetta er ekki bens- ín“, sagði hann. „Það er brennsluspritt. Hún hefur drukkið það. Þér getið borið vitni um það, — hún lyktar af brennsluspritti." „Heyrið þér, vitið þér hvað þér hafið gert?“ spurði lög- regluþjónninn. „Þér hafið drep- ið hans hágöfgi." „Hvaða hágöfgi?“ spurði bíl- stjórinn og liturinn á andlit- inu breyttist úr gráfölu í grænt. „Afturendinn á almennings- vagninum stakkst inn í bíl- inn,“ sagði þjóninn með önd- ina í hálsinum. „Ég heyrði það þegar hans hágöfgi hálsbrotn- aði.“ Þjónninn grét, ekki vegna ástar á hinum burtkallaða hús- bónda sínum, heldur vegna þess að svona bráð burtköll- un var vön að hafa þau áhrif á hann. „Þetta er biskupinn í Sankti Pancras-sókn,“ sagði piltungi sem þarna bar að. „Almáttugur!" hrópaði bíl- stjórinn í mestu sálarangist. „En hjá þessu varð ekki kom- izt,“ bætti hann við og þurrk- aði svitann af enninu á sér „Almenningsvagninn rann til á götunni", sagði hann og sneri sér að fólksfjöldanum, sem þarna var allt í einu sprott- inn upp, eins og utan úr tóm- inu. „Hann rann til“. „Já, ætli það hafi verið nokkur furða, með þvílíkum ökuhraða,“ sagði hneykslaður áhorfandi. Og hófst nú mikil kappræða um það hvort almenningsvagn- inn hefði ekið of hratt eða ekki, og var bilstjóri hans einn á því máli að svo hefði ekki verið, en allir hinir á einu máli á móti. Það var engin lygi að frú Hairns lyktaði af áfengi. Það hafði hún gert í tuttugu og fimm ár. eða hvenær sem hún átti fyrir flösku. Aldrei hafði hún verið neitt falleg né fríð, ekki heldur vel til fara, og þó að þessi níðþungi, troðfulli 76 - JÓLABLAÐ Smásaga eftir George Bernard Shaw vagn hefði farið yfir rifja- hylki hennar, mátti varla nokk- urn mun sjá. Þó sletzt hefði á föt hennar hér og þar, munaði svo sem ekki um það, og mun- urinn á því að vera drukkin og komast heim og því að vera drukkin og komast ekki heim, gat eklci kallazt ýkjamikill. En hvað biskupinn snerti þá sást ekki á honum blettur né hrukka. Hann hafði ekki orðið fyrir neinu þessháttar. Hann hafði verið barnslega upp með sér af því að vera biskup og látið þetta í ljós með því að reigja höfuðið ógnarlega aftur á bak. Þessvegna brotnaði það af þegar bíllinn stanzaði svona snöggt vegna hins ofboðslega ökuhraða leiðarbílsins. Frú Hairns hafði orðið meira en hissa þegar leiðarbíllinn kom svona snöggt í flasið á henni. En þetta gerði ekkert til, því hve fljótt sem hún hefði brugðið við, hefði hún ekki komizt undan. Eitt rifbein, sem skerst brotið inn í lunga, meiðir mann talsvert, en þeg- ar ógnin kemur svo snöggt og yfirþyrmandi að allt lamast, og yfirvættis þungi mölbrýt- ur hvert bein í brjóstinu og gerir lungu og hjarta að ein- um graut, þá er fjarri því að maður megni að vorkenna manneskjunni sem fyrir þessu verður. Hún er þá úr sögunni Það sem hefði mátt bjarga, ef minna hefði verið gert, er orð- ið óbjarganlegt, hið tímanlega er orðið eilíft. Frú Hairns var flutt frá GraysInnRoad að rótum fjalls sem hafði borg byggða á toppi sér. Sú borg hefði mátt sam- líkjast Orvieto, sem myndin af hékk í dagstofunni hjá sóknar- prestinum við St. Pancras, en hjá honum þvoði frú Hairns og ræstaði — en allar hans tilraunir til að umvenda frú þessari til betra lífernis fóru eins og sá hlutur sem á glæ er kastað, og því olli það, hve greiðan aðgang frúin hafði þarna að sínum uppáhalds- drykk, brennsluspíritus, enda hvarf allur þess háttar vökvi fljótt ein,s og dögg fyrir sólu, en hinar æðri tegundir svo sem rínarvínin, lét hún ósnertar. Ljósmynd þessi hafði prentazt afarskýrt innst inni í sjónar- sviði frú Hairns, en að öðru leyti hafði hún litla sem enga þekkingu á Orvieto, og borg sem svo mjög líktist Penton- viUe HiU, vakti henni ekki ann- að en ótta og óánægju. Henni þótti sem þessi staður mundi vera litlu betri en himnaríki, en sá staður var henni ímynd bind- indissemi, hreinlætis, reglu- semi og annarra óþolandi dyggða. Og þar sem hún nú var að heita mátti á leið þang- að leit hún þangað með kvíða, en í sama bili heyrði hún valdsmannlega rödd að bakt sér svo hún hrökk við og mynd- aði sig til að hneigja sig. Þetta var biskupinn. „Segið þér mér, er nokkurn vagn að fá hérna nærlendis?“ spurði hann. „Ég vil helzt fara akandi til borgarinnar" „Það veit ég ekki, herra,“ sagði frú Hairns. „Ég er ó- kunnug hérna“. Biskupinn beið ekki eftir þvx að hún sleppti orðinu, heldur lagði af stað gangandi þegar í stað. Hann þóttist sjá í hendt sér að hann yrði að ganga. Skammt frá stóð hestur á beit. Þegar frú Hairns sá hann, skein daufur geisli af himn- eskri huggun inn í sál hennar. Þó að langt væri um liðið — eða síðan æska hennar fölnaði fyrir fullt og allt þegar hún var hér um bil tuttugu og fjögurra ára — þó að langt væri um liðið síðan að hún hafði haft á öðru áhuga en brennsluspritti, hcifði hún þó fæðzt með einhverri óskiljan- legri hneigð — ekki til hesta, heldur svosem hún sagði sjálf — til hests. Þetta var saklaus og einföld eðlishneigð, og átti sinn þátt í því að hún hafði játazt Alfred sáluga Hairns, sem var að atvinnu og þörf ekill, en leyniskytta að löngun og hneigð. Þessi einlægi hesta- vinur var of fátækur til þess að hafa hest, og einnig of fá- tækur til að hafa heimili í London of fátækur til að eiga hjónarúm og jafnvel til að eiga nokkra spjör. En svo gát hann hvorki sofið úti né gengið ber- strípaður, og hvorugt þeirra hjónanna svaf á gólfinu. Þjóð- félaginu hafði tekizt að sann- færa hann um það, að ekki er með neinu móti unnt að kom- ast hjá því að hafa þak yfir höfuðið, rúm til að sofa í og föt að klæðast í, hvort sem nokkur efni eru á þessu eða ekki En sú trú að engu ónauð- synlegra væri að eiga hest, var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.