Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Side 24
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 fegurð Veggofnarfrá kr. 47.310,- etgr. Undirborðeofn frá kr: 46.200,- etgr. Helluborð frá kr: 17,576,- stgr. múla 8 • Sími 533 2800 Hjónin Sjöfn Sigfúsdóttir og Ólafur Steinþórsson meö börnin, Ólaf Gauta, Kristínu Birnu, Steinþór Örn, herrann sjálf- an og tengdadótturina, Guönýju Siguröardóttur. Reynir Logi Ólafsson var valinn Herra ísland á fimmtudagskvöld: Flottastur FÆREYJAR hver mínúta eftir kl.ig:oo á kvöldin PÓSTUR OG SÍMI Ijrval - henir þu lesið það nýlega? Loftiö var rafmagnað af spennu á Hótel íslandi í fyrrakvöld. Vinir, ættingjar og gestir snæddu prýðis- góðan mat á meðan átján sætustu strákar landsins spókuðu sig um sviðið, fyrst huggulega klæddir, síðan í nærbuxum fyrir stúlkurnar í salnum, loks glerfínir í íslenska þjóðbúningnum. Dóm- nefndin dró sig í hlé og loks var komið að stundinni stóru. Drengim- ir voru kallaðir fram og fyrst gerð kunn úrslit í vali piltanna sjáifra á vin- sælasta keppand- anum. Sá heiður hlotn- aðist Samúel Sveinssyni, 25 ára strák úr Kópavogi. Ljósmyndafyrirsæta DV var val- in af ljósmyndurum. Sveinn Erl- ingsson, 20 ára frá Selfossi, hreppti þann titil. í 3. sæti varð Fannar Freyr Bjarnason, 19 ára frá Vopna- firði, í 2. sæti Helgi Geir Amórs- son, 19 ára úr Reykjavík. Pollrólegur Loks varð spennan nær óbæri- leg. Unnur Steinson, formaður dómnefndar, gekk með umslagið til Hafdísar Jónsdóttur kynnis. Hún opnaði það og spennunni var aflétt: Herra ísland 1997 er Reynir Logi Ólafsson, 23 ára Reykvíking- ur. Hann þótti flottastiu-. „Ég sjokkeraðist alveg þegar ég heyröi nafnið mitt nefnt. Mér fannst flestir strákanna geta unnið og því kom þetta mér þægilega á óvart. Ég er rosalega ánægður," sagði Herra ísland þegar DV kró- aði hann af skömmu eftir að úrslit- in vom kynnt í fyrrakvöld. Hann var pollrólegur og yfirvegaður, bæði þegar hann tók við verð- Ifinpyggmgartæki i miklu urvali Oryggí&gler kalt yfirborð launasprotanum og ekki síður þeg- ar helgarblaðið hitti hann að máli. Unnustan, Guðný Sigurðardóttir, átti erfiðara með að leyna geðs- hræringunni. Enda má kannski segja að hún eigi „sökina" á því hvemig komið er. „Guðný sendi nafnið mitt inn, ég var kallaður í prufu og siðan var hringt í mig og ég spurður hvort ég vildi taka þátt. Ég var eigin- lega furðu lostinn og sagði bara já, því ekki það? Þetta þýðir vænt- anlega einhverjar breytingar á mínum högum en það mun allt skýrast betur. Ég heyrði t.d. fyrst af því í kvöld að hugsanlega færi ég út í keppni strax í desember. Ég hlakka bara til,“ sagði þessi fjallmyndarlegi íþróttakappi og tók við hamingju- kossum frá fjölskyldunni. Ánægð með hann Reynir Logi er fæddur og alinn upp aö hluta á Egilsstöðum. Hann flutti ungur til höfuðborgarinnar og starfar nú í Boltamanninum á Laugavegi. Hann langar til þess að halla sér enn frekar að tölvunum og klára nám í þeim fræðum. Hann reykir ekki, neytir ekki áfengis og er á fullu í frjálsum íþróttum. „Þetta er sannkallaður drauma- drengur," sagði kona á næsta borði við undirritaðan í fyrrakvöld og líkast til eiga þau orð vel við. En hvemig varð unnustunni við? „Ég er rosalega ánægð með hann. Hann hefur staðið sig alveg eins og hetja. Það gefur auga leið,“ segir Guðný Sigurðardóttir og bæt- ir við, aðspurð um afbrýðisemi vegna allrar athyglinnar sem pilt- urinn fær nú, að hún hafi ekki enn fúndið fyrir henni. „Ég styð hann heilshugar í þessu.“ Aldrei módel Reynir Logi segist ekkert hafa verið í módelstörfum fyrr. Hann hafi látið til leiðast þegar hann var skiptinemi í eitt ár, tók þá þátt í tískusýningu. Hann segist klár í Herra ísland 1997, Reynir Logi Ólafsson, krýndur. hvað sem verða vill. En hvemig líst honum á að falla inn í ímynd- ina Herra ísland? Þarf hann ekki stanslaust að vera að pússa sig og snyrta? „Þetta leggst bara vel í mig. Ég reyni bara að vera snyrtilegur en fyrst og fremst bara ég sjálfur. Ég hef hingað til reynt að halda útlit- inu í lagi en ætli maður verði ekki að vanda sig enn meira núna,“ seg- ir herrann og hlær. Aöspurður hvort hann ætti von á fleiri kven- kyns viðskiptavinum í Boltamann- inn sagðist Reynir Logi ekkert hafa á móti fleira fólki í búðina. „Ég er rosalega ánægður með að hafa ákveðiö að taka þátt í keppn- inni. Við náðum allir vel saman og DV-myndir ÞÖK ég held aö við séum allir betri menn á eftir. Ég læt gagnrýni á svona keppni ekki trufla mig. Fólk verður auðvitað að fá að hafa sín- ar skoðanir en við sem tökum þátt í þessu vitum hvaö þetta er gaman. Ef maður telur sig geta lært af ein- hverju sé ég enga ástæðu til þess að taka ekki þátt í því,“ sagði herra ísland 1997, Reynir Logi Ólafsson, að lokum og var þar með rokinn. Kossamir áttu án efa eftir að verða fjölmargir þetta kvöld. -sv Sjá nánarí umfjöllun um keppnina á bls. 54 og 67. ! • Eldhúsvifturfrá kr: 9.451,- stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.