Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Síða 26
$ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 L>V 26 0iglingar Eini bjöllukórinn á landinu starfar í Bústaðakirkju: Mjög góð æfing í nótnalestrinum - segja Gígja og Helena Marta, aðalsprauturnar í hópnum Helena Marta Stefánsdóttir syngur og leikur á harmóníku og Gígja Erlings- dóttir leikur á píanó. Að sjálfsögðu spila þær Ifka á bjöllurnar. hafl þau aðaUega einbeitt sér að bjöllunum. Þar fái þau mjög góða æfingu í nótnalestrinum. Mikið stendur til hjá krökkunum um þessar mundir. Þeir spila nokk- ur lög á geisladisk sem til stendur að gefa út í Bústaðakirkju á næst- unni. Auk bjöllukórsins syngur Bú- staðakórinn, þeir fullorðnu, nokkur lög og Glæðurnar, kvennakór Kven- félags kirkjunnar, koma einnig við sögu. Á morgun, sunnudag, leika krakkamir síðan á bjöllumar á ár- legum aðventutónleikum í kirkj- unni. Ekki að atvinnu „Það er ofsalega skemmtilegt að spila á aðventutónleikum. Það er svo jólalegt. í fyrra vorum við með bjöllurnar fyrir utan kirkjuna og tókum þannig á móti fólkinu. Fólk- inu fannst það alveg æðislegt," segja þær stöllur. Þær segjast hvorugar hafa einhverjar sérstakar vænting- ar í sambandi við hljóðfærin. Þær hafi gaman af því að spila en sjái sig þó vart hafa af þessu atvinnu, a.m.k. ekki eins og er. Guðni organisti er afar ánægður með krakkana sína. Hann segir þetta duglega krakka sem leggi sig fram við þau verkefni sem þeim sé ætlað að leysa. Með slíku fólki sé gaman að vinna. Sjö þeirra spila alltaf með Guðna i barnamessum á sunnudögum. „Mér finnst afar mikilvægt að virkja krakkana í starfinu héma í kirkjunni og ég finn að fólkið í sókninni kann að meta það sem þau gera hér,“ segir Guðni. -sv Bjöllukór Bústaöakirkju er nokk- uð sérstakt tónlistarfyrirbrigði, kannski ekki hvað síst fyrir þær sakir að hann er eini starfandi bjöllukórinn á íslandi í dag, ekki sá fyrsti en sá eini starfandi. í honum em þrettán krakkar, flestir 12,13 og 14 ára, einn er 10 ára og einn 11. Stjómandi kórsins er organistinn er það mikil vinna að það þýðir ekk- ert að ætla sér að reyna að taka inn nýja krakka á hverju hausti," segir organistinn. Ferðalögin skemmtilegust DV hitti tvær stúlkur úr kórnum arra hljóðfæra til viðbótar við bjöll- urnar. En af hverju Bjöllukórinn? „Guðni bað mig að vera með. Ég er að læra hjá honum á harmoniku í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og mér fannst það sjálfsagt mál,“ segir Helena Marta og Gígja segir að þannig hafi það líka verið hjá henni. Guðni kenni henni á píanó Æskulýöshljómsveit Bústaöakirkju er þaö nafn sem Bjöllukórinn hefur fengiö þegar krakkarnir grípa til hinna hljóö- færanna líka. Allir krakkarnir eru aö læra á önnur hljóöfæri en grípa síöan í bjöllurnar meö. DV-myndir E.ÓI. Guöni Þ. Guðmundsson. Þetta er þriðji bjöllukórinn sem Guðni er með síðan hann fór af stað með þann fyrsta fyrir níu árum síðan. „Ég set saman hóp af krökkum og síðan held ég mig við þá þar til ég skipti öllum hópnum út í einu. Þetta hin hliðin sem hafa starfað mikið með Guðna. Líkt og aðrir í Bjöllukórnum spila þær á önnur hljóðfæri sem aðal- hljóðfæri. Gígja Erlingsdóttir spilar á píanó og Helena Marta Stefáns- dóttir á harmoniku. Gígja hefur spitað einna mest með Guðna en Helena Marta hefur sungið hvað mest með Æskulýðshljómsveit Bú- staðakirkju. Það nafn hefur fest við Bjöllukórinn þegar gripið er til ann- og hafí beðið hana að vera með. „Þetta er gaman og sérstaklega gefa ferðalögin þessu gildi. Við höf- um farið með bjöllurnar til Vest- mannaeyja, Grímseyjar og Stykkis- hólms og síðan stendur til að fara vestur á firði i vor,“ segir Gígja. Helena Marta segir bjöllukórinn æfa einu sinni í viku. Hún segir að yfirleitt hafi þau spilað líka á hljóð- færin sín með en upp á síðkastið ' fr* V 4, W- Strakarnir eru fleiri en stelpurnar og hafa ekki siöur gaman af því aö hrista ' x bjöllurnar en þær. Svavar Már Einarsson, íslandsmeistari unglinga í vaxtarrækt Skemmtilegast með Jönu „Ég var ekki í nógu góðu formi í fyrra og átti því ekki von á nein- um árangri þá. Nú var ég hins vegar í mjög góðu formi og því kærkomið að ná að sigra. Svona keppni krefst rosalega mikils af manni og því hafa síðustu vikur verið frekar erfiðar," segir Svavar Már Einarsson vaxtarræktar- kappi. Hann var um síðustu helgi krýndur íslandsmeistari í +80 kg flokki unglinga og bar síðan sigur í „over all“, þar sem allir unging- arnir voru metnir saman, burtséð frá þyngd. Efnilegt vöðvabúnt þar á ferð! Fullt nafn:Svavar Már Einars son. Fæðingardagur og ár: 22. des ember 1976. Maki: Kristjana Einarsdóttir. Börn: Engin. Bifreið: Engin. Starf: Nemi. Laun: Trúnaöarmál. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Æfa, vera með Jönu, fara í bió og vera í góðra vina hópi. Hvað finnst þér leiðin- legast að gera? Hlusta á nöldur fólki. Uppáhaldsmatur: Svínahnakki á áramót- unum hjá tengdó. Uppáhaldsdrykkur: Dietkók og vatn. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Magnús Ver Magnússon. Uppáhaldstímarit: Flex og Muscle and Fitness. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð, fyrir utan maka? Cameron Diaz. Ertu hlynntur eða andvígur rík- isstjóminni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Vaxtar- ræktarmanninn Dorian Yates. Uppá- halds- leikari: Sean Conn- ery. Uppá- halds- leik- kona: Ang- ela Bassett. Uppáhaldssöngv- ari: Enginn sérstakur. Uppáhaldsstjómmála- maður: Davíð Oddsson. Uppáhaldsteiknimyndaper- Svavar Már í öflugri stellingu á íslandsmótinu í vaxtarrækt. DV-mynd JAK sóna: Hómer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: X-files og íþróttir. Uppáhaldsmatsölustaður/veit- ingahús: Nonna-biti. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Dagbók Önnu Frank. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 95.7. Uppáhaldsútvarpsmaður: Steinn Ármann. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú mest á? Sjónvarpið af því að ég hef ekki efni á að vera með Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Þor- steinn J. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Gaukur á Stöng. Uppáhaldsfélag í íþróttum: KFÍ. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Verða íþróttakenn- ari eða einkaþjálfari. Ná langt bæði í vaxtarrækt og lyftingum. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Fór til Spánar í viku. Fór og horfði á Vestfjarðavíkinginn og vann hjá ísafjarðarbæ. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.