Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Síða 27
• »13 I SMQd 1100 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 27 tónlist Borgarlíf með J.J. Soul Band Hljómsveitin J.J. Soul Band hefur sent frá sér nýja geislaplötu er nefnist City Life eða Borgarlif. Sveitin heitir í höfuðið á söngvar- anum og lagasmiðnum J.J. Soul sem er breskr- ar ættar en hefur búið hérlendis í nokkur ár. Það er Geimsteinn í Keflavík sem gefur plöt- una út en Skífan annast dreifingu. Áform eru uppi um dreifmgu er- lendis en óráðið hvenær af því verður, að sögn Ingva Þórs Kormákssonar, hljóm- borðsleikara sveitar- innar. Á plötunni eru þrettán lög og eru tólf þeirra eftir J.J. Soul og Ingva Þór. Þrettánda lagið er hið fræga „My Funny Valentine" eftir Ric- hard Rogers og Lorenz Hart frá ár- inu 1936 I útsetningu bassaleikara sveitarinnar, Stefáns Ingólfssonar. Auk fyrrnefndra eru í hljómsveit- inni þeir Eðvarð Lárusson gítarleik- ari og Steingrímur Óli Sigurðarson trommuleikari. Þess má geta að titillag plötunn- ar, Borgarlíf, hlaut í sumar 1. verð- laun í bandarískri lagakeppni, USA Songwriting Competition, í flokki ryþmablús- og djasslaga. Platan var tekin upp í Stúdíói FÍH, Stúdíói Stefi og Stúdfói Gný. Hljóðblöndun, sem var í umsjón Birgis Jóhanns Birgissonar, fór fram í Stefi og Sýr- landi. Eitt laganna var tekið upp á tónleikum sveitarinnar í Borgar- leikhúsinu i janúar 1996. J.J. Soul Band var stofnuð fyrir fjórum árum af þeim J.J. Soul og Ingva Þór. Borgar- líf er önnur plata sveitarinnar, sú fyrri kom út 1994 og nefnd- ist Hungry for News, eða Hungraðir í frétt- ir. „Ég man þegar við vorum að byrja þá vissum við ekki alveg hvaða músík við ætl- uðum að spila, smekkur okkar er það margbreytilegur. Sumir hafa kallað þetta blúsbræðing en við höf- um frekar talað um bleiknefjablús. Ég er nú svo skrítinn að mér finnst þetta stundum vera popp - með miklum útúrdúrum. Við erum með blús, fonk, djass og jafnvel suðræna sveiflu. Það mætti jafhvel tala um einhvers konar poppbræðing. Þetta er að minnsta kosti tónlist fyrir þroskaða hlustendur. Mér finnst allt of lítið gefið út fyrir þann hóp. Plötuútgáfa hérlendis er eins og úr- eldingarsjóður íslenskra dægurlaga. Gömul lög, sem maður var orðinn leiður á fyrir 25 árum, eru grafin upp og maður fær leiða á þeim aft- ur, bara í geislaplötu í staðinn fyrir vínylplötu," sagði Ingvi Þór í stuttu spjalli við helgarblaðið. -bjb J.J. Soul Band. HKMXKDf Grcið§In$kilmálar vio allra hæfi. Tt:í' P? ^ Skuldabréf til I V,SA lE alltað36mán. Hringdu og fáou sendan bæklinfl. stadgreitt Höffintúni 1? *10S Rfivkinvík • Simi SS9-670Í) Z S57-S7S7 • Fmr SS7-6708 Þekking og reynsla tvinnast saman í gæðaframleiðslu rúma og dýna frá Ragnari Bjömssyni. Þér líður vel í rúmi frá Ragnari Bjömssyni. RAGNAR BJÖRNSSON ehf. Dalshrauni 6 • 220 Hafaarfírði Símar 555 0397 & 565 1740 • Fax 565 1740 Fimmtíuárí fararbroddi. vÐAGAÍA/ Jóladagatal Happaþrennunnar. þocJ eru spermandi moíYnor fíximundan!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.