Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Qupperneq 49
DV LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 Bjarni Guðjónsson og Jon Dahl Tomasson hjá Newcastle: Einn og hálf- ur íslendingur Eins og flestum knattspymuá- hugamönnum ætti að vera kunnugt hefur Skagamaðurinn knái, Bjarni Guðjónsson, verið í herbúðum stór- liðs Newcastle í Englandi um nokkurra mánaða skeið. Hins vegar vita það færri að ís- lenskt blóð rennur í æðum annars leikmanns sem er á mála hjá félaginu. Það er hinn 21 árs gamli Jon Dahl Tomasson. Nafnið er mjög íslenskt en drengur- inn engu að síður danskur lands- liösmaður. Föðurafi hans er hins vegar alíslenskur og ku hafa flutt til Danmerkur komungur í byrjun ald- arinnar. Jon Dahl er kominn í byrjunarlið- ið en Bjami hefur verið nálægt því að komast á varamannabekkinn, er oftast í 20 manna hópi. Helgarblaðið sló á þráðinn til Bjama og heyröi í honum hljóðið. ítrekaðar tilraunir vom gerðar til að ná á Jon Dahl, m.a. með aðstoð Bjama, en hann gaf ekki færi á viðtali að þessu sinni. Bjarni framtíðarmaður Bjami gerði samning við Newcastle til aldamóta, þegar hann verður 21 árs. Forráöamenn liðsins sjá mikið og gott framtíöarefhi í honum og Kenny Dalglish og félag- ar hafa ekki veriö að nota hann í aðalliðinu í vetur. „Okkur liður vel héma, lífið er oröið allt einfaldara, við farin að rata og ég að kunna á æfing- amar,“ sagði Bjami en unnusta hans, Gígja Dögg Einarsdóttir, býr með hon- um úti og stundar nám í ensku. Fyrstu vikuna varð Bjami reyndar aö dvelja á hóteli en siðan fengu þau leigt hús í útjaðri borgarinnar. Þau era nýlega búin að kaupa hús á svipuðum slóð- um sem þau fá afhent á næstunni. Þangað flytja þau ásamt heimilis- hundinum. Keppt við stórkarla Bjami og Jon Dahl eru ekki að keppa við neina aukvisa um fram- herjastöður í Newcastle. Fyrir em kappar á borð við Alan Shearer, Ian Rush og Faustino Asprilla. Bjami sagðist bíða þolinmóður eftir sínu tækifæri, hann hefði ekki reiknað með að vinna sér sæti í aðalliðinu fýrsta tímabilið. Auðvitað yrði gott að komast inn á í einum og einum leik en hann legði kapp á að standa sig sem best á æfingum og með varaliðinu. Til þessa hefur Bjami komist lengst í 18 manna hóp. Hann hefúr hins vegar skorað nokkur mörk með varaliðinu, sjaldnast sem fremsti maður. íslenski Daninn, Jon Dahl Tomasson, fagnar einu markanna sem hann hef- ur skoraö fyrir Newcastle. Það síöasta geröi hann í deildarbikarleik gegn Derby County á dögunum, sjálft sigurmarkiö. Bjarni á æfingu meö aöalkörlunum ( Newcastle og fyrrum Liverpool-hetjunum, framkvæmdastjóranum Kenny Dalglish og aöstoöarmanni hans, Terry McDermott. Sumir ofdekraðir „Þetta nálgast, hægt og rólega. Ég læri rosalega mikið á að æfa með þessum körlum og horfa á þá. Þeir em auðvitaö mjög ólíkar persónur. Sumir eru eins og ofdekraðir krakk- ar sem geta gert hvað sem þeir vilja. Þeim er sama þó þeir skemmi eitt- hvað, það verður bara keypt nýtt í staðinn. Annars er mórallinn góður í hópnum, oftast mjög létt yfir mönnum. Þegar Alan Shearer fór að mæta aftur á æfingar eftir meiðslin tóku nokkrir sig til og þöktu nýja Jagúarinn hans með grasi og torfi. Hann svaraði fyrir sig með því að dýfa handklæði í drullupoll og strjúka því yfir bfla sömu leik- manna,“ sagði Bjami en tekið skal fram að hann tók ekki þátt í þessum uppátækjum! Hann sagði þá Jon Dahl ekki vera í miklu sambandi fyrir utan æfing- ar, hann væri þó búinn að segja sér frá íslenska afanum. Bjami sagði samgang leikmanna vera yfirleitt lítinn fyrir utan þá sem væra búnir að vera lengst hjá félaginu. Jon Dahl er fæddur í Kaup- mannahöfn 29. ágúst 1976. Hann hef- ur leikið nokkra landsleiki fyrir Dani á þessu ári, þrátt fyrir ungan aldur. Hann var keyptur í sumar til Newcastle frá Heerenveen í Hoflandi. Þangað fór hann í at- vinnumennskuna aðeins 17 ára gamall. Á heimasíðu Newcastle kemur fram að hann hafi verið keyptur fyrir litlar 260 milljónir króna og talað um viðskipti s<£?> kjarakaup. Þannig að eitthvað virð- ist vera í „okkar mann“ spunnið. -bjb IÍÁETAR STaDREYITDIR UM EITURIYFJAMAFÍUITA jPXIMP wnlLP EITURLYFJAKOLKRABBANS ALIÐ VALD EITURLYFJAKOLKRABBANS r ekki skáldsaga heldur bök sem kafar ndlr yflrborö fikniefnaheimsins og blrtlr kkur naktar staöreyndir um eiturlyfla- ig fjármagnsbrask um allan helm. óhannes Björn hefur áöur gefiö út hina imtöluöu bók, Fallö vald, sem flallaöi im vopnabrask og spillingu í álþjóölegum jármálaheimi. luti af andvirði bókarinnar rennur til amtakanna Vímulausrar æsku. akolkra Armar eltu eru alls d hans er, hva munlr eru í splllnu og hvernlg mlnn f hendi sér. eru í... x símaskránni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.