Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Síða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Síða 72
-3 2 LD < S </> o hLO s 1X5 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ 2 k w. v -2C á sunnudag og mánudag Veðrið á morgun og mánudag: Víða létt- skýjað Á morgun verður austan- og norðaustangola eða kaldi. Dálítil él við norðaustur- og austur- ströndina en annars staðar úr- komulaust og víða léttskýjað. Veðrið í dag er á bls. 73. Magnús Gunnarsson, stjórnarfor- maður Þróunarsjóðs, kemur til fundar í gær. DV-mynd S Þróunarsjóður: , Engin ákvörðun um Norðurtanga „Við ákváðum að gefa okkur tíma til að skoða alla þætti málsins og reyna að finna ásættanlega lausn fyrir alla,“ sagði Hinrik Greipsson, framkvæmdastjóri Þróunarsjóðs sjávarútvegisins, að loknum fundi stjórnar sjóðsins í gær. Þar var rædd sú sérstaka staða sem sjóður- ■ ’*3hm er kominn í eftir að bæjarstjóm Isafjarðar hætti við kaup á húsa- kosti Norðurtangans. Samkvæmt lögum er Þróunarsjóði bannað að kaupa eignir nema fyrir liggi form- legt kauptilboð frá öðrum aðila. Þær reglur voru brotnar við kaup sjóðsins á húsakosti Norðurtangans af Básafelli hf. Sjóðurinn situr nú uppi með eign sem kostaði hann 85,5 milljónir króna, nema kaupun- um verði rift. „Við munum ræða allar leiðir og vonandi taka ákvörðun i næstu viku,“ sagði Hinrik við DV í gær- kvöld. -Sól/-sv .. ': ; V'-t' ' . , - ' f ' Tvcfaldur i. vinnirígur S k&SiÚ Hnjótsmálið: Bretar funda - sóst eftir niðurstöðu Fundur með fulltrúum bæjaryfir- valda í Grimsby, Hull, Fleetwood og Aberdeen er fyrirhugaður i næstu viku þar sem farið verður yfir að- draganda og stöðu mála um hvar reisa skuli minnismerki um breska sjómenn sem drukknað hafa við ís- landsstrendur. Deilur hafa verið verið vegna ákvörðuncir meirihluta bæjarstjómar Vesturbyggðar um að minnisvarðinn skuli reistur á Pat- reksfirði en ekki við minjasafnið á Hnjóti. Bresk bæjaryfirvöld sendu ^ nú í vikunni frá sér yfirlýsingu um Vv~S?ð farið skuli að vilja bæjaryfir- valda í þessu máli. -Sól. Kvótabrask: Milljarða- velta í Talið er líklegt að veltan í kvóta- leigu sé á bilinu 2,5 til 3 milljarðar króna á ári. í úttekt DV á málinu kemur í ljós að engin leið er að rekja þessi viðskipti til enda. Sam- kvæmt tölum frá Fiskistofu eru kvótar heilu fiskistofnanna færðir á milli skipa. Þannig er megnið af skarkolakvótanum millifært sem og grálúðukvótinn. Stór hluti þessara viðskipta er vegna skipta á veiði- heimildum þar sem engar greiðslur koma til. Hluti af millifærslunum er kvótabrask þar sem sægreifar hafa trygga afkomu af þvi að selja sjó- sóknurum aðgang að sameign þjóð- arinnar. Hóflega áætlað er sá neð- anjarðarmarkaður með árlega veltu rétt innan við 3 milljarða króna. Sjá fréttaljós á bls. 20 í V-Húnavatnssýsla: Kosið um sameiningu DV, Akureyri: Ibúar i öllum sveitarfélögunum í V-Húnavatnssýslu ganga að kjör- borðinu í dag og greiða atkvæði um það hvort sameina skuli öll sveitar- félögin sem eru Hvammstanga- hreppur, Staðarhreppur, Fremri- Torfustaðahreppur, Ytri-Torfustaða- hreppur, Kirkjuhvammshreppur, Þverárhreppur og Þorleifshóls- hreppur. Guðmundur Guðmundsson, sveit- arstjóri á Hvammstanga, sem setið hefur í kynningarnefnd og hefur farið á fundi í öllum sveitarfélögun- um segist bjartsýnn á að sameining- in verði samþykkt í öllum sveitarfé- lögunum. Hann segir að sér virðist sem vindar hafi verið að snúast til þeirrar áttar að undanfornu en fyr- ir hálfum mánuði teldi hann að sameining hefði verið samþykkt í 5 sveitarfélaganna en felld i tveimur þeirra. Kjörfundur í dag hefst kl. 12 og talning hefst kl. 22 í kvöld. -gk A-flokkar á Húsavík: Ræða sameig- inlegt framboð Alþýðubandalagsmenn á Húsavik hafa ritað cdþýðuflokksmönnum bréf þar sem óskað er eftir viðræð- um um sameiginlegt framboð til bæjarstjómar. Samkvæmt heimild- um DV hafa kratar fallist á viðræð- ur og verður fyrsti fundur á morg- un. -rt HVA0 ER EITT FRYSTIHÚS Á MILLI VINA? Skólabömum í Reykjavík var í gær gefinn kostur á að kynna sér fiskvinnslu Granda hf. Það er árviss viðburður að börn þyggi boð forsvarsmanna fyrirtækisins og komist þannig í snertingu við aðalatvinnuveg þjóðarinnar. Hér má sjá kátan nemanda sem hefur komið sér fyrir í gini hákarls. DV-mynd E.ÓI. Uppnámið í bæjarmálum ísfirðinga: Formaður jafnaðar- manna sagði af sér Jóna Símonía Bjarnadóttir sagði af sér formennsku í Jafnað- armannafélagi ísafjarðarbæjar á stjómarfundi félagsins í gærkvöld. Jafnframt sagði hún af sér sem fulltrúi flokksins í fræðslunefnd og sem einn af fjórum fulltrúum hans í viðræðum um sameiginlegt framboð í sveitarsjómarkosning- unum í vor. „Með þessu læt ég öllum mínum pólitísku afskiptum af bæjarmál- um lokið,“ sagði Jóna Símonía. Jóna átti sæti i vinnuhóp um húsnæðismál Grunnskólans á ísa- firði og studdi niðurstöðu ráð- gjafarfyrirtækisins VSÓ um að kaup bæjarins á Norðurtanga væra hagkvæmasti kosturinn fyr- ir bæinn. Sigurður R. Ólafsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, fer hins vegar fyrir nýjum meirihluta sem vill aðra lausn á húsakosti grunnskólans. Jóna segir að hún vilji ekki kalla ágreining þeirra Sigurðar trúnaðarbrest en að hún telji að þau geti ekki starfað áfram saman í sátt vegna þess hve stórt þetta mál sé. Með afsögn sinni vilji hún afstýra frekari illindum innan flokksins og að henni finnist eðli- legt að víkja þar sem Sigurður sé hinn kjörni fúlltrúi Alþýðuflokks í bæjarstjórn. Nýr meirihluti í dag Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og F-lista óháðra munu halda fund í dag og mynda þar með nýjan meirihluta í bæjar- stjóm ísafjarðarbæjar. Jónas Ólafsson, fulltrúi sjálfstæðis- manna, segir þann hóp sem mynd- aði meirihluta gegn kaupum á Norðurtanganum sem lausn á hús- næðisvanda grannskólans verða að axla þá ábyrgð sem aðrir full- trúar Sjálfstæðisflokks hefðu varp- að á hann í fyrrakvöld með yflr- lýsingu sinni. „Það er ekki hægt annað en að hafa stjórn á bænurn," sagði Jónas. Að öllum líkindum verður tekin ákvörðun um hver verður nýr bæjarstjóri á fundinum i dag. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri ísafjarðarbæjar, hefur óskað eftir því að láta af störfum eftir næsta fund bæjarstjómar sem verður að öllum líkindum haldinn þann 4. desember. Kristján segist ekki vita hvað taki við hjá sér en hann hefur verið stjómarformað- ur Samherja frá því í sumar, sam- hliða bæjarstjórastarfmu. -Sól. FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.