Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Fréttir IOV Lýsi hf. aftur í gang á mánudag þrátt fyrir brunann: Byggðastofnun: Fólk fær áfram lýsi - segir Katrín Pétursdóttir forstjóri DV-MYND HILMAR ÞÓR Rannsóknastofa Lýsis eyöilagöist í brunanum Starfseminni verður komið fyrir í þeim hluta hússins sem enn stendur óskemmdur. EKatrín Péturs- ■ dóttir, forstjóri Lýsis hf. í Reykjavík, sagöi w 1 í samtali viö DV . 3 siðdegis í gær að 0||j3 ekki væri end- B anlega ljóst hvað hafl valdið brun- Katrín anum í rann- Pétursdóttir. sóknastofum fyr- irtækisins í gærmorgun. Þar eyðilögðust öll rannsóknartæki, sýni og mörg ómetanleg gögn frá fyrri tíð, ásamt húsvarðaríbúð. I raun allt annað en það sem geymt er í gagnagrunni fyrirtæk- isins. „Skaðinn er þvi tilfmnan- legur,“ segir Katrín Pétursdóttir, en 45 manns vinna hjá fyrirtæk- inu og þar af hafa 5 unnið á rannsóknastofu fyrirtækisins. „Við erum að setja niður fyrir okkur hverju við höfum tapað af vélum og tækjum. Eins hvað þetta muni valda okkur miklum erfíð- leikum á næstu vikum. Við treystum okkur því ekki til að slá á það nú hvað þetta tjón er mikið i peningum. Það er okkar stefna að koma rannsóknastofunni í gang eins fljótt og hægt er. í millitíðinni munum við leita aðstoðar hjá Rann- sóknastofu fiskiðnaðarins og væntan- lega Sýni hf. líka.“ - Hefur komið til tals að flytja starfsemina annað? „Það er búið að vera í deiglunni mjög lengi. Þetta er ekki framtíðar- staður okkar. Við erum í viðræðum núna um þessi mál og höfum sett á stefnuskrána að flytja héðan ekki síð- ar en 2005.“ - Mun bruninn flýta þeim áætlun- um? „Ég hugsa ekki, en við erum bara ekki búin að meta það. Við getum komið rann- sóknastarfseminni fyrir á öðr- um stað í okkar húsnæði. Hluti af starfseminni hefur þegar verið flutt til Þorláks- hafnar. Það sem eftir er hér, er fmvinnsla, pökkun og rannsóknastofan ásamt skrif- stofum." - Er hugsanlegt að öll starf- semin flytjist þangað? „Nei, við erum það háð út- flutningshöfn og 85% af okkar sölu er til útflutnings. Rann- sóknastofa, pökkun og annað verður því áfram hér á höfuð- borgarsvæðinu. Við reiknum með að starf- semin hér fari aftur í gang á mánudaginn. Þetta hefur ekki haft nein áhrif á verksmiðj- una sem slíka eða aðra vinnslu. Þetta tjón er baga- legt, en ekkert sem má ekki koma í horf aftur. Við metum mest að engin slys urðu á fólki og húsvörðinn sem bjó í húsinu sakaði ekki. Þá stóðu slökkviliðsmenn sig eins og hetjur og sýndu frábært starf við að slökkva eldinn. Fólk fær áfram sitt lýsi og við lögum þetta allt saman,“ sagði Katrín Pétursdóttir. -HKr. Faðir fær 8 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot: Dæmdur aftur fyrir kyn- ferðisbrot gegn dóttur Akureyri: Sjálfstæðismenn stilla upp „Við höfum ákveðið að fara þá leið við framboð okkar að vera með uppstillingu á listann og mun sér- stök uppstiflingarnefnd annast það verk,“ segir Bjöm Magnússon, for- maður fulltrúaráðs Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri, en sjálfstæðis- menn tóku þá ákvörðun i vikunni að hafa sama háttinn á við fram- boðslista sinn og fyrir kosningamar 1998, að stilla upp á listann en við- hafa ekki prófkjör. Sjálfstæðisflokkurinn á fimm full- trúa af 11 í bæjarstjórn. Tvær konur vora í hópi bæjarfulltrúa flokksins eftir síðustu kosningar, Valgerður Hrólfsdóttir, sem lést á árinu, og Vilborg Gunnarsdóttir sem flutt er úr bænum. Ekki er annað vitað en hinir þrir bæjarfulltrúamir, sem hlutu kosningu síðast, Kristján Þór Júlíusson, Þórarinn B. Jónsson og Sigurður J. Sigurðsson, muni allir gefa kost á sér áfram. -gk „Ákærði hefur með athæfl sínu brotið gegn þvi trúnaðartrausti sem ríkja á milli bama og foreldra og svipt stúlkuna því öryggi og vellíð- an sem fjölskylda og heimili eiga að veita börnum. Fyrir liggur enn fremur að ákærði hlaut dóm fyrir kynferðis- brot gegn annarri dóttur sinni árið 1992.“ Þetta eru niðurlagsorð i dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli manns sem dæmdur var í 8 mánaða fangelsi fyrir að hafa í nokkur skipti strokið og klipið í rass dóttur sinnar, sem var á fermingaraldri, og að hafa þuklað á kynfærum hennar innan klæða. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða dóttur sinni 400 þúsund krónur í miskabætur. Dómurinn tók svo til orða að faðirinn hefði gert dóttur sinni mikinn miska. Faðirinn neitaði alfarið refsi- verðri sök í málinu. Dómurinn taldi það engu að síður sannað að hann hefði framið þá háttsemi sem ríkissaksóknari ákærði hann fyrir. Tæp tvö ár liðu frá því að Félags- þjónustan í Reykjavík sendi lögregl- unni bréf þangað til dómur gekk í málinu. í máli stúlkunnar kom fram að faðir hennar hefði meðal annars beitt hana afli til að koma fram því sem hann var ákærður fyrir. Hefði hún ekki þorað öðru en að láta að vilja hans þar sem hún verði alltaf hrædd þegar hann reiðist. Félagsráðgjafi og starfsmaður bamaverndaryfirvalda sagði fyrir dómi að stúlkan hefði verið í mjög slæmu ástandi er hún kom í viðtöl til hans. Sjálfsmynd hennar hefði verið í molum, hún viðkvæm og ör- yggislaus og hefði grátið nánast stanslaust þegar hún var að reyna að greina frá atburðunum. Stúlkan mældist með hátt gfldi er þung- lyndispróf var lagt fyrir hana. Við sakfellingu studdist dómur- inn við frásögn félagsráðgjafans og þriggja annarra vitna sem meðal annars hittu stúlkuna stuttu eftir atburðina. -Ótt Heföi verið nær að leggja hana niður - segir Verslunarráð Sú ákvörðun starfsmanna Byggða- stofnunar að flytjast ekki með fyrirtækinu frá Reykjavík til Sauðárkróks reynist ríkinu dýr. í svari Valgerðar Sverris- dóttir byggðamála- ráðherra við fyrir- spum Stefaníu Ósk- arsdóttur um flutn- ing Byggðastofnunar kemur fram að heild- arkostnaður við flutninginn nemur um 40 milljónum króna. Þar af nema biðlaun starfsmanna 25 milljónum króna. Hart var tekist á um hvort starfsmennirnir ættu rétt á biðlaunum á sínum tíma en með tilstuðlan Sambands íslenskra bankamanna höfðu starfsmenn sig- ur. í svari ráðherra kemur einnig fram að nú starfi 18 manns hjá Byggðastofnun á Sauðárkróki mið- að við 22 í fyrra. Birgir Ármannsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands, gagnrýnir flutning Byggða- stofnunar. „Þegar menn taka póli- tíska ákvörðun um flutning ein- stakra ríkisstofnana milli lands- hluta hlýtur því alltaf að fylgja mikifl kostnaður. Persónulega held ég að nær hefði verið að leggja Byggðastofnun niður heldur en að flytja hana um set,“ segir Birgir. „Reynslan ætti að kenna okkur að byggðastefna, rekin á pólitískum forsendum i gegnum opinberar stofnanir, skilar litlum árangri og eina raunhæfa leiðin til að styrkja undirstöður atvinnulífsins úti um landið er að stuðla að því að hið al- menna starfsumhverfi fyrirtækj- anna sé hagstætt," segir Birgir. -BÞ Hótaði að ná í haglabyssu 18 ára Akureyringur var í Hér- aðsómi Norðurlands eystra í gær dæmdur til tveggja mánaða fangels- isvistar skilorðsbundið og sektar- greiðslu í ríkissjóð. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa hótað manni í febrúar hótað manni með haglabyssu ef sá síðarnefndi þegði ekki yfir því að bifreið hans væri númerslaus. Ákærði játaði sakar- efni ákæruskjals. BÞ Valgeröur Sverrisdóttir. Birgir Ármannsson. Veðrið i kvóld [ Sólargangur og sjávarföll REYKJAVIK AKUREYRI Viöa él í dag Suðvestan 8 til 13 og víða él, en skýjað með köflum á Noröur- og Austurlandi. Frost O til 8 stig, kaldast til landsins. Sólarlag i kvöld 15.48 15.10 Sólarupprás á morgun 10.48 10.57 Siðdeglsflóö 18.44 23.17 Árdegisflóð á morgun 07.02 11.35 Skýringar á veðaríákmim J----“r” -$• ''’OlNDSTYRKUR Vconcr HBOSKÍRT í metrum á sekúndu rnu&l *> O O IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ AISKÝJAÐ v.. ííí RiGNING SKURiR SLYDDA SNJÓKOMA w W- == ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNiNGUR Þ0KA fllÍgTifhi’ /Aófln'l Tungliö fyrir Satúrnus Tunglið gengur fyrir Satúrnus í dag frá Reykjavík séð en Júpíter og Satúrnus eru á lofti flestar stundir í þessum mánuði. Júpíter sem er bjartari, er í tvíburamerki en Satúrnus er í næsta merki til vesturs, nautsmerki. Satúrnus kemst í gagnstöðu við sól snemma í mánuðinum og er þá í hásuðri um miönættið. Dálítil snjókotna Suðaustlæg átt, SIO m/s og dálítil snjókoma eða él, en skýjað með köflum noröantil. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Mariudaj m Vindur: 5-10 u o Hiti 0° tii -5° Breytileg átt, 5-10 m/s. Skýjaö meö köflum og stöku él. Frost 0 til 5 stig. Þriöjud Vindur: 5-11 m/* Norölæg átt og dálrtil él, cinkum austantll. Frost 0 tll 6 stlg. Vindur: 5-12 in/, Hiti 0° til -5 Útllt fyrir suðvestlæga átt með snjókomu eða éljum og fremur svölu veðri. '■ '■ ■ ■ : -........................................................................... ' O J AKUREYRI skýjaö BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK léttskýjaö EGILSSTAÐIR rigning KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað KEFLAVÍK RAUFARHÖFN snjðkoma REYKJAVÍK úrkoma STÓRHÖfdi úrkoma -1 -2 1 -2 0 -2 -1 BERGEN úrkoma 4 HELSINKI kornsnjór -2 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 4 ÓSLÓ 2 STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLlN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEWYORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG irmiwiiiawigwi. slydda 1 rigning 7 úrkoma 4 heiöskírt 17 rigning 12 mistur 12 alskýjað 4 súld 8 skýjaö 15 rigning 11 súld 9 þokumóöa 9 slydduél 0 alskýjaö 14 rigning 9 skýjaö 20 alskýjaö -1 skýjað -14 þokumóða 14 þokumóöa 14 alskýjaö 13 skýjaö 3 alskýjaö 19 þoka -5 llftWPIIKU.'Sfl IHW’l.f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.