Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Helgarblað I>V DV-MYND E.ÖL. Helgun hversdagslífsins „Leitin að sterkri skynjun er einfaidiega leitin að þeim stundum sem maður er raunverulega lifandi en flýtur ekki sof- andi, “ segir Sigurður Pálsson. „Þaö er í raun helgun hversdagslífsins ogjafnframt afhelgun helgimyndarinnar eöa að minnsta kosti alveg örugglega helgislepjunnar sem byggist umfram allt á vanahugsun og mærð. “ Ljóðlistin er eiming- artœki orðaflaumsins - Sigurður Pálsson leitar ljóðtímans í nýrri ljóðabók Tóm Æ, þú komin aftur... Þaulreynda svarta rósemd Gamalreynda dimma angurvœrð Ég ákalla þig ekki Tek þér tek utan um þig finn ofumœma snertingu þína mína þína Jœja þá Strekkið línuna fyrir dansinn Enn og aftur tóm dimmleitt tóm Tími til að skapa Sigurður Pálsson hefur lengi verið einn virtasti ritlistamaður ís- lands. Höfundarverk hans eru fjölbreytt, Ijóð, leikrit, skáldsögur, sjón- varpshandrit, óperutextar og þýðingar. Nú fyrir jólin kemur út ellefta ljóðabók Sigurðar, Ljóðtimaleit, en hún er önnur bókin í trilógíunni um tímann en sú fyrsta hét Ljóðtímaskyn. „Þessi bók er eins og flestar ljóðabæk- ur mínar byggð upp sem heild,“ segir Sigurður. „Ljóðunum er ætlað að standa ein og sér þótt þau séu í fjölskyldum. Ég hef áhuga á samhengi ljóðanna innbyrð- is og hvers ljóðaflokks í stærra sam- hengi. Ljóðið er bæði einstaklingur og hluti af heild." Hin helga staða Ijóðsins „í öllum þjóðfélögum hefur svo lengi sem menn vita verið í gildi tvískipting tímans; annars vegar í hversdaginn og hins vegar í helgan tíma. Meðal annars kemur þessi tvískipting fram í Biblí- unni; Drottinn tók sér frí eftir sex daga sköpun. Hin helga staða ljóðsins er söguleg staðreynd og eru frábærir ljóða- flokkar í Biblíunni góö dæmi um það. Ljóðlistin tengist hinum helga tíma en prósinn er mun hversdagslegri. Ljóðlist er samþjöppun og býður upp á sterkari skynjun en prósinn; skynjun sem er sterkari en hversdagsleikinn. Þá er ljóð- ið komið nærri einhvers konar helgi. í minni ljóðlist leitast ég við að flytja fréttir af skynjun og hugsun; fréttir sem eiga sér stoð í hversdagleikanum: hvers- dagsleg skynjun er samþjöppuð og gerð að ljóði. Ég vil leyfa ljóðinu að að hugsa, ekki bara finna til. Mér fmnst öll ritlist og þá sérstaklega ljóölist hafa ákveðið verkefni sem er meðal annars að breyta lesandanum úr neytanda í njótanda. Ég myndi vilja stofna njótendasamtök. Og á neytanda og njótanda er reginmunur því það er með þetta eins og svo mörg orð sem liggja hlið við hlið í tungumál- inu, þau geta í raun verið algjörar and- stæður. í raun eru orðin að neyta og njóta ekkert skyld fyrirbæri heldur full- komnar andstæður." Helgun hversdagslrfsins „Leitin að sterkri skynjun er einfald- lega leitin að þeim stundum sem maður er raunverulega lifandi en flýtur ekki sofandi. Það er í raun helgun hversdags- lífsins og jafnframt afhelgun helgimynd- arinnar eða að minnsta kosti alveg ör- ugglega helgislepjunnar sem byggist umfram allt á vanahugsun og mærð. Vanahugsun, mærð og fálæti gagnvart fegurðinni eru andstæðingar ljóðsins eins og ég skil það og reyni að praktísera það. Til þess að vera lifandi með fúllri meðvitund þarf maður að átta sig á líkamlegri skynjun; heild líkamans og andans. Ég hef hugsað sífellt meira um nauðsyn þess að skynja líkamlega en ekki bara abstrakt. Það er merkilegt hvemig nútíminn stefnir gegn líkaman- um. Menn vilja líkamann burt á mis- munandi hátt, skynjun líkamans er komin yfir í sýndarveruleika og hann er leiddur inn í einhvem færibandadauða. Þetta sjáum við mjög víða, til dæmis í öfgakenndri líkamsrækt eða í nútíma- legri iðnvæðingu klámsins þar sem lík- aminn er staðalmyndaður (stereótýper- aður) í andstöðu við erótíska skynjun. Þótt það virðist þversagnakennt er þama líka enn og aftur verið að hrekja líkamann burt, losna við raunverulega líkamlega skynjun og vitund. Það er verið að hrekja burt þessa unaðslegu heild, hugans og líkamans, sem nær óvíða jafn miklum nautnastyrk og í lestri. Lestur er nefnilega líkamleg nautn.“ Eiming orðaflaumsins „Tíminn skiptir okkur miklu máli. í kringum aldamót fara menn alltaf að hugsa um tímann. Ég hugsa um tímann út frá sjónarhomi ljóðlistarinnar á for- sendum hennar. Ef ég væri sagnfræð- ingur myndi ég gera það öðruvísi. Mik- ið magn orða um aldamótin hefur flætt en ekki flutt mikið af nýrri skynjun. Þar fara ekki saman magn og gæði. Og ljóð- listin eimar magn orðaflaumsins niður eins og gerist við venjulega eimingu." Ljóðlistin er ódauðleg „Með jöfnu millibili hefur verið talað um að leikhúsið væri dautt. Það hefur þó aldrei lifað jafn góðu lífi og þegar það hefur verið úrskurðað endanlega látið. Leikhús fjallar á vissan hátt um dauðann, um hverfulan tíma með endalokum sem era lok sýn- ingarinnar. Andlát skáldsögunnar var tilkynnt með miklum lúðrablæstri en hún hefur aldrei verið hressari en eftir andlátsstundina og er orðin dásamlega fijálst og skemmtilegt form. Ljóðlistin hefur yfirleitt ekki verið sögð dauð heldur stöðnuð, jafnvel þegar mest er að gerast. Við geram okkur aldrei grein fyrir samtímanum og munum aldrei gera. Um miðja nítjándu öldina var einhver að kvarta yflr stöðnun ljóðsins í Frakklandi. Þá vora uppi ekki ómerkari menn en Baudelaire og Rimbaud. Það sem villir mönnum sýn er hversu mikið af því sem gefið er út og birt er slakt. Það er allt í lagi, það vins- ast úr. Þaö ríkir hins vegar panik i um- fjöllunariðnaðinum vegna þess að kommóðan hans með fínu skúffunum hefur liðast í sundur. Og ef umfjöllun- ariðnaðurinn hefur ekki skúffur þá paníkerar hann. Það tekur á sig hlægi- legar birtingarmyndir með upphrópun- um í sjónvarpi þar sem verk era ann- aöhvort í ökkla eða eyra. Hvort tveggja er álíka hvimleitt. Og guð minn almátt- ugur, 99% era þama á milli ökklans og eyrans." -sm Fyrrum kennari minn og meistari, Gísli Jónsson menntaskólakennari, er látinn. 1 virðingar- og þakklætisskyni tileinka ég honum þennan dáik. Gísli sendi í haust frá sér Nýju limra- bókina en eins og kunnugt er hefúr limruformið nú unnið sér fastan sess meðal íslenskra braga og er ekki síður vinsælt meðal hagyrðinga en rímna- hættimir. í bók Gísla er að finna margvíslegan fróðleik um uppruna limrannar á Englandi og landnám hennar á íslandi. Þar era limrar, gaml- ar og nýjar, ekki bara á íslensku held- ur einnig á ýmsum öðrum tungumál- um. Hér á eftir verða birt nokkur sýn- ishom. Fyrst verður fyrir okkur gamail dæg- urlagatexti eftir Ragnar Jóhannesson. Textinn er, merkilegt nokk, ortur und- ir limruformi. Eitt erindið er þannig: Sw breiðan um heróar og háan hjá Hljómskálanum ég sá hann. Hió kyrrláta kveld lagöi kveldroðans eld á flóann svo breiöan og bláan. Hlymrekur handan yrkir til Stefáns Þorlákssonar: Margt erlent er snióugt og eggjandi, hvort orómœlt þaófer eöa hneggjandi; þaó má hefja upp glaum, þaó má taka í taum, en á túrhesta er ekki leggjandi. Og Hrólfúr Sveinsson kveður svo og vísar væntanlega til Egils Skalla- Grímssonar. Lúnran kallast Markaös- búskapur: Egill fór vestur um ver með vélstrokkaó tilberasmér og fékk fyrir þaö þegar í staó hausinn á sjálfum sér. Hermann Jóhannesson á næstu limra sem vísar til einhverra sviptinga í stjómmálunum og geta menn ráðið i það sér til gamans um hvem muni vera ort. Hann alls ekki fengió að fara gat, í farbanni leiöur hann bara sat, því Steini var enn þá sw strangur viö menn þá sem nudda sér utan í Arafat. Það er reyndar hefð fyrir því að limr- ur séu dálítið glórulausar merkingar- lega og sumum finnst að þær eigi að vera óbirtmgarhæfar, þannig séu þær bestar. En á íslandi hafa orðið til limr- ur af öllum gerðum, bæði hvað varðar bragformsafbrigði og efnistök. Þessi rómantíska limra er eftir Þorstein Valdimarsson. Hún nefnist Tár: Þar sem lœkurinn rann og rann drúpti rós og lœkurinn fann alveg niður í ós, er hin rauða rós felldi regndropa niður í hann. Til er fyrirbæri i vísnagerð sem hag- yrðingar kalla gjaman sín á milli rím- fall. Þá hleypur höfundurinn útundan sér á síðustu stundu eins og bíll sem ekið er afvega til að forða árekstri. Eft- ir farandi limra er dæmi um þetta. Limran nefnist Hraðhenda I og höf- undur er Vilfríður vestan: Mikiö helvíti er Hallgrímur slunginn, sagði Hringborg, er óx henni þunginn, en reyni hann aftur, sá kvennamannskjaftur, þá klíp ég hann smátt, og ekki á besta staó. Með sérstöku tilliti til niðurskurðar- áforma og annarra vandamála sem heilbrigðisþjónustan á við að etja um þessar mundir endum við þessa stuttu kynningu á Nýju limrabókinni með limra eftir Bjöm Þorleifsson: 1 lœkningum magnast því miöur sá mikli óvissusiður. Efsjúkur er borinn á boröió og skorinn: Er þaö þá upp eóa niður? ria@ismennt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.