Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 60
68 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Tilvera DV Sævar Bjarnason skrifar um skák Skákþátturinn Heimsmeistaramót FIDE: Mótsstaöurinn Skákmenn á leiö í fyrstu umferöina í Kongress-höllinni í Kreml. Karpov og Kortsnoj duttu út í fyrstu umferð Heimsmeistaramót FIDE var sett í Moskvu á mánudag og sjálfur Vla- dimir Pútin forseti setti mótið í Kongress-höllinni í Kreml. Á þriðju- dag hófu síðan 128 keppendur keppni og teflt er samkvæmt bikar- útsláttarkeppni - aðeins 2 kapp- skákir og síðan bráðabani - þannig að á fímmtudag og föstudag tefldu 64 skákmenn. I dag, laugardag, og sunnudag tefla 32 skákmenn. Á mánudag tefla síöan 16 kappar og fyrsti frídagur- inn er á þriðjudag. Á miðvikudag er síðari skákin í 16 manna úrslitun- um og á fimmtudag og föstudag í næstu viku tefla 8, enn meiri hetjur. Laugardag eftir viku tefla 4 úrvinda skákmenn um hverjir komast i úr- slitin og hveijir leika, fyrirgefið, Anand á sigurbraut Heimsmeistarinn Vishy Anand er hér sestur að skákboröinu og andstæðingurinn er Peter Heine Nielsen. tefla, um hið „einskis verða“ 3. sæti, þannig að ekki má mikið bera út af. Hraðinn á mótinu er mikill: Teflt er eftir nýju Fide-tímamörkunum og bráðabanaskákir hefjast strax að kappskákunum loknum. Kappskák- imar eru aðeins 2 í hverri umferð þannig að úthald og aldur (?) skipt- ir meira máli en áður. Líkja má þessu við knattspymukeppni: 2 leik- ir - heima með hvítt og á útivelli með svarL Siöan vítaspymukeppni að afloknum seinni leiknum (bráða- bani). En knattspymumenn teygja lopann meira, t.d. í heimsmeistara- keppni. Þá fá menn tækifæri i nokkra daga til að hvílast og safna kröftum og leggja á ráðin um hvem- ig næsta leik skuli hagað. Og skák er erfið íþrótt, enda erum við skák- menn á leið inn í hina svokölluðu alvöru-ólympíuleika með lyfjaeftir- liti og öðru tilheyrandi. Menn verða að fara að minnka kaffidrykkjuna við skákborðið - svo ekki sé talað um næturgaman! Töluverður hávaði var í „höll- inni“ enda skákáhugi einna mestur í Moskvu í heimi hér. Erfiðlega gekk að „sussa“ á áhorfendur - breyttir tímar! Margir frægir kapp- ar féllu úr keppni í 1. umferð, svo sem gömlu jaxlarnir Karpov og Kortsnoj! Karpov (2692) hefði betur sleppt yfirlýsingum sínum um að hann ætlaði að ná titlinum frá Asíu til móður Rússlands eins og Rússar orða það. Hann tapaði fyrir Asíu- búa, Kínverjanum Pengxiang Zhang (2482). En Karpov var þó aðeins í 16. styrkleikasætinu (ég hélt að við ís- lendingar ættum þetta sæti!?). Kar- pov gerði 2 jafntefli i kappskákun- um, síðan tóku strax við 2 „víta- spyrnur" og Karpov tapaði þeim báðum. Viktor Kortsnoj, Sviss, (2624) tap- aði fyrir Lev Psakhis, ísrael (2566), einnig í bráðabana. Einhvem tíma áttu þeir báðir heima í Sovétinu og urðu báöir skákmeistarar Sovét- ríkjanna sem þykir mikill gæða- stimpill á skákmanni! Englending- urinn Nigel Short, Bandaríkja- mennirnir Larry Christiansen og Alex Yermolinsky voru á meðal þeirra sem máttu bíta í það súra epli aö yfirgefa frostið í Moskvu. Indverjinn Anand, núverandi heimsmeistari FIDE, tapaði sinni fyrstu skák gegn óþekktum Frakka. Hann tefldi hratt og örugglega og fékk góða stöðu, síðan nær unnið tafl, og svo gat hann haldið jafhtefli. En hraðinn var of mikilf - vanmat á andstæðingnum? Anand fék skák- inni niður fljótt og örugglega og ekki bætti úr skák þegar hann yfir- gaf keppnisstaðinn í forfáta Mercedes Benz sem mótshafdarar höfðu útvegað honum! Bifreiðin fór ekki í gang og óvíst hvenær „Ivan“ verður búinn að gera við hana! En Vishy tók sig saman í andlitinu, vann seinni skákina, bráðabanann, og líklega er Benzinn orðinn öku- fær aftur! Hvítt: Vishy Anand (2797) Svart: Olivier Touzane (2382) Rússnesk byijun (Petrofí)! Moskvu 27.11. 2001 1. e4 e5 2. Rf3 RfB 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Rc6 7. 0- 0 Be7 8. c4 Rf6 9. Rc3 Be6 10. cxd5 Rxd5 11. a3 0-0 12. Hel Bf6 13. inn glæsilegur frá Garðheimu Þessi glæsilegi hefðbundni aðventukrans er vafinn með norðmannsþin, buxus og tuju. Verðið er frábært, aðeins 3.960. GARÐHEIMAR Be4 h6 14. Bc2 Rxc3 15. bxc3 Bc4 16. Rd2 Bd5 17. Hbl Bg5 18. c4 Bxd2 19. cxd5 Bxel 20. dxc6 Ba5 21. cxb7 Hb8 22. Dd3? Mun betra er 22. Dh5! og hvítur er með hartnær unnið tafl, eftir 22. - Bb6 23. Bxh6! Dxd4 24. Bh7+ og hvítur vinnur! 22. - g6 23. Bxh6 He8 24. Df3 He6 25. Bb3 Hf6 Hér er besti leikurinn 26. De4 og eftir 26. - Hb6 27. De5 (máthótun) DfB 28. Dxa5 H8xb7 29. Dc3 g5 30. De3! Og hvítur stendur vel! Það hélt ég en Jón Viktor Gunnarsson benti á að eftir 30. - Dxh6 31. De8+ Df8 32. Bxf7+ Kg7 er hvítur með tapað tafl. Betra er 30. Bxg5 Dxg5 31. h3 Kf8 32. d5 en svartur stendur sennilega bet- ur. En Anand tapar nú hratt og ör- ugglega. 26. Dg4 Hb6 27. Bg5 De8 28. Df3 H8xb7 29. h4 Dd7 30. g4 Hxb3 31. Hxb3 Hxb3 32. Dxb3 Dxg4+ 33. Kfl Dxd4 34. Be3 Dal+ 35. Kg2 Bb6 36. Bxb6 axb6 37. Dg3 Dcl 38. h5 Dc6+ 39. Kfl?? Enn var von eftir 39. f3 og berjast má fyrir jafntefli í endataflinu, þó að það sé unnið fyrir svart, en mik- ið og langt endatafl eftir! Andy War- hol sagði að allir ættu sínar frægð- armínútur - núna á öld hraðans fer þeim mínútum ört fækkandi! 39. - Dhl+ 0-1 1 annarri umferð bikarkeppninn- ar tefldi Anand síöan við sterkan skákmann, annan af sigurvegurun- um á Minningarmóti Jóhanns Þóris Jónssonar. Ekki vafðist þaö fyrir honum að sigra í skemmtilegri skák. En Pétur er sennilega orðinn sterkasti skákmaður Dana, hár og spengilegur. Og meö danskan „húmor" sem betur fer! Að auki tefldi hann á 1. borði fyrir Taflfélag Reykjavíkur í Vestmannaeyjum, en TR er efst á íslandsmóti skákfélaga eins og flestir ættu að vita! Hvítt: Peter Heine Nielsen (2620) Svart: Vishy Anand (2770) Drottningarindversk vörn. Moskvu (2.1), 29.11. 2001 1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. Bg2 c6 8. 0-0 d5 9. Dc2 Rbd7 10. Hdl Hc8 Vonandi skoöa strákarnir i Taflfélaginu ekki þessa skák; svona hef ég oft teflt með hvítu. En það gerir samt ekkert til, líklega, þeir máta mig alltaf hvort eð er núorðið! 11. Bf4 c5 12. dxc5?! En hér verð- ur Pétri á í messunni, ég held aö 12. Re5 sé betri leikur?! 12. - Bxc5 13. Rc3 0-0 14. e4 Rg4 Sterkir skákmenn eru lítið fyrir að bakka, t.d. með 15. Hfl. Þeir trúa á að þeirra hugmyndir gangi upp. En stundum er það sá sterkari sem fær snjallari hugmyndir. Pétur hef- ur vcnast eftir því að riddarinn á f2 eigi sér ekki undankomuleið. 15. exd5 Rxf2 16. Hfl e5 17. Bcl e4! Fram, fram fylking! 18. Rh4 e3 19. Ra4 Bd4 20. Bb2 Bxb2 21. Dxb2 b5 22. Rf5 Dg5 23. Rd6. Hér er allt í hálofti en það er „something rotten in the state of Denmark". Hvítu miðborðspeðin tryggja ekki nóg mótspil. 23. - bxa4 24. Rxc8 Bxc8 25. Dd4 Rf6 26. Hael He8 27. d6 Rh3+ Allt er farið „forbi". Eftir 28. Khl kemur væntanlega e2 og frelsinginn er orðinn atkvæðamikill á Brimar- hólmi! 28. Bxh3 Bxh3 29. Hf4 Da5 30. Hxe3 Hxe3 31. Dxe3 axb3 32. d7 Bxd7 33. axb3 Bh3 0-1. Bikarkeppni Striksins, Íslandssíma og Taflfélagsins Hellis! Helgi Áss Grétarsson stórmeist- ari sigraöi örugglega í úrslitamót- inu þar sem efstu menn kepptu. Bik- armeistarar Striksins 2001 eru: Helgi Áss Grétarsson, Ingvar Þór Jóhannesson (undir 2100), Sigurður Ingason (undir 1800), Páll Gunnars- son (undir 1500 og stigalausir) en tefld voru ein 11 mót á vefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.