Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 63 I>V Helgarblað Hrund Hólm dýralæknir Hún segir ketamín meö betri svæfingarlyfjum sem notuö séu viö dýralækningar og notkun þess sé mikil á þelm vettvangl hérlendls. Þaö sé þó aldrei notaö eitt sér, alltaf séu gefm róandi lyfmeö þar sem dýrin veröi mjög óróleg vegna aukaverkananna Jakob Kristinsson lyfjafræðingur „Ketamín veldur því aö menn skynja ekki sársauka og ekki umhverfi sitt, missa sem sagt algjörlega minniö. Hægt er aö nota lyfiö til aö gera skuröad geröir án þess aö menn finni fyrir því eöa muni eftir því svæfingalækna fara minnkandi. Helst sé notkunin stöðug á vettvangi slysa. „Þetta er kjörlyf á slysstöðum vegna þess að það er eina svæfmgarlyfið sem gefið er í æð sem hefur líka verkjastill- andi eiginleika. Þar sem ég var erlend- is var þetta á tímabili notað þegar mað- ur fékk inn mjaðmarbrot hjá gömlu fólki. Þá gerði maður við það í mænu- deyfingu en til þess að geta lagt mænu- deyfinguna varð maður að leggja fólk yfir á brotnu hliðina og þá gaf maður oft pínulítið ketamín. Bæði til að minnka verkinn og til að fá fólk til að sofna. Þetta verkaði ágætlega en gall- inn var sá að þessir sjúklingar kvört- uðu undantekningarlaust yfir martröð- um í svæfmgunni. Þess vegna er ég mjög hissa þegar ég heyri að fólk sé far- ið að nota þetta sem lyf á skemmtistöð- um,“ sagði Sveinn. „Ég hef aldrei heyrt neinn hæla ketamíni," bætti hann við. Hann segir það enga spurningu að mis- notkun ketamins sé stórhættuleg, svæf- ingarlyf geti valdið öndunarbælingu og ómögulegt sé að spá fyrir um hvað geti orðið sé því blandað saman við áfengi eða önnur fíkniefni. Fjórtán á Vogi tekiö ketamín Á Vogi fengust þær upplýsingar að á þessu ári hefðu fjórtán vistmenn þar játað á sig fikt við ketamín. Alit væri það fólk á aldrinum 18-25 ára. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir kvað þetta yfir- leitt vera tilraunaneyslu sem þyrfti e.t.v. ekki að segja svo margt um gang mála að öðru leyti. „Þetta virðist vera tímabundin neysla vegna þess að hvetj- andi áhrif til að halda sig í þessu, þ.e.a.s. vellíðan, er ekki það sem er áberandi í þessari neyslu. Menn tala um að þeir séu að sækjast eftir að vera „ruglaöir" og mér fmnst það dálítið sérstakur þáttur i þessari blönduðu neyslu. Við höfum alltaf haft áhyggjur af þessari tilhneigingu sjúklinga okkar til að leita í þetta af því að við höfum talið að geðheilbrigði væri ekki gott hjá þessum einstaklingum," sagði Þórar- inn um neyslu ofskynjunarlyfja yfir- leitt. Hann sagðist ekki sjá að efni á borð við ketamín gæti keppt við þau efni sem nú eru hvað algengust, t.d. am- fetamín, kókaín og MDMA (alsælu). Ástandið sem flestir neytendur sækt- ust eftir væri aukið sjáifstraust og at- orka, ekki ofskynjanir. „En þetta mun alltaf fylgja, alveg eins og LSD. LSD er fyrst og fremst notað núna vegna þess að það er ekki hægt að mæla það í þvagi, það er ekki hægt að sanna upp á þig að þú sért að nota það. Þess vegna eru menn að finna það í fangelsum." Um hættueiginleika ketamíns sérstaklega sagðist Þórar- inn efast um að það hefði verið skoð- að nægilega vel hvaða áhrif ketamín hefði á fólk við langvarandi endur- tekna notkun. Þá væri mjög erfitt að segja til um hættuna þegar það bland- aðist inn í aðra neyslu. „Það getur verið mjög hættulegt fyrir hluta fólks að nota þessi efni. Þá er ég að vísa til fólks sem á nákomna ættingja með al- varlega geðsjúkdóma, fólks sem er með ákveðna þætti í erfðunum. Ætli það séu ekki svona fimmtán prósent af okkur sem geta ekki notað þessi of- skynjunarefni vegna þess að við setj- um geðheilsuna í hættu,“ sagöi Þórar- inn að lokum. Ólafur Guðmundsson, hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík, segist lítið hafa orðið var við ketamín á sínum vigstöðvmn, varla væri um marga neytendur að ræða. „Við höf- um nú ekki orðið varir við mikla ketamínneyslu hér á landi en við höf- um haft spumir af henni í gegnum neytendur sem hafa sagt okkur að þeir hafi notað þetta efni. Við höfum eingöngu þeirra orð fyrir því,“ sagði Ólafur. Hann bætti því við að hann byggist ekki viö að ketamín næði að skjóta rótum hér. „Það þarf virkilega harðan neytanda til að nota efni eins og ketamín oftar en einu sinni, þetta er mjög óþægileg víma oft og tíðum enda er efnið stórhættulegt," sagði Ólafur enn fremur. Hvað með óttann við að komast ekki til baka? „Hann er rosálegur. Égfinn þennan ótta álltaf í miðri vímunni eða þegar ég er hœst uppi, hvort égfari til baka eða hvort ég verði alltaf svona. Þegar víman fer að dála finn ég fyrir stirðleika ífingrum og liðum en líður mjög vel. Það er eins og þetta sjúgi alla orku úr líkamanum, þetta er það fíkniefni sem hefur komið mér hœst upp aföllu.“ íslenskur ketamínneytandi Eftirfarandi er úr viðtali við neyt- anda sem hefur notað ketamín reglu- lega frá því snemma á þessu ári. Hann var beðinn um að lýsa dæmigeröri ketamínvímu. „Ketamínvíma fjarlægir alla heilbrigða skynjun á umhverfið. Þér finnst eiris og það sé verið að ýta á þig og þú finnur fyrir miklum þrýst- ingi inni í líkamanum. Sjónsviðið þrengist alveg rosalega, stundum verð- ur það bara að punkti fyrir framan þig. Þá finnst þér þú verða mjög léttur og fyrir vikið er oft erfitt að ganga. Svo geturðu dottið alveg inn í þinn heim, fundist þú vera í biómynd eða á 17. öld. Þú horfir kannski á [tónlistarjmynd- band sem er þrjár mínútur og finnst það vera þrir timar.“ Hvað með óttann við að komast ekki til baka? „Hann er rosalegur. Ég fmn þennan ótta alltaf í miðri vímunni eða þegar ég er hæst uppi, hvort ég fari til baka eða hvort ég verði alltaf svona. Þegar vim- an fer að dala finn ég fyrir stirðleika í fmgrum og liðum en líður mjög vel. Það er eins og þetta sjúgi alla orku úr Hann þekkir kétamín úr sínu starfí en segir aö sjúklingar kvörtuöu undantekningarlaust yfir martrööum í svæfmgunni. „Þess vegna er ég mjög hissa þegar ég heyri aö fólk sé að nota þetta é skemmtistööum. “ líkamanum, þetta er það fíkniefni sem hefur komið mér hæst upp af öllu.“ Hvað er óþægilegast? „Þegar maöur dettur inn í einhvem furðulegan fjarlægan raunveruleika. Þú situr samt bara kyrr, þetta er allt að gerast í hausnum á þér. Mér finnst ótrúlega óþægilegt að tala við ókunn- ugt fólk þegar ég er á þessu og hreyfi- geta getiu’ orðið takmörkuð, þú þarft oft að styðja þig við eitthvað og snögg- ar hreyfmgar eru mjög óþægilegar. Ég hef líka lent í því að geta ekki klætt mig í skó.“ Hver eru eftirköstin af þessari vímu? „Ég hef ekki fundið fyrir neinum niðurtúr eftir ketamín, mér finnst aðal- lega að ég sé gjörsamlega búinn, eins og eftir stífa æfingu, mikil þreyta og dá- lítill stirðleiki." Hversu útbreitt er ketamin á Is- landi? „Það er ótrúlega vinsælt hjá þeim sem vita af því en það er ekki stór hóp- ur. Margir þora ekki að taka þetta þeg- ar þeir sjá annað fólk á þessu en aðrir geta ekki beðið eftir að prófa. Eftir- spumin er þokkaleg, það era margir að spyija um ketamín þegar það er tómt [ekkert er til]. Sumarið héma var mjög gott hjá tveimur mönnum sem seldu ketamín. Ef það nær að haldast héma á íslandi í einhvem tíma er það komið til að vera.“ Atli Steinn Guömundsson Höfundur er nemi í hagnýtri jjölmiðlun vió Háskóla íslands. verður haldið laugardaginn 1. desember, kl. 13.30, í húsnæði Vöku hf. að Eldshöfða 6. Þar verða meðal annars eftirfarandi bílar boðnir upp: Honda Civic V-tec ‘97 Land Rover Discovery ‘98 Hyundai H1 ‘98 BMW318Í ‘96 Palmomio Pony Palmomio Pony Opel Astra ‘97 Opel Corsa ‘99 Opel Corsa ‘99 Nissan Primera ‘98 Ford Puma ‘00 Toyota Avensis ‘00 Toyota Carina ‘95 Toyota Yaris ‘99 Toyota Avensis ‘00 VW Golf ‘98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.