Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Helgarblað x>v Und- arleg pöntun barst rúmdýnu- verksmiðju í Englandi í fyrra. Beðið var um tólf nákvæmlega eins dýnur af gerð sem var framleidd 1993. Pöntunin barst frá saksóknara í Hollandi. Þegar dýn- umar bámst þangað var kveikt í þeim. Árangurinn var sá að fimmtugur mað- ur, Kevin Sweeney, var dreginn fyrir hollenskan dómstól í annað sinn, ákærður fyrir að hafa myrt fjórðu eigin- konu sína. Fyrst var hann ákærður 1996 fyrir að hafa valdið dauða konu sinnar með því að kveikja í heimili þeirra, Steensel i Hollandi, sem er nærri belgísku landa- mærunum, en var sýknaður vegna ónógra sannana. Síðar kom í ijós að rannsóknin var ófullkomin og var mál- ið tekið upp á nýjan leik. Þar koma dýn- umar tólf við sögu. Tæknimenn hol- lensku lögreglunnar kveiktu í dýnunum hvemi af annarri en tókst ekki að láta loga í þeim nema að helia eldfimum vökva yfir þær fyrst. Þar með var vitn- isburður morðingjans um sakleysi sitt að engu orðinn og var málið tekið upp aftur í febrúar í ár, 2001, og var Kevin dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að myrða konu sína. Þá leikur grunur á að hann hafi einnig séð fyrir tveim öðrrnn eigin- kvenna sinna en ein er enn á lífi. í fyrri réttarhöldunum hélt Kevin því fram að kviknað hefði í rúmi Suzanne út frá sígarettu. Lögregluna grunaði að Kevin hefði kveikt í en varð að láta hann lausan þar sem sönnunina skorti. Samt var hann áfram undir gmn. Það var ekki fyrr en nokkmm ámm síðar að Líftryggð Suzanne Davis var fjóröa kona Kevins Sweenys og aö öllum líkindum þriöja konan sem hann myrti eftir aö vera bú- inn aö líftryggja þær fyrir álitlegar upp- hæöir. dýnumar vom pantaðar og tæknideild- in setti upp nákvæma eftirlíkingu af svefnherberginu þar sem líkið fannst og tilraunir vom gerðar til að kveikja í dýnunni að gmnurinn varð að stað- festri vissu. Foreldrar Suzanne, sem búa á Englandi, gmnaði frá þvi fyrsta að dótt- ir þeirra hefði verið myrt. Það var vegna þeirra athugana á aðstæðum sem fyrri réttarhöldin fóra fram. En niður- staða þeirra olli öllum vonbrigðum nema Kevin Sweeney. Grunsemdir kvikna Suzanne var sölustjóri útgáfufyrir- tækis í London. Kynnum, hennar og Sweeneys bar að með þeim hætti að Morð og svindl Kevin Sweeney var útgefandi og átti nokkur fjölmiölunarfyrirtæki sem öll voru stórskuldug. Til vinstri er Suzanne Davis, sem var fjóröa kona hans og fórst í eldsvoöa, en í Ijós kom að hún var myrt og var látin þegar eldurinn kviknaöi. Hægra megin viö bófann er Beverley Flint sem var þriöja konan hans. Hún dó snögglega og var þá vel líftryggö. Hún gekk meö þriöja barn þeirra hjóna þeg- ar hún var myrt. Morð og tryggingasvik Kevin Sweeney var útgefandi og ótti nokkur fyrirtœki sem önnuðust margmiðlun á tölvum. Öll voru þau á hvínandi hausnum og þrátt fyrir að glœpamaðurinn fengi greitt stórfé í tryggingabœtur eftir eiginkonur sínar dugði það ekki fyrir skuldum. Eftir að hann var handtekinn og ákœrður í síðara sinn voru fyrirtœki hans lýst gjaldþrota og safna ekki skuldum lengur fremur en karlinn sjálfur eiginkonum og líftryggingabótum. hann auglýsti í einkamáladálki eftir vinkonu og jafnvel eiginkonu. í auglýs- ingunni lýsti hann sjálfum sér sem væri hann afbragð annarra manna og hefði alla kosti til að bera sem heilla kunna einmana konur. Hann fékk 48 svör við auglýsingunni og úr þeim valdi hann Suzanne, enda var hún hin myndarleg- asta kona og það sem betra var, fjár- hagslega sjálfstæð, enda í ágætri stöðu. Hún var tvífráskilin og átti eina dóttur en lét ekki uppi hver faðir hennar er. Sweeney sagði henni þegar þau hófu kynni sín, að faðir sinn væri diplómat í utanríkisþjónustunni en móðir sin frönsk aðalskona, sem hljóp á brott með elskhuga sínum. Suzanne sagði foreldr- um sínum að Sweeney væri milljóna- mæringur Þau giftust og hún flutti til manns sins sem þá bjó í bæ nærri Brassel. Nokkm fyrir dauða Suzanne keyptu þau hús í Hollandi, nærri landamærum Belgíu. Líftrygging frúarinnar var not- uð sem veð fyrir eigninni. Síðar kom í ljós að bætt hafði verið við líftryggingu hennar og átti eftirlifandi maki að fá hálfa milljón punda við ótímabært and- lát hennar. Foreldrar Suzanne komust að því hve hátt hún var líftryggð og að eiginmaður- inn átti að fá peningana en dóttur henn- ar var aö engu getið. Þau þóttust þess fullviss að Sweeney væri valdur að dauða dóttur sinnar og hófu að rann- saka fortíð hans. Hann þóttist vera fæddur á Englandi 1950 en nafn hans og fæðingarstaður fannst ekki í þjóðskrá. í ljós kom að hann var fæddur á Indlandi og að faðir hans var jámbrautarstarfs- maður. Að þessu komust þau með því að rekja feril tveggja dætra hans sem hann átti frá fyrri hjónaböndum. Þau rákust einnig á að þriðja kona Sweeneys hefði dáið skyndilega og ver- ið þá hátt líftryggð. Þau létu Scotland Yard fá þessar upp- lýsingar sem aftur hafði samband við hollensku lögregluna. Sweeney var handtekinn í desember 1995. Þótt sitt- hvað kæmi í ljós sem benti til að karl- inn væri varmenni og að þau Suzanne hefðu áttu í fjárhagsvandræðum var ekki hægt að sanna að hann hefði myrt konu sína og slapp hann með það. Vægur dómur en sakirnar fleiri Sweeney höföaði nokkur mál á hendur fyrri tengdaforeldrum sin- um og vildi m.a. fá umráðarétt yfir bami Suzanne, þótt stúlkan væri sannanlega ekki dóttir hans. Einnig fyrir rógburö sem hann taldi ásakn- ir á hendur sér vera. Öllum kærun- um var vísað frá dómi en foreldr- amir urðu að greiða ærið fé í málsvamarkostnað. Að ljúga og svíkja var Kevin Sweeney svo eðlilegt að hann hélt ávallt ró sinni þegar hann var yfir- heyrður og einnig í samskiptum við foreldra Suzanne og aðra sem hann varð að svara til saka. Þegar fjórða eiginkona hans var jörðuð vildi hann ekki vera viöstaddur, þóttist hafa svo mikið að gera í Hollandi og Belgíu. En þegar hann var hand- tekinn 2. febrúar í ár, 2001, tapaði hann ró sinni. Þegar hann var leiddur fyrir rétt og ljóst var að sannanir lágu fyrir um að hann hefði myrt Suzanne lét hann sig falla í yflrlið. Allir sáu að það var leikaraskapur einn. Fyrir lá að eldfimum vökva hafði verið hellt á gólfteppi á þrem stöð- um þar sem nakið lík Suzanne lá. Húsinu var læst utan frá og síðast en ekki síst var sannað að konan hafði látist af höfuð- höggi og var þegar öll þegar kveikt var í. Fyrri framburður eigin- mannsins, um að hún hefði sofnaö út frá sígarettu í rúmi sínu, var af- sannaður. Enn kom í ljós að saman- lagt ætlaði morðinginn að hagnast um 700 þúsund pund vegna dauða konu sinnar. Svo duglega var hann búinn að líftryggja hana. Sweeney hlaut 13 ára dóm fyrir morðið á Suzanne en verið er að rannsaka fieiri glæpi hans. Leikur jafnvel grunur á að hann hafi verið kvæntur fimm sinnum. Tvær fyrr- verandi konur hans dóu skyndilega á ungum aldri. Talið er að fyrsta konan hafi verið bandarískur læknanemi sem fórst í bílslysi. Síð- ar sagði hann mismunandi sögur um orsakir dauða hennar, svo sem að hún hefði dáði úr krabbameini. Önnur kona hans var dönsk, Liz Larsen. Þau skildu 1986 í vinsemd og býr Liz í Danmörku. Eftir það flutti Sweeney til Kent og hitti þar Beverley Flint. Þau gift- ust 1987 og bjuggu ýmist í Dan- mörku eða Hollandi. Þau eignuðust tvær dætur og varð Flint ófrísk að þriðja barninu er þau bjuggu í Belg- íu. Þar dó hún skyndilega 33 ára að aldri. Tveim dögum áður hafði hún verið í rannsókn vegna lítils háttar hjartagalla og leiddi hún í ljós að engin ástæða var til að óttast um líf hennar. En þrátt yfir skyndilegan dauða var Flint ekki krufin. Eftirlifandi eiginmaður fékk 240 þúsund pund sem var sú upphæð sem hún var líftryggð fyrir. Scotland Yard rannsakar nú hvem- ig dauða Flint bar að og fleira varð- andi tryggingasvik. Dularfullur glæpaferill Þegar eftir dauða Flint tók Sweeney upp sambúð með 23 ára ástralskri stúlku, Chris Rowley, sem hann réð sem bamfóstru. Henni sagði hann að hann hefði haft hálfa milljón punda upp úr dauða Beverley Flint. En einnig að hann væri með krabbameinsæxli í heila og væri dauövona. Hann sendi stúlkuna til Ástralíu til að hún þyrfti ekki að horfa upp á dauðastríð hans. Henni var því brugðið síðar þegar hún var beðin að bera vitni gegn fyrrum sambýlis- manni sínum sem hún hélt að væri löngu dauður og grafinn. Kevin Sweeney var útgefandi og átti nokkur fyrirtæki sem önnuðust margmiðlun á tölvum. Öll vom þau á hvínandi hausnum og þrátt fyrir að glæpamaðurinn fengi greitt stór- fé í tryggingabætur eftir eiginkonur sínar dugði það ekki fyrir skuldum. Eftir að hann var handtekinn og ákærður í síðara sinn voru fyrir- tæki hans lýst gjaldþrota og safna ekki skuldum lengur fremur en karlinn sjálfur eiginkonum og líf- tryggingabótum. Þótt hann hafi fengið tiltölulega vægan dóm fyrir morðið á Suzanne em fleiri morðákæmr í undirbún- ingi og getur því lengst í fangelsis- vistinni þegar fleiri kurl koma til grafar en tæplega verður allur glæpaferillinn kortlagður og er enn margt á huldu um svik og ódæði sem Sweeney hefur framið. Arðbær fangelsisvist Dæmdur morðingi sem situr í fangelsi taldi fram 610 þúsund doll- ara til skatts í New York á síðasta ári. Mathie er 33 ára gamall og hefur setið inni síðan 1988 fyrir að myrða mann sem nauðgaði ungri dóttur hans. Upphafið að tekjunum var að Mathie fékk 500 þúsund dollara í skaðabætur fyrir að yfirmaður innra öryggis fangelsisins nauðgaði honum. Mathie kærði og féll dóm- ur honum í vil. Skaðabæturnar lagði hann í verðbréfabrask og gekk honum svo vel að tekjurnar einar gerðu hann að ríkum manni. Nú hefur Mathie sett upp ráö- gjafarþjónustu innan fangelsis- veggjanna og leiðbeinir öðrum föngum um fjárfesthigar í kaup- höllinni í New York. Gefast ráð morðingjans engu síður en hinna sérfræðinganna í verðbréfafyrir- tækjunum og hafa þeir samfangar hans sem eitthvað hafa umleikis grætt vel á ráðgjöf Mathies sem hefúr gott vit á að ávaxta skaða- bætmmai- sem hann fékk fyrir að hafa hugrekki til að kæra öryggis- vörðinn fyrir nauðgun. Samkvæmt lögum mega fangar í Bandaríkjunum ekki græða á að selja frásagnir af glæpum síniun en enginn bannar þeim að freista gæf- unnar í Wall Street fremur en öðr- um. Sekur eða saklaus í mars sl. var fertugum manni sleppt úr fangelsi eftir að hafa set- ið inni 117 ár. Peter Fell játaði að hafa stungiö tvær konur til bana í almenn- ingsgarði i út- hverfi Lundúna þar sem þær voru að viðra hunda sína. Fréttin var blásin út í fjöl- miðlum nær samstundis. Sama kvöld hringdi Peter í lögregluna og játaði á sig morðin. Þá var hann viti sínu fjær af drykkju- skap í krá. Lögreglumenn litu á kauða og trúðu ekki orði af játn- ingunni. Daginn eftir hringdi Peter aft- ur, eftir að hafa fengið sér vænan afréttara, og játaði enn. Rann- sóknarlögreglumenn komust að því að hann gat ómögulega hafa verið á morðstaðnum þegar kon- urnar voru stungnar. Ári síðar var lögreglan jafnnær en Peter, sem var næturvörður í sjúkra- húsi, hringdi og geröi játningu. Hann var enn haugdrukkinn. Var honum stungið inn og yfirheyrður í 10 tíma. Þá neitaði hann stað- fastlega að hafa myrt konurnar en var eigi að síður ákærður og dæmdur. Peter sagði þá að hann hefði að- eins langað til að vera eitthvað og vekja á sér athygli. En hvort hann eða einhver annar myrti konurn- ar veit enginn - og varla hann sjálfur. Óábyrgur Þegar búið var að binda Leslie Lowenfield við rafmagnsstólinn 1 rikisfangelsinu i Louisiana 1989 gerði hann óvænta játningu. Dóm- inn hlaut hann fyrir að labba inn í eldhús fyrrver- andi ástkonu sinnar og skjóta hana og fimm skyldmenni henn- ar þar sem þau sátu að snæðingi við eldhúsborðið. Síðustu orð hans í lífinu voru: „Gefist ekki upp þótt ég deyi fyrir kvöldið því að sá sem ber ábyrgðina gengur enn laus þarna úti.“ Leslie játaði aldrei á sig morðin og það var orðið of seint að trúa honum á dauðastundinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.