Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Helgarblað Afganskur þjóðar- brotabræðingur Viðræöur samninganefnda þjóðar- brotanna í Afganistan, sem fram fóru i Petersberg-hótelinu i Köningswinter í nágrenni Bonn í Þýskalandi í vik- unni, tók heldur betur óvænta stefnu á fimmtudaginn þegar pashtúninn Haji Abdul Qadir, fyrrum héraðsstjóri í Kandahar, hætti að sækja fundi. Hann taldi að gengið hefði verið á rétt þjóðarbrots síns þegar kom að vali fulltrúa i væntanlegt þjóðarráð sem ætlað er að stjórna landinu til bráða- birgða þar til varanleg ríkisstjórn verður væntanlega kosin eftir tvö ár. Ekki er enn nákvæmlega ljóst hvað það var sem styggði Qadir en þjóðar- brot hans, pashtúnar, kemur ekki aö samningaborðinu í einni heild þrátt fyrir að vera það fjölmennasta í Af- ganistan - um 40 prósent íbúanna, að mestu búsettir í suðurhluta landsins. Flestir eru talibanar af þessu þjóð- arbroti og kann það að hafa veikt samningsstöðu pashtúna. Qadir er einn af fáum pashtúnum sem gengið hafa til liðs við Norðurbandalagið, eftir að hafa í upphafi stutt stjórn tali- bana en síðan flúið land árið 1996. Hann er bróðir skæruliðaforingjans Abdul Haq sem i síðasta mánuði var handtekinn og líílátinn af talibönum þegar hann læddist inn í landið til að fá aðra pashtúnahópa til að snúa baki við talibanastjórninni. Styöur ráöageröir SÞ Qadir lýsti því nýlega yfir að hann styddi ráðagerðir Sameinuðu þjóðanna um myndun þjóðstjórnar og því kom brotthvarf hans nokkuð á óvart. Það kom ekki síður á óvart þar sem Qadir var næstæðsti fulltrúinn í samninganefnd Norðurbandalagsins og ekki síður vegna þess að pashtún- ar áttu langflesta fulltrúa á ráðstefn- unni, eða um 58 prósent þeirra, dreifða í alla fjóra hópana. Qadir var nýlega settur héraðsstjóri í Nangar- har, en um það hérað liggur þjóðleiðin frá höfuðborginni Kabúl til Pakistans um Kyberskarð. Þar atti Qadir kappi við pashtúnska stríðsfor- ingjann Younis Khalis, en Khalis, sem þar til nýlega var stuðningsmaður talibana, fékk í staðinn yfirráð yfir iandamærabænum Torkham. Við afgreiðslu málsins reyndi mik- ið á þolrif foringja hinna ýmsu valda- hópa á svæðinu sem þurftu að koma sér saman um það hver tæki við hér- aðsstjórninni en á meðan æddu hundruð vopnaðra stríðsmanna þjóðarbrotanna um götur Nangarhar, tilbúnir til að styðja þann rétta. Að lokum var Qadir falið það erfiða verkefni að stýra héraðinu eftir tveggja daga viðræður. Að sögn Haji Hayatullah, sem þátt tók í viðræð- unum, sýndi niðurstaðan það að pash- túnar geta vel unnið saman sem sé mjög jákvætt fyrir þær væntingar Younis Qanooni Younis Qanooni, innanríkisráöherra í Kabúl, er abalfulltrúi Noröurbandalags- ins I Bonn I fjarveru Burhanuddins Rabbani, fyrrum forseta, en Qanooni er þekktur fyrir aö vera andvígur veru breskra sérsveita í Afganistan. Noröur- bandalagiö, sem stofnaö var áriö 1996, eftir aö talibanar tóku völdin I Kabúl, sendi ellefu fulltrúa til Bonn og er undir miklum alþjóölegum þrýstingi um aö mynda ríkisstjóm meö þátttöku allra þjóöarbrota í Afganistan. Frá fundarstaö í glæsihótelinu í nágrenni Bonn í Þýskalandi sem I tímans rás hefur hýst ýmsa merka menn og þjóðarleiötoga. Erlingur Kristensson blaöamaður Erlent fréttaljós sem gerðar eru til framtíðarinnar. Að sögn talsmanns samninganefnd- ar Norðurbandalagsins í Bonn mun Qadir ekki hafa haldið af landi brott eins og fréttir hermdu heldur aðeins tekið sér frí til þess að leggja áherslu á sín mál. „Hann mun örugglega koma aftur að samningaborðinu," sagði talsmaðurinn og bætti við að Norðurbandalagið hefði gengið að öllum grundvallarkröfum SÞ, eins og um alþjóðlegt öryggisgæslulið undir stjórn SÞ. Ruglingslegt landslag Þegar horft er til líklegra forystu- manna nýrrar afganskrar ríkisstjórn- ar er erfitt að gera sér grein fyrir stöð- unni. Pólitískt landslag er vægast sagt mjög ruglingslegt og því erfitt að gera sér grein fyrir því hver styður hvern. Stanslaus stríð og skærur síðustu 23 árin hafa sundrað þjóðinni og margir stríðsherrar, hver með sinn herinn, hafa komið sér fyrir í hinum ýmsu héruðum og borgum Afganistans og jafnvel skipað sjálfa sig héraðsstjóra. Meira að segja einar kosningar hafa farið fram í landinu, þegar um 700 út- valdir fulltrúar Herat-héraðs kusu sér borgarstjóra í fyrstu „lýðræðislegu" kosningunum sem fram hafa farið í landinu í næstum 30 ár. Sigurvegari kosninganna, með miklum yfirburð- um, varð súnni-múslíminn Mohamm- ed Rafigh Mojaddedi, vel þekktur em- bættismaður í héraðinu, sem þótti hafa staðið sig vel sem tengiliður fólksins við talibanastjómina i Kabúl Houmayoun Jareer Younis Qanooni, fyrrverandi utanrík- isráöherra Afganistans og tengda- sonur pashtúnska stríösherrans Gul- buddins Hekmatyar, sem þekktastur er fyrir tortímingu Kabúl árin 1992 til 1996, er aöalfulltrúi Kýpur-hóps- ins svokallaða í fjarveru Ismails Khans, sem nú situr meö tadjéka- sveit sína um síðasta vígi talibana í Kandahar. Hópurinn nýtur stuönings írana og er aö mestu skipaöur shíta- múslímum frá Harat-héraöi. og ekki hefur skemmt fyrir að hann er innundir hjá Ismail Khan, helsta stríðsherra hérðaðsins og fyrrverandi héraðsstjóra. Khan, sem betur er þekktur sem „Ljónið frá Herat“, er tadjéki og var foringi 1 sveitum muja- hideed-skæruliða á tímum Sovét- stríðsins. Hersveitir hans hertóku Herat stuttu fyrir fall Kabúl og veittu liðsmenn hans talibönum eftirfór suð- ur til Kandahar, þar sem þeir bíða nú færis á að ráðast til atlögu. Eftir að talibanar komu til valda árið 1994 hnepptu þeir Khan í fangelsi en hann slapp frá þeim þremur árum síðar og flúði þá til írans, þar sem hann dvaldi þar til fyrir skemmstu í skjóli írönsku stjórnarinnar. Hugsanlegir leiðtogar Þegar litið er yfir foringjaflóruna koma þrjú nöfn fyrst upp í hugann sem hugsanlegir leiðtogar. Það eru, auk Zahirs Shah konungs, þeir Burha- nuddin Rabbani, leiðtogi Norður- bandalagsins og fyrrverandi forseti landsins, og Abdullah Abdullah, utan- ríkisráðherra Norðurbandalagsins. Rabbani, sem var hrakinn frá völdum árið 1996, þegar talibanar tóku völdin í Kabúl, er enn þá viðurkenndur for- seti landsins af Sameinuðu þjóðunum og verður því að teljast líklegur leið- togi. Hann er þó umdeildur og sér- staklega af þeim sem muna tímabilið þegar hann réð ríkjum 1 Kabúl. Hann varð fyrst forseti árið 1992, þegar leppstjórn Sovétmanna gerði hann að forseta, og fékk síðan að sitja áfram í embætti næstu fjögur árin á eftir, eftir að mujahideen-skæruliðar höfðu tekið völdin í landinu. Hann neitaði að gefa þeim eftir embættið og þar sem fylgismenn hans og flokkur, Jamiat-e-Islami, héldu áfram yfirráð- um í Kabúl, þrátt fyrir stöðugar skot- árásir andstæðinganna, hékk hann áfram í embætti þar til talibanar tóku Hamid Gailani Hamid Gailani er aöalfulltrúi svokall- aös Pesawar-hóps í fjarveru fööur síns, pashtúnaklerksins Pir Sayeed Ahmed Gailanis, sem sæti átti í muja- hideen stjórninni á árunum 1992 til 1996. Áöur hafði klerkurinn flúiö Afganistan eftir kommúnistabyltinguna og stofnaö íslömsku þjóöarfylkinguna í Peshawar. Peshawar-hópurinn, sem í upphafi var myndaður af pathan-for- ingjum, er stærsti þjóöernishópurinn í Bonn og styður endurkomu konungs. höfuðborgina árið 1996. Það var pash- túninn Gulbuddin Hekmatyar, sem stjórnaði skotárásunum á Kabúl á ár- unum 1992 til 1996, á meðan Rabbani hékk þar við völd, og má því segja að hann sé ábyrgur fyrir dauða þeirra 25 þúsund borgarbúa sem fórust á því skelfingartímabili. Valdabrölt Áöurnefndur Hekmatyar er leiðtogi Hezb-e-Islami-flokksins sem skipaði langöflugustu liðssveit mujahideen- skæruliða í tíu ára stríðinu gegn Sov- étherjunum, en liðssveitir mujahi- deen voru dyggilega studdar af yfir- völdum í Pakistan og nutu einnig öfl- ugs styrks frá Bandaríkjunum. Hek- matyar gekk síðar til liðs við norðan- manninn Dostum, foringja íslömsku þjóðarfylkingarinnar, en Dostum hafði áður barist með mujahideen en snúist gegn þeim eins og Hekmatyar í miklu valdabrölti sem einkenndi árin áður en talibanar tóku völdin. Dost- um er í dag einn helsti foringi herja Norðurbandalagsins . og stýrði m.a. hertöku borgarinnar Mazar-e-Sharif. Forsetinn fyrrverandi segist sjálfur ekki sækjast sérstaklega eftir völdum og sagðist mundu sætta sig við þá niðurstöðu sem fengist á ráðstefnunni í Bonn. „Það sem þjóðin þarf er friður og tími til að byggja sig upp eftir hræðilegar styrjaldir og mannfórnir," sagði Rabbani sem gerir sér vel grein fyrir umdeildri stöðu sinni. Rísandi stjarna Norðurbandalagið mun þó örugg- lega leggja áherslu á að halda valda- stöðu sinni í landinu og þá er eðlilegt að litið sé til Abduliah Abdullah sem verið hefur helsti talsmaöur banda- lagsins að undanförnu. Hann býður af sér góðan þokka og var góður vinur Ahmed Shah Massouds sem útsend- arar talibana drápu rétt fyrir hryðju- verkaárásirnar í Bandaríkjunum. Hann er fæddur og uppalinn í Panjs- hir-dalnum og telst það til tekna að eiga tadjéskan fóður og pashtúnska móður. Hann er menntaður læknir með doktorsgráðu og talar fjölda tungumála, þ.á m. ensku og frönsku, reiprennandi. Hann er félagi í flokki Rabbanis og verður því að teljast rísandi stjama í Afganistan, einn fárra sem ekki þurfa að þvo af sér blóðferilinn. Hér hafa aðeins fáir af stríðs- herrum verið nefndir til sögunnar og lítið er vitað um afstöðu þeirra flestra, enda flestir þekktir fyrir annað en hugsjónir og verið falir fyrir rétt verð. Athygli vekur að fæstir þeirra eru mættir til fundarins í Bonn heldur hafa þeir sent fulltrúa sína meðan þeir sjálfir hamast við að knésetja talibana og um leið tryggja sér valdastöðu í komandi ríkisstjórn. Abdul Sattar Sirat Pashtúninn Abdul Sattar Sirat er aö- aifuiltrúi Rómar-hóps Zahir Shahs, hins 87 ára fyrrverandi konungs sem verið hefur í útiegö i Róm frá árinu 1973. Mikiar vonir eru bundn- ar viö konunginn sem sameiningar- tákn afgönsku þjóöarinnar, en hann er pashtúni frá suöurhtuta Afganist- ans, þaöan sem flestir stuöning- smenn talibana eru. Tvær konur eru í sendinefnd konungs, þ.á m. kven- réttindakonan Rona Mansuri. x>v Pashtúnar fóru heim Spenna milli þjóðarbrotanna í Afganistan kom upp á yfirborðið í viðræðunum um framtíöarskipan stjórnar landsins sem fram fóru ná- lægt Bonn í Þýskalandi í vikunni. Helsti fulltrúi pashtúna, stærsta þjóðarbrots Afganistans, fór burt í fússi þar sem honum fannst pashtúnar ekki eiga nægilega marga fulltrúa miðað við stærð þjóðarbrotsins. Þá kvörtuðu hazar- ar yfir hinu sama og sögðu jafn- framt að úsbekar ættu heldur ekki nógu marga fulltrúa í viðræðunum. Uppreisn kveöin niður Talið er að um sex hundruð tali- banar og erlendir liðsmenn þeirra hafi fallið þegar uppreisn þeirra í virki við borgina Mazar-i-Sharif í norðurhluta Afganistans var kveðin niður. Blóðugir og harðvítugir bar- dagarnir stóðu yfir í þrjá daga áður en yfir lauk. Bandarískar ílugvélar vörpuðu meðal annars sprengjum á virkið þar sem talibanamir höfðu verið í haldi. Meöal þeirra sem féllu var bandarískur liðsmaður leyni- þjónustunnar CIA. Ný stjórn í Danmörku Ný minni- hlutastjórn tveggja borgara- flokka, undir for- ystu Anders Foghs Rasmus- sens, tók við völdum í Dan- mörku á mið- vikudag. Stjórn- in þarf meðal annars að reiða sig á stuðning Danska þjóðarflokksins sem byggði kosningabaráttu sína á andúð í garð útlendinga, einkum þó múslíma. Flokkurinn fær líka fimm nefndaformenn í þinginu að laun- um. Anders Fogh sagði í vikunni að ráðherrar stjórnarinnar yrðu að standa í stykkinu. Sótt að Kandahar Bandarískar herflugvélar héldu uppi loftárásum á borgina Kanda- har, síðasta vígi talibana í suðurhluta Afganistans, á föstudag. Þá eru hersveitir andstæðinga tali- bana að búa sig undir lokaátök um borgina. Foringi hersveita pashtúna hefur skipað Norðurbandalaginu að halda sig fjarri. Enn meira mannfall Ekkert lát var á átökum ísraelskra hermanna og Palestinumanna í vikunni og féU flöldi manna. Á fimmtudag féllu að minnsta kosti fjór- ir þegar Palestínu- maður gerði sjálfs- morðsárás í langferðabíl í ísrael. Fyrr í vikunni höfðu þrír ísraelar fallið í hefndarárásum fyrir morð á leiðtogum Palestínumanna. Það blæs því tæpast byrlega fyrir sendi- menn Bandaríkjastjórnar sem eru nú í ísrael að reyna að fá deilendur til að fallast á vopnahlé. Konur í stjórnina Hart var lagt að fulltrúum á ráð- stefnu afgönsku þjóðarbrotanna í Þýskalandi að hleypa konum inn í væntanlega stjórn Afganistans. Laura Bush, forsetafrú í Bandaríkjunum, lagði sitt lóð á vogarskálarnar í vik- unni en hún hefur svnt stöðu kvenna í Afganistan áhuga. Evr- ópskar kvenréttindakonur messuðu einnig yfir fulltrúunum á fundinum í Þýskalandi sem flestir eru karl- menn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.