Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 11 Skoðun „Það eru að koma jól, “ sagði ég við mann á nœsta borði, svona rétt til þess að segja eitthvað. „Jú,“ sagði sá hinn sami. Hann var þreytulegur, með bauga og tómlegur til augnanna. Maðurinn lifnaði samt aðeins við ávarp mitt. Hann var ekki alveg gleymdur. bakinu, „að það fer saman að ég er skíthræddur við þetta brölt og um leið er mér skítkalt. Hvað ætli margir drepi sig eða hálfdrepi við það að hengja útiseríurnar á hús og tré?“ „Er enginn sem getur hjálpað þér við þetta?“ spurði ég, enda vor- kenndi ég manngarminum. „Áttu ekki bræður eða mága sem geta að- stoðað þig?“ Það hnussaði í mannin- um. Hann hafði sigið niður og bogn- að í baki á ný. „Ætli þeir eigi ekki nóg með sig, það er sama ástand hjá þeim.“ Ókunnuga konan „Hvernig stendur annars á hjá þér?“ spurði maðurinn mig, ögn léttari í bragði, og reisti sig við. „Áttu lausa stund um helgina?" Það kom svo á mig að ég náði ekki að svara. Ég leit út undan mér á suður-afrísku fuglana en sá um leið fasmikla konu nálgast okkur. „Komdu, góði,“ sagði hún við bogna manninn. „Við skulum klára þetta og fara svo heim.“ Maðurinn stóð orðalaust upp og safnaði pokunum saman. Það síðasta sem ég sá til þeirra hjóna var að frúin fór á und- an þeim í seríudeildina. Ég þakkaði þessari ókunnugu konu í huganum enda kom hún á réttum tíma. Ég þurfti því ekki að svara manninum hennar. Af góðum hug ætlaði ég mér að veita þessum kynbróður mínum áfallahjálp en sú aðstoð mistókst. Ég ætti kannski að líta mér nær. Ljóst má vera að olíufundurinn á dögun- um á eftir að blása nýju lífi í alla umrœðu um sjálfstœði Fœreyja. Sú umrœða mun þó ekki einskorðast við fjölmiðla og mannamót heima í Þórshöfn. meira, eins og Færeyingar höfðu lagt fram óskir um. Svo mjög tókst Poul Nyrup að hræða Færeyinga að Anfinn Kallsberg lögmaður og stjóm hans sáu sitt óvænna og blésu af fyrirhugaða þjóðarat- kvæðagreiðslu um sjálfstæðismál- in. Skoðanakannanir sýndu líka að fylgi við sjálfstæðishugmyndir stjómarinnar var farið að minnka. Ljóst má vera að olíufundurinn á dögunum á eftir að blása nýju lífi í alla umræðu um sjálfstæði Færeyja. Sú umræða mun þó ekki aðeins fara fram á síðum færeyskra fjölmiðla og á mannamótum heima í Þórshöfn, heldur verður sjónarmiðum sjálf- stæðissinna haldið hátt á lofti á danska þjóðþinginu. Fyrir því mun standa Hogni Hoydal, varalögmaður Færeyja og helsti sjálfstæðisforkólf- ur þeirra, sem var einmitt kjörinn á danska þingið um daginn sem ann- ar fulltrúi Færeyinga. Hogni hefur lýst því yflr að hann ætli að fylgja sjálstæðismálinu fast eftir þegar hann kemur til Kaupmannahafnar. Og vonandi bera nýir stjórnarherr- ar í Kaupmannahöfn gæfu til að taka Færeyingum vel þegar þeir knýja aftur dyra til að ræða sjáif- stæðismálin. Færeyingar eru fastheldnari á gamla og góða siði en flestar, ef ekki allar, þjóðir í okkar heimshluta. Ef þeim tekst að standast það áhlaup sem aukið innstreymi fjár vegna væntanlegra oliutekna veldur, og kunnugir segja að til þess hafi þeir nógu sterk bein, er engin ástæða til annars en vera bjartsýnn á framtíð frændþjóðarinnar. Það eru góðar fréttir. Díalektíkin lifir Birgir Guð- mundsson fréttastjóri Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sýndi i framsöguræðu sinni við fyrri umræðu um fjárhags- áætlun borgarinnar í fyrrakvöld hvers vegna hún er jafn óskoraður stjórnmálaleiðtogi og raun ber vitni. Hvers vegna fólk úr þremur stjórnmálaflokkum er tilbúið að fylkja sér að baki henni í R-lista- samstarfi. Borgarstjóri tók vissu- lega þátt í staglinu um fjármál borg- arinnar, hefðbundnu debet- og kreditþvargi við Ingu Jónu Þórðar- dóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, sem óvænt birtist þarna á fundinum sem óskoraður leiðtogi og tók ein til máls. Á þeim vettvangi stóð Ingi- björg Sólrún - og raunar Inga Jóna líka - sína pligt með sóma eins og ætlast er til af oddvitum andstæðra fylkinga. En sérstaða Ingibjargar Sólrúnar felst í því að hún nær að nýta tækifæri sem þetta til að hefja sig upp yfir staglið og líta yfir svið- ið, skoða málin í stærra samhengi, skilgreina grundvallaratriðin og varpa fram þjóðfélagssýn sem fyrir vikið verður áhugaverð. Eitt af því sem borgarstjóri gerir að umtalsefni í þessari ræðu sinni eru byggðamál- in. Varnargarðar Hún veltir upp þeirri spurningu hvers vegna byggðastefna ríkisins hefur ekki borið meiri árangur en raun ber vitni og svarar spurning- unni með því að segja að byggða- stefnan hafl til þessa verið brota- kennd en ekki heildstæð: „Mér finnst sú skýring nærtæk að byggðastefna sem ekki miðast við landið allt - þéttbýli jafnt sem strjál- býli - og tekur tillit til samspilsins þar á milli geti hvorki verið heild- stæð né árangursrík. Ég er sann- færð um að hagsmunir landsins alls eru fólgnir í samstarfi höfuðborgar og landsbyggðar. Samkeppnisgeta höfuðborgarsvæðisins gagnvart út- löndum þarf að vera tryggð þannig að hér þróist öflugt alþjóðlegt at- vinnu- og efnahagsumhverfi. Öflug höfuðborg getur ekki þrifist án landsbyggðarinnar og landsbyggðin kemst ekki af án höfuðborgarinn- ar,“ sagði Ingibjörg í ræðu sinni. Ekki veit ég hvort borgarstjóri býr þarna að gömlum umræðum frá menntaskóla- og háskólaárum sín- um, þegar marxismi var í tísku og menn vildu nálgast öll viðfangsefni með heildrænum hætti og helst að benda á að andstæður þrifust hver á annarri og sköpuðu þannig aflræna framþróun. Þá hét þetta díalektísk efnishyggja. Nú tala menn einfald- lega um þetta sem almenna skyn- semi, enda marxismi ekki lengur móðins. En auðvitað er díalektíkin of merkileg til að lúta tískusveiflum og því eðlilegt að kalla þetta einfald- lega díalektíska byggðastefnu hjá borgarstóra. í öllu falli er þessi nálg- un hennar á byggðamálunum mun líklegri til skynsamlegrar niður- stöðu en að stilla landsbyggð og höf- uðborg upp sem sitt hvoru og að- skildum viðfangsefnum eins og oft hefur viljað brenna við. Hiö mikla metropolis væðið sé eins konar varnargarður gagnvart útlöndum, sérstaklega hvað varðar brottflutning menntaðs hæfileikafólks. í því felst að nauðsynlegt sé að hafa „öflugt alþjóðlegt atvinnu- og efnahagsumhverfi“ í höfuðborginni eða á höfuðborgarsvæðinu til þess að menn fáist til að setjast að hér á landi en flytji ekki til útlanda. Þessi afstaða kemur enn betur fram annars staðar í ræðu borgarstjórans þar sem hún talaði um að landsbyggðin væri bakland höfuðborgarsvæðisins og áð þessi tvö svæði tengdu efnahagslegir, menningarlegir og umhverfislegir hagsmunir. Þetta er rétt hjá Orð borgarstjóra og þau heildstæðu díalektísku byggðasjónarmið - þar sem höfuðborgin er sjálf- sagður hluti af umrœð- unni - sem virðast vera að ryðja sér til rúms gefa tilefni til að œtla að meiri árangur gœti orðið í þessum efnum í fram- tíðinni en verið hefur. borgarstjóranum og höfuðborgin er vissulega það metropolis sem landsbyggðin þarf á að halda og þarf sjálft á landsbyggðinni að halda. Hins vegar er spurningin sem hlýtur að brenna á vörum þeirra sem um byggðamálin hugsa hvert hlutverk þessa metropolis eigi að vera í samanburði við hlutverk og stöðu stórra bæja og annarra staða úti á landsbyggðinni. Er nauðsynlegt að landsbyggðin, sem Ingibjörg kallar „bakland", sæki allt i þetta eina metropolis eða er eðlilegt að einhverjir staðir eða kjarnar á landsbyggðinni myndi mótvægi við höfuðborgina og sæki fyrirmyndir þjónustu og hugmyndir fram hjá hinni innlendu höfuðborg og beint til útlanda? Tækifæri víöar Hvað mælir gegn þvi að einmitt þessir smærri kjarnar, eins og t.d. Akureyri, ísafjörður eða Egilsstað- ir, verði líka varnarveggir sem stöðva brottflutning íslensks hæfi- leikafólks úr landi? Auðvitað munu þeir staðir aldrei verða að öllu leyti sambærilegir við þá flölbreytni sem höfuðborgin býður upp á en þeir geta engu að síður orðið öðruvísi kostur þar sem líka er fyrir hendi alþjóðlegt atvinnu- og efnahagslíf. Maður gæti þannig ímyndað sér að það ætti að vera leikur einn að prjóna flölbreytt og áhugaverð al- þjóðleg tækifæri fyrir menntað og klárt vinnuafl í kringum stofnanir eins og Háskólann á Akureyri eða Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem sumar lækningagreinar eru á heimsmælikvarða. Það er ekk- ert náttúrulögmál, þótt við viður- kennum öll mikilvægi þess að hafa glæsilega höfuðborg með krafmikl- um og spennandi tækifærum, að ekki sé hægt að hafa slík tækifæri víðar. Pjölbreytnin skapar þá Reykjavík samkeppni inn á við, ekki síður en út á við, og samfélags- gerðin í heild verður fyrir vikið gegnheilli og byggist á fleiri stoðum. Það eykur svo enn möguleikana og þörfina á frumkvæði einstakra bæja eða byggða að í vaxandi mæli standa menn frammi fyrir beinum samskipum við sveitarfélög í Evr- ópu um hin ýmsu mál vegna Evr- ópuþróunarinnar. Slík samskipti fara ekki í gegnum stjórnsýslu eða þjónustu í höfuðborginni heldur frá sveitarfélagi til sveitarfélags. Borgarstefna Allt er þetta þó spuming um út- færslu og grundvallarspurning byggðastefnunnar felst, eins og Ingi- björg Sólrún benti réttilega á, í að skoða málin heildstætt - eða díalek- tískt. í því samhengi hittir hún naglann á höfuðið þegar hún talar um skort á borgarstefnu stjórn- valda: „Staðreyndin er sú að á vett- vangi ríkisins er ekki að finna neina sjálfstæða stefnumótun sem tekur til þess hvert skuli vera hlut- verk borgarinnar og höfuðborgar- svæðisins í atvinnu- og efnahags- þróun 21. aldarinnar. Hvar og hvernig ríkið eigi að byggja upp sín- ar stofnanir á þessu svæði, s.s. menntastofnanir, rannsóknastofn- anir, sjúkrastofnanir; hvort og þá hvernig ríkið eigi að tryggja vöxt og viðgang miðborgarinnar - hvaða stofnanir þess séu best komnar i miðborginni og hverjar geti átt bet- ur heima annars staðar - eða hvort ríkið hafi yfirleitt einhverjum skyldum að gegna gagnvart mið- borginni í höfuðborg allra lands- manna." Díalektísk byggöastefna Fyrir brottfluttan Reykvíking, eins og þann sem þetta ritar, felast í þessum orðum góðar fréttir því í hugtakinu borgarstefna er í raun verið að tala um heildstæða byggða- stefnu. Um leið og menn setjast nið- ur og skilgreina hlutverk höfuð- borgarsvæðisins er verið að flalla um stöðu landsbyggðarinnar og annarra byggðakjarna en höfuð- borgarsvæðisins. Um leið og menn negla niður hvaða stofnanir eigi að rísa í höfuðstaðnum og hvernig fel- ur það í sér stefnumótun um hvaða stofnanir eigi ekki að vera þar. Ingi- björg Sólrún lýsir því í ræðu sinni að hún hafi verið þátttakandi í byggðanefnd á vegum sveitarfélag- anna og má gera ráð fyrir að sýn hennar markist að ein- hverju leyti af umræðum í þeirri nefnd. Jafnframt er i gangi vinna við nýja byggðastefnu á vegum iðnaðarráðherra. Orð borgarstjóra og þau heild- stæðu díalektísku byggðasjónarmið - þar sem höfuðborgin er sjálf- sagður hluti af umræð- unni - sem virðast vera að ryðja sér til rúms, gefa tilefni til að ætla að meiri árangur gæti orðið í þess- um efnum í framtíðinni en verið hefur. Og þó það sé i raun allt önnur saga þá er það út af fyrir sig merkilegt að eftir stór- brotið skipbrot marxism- ans um allan heim skuli það verða hin díalektíska aðferðafræði sem nær að lyfta byggðaumræöunni á Islandi upp úr sínum gömlu hjólförum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.