Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 62
~ 70 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 íslendingaþættir________________________________________________________________________________________________________x>V Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson * » % 85 ára_________________________________ Kristbjörg Guðbjörnsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík. Magnús Jónasson, Hlíðargerði 5, Reykjavík. 80 ára_________________________________ Þorsteinn Gunnar Williamsson húsasmlðameistari, Hamarsstíg 27, Akureyri. Eiginkona hans er Soffía Þorvaldsdóttir verslunar- maður. Afmælisbarnið tekur á móti gestum í safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag milli kl. 15.00 og 18.00. Grímur Stefán Bachmann, Stórageröi 12, Reykjavík. Guöbjörn Guðjónsson, Engjateigi 5, Reykjavík. Inga Ólafsdóttir, Sunnuvegi 31, Reykjavík. 75 ára_________________________________ Falur Friöjónsson, Grenivöllum 24, Akureyri. Guðmundur Karlsson, Hraunbæ 64, Reykjavík. Hólmsteinn Þórarinsson, Fossvegi 10, Siglufirði. Huld Kristjánsdóttir, Bylgjubyggð 27, Ólafsfirði. Jón Friðrik Karisson, Sunnugerði 7, Reyðarfiröi. Jón Óiafsson, Mávabraut 12a, Keflavík. Ólöf Ragnarsdóttir, Berjarima 10, Reykjavlk. Unnur Guömundsdóttir, Grensásvegi 58, Reykjavlk. Þórdís M. Þorleifsdóttir, Torfufelli 27, Reykjavík. 70 ára_________________________________ Ingi Garðar Sigurðsson, fyrrv. tilraunastjóri á Reykhólum, Þykkvabæ 17, Reykjavík, verður sjö- tugur á mánudaginn. Kona hans er Kristrún Marinósdóttir. Þau hjónin taka á móti ættingjum og vinum I Fé- lagsheimili Rafveitunnar, Elliðaárdal, sunnud. 2.12. milli kl. 16.00 og 19.00. Una Sigrún Jónsdóttir, matráöskona hjá Krabba- meinsfélaginu, Hlaöbrekku 21, Kópa- vogi. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum I Félagsheimili Kópavogs .7.00 og 20.00. Helga Guðmarsdóttir, íþróttakennari og hús- móðir, Þorsteinsgötu 14, Borgarnesi, veröur sjö- tug á þriðjudag. Eigin- maður hennar var Sigfús Sumarliðason spari- sjóðsstjóri, sem lést 23.10. sl. Hún verður ekki heima á afmælisdaginn, af- þakkar blóm og gjafir en biður ættingja og vini að láta andvirði þeirra renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Símar 588 7555 og 588 7579. Erla Björnsdóttir, Norðurgötu 15a, Akureyri. 60 ára_________________________________ Anna María Samúelsdóttir, Hraunbæ 104, Reykjavlk. Guðmundur J. Richter, Hrísmóum 11, Garðabæ. Halldóra Þorvaldsdóttir, Vesturströnd 7, Seltjarnarnesi. Magnús Þór Jónsson, Byggðarholti 27, Mosfellsbæ. Þóra Steinunn Gísladóttir, Hamarsstlg 24, Akureyri. 50 ára_________________________________ Halldís Ármannsdóttir, Urriðakvísl 25, Reykjavík. Heba Magnúsdóttir, Ferjukoti, Borgarbyggö. Jóhannes Jóhannesson, Ásbraut 4, Hvammstanga. Jórunn Jóna Garðarsdóttir, Heiðarhorni 7, Keflavík. Kristín Hulda Hauksdóttir, Mávahllð 37, Reykjavík. Reynir Marteinsson, Heiðarholti 42d, Keflavík. 49 ára_________________________________ Gísli Hafsteinsson, Ölduslóð 19, Hafnarfirði. Guðbjörg Björnsdóttir, Neshömrum 18, Reykjavík. Heiödis Björk Karlsdóttir, Hjallalundi 13a, Akureyri. nemi viö HA og starfsmaöur við leikskóla Jerzy Kuczynski, Þjóðólfsvegi 14, Bolungarvík. Jón Friðrik Einarsson, Ásgarðsvegi 14, Húsavík. Snezana Milutinovic, Mörkinni 8, Reykjavík. Margrét Sigurðardóttir húsmóðir í Reykjavík Margrét Sigurðardóttir húsmóðir, Háaleitisbraut 56, Reykjavík, er sjö- tug í dag. Starfsferill Margrét fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Njálsgötuna og bjó þar fyrstu hjúskaparár sín. Auk þess að vera húsmóðir, móð- ir og eiginkona starfaði hún lengi hjá Sláturfélagi Suðurlands þar til fyrirtækið flutti á Hellu. Hún starf- aði við leikskólann Suðurborg í fimm ár og var síðan ræstitæknir við Fjölbrautaskólann í Ármúla þar til hún lét af störfum. Fjölskylda Margrét giftist 1952 fyrri manni sínum, Búa Steini Jóhannssyni. Þau skildu. Börn Margrétar og Búa Steins eru Sigurður Búason, f. 15.4. 1952, sérhæfður starfsmaður hjá Orku- veitu Reykjavíkur, búsettur á Akra- nesi en kona hans er Þórunn Sig- hvatsdóttir, safnstjóri og bókasafns- fræðinemi, og eru börn þeirra Dan- íel Henrik, f. 1970, Hilda Dröfn, f. 1973, en hennar sonur er Henrik, f. 2001, Margrét Elva, f. 1979, en henn- ar börn eru Sigurður Leó, f. 1997, og Elma Rósný, f. 1999, og Anna Guð- rún, f. 1983; Elsa Hrönn Búadóttir, f. 26.10. 1953, röntgentæknir i Reykja- vík, maður hennar er Sigurður Jón- asson uppeldisfuUtrúi og eru börn þeirra Elvar Örn, f. 1975, Halldór Heiðar, f. 1980, Klara Jenný, f. 1984, og Guðrún Lilja, f. 1992. Margrét giftist 22.12. 1957 Guð- mundir Þóri Einarssyni, f. 4.9. 1932, sjómanni. Foreldrar hans voru Ein- ar Ingimundarson og Guðrún Brynj- úlfsdóttir í Reykjavík. Börn Margrétar og Guðmundar eru Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 6.5.1958, búsett í Reykjavík en mað- ur hennar er Jón Hrafn Jónsson málarameistari og eru börn þeirra Hrefna Líneik, f. 1981, og Jón Orri, f. 1991; Einar Már Guðmundsson, f. 11.5. 1960, umhverfisfræðingur i Hollandi, kona hans er Jóna Hálf- dánardóttir mannfræðingur; Guð- rún Eygló Guðmundsdóttir, f. 20.3. 1963, hjúkrunarfræðingur í Reykja- vik, dætur hennar eru Stefanía Lára, f. 1986, og Margrét Ásta, f. 1996; Hafdís Guðmundsdóttir, f. 6.5. 1968, hársnyrtir, búsett í Reykja- vík, maður hennar er Jó- hann Sveinsson matreiðslumeist- ari og eru börn þeirra Sveinn Þorgeir, f. 1990, Guðmundur Gauti, f. 1997, og Brynjar Logi, f. 2000. Systkini Mar- grétar eru Magn- ús R. Sigurðs- son, f. 25.8. 1928, kona hans er Friða Stefáns- dóttir og eiga þau þrjú börn; Gunnvör Erna Sig- urðardóttir (Stella), f. 31.7. 1930, en maður hennar var Óli Kr. Jóhanns- son sem er látinn og eru hörn þeirra sex; Oddný Steinunn Sigurðardótt- ir, f. 9.9.1934, nú látin, maður henn- ar var Jón Júlíus Jónsson og eru börn þeirra fimm; Markús Sigurðs- son, f. 20.12.1935, kona hans er Sjöfn Ottósdóttir og eiga þau fimm börn; Einar Sigurðsson, f. 12.8.1937, kona hans er Sandra Róbertsdóttir og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Margrétar: Sigurður Einarsson frá Skildinganesi og k.h., Guðrún Markúsdóttir frá Kirkju- lækjarkoti i Fljótshlíð. Margrét og Guðmundur fagna þessum tímamótum á Kanarí ásamt fjölskyldu. Steinn G. Hólm fyrrv. kaupmaður í Ólafsfirði Steinn G. Hólm, fyrrv. kaupmað- ur í Ólafsfirði, nú vistmaður á dval- arheimilinu Kjarnalundi, Akureyri, er hundrað ára i dag. Starfsferill Steinn fæddist að Hrúthólum í Ólafsfirði og ólst þar upp. Hann fékk sína bamafræðslu í Ólafsfirði, varð snemma fluglæs og listaskrifari, hafði löngun til frekara náms en til þess voru engin efni enda missti hann móður sína er hann var tólf ára. Steinn sinnti ýmsum almennum störfum í Ólafsfirði, varð þar kaup- maður og verslaði í Ólafsíjarðar- kaupstað í áratugi. Fjölskylda Fyrri kona Steins var Rakel Sig- valdadóttir, ættuð úr Öxarfirði. Þau skildu. Seinni kona Steins: Elínborg Guðmundsdóttir, ættuð úr Skaga- flrði. Alsystir Steins var Halldóra Sum- arrós Jóhann- esdóttir frá Hrúthóli, f. 22.6. 1906, d. 7.12. 1995, var búsett á Akureyri. Hálfsystkini Steins, samfeðra, börn Jóhannesar og s.k.h., Unnar Sveinsdóttur, f. í Kálfsárkoti 8.8. 1889, d. 7.5. 1930: Ólöf Jóhannesdótt- ir, f. í Hrúthóli 25.4. 1915, húsfreyja í Skeggjabrekku í Ólafsfirði og síðar á Akureyri; Sigrún Jóhannesdóttir, f. í Hrúthóli 13.8. 1923, búsett á Ak- ureyri; Sveinn Jóhannesson, f. i Hrúthóli 18.5. 1929, búsettur í Ólafs- firði. Foreldrar Steins voru Jóhannes Hólm Steinsson, f. 9.4. 1876, d. 19.10. 1931, bóndi á Hrúthóli í Ólafsfirði, og f.k.h., Ólöf Jóhannsdóttir, f. um 1870, d. 21.10. 1912, húsfreyja. Sigurður Benediktsson vélvirki á Siglufirði Sigurður Benediktsson rafvélavirki, Suðurgötu 91, Siglufirði, er fertugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist á Siglufirði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann var i Grunnskóla Siglufjarðar, stundaði nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og síðan við Iðnskólann í Reykja- vík, lærði rafvélavirkjun hjá Volta í Reykjavík og lauk sveinsprófi 1987. Sigurður starfaði hjá Siglufjarð- arbæ um skeið en hefur starfað hjá SR og síðan SR-Mjöli á Siglufirði frá 1977. Sigurður hefur starfað í Björgun- arsveitinni Strákum á Siglufirði frá 1988. Fj'ölskylda Systkini Sigurðar: Ólöf Benediktsdóttir, f. 4.2. 1947, bókasafnsfræðingur í Reykjavík, gift Katli Larsen leikara og eiga þau þrjú börn; Valgerður Edda Benediktsdóttir, f. 12.10. 1948, lífefnafræðingur í Reykjavík og á hún þrjú böm; Eva Benediktsdóttir, f. 17.9. 1950, örveirufræðingur í Reykjavík, maður hennar er Baldur Sigurðs- son, lektor við KHÍ, og eiga þau þrjú börn; Magnús Vagn Benediktsson, f. 20.4. 1954, BS í landafræði og kenn- ari á Akranesi og á hann þrjú börn. Foreldrar Sigurðar eru Benedikt Sigurðsson, f. 14.4.1918, fyrrv. kenn- ari, nú búsettur á Akranesi, og k.h., Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 26.1. 1922, húsmóðir og fyrrv. skrifstofu- maður. Fimmtug Hafdís Bára Guðveigsdóttir fyrrv. danskennari Hafdís Bára Guðveigs- dóttir, Veghúsum 31, Reykjavík, verður fimm- tug á mánudaginn. Starfsferill Hafdís fæddist i Reykja- vík og ólst þar upp í for- eldrahúsum. Hún var í Melaskóla og Hagaskóla. Hafdís stundaði fisk- vinnslu hjá ísbirninum og síðan hjá Granda. Þá starfaði hún við Fæð- ingardeildina á Landspítalanum. Hún fékk heilablóðfall fyrir fjórum árum og hefur verið ör- yrki síðan. Hafdís starfaði og dans- aði með Þjóðdansafélaginu um árabil. Þá kenndi hún dans hjá Heiðari Ástvalds- syni danskennara í tvö ár. Fjölskylda Hafdís giftist 24.8. 1996 Magnúsi Hafliða Guðna- syni, f. 29.10. 1954, starfsmanni hjá lakkríksgerðinni Kólusi. Hann er sonur Guðna Örvars Steindórsson- ar, starfsmanns hjá Pósti og síma, og Þuríðar Einarsdóttur, húsmóður og fyrrv. verslunarkonu. Synir Hafdísar eru Jóhannes Jós- efsson, f. 2.2. 1977, verslunarmaður á Selfossi, kona hans er Sigurbjörg Birgisdóttir og eiga þau eina dóttur, Svövu Dís; Þorsteinn Jósefsson, f. 11.1. 1981, starfsmaður hjá Löndun ehf., búsettur i Reykjavík. Systkini Hafdísar eru Ingibergur Guðveigsson, f. 23.10. 1935, starfs- maður hjá Sorpu, búsettur í Reykja- vík; Guðmundur Guðveigsson, f. 23.6. 1937, varðstjóri hjá Lögregl- unni í Reykjavík, búsettur í Reykja- vik; Sigrún Guðveigsdóttir, f. 1.1. 1939, starfsmaður hjá Sláturfélagi Suðurlands, búsett á Selfossi; Marín Guðveigsdóttir, f. 24.9. 1940, hús- móðir í Reykjavík; Kolbrún Guð- veigsdóttir, f. 13.2. 1943, húsmóðir á Akureyri; Sæmundur Guðveigsson, f. 22.11. 1946, starfsmaður hjá Osta- og smjörsölunni, búsettur í Reykja- vík; Sjöfn Guðveigsdóttir, f. 14.10. 1948, húsmóðir i Malmö í Svíþjóð; Guðlaug Guðveigsdóttir, f. 8.5. 1950, húsmóðir í Þorákshöfn. Foreldrar Hafdísar voru Guðveig- ur Þorláksson, f. 17.8. 1906, nú lát- inn, verkamaður í Hafnarfirði, og k.h., Sigurlaug S. Sigurðardóttir, f. 26.11. 1913, nú látin, húsmóðir. Hafdís og Magnús halda upp á af- mælið að heimili sínu laugard. 1.12. milli kl. 15.00 og 22.00. Arinu eldri Kristján Pálsson, alþing- ismaður sjálfstæðis- manna á Reykjanesi, er 57 ára I dag. Hann lauk farmanna- prófi frá Stýrimannaskól- anum I Reykjavík og raungreinaprófi og útgerðartækniprófi frá Tækniskóla íslands, var bæjarstjóri Suðureyrarhrepps og I Njarðvík. Krist- ján var heiðarlegur sjómaður til 1982 en var þá kosinn I bæjarstjórn Ólafsvík- ur fyrir óháöa L-listann og hefur veriö aö vasast I pólitlk síöan. Stefán Karlsson, fyrrv. forstööumaður Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi, verður 73 ára á morgun. Stefán e_r sprenglæröur frá Hafnarhá- skóla, HÍ, Uppsalaháskóla og Óslóarhá- skóla, með meistarapróf I norrænum málum frá Hafnarháskóla. Hann var starfsmaður viö Det Arnamagnæanske institut I Kaupmannahöfn 1957-1970, sérfræðingur við Handritastofnun ís- lands, síðan Stofnun Árna Magnússon- ar á íslandi og forstöðumaður hennar 1994 og jafnframt prófessor viö HÍ en lét af störfum fyrir aldurs sakir 1999 er Vésteinn Ólasson tók viö. Dóttir hans er hin fjölgreinda og brosmilda blaöa- kona, Steinunn, menntuð I málvísind- um. Þingmenn Sjálfstæöisflokksins eldast þessa dagana því Einar K. Guöfinns- | son, Bolvikingur og at- ] nafni afa síns, útgeröar- j mannsins rherka, veröur | 46 ára á morgun. Einar lauk stjórnmálafræði- prófi frá University of Essex, vann viö fjöl- skyldufyrirtækiö og hefur verið alþingis- maöurfrá 1991. Þeir eru systkinabörn, hann og Einar Ben I OLÍS, báöir vinnu- samir og heiðarlegir en nokkuö alvöru- gefnir. Jón Loftsson, skógrækt- arstjóri rikisins, veröur 56 ára á morgun. Hann lauk kandldatsprófi I skógfræöi frá Norges Landbrukshúgskole, varð aðstoöar- skógarvöröur á Hallormsstaö 1974, skógarvöröur á Austurlandi 1978 og er skógræktarstjóri ríkisins frá 1990. Gunnar Örn Gunnars- son, myndlistarmaður á Kambi I Holta- og Land- sveit, verður 55 ára á morgun. Gunnar stund- aöi sjómennsku I Kefla- vik, sellónám og húsa- málun I Kaupmannahöfn og hefur veriö afbragös listmálari frá 1975. Hann fékk menningarverölaun DV 1985 enda var hann Ijósmyndari á þeim fjölmiðli 1981.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.