Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 59 Helgarblað I>V Skartkonan á Bessastöðum - Dorrit Moussaieff, heitkona forsetans, á 3500 milljónir Sigurður Már Jónsson hefur starf- að við blaðamennsku frá 1985, síð- ustu sex árin á Viðskiptablaðinu. Hann hefur tekið saman bók sem heitir Ríkir fslendingar og fjallar eins og nafnið ber með sér um efna- hag og fjölskylduhagi 200 íslendinga sem eru taldir ríkastir samlanda smna. í sérstökum kafla er fjallað um auð- legð íslendinga fyrr og síðar en einnig eru hinir riku flokkaðir eftir atvinnu- vegum og sérstakur listi er yfir 100 rík- ustu íslendingana eftir upphæð. Þótt Dorrit Moussaieff sé ekki is- lenskur ríkisborgari þá er hún heit- kona Ólafs Ragnars Grímssonar og ekki óeðlilegt að hennar sé getið í bókinni þar sem hún tilheyrir mjög efnaðri ijölskyldu og er í hópi efnuð- ustu kvenna heims. Lítum á kaflann um Dorrit í bók- inni Rikir íslendingar. Talar fjögur tungumál „Dorrit Moussaieff kom eins og stormsveipur inn í líf íslensku þjóðar- innar þegar hún hóf samband sitt við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta fslands, í upphafi árs 1999. Dorrit er fædd 1950 í Jerúsalem. Foreldrar hennar eru Shlomo (Sam) og Alisa Moussaieff. Dorrit gekk ekki menntaveginn og byrjaði 16 ára gömul að vinna í fjöl- skyldufyrirtækinu. Rúmlega tvítug giftist hún hönnuðinum Neil Zarac en það hjónaband entist ekki lengi. Þrátt fyrir stutta skólagöngu þykir Dorrit vel að sér í heimi tískunnar og hafa ótviræða hæfileika í viðskiptum. Hún talar þar að auki fjögur tungumál. Dor- rit hefur unnið í íhlaupum við blaða- mennsku á tímaritinu Tatler og nýtur þar sambanda sinna við fjármálaheim- inn og þotuliðið. Moussaieff-ættin mun upphaflega vera komin frá Bukhara sem nú til- heyrir Úzbekistan. Móðir hennar var á unga aldri sérlegur aðstoðarmaður Davids Ben Gurions, hins fræga for- sætisráðherra fsraelsríkis. Faðir henn- ar rekur gimsteinaverslun í Hilton- hótelinu í London en sagt er að fjöl- skyldan hafi verslað með gimsteina um aldir eins og Bima Helgadóttir blaðamaður rakti í grein í Financial Times i nóvember 2000. Sagt er að velt- an i gimsteinabúðinni á Hilton-hótel- inu í London sé ein sú allra hæsta á hvem fermetra í heiminum. Ejölskyld- an rekur einnig verslunina Kutchin- sky í Knightsbridge og útibú í Genf i Sviss og mun vera stærsti umboðsaðili fyrir Rolex-úraframleiðandann i heim- inum. Dorrit Moussaieff, heitkona forseta íslands Hún er talin meöal ríkustu íslendinga í nýútkominni bók Siguröar Más Jónssonar blaðamanns. Auðug og hlédræg Fjölskyldan er vellauðug en for- eldrar Dorrit hafa haldið sig fjarri sviðsljósinu. Árið 1997-1998 nam hagnaður Moussaieff-Qölskyldunnar af skartgripaviðskiptum nærri 800 milljónum króna en i heild nam velt- an það tímabil 5,5 milljörðum króna. Talið er að varlega áætlað megi meta skartgripa- og úrafyrirtæki Moussai- eff á ríflega 8 milljarða en einnig á og átti fjölskyldan miklar eignir í Can- ary Wharf-byggingunum í London. í október 1999 komst Dorrit í fréttimar þegar Moussaieff-fjölskyldan seldi hlutabréf í fasteignafélagi Canary Wharf fyrir 5,2 milljarða króna og uppskar verulegan söluhagnað. Dor- rit mun hafa verið leynilegur þátt- takandi í hópi fjárfesta sem keyptu stóran hlut í byggingunni 1990 þegar verðið var hvað lægst. í marsmánuði 2000 mat The Sunday Times eignir Moussaieff-íjöl- skyldunnar á jafnvirði 14 milljarða og hafði ríkidæmi fjölskyldunnar vaxið hratt. Árið áður var auður hennar metinn á 8 milljarða en sjálf- sagt skiptir þar mestu hve miklar hækkanir urðu á Canary Wharf. Árið 2000 var Moussaieff-fjölskyldan í 251. sæti yfir ríkasta fólk Bretíands og hafði hækkað um 78 sæti frá árinu 1999. er kunnur af söfnunaráhuga sínum og á verðmætt safn gyðinglegra menning- arverðmæta. Einn nýjasti gripurinn í safni hans er innsigli Ahaz konungs (sem kemur við sögu í Gamla testa- mentinu) frá 8. öld f. Kr. Ekki er langt siðan Sam ánafnaði háskólanum i Tel Aviv safni sínu af fomum handritum Gyðinga." Ein þriggja systra Sam Moussaieff á tvær dætur auk Dorritar og sé auði hans skipt jafnt á alla fjölskyldumeðlimi koma 3.500 milljónir króna i hlut Dorrit. (2) Sam Seljum úrgámi: Upplýsingar] Glœsileg húsgögn frá Spáni a* m? verðið SJðNVAttPSKOKKUKINN ISHERRANN Leiðangur Vilhjálms Stefánssonar Áriö 1913 stóð Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður fyrir metnaðarfullum leiðangri norður í íshaf, 17. júní það ár lagði skipið Karluk upp frá Kanada. Sex vikum síðar var heimsskautsveturinn skollinn á, skipið teppt í ís og leiðangursstjórinn á bak og burt. Með því að nýta sér dagbækur skipbrots- mannanna hefur jennifer Niven tekist að endurskapa atburðarrás þessa afdrifaríka leiðangurs og örvæntingarfullar tilraunir skipbrotsmanna til að komast heim úr auðnum norðursins. Þeir sem komumst lífs af urðu aldrei samir. Þessi kynngimagnaða mannraunasaga lætur engan ósnortinn. KOKKUR AN KIÆOA J^MIE OLIVER ÁMYIBAII PP FORLAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.