Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Fréttir I>V Kurr í kúabændum í Skaftárhreppi: Telja atkvæða- greiðslu ógilda - meirihluti á móti norskum kúm „Kosningin er í raun ógild úr því við kúabændur hér í sveitinni fengum aldrei atkvæðaseðla," segir Lárus Helgason, bóndi á Kálfafelli á Síðu, við DV. Kurr er meðal mjólkurinnleggienda í Skaftárhreppi yfir að hafa ekki borist kjörgögn í kosningum Bændasamtaka tslands og Landssambands kúabænda um hvort flytja ætti fósturvísa úr norsk- um kúm hingað til lands. Atkvæði voru talin í gær og eru úrslit afgerandi. Af þeim 1.334 sem tóku þátt í kosningunni voru nær þrír af hvetjum fjórurn á móti innflutningi eða alls 992. Fylgjandi voru 334. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru fimm. Þetta þýðir að ekkert verður úr þeirri tilraun sem samtök bænda hugðust gera með innflutningi. Fósturvísar sem höfðu verið keyptir verða seldir og reikna má með að nautgripaeldisstöð- inni i Hrísey verði lokað, en til stóð að tilraunaræktun færi þar fram. Lárus á Kálfafelli segist hafa sett sig í samband við Búnaðarsamband Suður- lands i fyrri viku þegar hann var orðinn langeygur eftir að fá atkvæðaseðil. „Þá var mér sagt að atkvæðaseðlamir færu alveg að koma en þeir komu aldrei," segir Lárus. Hann segist ekki telja að bændur í Skaftárhreppi muni kæra kosninguna til ógildingar, úrslitin séu það skýr að kærumál fái vísast engu breytt um niðurstöðuna til eða frá. Fyr- irkomulag kosningarinnar sé hins veg- ar það sem veki upp spumingar. -sbs. DV-MYND HILMAR Afram Auðhumla Meirihluti kúabænda vill ekki innflutning fósturvísa. Niðurstaðan er afdráttarlaus. Arnl Bjarnason. Nýr formaður FFSÍ: Nauðsynlegt að byggja upp trúnað „Ég tel nauðsynlegt að byggja upp traust og trúnað milli þeirra manna sem koma að sjávarútvegi ella lít ég svo á að þau samtök sem ég hef verið kjörinn í forystu fyrir séu komin í sjálfheldu og nái ekki ár- angri,“ sagði Árni Bjamason, skip- stjóri á Akureyri, sem í gær var kjör- inn formaður Far- manna- og fiski- mannasambands islands. í kosnmgum lagði hann Grétar Mar Jónsson sem fékk 15 atkvæði en Ámi fékk sex at- kvæðum fleiri, alls 21. ... „Annað atríði sem ég hyggst beita mér fyrir er sam- eining samtaka sjó- manna í landinu. Einnig tel ég mikil- vægt að styrkja fjárhag sambandsms og gera hann megnugri. Félagsleg geta og fjárhagur harmónera saman," sagði Ámi. „Auðvitað er maður alltaf spældur að tapa,“ sagði Grétar Mar Jónsson þegar DV ræddi við hann í gærkvöld. Hann sagðist aðspurður telja sig hafa komið mörgum ágætum málum á rekspjöl í tveggja ára formannstíð sinni, ekki síst í ábendingum um annmarka fiskveiði- stjómunarkerfisins. Það væri og brýnt viðfangsefni nýs formanns að reyna að snúa ofan af göllum þess. „Ég veit ekk- ert hvað tekur við hjá mér, hvort ég fer á sjó eða ekki. Veistu um laust skips- pláss?“ sagði Grétar Mar. Hinn nýi formaður FFSÍ, Ámi Bjamason, hefur verið til sjós síðan 1968. Síðustu tíu árin hefúr hann verið á skipum Samheija og er skipstjóri á Akureyrinni EA. -sbs. Grétar Mar Jónsson. Forseti ASÍ vill láta reyna á hvort „þjóðarsáttarleið“sé fær: SA komi beint inn í aðgerðir - Samtök atvinnulífsins þurfa aö skila einhverju inn í heildarlausnina „Ég get hvorki sagt að ég sé bjart- sýnn né svartsýnn því að málið er ein- faldlega ekki komið nægjanlega langt,“ sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, en hann og fleiri alþýðusambands- menn hafa átt fundi í vikunni með full- trúum frá Samtökum atvinnulífsins þar sem framtíð kjarasamninganna vom á dagskrá. Aðilar vinnumarkað- arins funduðu sem kunnugt er með forsætisráðherra í síðustu viku vegna verðlagsforsendna í kjarasamningum sem em brostnar og heimilt veröur að segja samningum upp í febrúar. Álþýðusambandið hefur síðan sett nefnd til að móta tillögur um nauðsyn- legar aðgerðir í efnahagsmálum og sat sú nefnd á fundi síðdegis í gær. Grétar segir að niðurstöður þeirrar nefndar- vinnu muni trúlega liggja fyrir í næstu viku og eiga aðilar vinnumarkaðarins von á svömm frá ríkisstjórninni upp úr helgi í siðasta lagi og mun þá koma í ljós hvaða hug- myndir hún hefur fram að færa. „i framhaldi af því kemur í ljós hvort menn setjast sam- eiginlega yfir við- fangsefnið, sem er jú það að koma verðbólgunni nið- ur á sem skemmst- um tíma með ein- hveijum afdráttar- lausum leiðum. Við leggjum mikla áherslu á að það náist þama einhver raunhæf leið til að takast á við þetta viðfangsefni," segir Grétar. Forseti ASÍ segir jafnframt að það sé nokkuð ljóst að atvinnurekendur þurfi líka að koma með beinum hætti að málinu og á hann von á að þeir séu til- búnir til að taka þátt í einhveijum sameiginlegum aðgerðum. „Hluti af þessum málatilbúnaði öllum er jú að Samtök atvinnulífsins verða að koma með beinum hætti inn í þessar aðgerð- ir - ekki bara sem aðili sem knýr á stjómvöld líkt og við gerum líka, held- ur verða þeir að skila einhverju inn í þessa lausn ef hún á að vera möguleg," segir Grétar. Aðspurður hvort menn væm þá í raun byijaðir að hnoða deig í þjóðarsáttarköku, sagði Grétar það kannski fullfljótt að orða það þannig strax en það væri ekkert launungar- mál að þeir hefðu setið yfir því hvort það væri raunhæfur möguleiki að koma inn í þessa atburðarás með þeim hætti. „Því við horfum til þess með skelfingu ef við erum að lenda inni í sömu atburðarásinni og fyrir rúmum áratug. Við teljum að það myndi þess vegna þjóna okkar fólki best ef hægt væri að koma böndum á þetta strax,“ sagði forseti ASÍ. -BG r 'ý> * V w. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Fljótamaðurinn Trausti Sveinsson: Kærir samgönguráðherra til Umboðsmanns Alþingis - ítarlegum erindum um jarðgangamál á Tröllaskaga ekki svarað Fljótamaðurinn Trausti Sveinsson hefur kært Sturlu Böðvarsson og sam- gönguráðuneytið til Umboðsmanns Al- þingis fyrir að svara ekki ítarlegu er- indi hans um jarðgangamál á utanverð- um Tröllaskaga. Telur Trausti sig hafa sýnt fram á að jarðgöng á milli Siglu- fjarðar, Fljóta og Ólafsfjarðar séu ekki dýrari kostur en fyrirhuguð jarðganga- gerð a milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð. Fyrirliggjandi kostur sé m.a. vanmetmn um 1,5-3 milljarða króna. Fullyrðir Trausti að Alþingi hafi verið sagt ósatt um kostnað við Héðins- fjarðarleið og þar hafi tölum verið hag- rætt. Óskaði Trausti eftir því við Vega- gerðina að saman- burðarúttekt yrði gerð á hans út- reikningum og Vegagerðarinnar en því var að sögn Trausta synjað. Þá segir hann að er- indisbréf byggða- ráðs Skagafjarðar til samgöngunefndar Alþingis og eins erindi til formanns samgöngunefndar, þá Árna Johnsen, hafi ekki einu sinni verið tekin til afgreiðslu. Trausti lagði einnig fram stjómsýslu- kæru í júli til félagsmálaráðuneytisins þar sem sveitarstjóm Skagafjarðar hafi ekki svarað bréfum er tengjast fyrirhug- uðum framkvæmdum síðastliðin tvö og hálft ár. Þá lagði hann fram kæm til umhverfisráðherra 23. nóvember sl. vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum um gerð jarðganga á svæðinu. Trausti Sveinsson sagði í samtali við DV i gær að augljóst væri að byggð legð- ist af í Fljótum og inn eftir Skagafirði ef göng um Héðinsfjörð yrðu að veruleika. Þar væri því um hagsmuni 4.500 íbúa á svæðinu að tefla. -HKr. Trausti Sveinsson. Afganskur þjóðarbrota- bræðingur Erlent fréttaljós Morð á elliheimili iTftl íslensklr harmleikir 46 Blaöíö í dag Bæjarstjórinn í Kópavogi Siguröur Geirdal Pítsa í þúsund ár DV-matur Garðyrkju- maðurinn fer til himnaríkis George Harrison Pabbi ættleiddi mig íslendingur í Barcelóna Þoli ekki húmor Bragi Ólafsson Skartkonan á Bessastöðum Ríkidæmi Dorritar Hvar verður skorið? Innlent fréttaljós Sjálfvirk vit- leysa á Hótel Kaliforníu Stefán Máni Bæjartekjur aukast Tekjur bæjar- sjóðs Hafnarfjarðar á næsta ári verða 4.981 mfilj. kr„ eða sem nemur 4,2% umfram gjöld. Skatttekjur aukast um 14,3% milli ára og útgjöld um 6% eða um 270 millj. kr. Þetta kemur fram í fjárhagsáætl- un bæjarins sem tekin hefur verið til fyrri umræðu í bæjarstjóm. Skíðalyftur opnaðar í dag Skíðalyftur í Reykjavík verða opnaðar í fyrsta sinni á þessum vetri í dag klukkan tíu. Um er að ræða lyftumar í Breiðholti, Ártúns- brekku og í Húsahverfi í Grafar- vogi. Lyfturnar verða framvegis opnar frá 10 á morgnana til sex á daginn um helgar og frá 15.45 til hálfníu á virkum dögum. Krónan styrkist Gengi íslensku krónunnar hélt áfram að styrkjast i gær og endaði gengisvísitalan í 147,6 stigum. Það er styrking um rúmt prósent. Krón- an hefur styrkst seinustu tvo daga um rúmlega 2%. Gengi Bandaríkja- dals á móti krónu endaði í dag í 107 kr. og hefur krónan styrkst um tæp 3% í vikunni. Smáralind á áætlun Hagnaður af rekstri Baugs eftir fyrstu níu mánuði ársins var 454 millj. kr. samanborið við 394 millj. kr. í fyrra. Rekstrartekjur samstæð- unnar á tímabilinu eru 25,7 millj- arðar kr. í frétt frá félaginu segir að rekstur verslana Baugs í Smáralind séu á betra róli en áætlanir hafi ver- ið um. Minningarganga í miðborg Efnt er til göngu í miðborginni og helgistundar í Dóm- kirkjunni í dag í minningu látinna vímuefnaneytenda. Lagt verður af stað frá félagsmiðstöð Samhjálpar á Hverfisgötu 42 kl. 17. í Dómkirkj- unni mun Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur flytja hugleið- ingar og fleiri atriði verða. Sjórinn góður Ástand sjávar er gott og svipað hefur verið síðustu ár. Hiti er svip- aður, en selta er heldur minni. Eng- inn ís var í Grænlandssundi og fannst hann ekki fyrr en vel uppi á grænlenska landgrunninu eða fyrir norðan 67. breiddargráðu. Yfir- borðssjór var aftur á móti vel fersk- ur úti undir mitt sund. Tap upp á 419 millj. kr. varð af rekstri KEA og dótturfélaga á fyrstu níu mánuð- um ársins. Eiríkur S. Jó- hannsson kaupfé- lagsstjóri segir að uppgjörið séu vonbrigði. Áfram verði unnið að því að ná fram hag- ræðingu. Ytri skilyrði séu óhag- stæð, vegi þar þyngst staðan á pen- ingamörkuðum. -sbs/MA KEA tapar Haldið til haga Á EIR-síðu í gær var rangt farið með nafn Ragnheiðar Eiríksdóttur hjúkrunarfræðings sem nefnd var Ragnhildur. Þá var Ragnheiður sögð kynlífsfræðingur sem er ónákvæmt orðalag þótt hún starfi við ráðgjöf á þessu sviði á persona.is. -EIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.