Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 58
66 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Helgarblað Ari í Ögri Ari í Ögri við Ingðlfsstræti heitir eftir þekktum vestfirskum sýslumanni sem gerði sér það helst til frægðar að slátra baskneskum skipbrotsmönnum og ræna þá í kompaníi við vest- firska bændur. Yfirbragð staðar- ins við Ingólfsstræti er öllu nota- legra en ætla mætti miðað við nafngiftina. Þegar ég kom þar síðdegis var staðurinn einstak- lega þægilegur og jólasnjókoman utandyra ýkti notalega drætti staðarins. Lýsingin var þægileg og kertaljós logandi á hverju borði. Ég fékk mér venjulegt kaffi sem með ábót kostar 250 krónur. Til að vekja jólin enn frekar ákvað ég að fá mér eplaböku með rjóma (450 kr.) og var þetta allt saman ágætt þótt bragðlaukarnir hefðu ekki tekið heljarstökk af gleði. Stemningin á staðnum vó það algjörlega upp og ég held ég fari aftur í næstu hríð. -sm Heitt á könnu í Hamraborg Við Hamraborg í Kópavogi rekur Þórsbakarí kaffihús og bakarí. Þetta er vistlegur og notalegur staður sem uppfyllir að mörgu leyti helstu kröf- ur kaffihúsagesta. Þarna er gott kaffi að hefðbundhum hætti, nægt úrval meðlætis úr bakariinu og dag- blöðin liggja frammi. Þama er oft hópur fastagesta sem sitja glaðbeiitir yfir sínum kaffiboll- um og muðla sínar kökur af bestu lyst. Kaffið í Hamraborginni er yfir- leitt nýlagað og sterkt en þarna er ekki hægt að fá sérviskulegan uppá- helling eins og cappucino eða espresso. 1 staðinn sest maður bara með sinn fant á vægu verði og það er óhætt að mæla með nokkrum teg- undum meðlætis sérstaklega. Stórar súkkulaöibitakökur eins og fást í Þórsbakaríi eru í sérstöku upphaldi hjá mér en þeir baka líka ágæt vin- arbrauð. Kleinur em þarna bústnar og matarmiklar og óhætt að mæla með þeim við hvem sem er. PÁÁ Niður í rótina Kaffi Rót á Rauðarárstíg er að mörgu leyti áþekkur staður og sá sem lýst er hér að ofan og er í Kópa- vogi. Á Kaffi Rót er líka bakarí og engin tilgerð í uppáheOingum. Kaff- ið er bara þarna og maður fær sér sjálfur eins og maður viU. Það er úrval af lesefni á Kaffi Rót og kaffið er gott. Meölætið er sér- stakur kapítuli því þarna fæst margt mjög gómsætt en stærstu syndimar hef ég drýgt með stjórn- lausu kleinuhringjaáti sem fást í ýmsum útgáfum á Rótinni. Það er fjöldi fastagesta sem sækir Kaffi Rót og koma þeir t.d. úr hópi ríkisstarfsmanna en heilbrigðis- ráðuneytið er rétt handan við horn- ið og Samkeppnisstofnun í næstu dyrum. Þetta er einnig það kaffihús sem er næst bækistöðvum DV og þarna má stundum sjá fræga blaða- menn á hljóðskrafi við heimUdar- menn og viðmælendur. PÁÁ Pitsa Líklega hefur þaö verið steinaldar- maðurinn sem fann upp pitsuna. Forn- Egyptar bökuðu þunn brauð í ofnum sem líkjast mjög pitsuofnum nútím- ans. Nafnið kom fram í Napólí á Italíu í kringum 1000 eftir Krist þegar þunn og kringlótt brauð voru kölluð „piza“. Heimildir frá Grikkjum og Rómverj- um benda til að þeir hafi sett ólífur, hunang og krydd ofan á þunn brauð og bakað í ofni. Pitsur eins og við þekkjum þær í dag hafa líklega komið fyrst fram á sextándu öld en tómaturinn flutt- ist til Evrópu frá Suður-Ameríku á ofanverðri þeirri öld og er óumdeiit besti pitsunnar Fyrstu ingastaðirnii sem seldu pitsi og vínglas með fram í Napóli snemma á átj- ándu öld og til er skemmtileg saga um það þegar Marg- herita drottning dvaldi á sumaróðali sínu rétt við bæinn seint á átjándu öld- inni. Hún lét kalla fyrir sig frægasta pitsubakara bæjar- ins, Don Raffaele Esposito, og skipaði honum að búa til pitsu handa sér. Þá varð til hin fræga Pitsa Margherita sem er fyrir vikið talin elsta pitsa heimsins. Enn þann dag í dag er þessi einfalda pitsa, með tómötum, fersku basil, parmesanosti og mozzarella osti ofan á, ein vin- sælasta pitsa heimsins. Pitsurnar fljúga - Eldsmiðjan með 50 sortir á seðli Nokkrar staö- reyndir um pitsur Það er ekki galin tilhugsun að þegar hvað mest er að gera í jóla- mánuðinum sé óhætt að grípa til pitsuáts frekar en að eyða tíma í umfangsmikla matargerð. Pitsur eða flatbökur eins og hreintungu- menn íslenskir vilja helst kalla þær er sú matartegund sem hefur borið hróður ítalskrar matargerðar hvað víðast um heiminn. í íslensku sam- félagi eru þær sennilega að veröa ein vinsælasta fæðutegund yngri kynslóðarinnar. En það er ekki sama pitsa og pitsa. Það eru nokkrir ólíkir skólar í pitsugerð og það er til dæmis mik- 01 munur á hinum hnausþykku am- erísk-ítölsku pitsum sem flestar ai- heimskeðjur bjóða upp á og hinum stökku, þunnu eldbökuðu pitsum sem framreiddar eru á ítölskum veitingahúsum. TO þess að fræðast um pitsugerð og fá hugmyndir um þau lögmál sem þar liggja til grundvaUar ræddi matarsíða DV við þá Ásgeir Ás- geirsson pitsubakara og Þorleif Jónsson, framkvæmdastjóra Eld- smiðjunnar við Bragagötu, en þar hafa verið bakaðar pitsur í rúm 15 ár. Ásgeir sagði okkur að hjarta hvers veitingastaðar sem seldi góð- ar pitsur væri ofninn sem ætti að vera eldofn. í Eldsmiðjunni er ofn sem er kyntur alla daga ársins og brennir tveimur tonnum á mánuði af íslensku birki úr HaUormsstaða- skógi. Þetta er grisjað timbur frá Skógrækt rikisins og Ásgeir sagði að þetta væri afbragðs eldsmatur. Þeir sem vilja líkja eftir pitsum Eldsmiðjunnar í sínu eigin eldhúsi verða strax að láta í minni pokann hvað varðar baksturinn þvi hefð- bundnir bakaraofnar geta ekki líkt eftir eldofni þótt að sjálfsögðu sé hægt að baka pitsur í þeim. Best er að baka heimatilbúnar pitsur við 220 gráða hita í um það bil 20 mín- útur en í þessum efnum verður þó hver að þekkja sinn ofn. Ásgeir taldi að stofninn að góðu pitsudeigi til notkunar í heimahúsi væri sem hér segir: 1 dl olía 1 I vatni 500 g hveiti 1/2 tsk. perluger 1 msk. sykur 1 tsk. salt. Þetta er hnoðað í að minnsta kosti 10 mínútur eða þar til það hættir að loða við hendur bakarans. í Eldsmiðjunni fengi deigið að hef- ast í rólegheitum nær daglangt og þess vegna sagði Ásgeir að heima- bakarar gætu flýtt fyrir hefun með því að setja skvettu af pilsner eða bjór út í deigið. Þegar það er fullhefað á myrkum stað en loft má ekki leika um ger- deig og því er það alltaf geymt und- ir klæði eða í plastpoka, er deiginu skipt í ca 250 gramma kúlur sem DV-MYND HARI Asgeir Asgeirsson að störfum Ásgeir bakar pitsur í Eldsmiöjunni sem er meöal elstu pitsustaöa á íslandi. Hann kann að láta þær fljúga. hver ætti að nægja í 12 tomma pitsu. Síðan er hver kúla hnoðuð og látin hefast aftur. Ásgeir vildi taka fram að þessi upp- skrift að pitsadeigi væri ekki sú sem væri notuð f Eldsmiðjunni heldur sniðin að heimabakstri. Reyndar eru flestar uppskriftir Eldsmiðjunnar eins og deiguppskriftir eða uppskrift að þeirra eigin sósu, mikið hernaðar- leyndarmál sem gætt er vandlega. Ásgeir sagði að Eldsmiðjumenn löguðu sína eigin pitsusósu úr fersk- um tómötum og kryddi og mælti með því að fólk prófaði að kaupa tilbúnar pitsusósur og bragðbæta þær með or- egano, basil, salvíu, salti og pipar eða prófa að sjóða sína eigin útgáfu frá grunni úr mörðum tómötum, tómat- krafti og kryddum. Þama gildir að hafa sjálfstæðan smekk og vera órag- ur við að prófa sig áfram. Þegar deigið er tilbúið og pitsusós- an er hægt að laga sína eigin pitsu. Ásgeir sagði að dæmi um einfalda hefðbundna pitsu væri að setja pepp- erónisneiðar, sveppi og ananas ofan á sósuna sem smurt er á botninn og síð- an lag af osti yfir. Hann ráðlagði fólki að blanda saman 11% goudaosti og 17% mozzarella og þá fengist ágæt pitsublanda. En það er hægt að fara flóknari leiðir og á matseðli Eldsmiðjunnar eru 50 áleggstegundir í boði. Þar eru settir hlutir eins og sniglar, fetaost- ur, krabbar, hnetur, baunaspírur og rjómaostur ofan á pitsur. Ásgeir sagði að fólk væri óragt við að prófa nýjar gerðir og tók sér- staklega dæmi af rjómaosti sem nyti mikilia vinsælda sem álegg og hefði sala á honum margfaldast á skömm- um tíma. Dæmi um óvenjulega pitsu að hætti Eldsmiðjunnar væri eftirfarandi: Ein kjúkiingabringa steikt og skorin í teninga, krydduð að vild. Sólþurrkaðir tómatar eftir smekk, skornir i strimla. Ferskir sveppir, nokkur stykki Pitsan tekin Ítalía getur óumdeilt talist fæðingarhreppur pitsunnar og þar í landi er enn borðað mikið af pitsum. Margir telja að Napólí sé fæðingarbær pitsunnar og þar má enn finna veitingastaði sem sérhæfa sig í pitsum og segjast vera þeir upprunalegu. Þeir sem ganga hvað lengst í þessum efn- um eru aðeins með eina gerð af pitsu á matseðlinum. Segja má að ítalskar pitsur skiptist í tvennt. Sunnar i land- inu eru þær þykkari en norðar og er þynnri gerðin kennd við Napólí en hin þynnri við Róm. Eins og sjá má af umsögnum yfirkokkanna í Eldsmiðjunni hér tii hliðar á síðunni ríkir Qöl- breytni mikil i vali margra á áleggstegundum á sínar pitsur. Eldsmiðjan býður upp á 50 teg- undir en líklegt verður að teljast að pepperónipylsur og skinka séu vinsælustu kjötáleggin en ananas, tómatar, grænmeti og laukur vinsælast af öðrum teg- undum. Pitsa meö nautahakki, tómatsósu og lauk hefur alltaf yfir sér einhvem séríslenskan blæ enda hafa margir gert til- raunir til þess að laga þessa ítölsku uppfinningu að matar- menningu eigin lands. Lengst gengu þeir ísfirðingar sem settu pitsu með þorramat á matseðil veitingastaðar sem þeir ráku um tíma á ísafirði. Það vakti vissu- lega nokkra athygli en fáum sög- um fer af vinsældum þessarar óvenjulegu sambræðslu. Sennilega er einfaldleikinn bestur þegar öllu er á botninn hvolft. Tómatar, hvítlaukur, ólífuolía og góður ostur í bland við deig sem er hnoðað af kost- gæfni gefur sennilega betri raun en djarfar tilraunir til blöndun- ar ólíkra áleggstegunda. skorin í sneiðar. Jalapeno pipar rifinn yfir og síð- an þakið með ostblöndu af gouda og mozzarefla. Að síðustu eru salthnet- ur settar ofan á ostinn. Hneturnar brenna saman við ostinn í ofninum og gefa undarlega heillandi bragð, að sögn Ásgeirs. úr ofninum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.