Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 45 DV Helgarblað Geirfinnsmálið 27 árum síðar: Persónur og leikendur Arið 1974 hurfu tveir menn sporlaust. Guð- mundur Einars- son, tvítugur pilt- ur úr Blesugróf, hvarf 27. janúar. Geirfinnur Ein- arsson, 32 ára gröfumaður i Keflavík, hvarf 19. nóvember um Kristján Pétursson. Jón var ungur galgopi fyrir 20 árum Njörður Snæhólm Jóni lista yfir starfsmenn í Sigöldu og spuröi hvort hann teldi ein- ð málið. „Ég var ungur og vitlaus og ég merkti við eina tvo sem fóru nett augarnar á mér," viðurkennir Jón og glottir. hverjum dögum seinna var kallað í mig uppi í Sigöldu og ég beðinn að tala við lögreglumann sem.þar hafði aðsetur og umræ'ðuefniö reyndist einmitt vera þessi Keflavíkurferð mín. Það varð stutt þvi í sömu svif- um varð slys upp frá og við fórum báðir á vettvang. Ég gaf honum þó skýrslu um ferðina í meginatriðum. Þegar ég fór síðan í næsta frí kom sjálfur Njörður Snæhólm inn á Sogaveg að heimsækja mig og ein- hver annar maður var með honum. Þeir spurðu mig mikið út í þessa ferö og létu mig fara í brúna leður- jakkann sem ég hafði verið í og ég spígsporaði fyrir þá um alla stofuna á Sogaveginum. Þá man ég að Njörður sagði að jakkinn væri of dökkur," segir Jón. Hinn dularfulli maður sem kom inn í Hafnarbúðina þetta umtalaða kvöld var einmitt í brúnum leður- jakka með lausu belti. Þessi lýsing kemur heim og saman við jakka Jóns og þótt hann vilji lítið eða ekk- ert gagnrýna störf lögreglunnar þá finnst honum einkennilegt að þeir skyldu ákveða upp á sittíöjiisdæmi að jakkinn væri of dökkur.; Jón var aldrei látinn hitta afgreiðslustúlk- umar í Hafnarbúöinni. - „Ég hefði alveg verið til í að fara suður eftir aftur og spígspora fyrir þær í þessum jakka,“ segir Jón. „Þá hefði þetta mál sennilega ver- ið úr sögunni.‘“ í þessari yfirheyrslu á Sogavegin- um sýndi Njörður Snæhólm Jóni lista yfir starfsmenn í Sigöldu og spurði hvort hann teldi einhvern þeirra geta verið viðriðinn málið. „Ég var ungur og vitlaus og merkti við eina tvo sem fóru nett í taugarnar á mér,“ viðurkennir Jón og glottir. Krónurnar í sokkinn Síðar kom rannsóknarlögreglu- maður upp í Sigöldu og dvaldi þar í nokkra daga, eftir því sem Jón minnir, og ræddi þar við ýmsa menn en aldrei við Jón i það skipt- ið. „Við vorum þarna nokkrir sem spiluðum mikið póker upp á krónur og við vorum að fíflast með þetta þegar lögreglumaðurinn var þarna. Alltaf þegar hann nálgaðist sópuð- um við krónunum ofan í sokk og fórum að spila ólsen og þóttumst vera að hylma yfír mikið svindl." Jón segist þegar vera búinn að hitta Leirfinn sem var dreginn upp úr kassa sínum til þess að hægt væri að mynda þá saman. „Það er voðalegt að sjá kallgreyið. Hann er búinn að brjóta svo mikið heilann um þetta allt að það er kom- in stór sprunga í hausinn á hon- um,“ segir Jón og hlær mikið. Ævi Jóns væri efni í heila bók og verður ekki rakin frekar hér. Hann segir að sig hefði ekki órað fyrir að hann ætti eftir að koma aftur til ís- lands til þess að bera vitni í saka- máli sem hann veit ekkert um í dag frekar en fyrir 27 árum. „Mér sýnist að það vanti flest í þetta mál. Það vantar bæði líkið, vopnið, ástæðuna og flest sem væri talin ástæða annars staðar til þess að rannsaka mál yfirleitt," segir heimshornaflakkarinn, útgerðar- maðurinn, sjóhundurinn og sögu- maðurinn Jón Grímsson sem hefur loksins fengið að handleika Leir- finn, styttuna sem hann hefði senni- lega átt að vera fyrirmyndin að en varð ekki. „Ég get ekki leyst Geirfinnsmálið en ég vona að ég geti átt þátt í að leysa Leirfinnsmálið.“ PÁÁ Valtýr Sigurðsson. - hvar eru þau nú? hafi þeir stjórnað hennar algerlega. málflutningi haustið. Arið 1977 voru fimm menn dæmdir i Sakadómi fyrir að hafa orðið þessum tveimur mönnum að bana. Dómurinn var síðan að mestu staðfestur í Hæstarétti 1980. Hér verða málsatvik ekki rakin frekar en nær allir sakborningar drógu játningar sínar til baka á síðari stigum, héldu fram sak- leysi sínu og sök- uðu lögreglu um harðræði og mis- tök við rannsókn málsins. Margir aðrir hafa síðan orðið til þess að taka undir þenn- an málflutning og gagnrýnt mjög margt í vinnu- brögðum og framgangi lögreglu og er óhætt að segja að Geirfinnsmálið eins og þessi málarekstur í heild sinni er kallaður sé stærsta og sér- stæðasta sakamál íslandssögunnar. Aldrei fundust nein lík og engin haldbær sönnunargögn sem gætu talist styðja játningar meintra sak- borninga. Sævar Marinó Ciesielski, meint- ur forsprakki fimmenninganna, hef- ur ítrekað reynt að fá málið tekið upp að nýju. Beiðnum hans hefur ávallt verið hafnað. Sævar ritaði ríkislögreglustjóra síðast bréf um málið í mars sl. Á öðrum væng málsins er Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður að vinna fyrir Magnús Leópoldsson að því að rannsaka gögn sem varpað geti ljósi á hvers vegna Magnús dróst saklaus inn í málarekstur þennan. Gögn úr frumrannsóknum sem fundust nýlega í Keflavík eru talin geta varpað nýju ljósi á það og er tíðinda að vænta innan skamms. Erla Bolladóttir, einn sakborning- anna, hefur nú lagt fram beiðni til Hæstaréttar um end- urupptöku málsins. Érla hefur ekki áður tekið þátt í baráttu Sæv- ars fyrir end- urupptöku en hún var lykilvitni lögreglunn- ar í þessum málum. í rökstuðn- ingi með endurupp- tökubeiðni hennar er lögreglan borin þúng- um sökum um þrýsting, hótanir og að hafa lagt henni orð i munn og Haukur Guðmundsson. Hvar eru hfnír dæmdu? En hvað varð svo um þetta ógæfu- sama fólk? Hvernig hefur því reitt af síðan? Sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru dæmdir í Hæstarétti 1980. Þeir tveir sem fengu þyngsta dóma, Sævar Marinó Ciesi- elski og Kristján Viðar Viðarsson, losnuðu úr fang- elsi síðla árs 1984 en þá höfðu aðrir sakborningar þegar fengið frelsi. Sævar Marinó Ciesielski býr í Reykjavík. Hann bjó um hríð í Bandaríkjunum en kom heim fyrir allmörgum árum. Hann hefur unnið ýmis störf en undanfarin 10 ár helg- að líf sitt barátt- unni fyrir því að málin verði tekin upp að nýju. Erla Bolladótt- ir býr í Reykja- vík. Hún starfaði með sértrúar- söfnuðum erlend- is árum saman eftir að hún kom úr fangelsi en hefur snúið heim aftur. Kristján Viðar Viðarsson er bú- settur í Reykjavík en hefur breytt föðurnafni sínu í Júlíusson. Tryggvi Rúnar Leifsson er bú- settur í Reykja- vik. Hann og Kristján eiga það sameiginlegt að síðan afplánun þeirra lauk hafa þeir strítt við misnotkun vímu- efna og áfengis og komið nokkuð við sögu lögregl- unnar. Þeir hafa engin afskipti haft af baráttunni fyrir endurupptöku málsins. Guðjón Skarphéðinsson settist að í Danmörku eftir afplánun og lagði stund á guðfræði- nám. Hann er sóknarprestur á Staðastað á Snæ- fellsnesi. Albert Skafta- son er búsettur í Reykjavík og starfar við smíð- ar. Sævar Marinó Cíesielski. Magnús Leópoldsson. Erla Bolladóttir. Lögreglumenn og dómarar Þórir Oddsson var fulltrúi í Saka- dómi og rannsóknarlögreglustjóri og vararannsóknarlögreglústjóri þegar umrædd mál voru rannsökuð og dómtekin. Hann er vararíkislög- reglustjóri í dag. Öm Höskuldsson var fulltrúi i Sakadómi og deildarstjóri RLR árin 1970-1978 og kom mjög að rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. Örn hefur rekið eigin lögfræði- i skrifstofu frá 1978 og býr í Mos- feflsbæ. Sigurbjöm Víöir Eggertsson ; lék lykilhlutverk við rannsókn og yfirheyrslur í umræddum || málum sem rannsóknarlög- reglumaður. Hann er aðstoð- aryfirlögregluþjónn í Reykjavík. isiiíililll * 'k 'f i , “ W M Eggert N. Bjarnason rannsóknarlögreglumað- ur var nánasti samstarfs- maður Sigurbjörns við rannsókn téðra mála. Hann hélt áfram að starfa í rannsóknar- lögreglunni um árabil en er nú á eft- irlaunum. Hallvarður Einvarðsson var vara- ríkissaksóknari og rannsóknarlög- reglustjóri þegar umrædd mál voru rannsökuð og dæmd. Hann varð rík- issaksóknari 1986 en hefur nú látið af störfum. Þessi mál voru dæmd í Sakadómi Reykjavíkur 1977 af þremur dómur- um og í Hæstarétti 1980 af fimm dómurum. Ríkissaksóknari á þeim tíma var Þórður Bjömsson en dóm- ararnir voru: Björn Sveinbjörnsson, Ármann Snævarr, Benedikt Sigur- jónsson, Logi Einarsson og Þór Vil- hjálmsson í Hæstarétti en Gunn- laugur Briem, Ármann Kristinsson og Haraldur Henrysson í Sakadómi. Þessir menn eru látnir eða komnir á eftirlaun utan Haraldur sem er hæstaréttardómari. Keflvíkingarnir Um þessar mundir starfar sér- stakur saksóknari, Lára V. Júlíus- dóttir, að rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson var saklaus bendlaður við þetta mál. Nýjar upplýsingar sem komið hafa fram um frumrannsókn málsins i Keflavik benda ótvírætt til þess að lögreglumenn þar hafi snemma gert sér ákveðnar hugmyndir um aðild Magnúsar og fleiri. Haukur Guð- mundsson starf- aði sem lögreglu- maður í Keflavík og yfirheyrði marga vegna Geirfinnsmáls- ins. Hann hefur neitað að mæta til yfirheyrslu hjá Láru Júlíusdóttur. Haukur starfar sem vörubílstjóri í dag og hætti lögreglustörfum fyrir mörgum árum. Kristján Pét- ursson, deildar- stjóri í tollinum á Keflavíkurflug- velli, var mjög viðriðinn rann- sókn málsins. Kristján er nú á eftirlaunum. Valtýr Sig- urðsson var full- trúi sýslumanns á Suðurnesjum þegar frumrann- sókn Geirfinnsmálsins fór fram og stýrði henni að einhverju leyti. Hann er héraðsdómari í dag. Fjórmenning- arnir Fjórir menn sátu lengi í gæsluvarðhaldi grunaðir um að- ild að málinu en voru síðan hreinsaðir af öll- um sökum. Þeir voru misjafnlega veitingahúsinu Einar Bollason. Guðjón Skarphéðlnsson. Sigurbjörn Eiríksson. mikið tengdir Klúbbnum. Magnús Leópoldsson er fasteigna- sali og á og rekur Fasteignamiðstöð- ina í Reykjavík. Einar Bollason er þekktur at- hafnamaður sem á og rekur fyrir- tækið íshesta. Valdimar Ólsen er skrifstofumað- ur í Reykjavík. Sigurbjörn Eiríksson, veitinga- maður i Klúbbnum, er látinn. Þannig eru persónur og leikendur í þeim flókna leik sem við köllum Geirfinnsmálið dreifðir um allt samfélagið, flestir enn á meðal vor. Margir telja að kaflaskipti séu inn- an seilingar í málinu þar sem dóms- kerfið geti ekki lengur vikið sér undan því aö taka það upp að nýju. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.