Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Helgarblað Víð mælum með Ljóö ungra skálda. Sölva Birni Sigurðs- syni hefur tekist með þessu safnriti að skapa svipmynd af skáldskap yngstu skáldakynslóðarinnar. Mál og menning. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Björg. Hnausþykk og vönduð ævisaga merkrar konu sem hingað til hefur verið sýnt ómaklegt fálæti. JPV útgáfa. Bréf Vestur íslend- inga I. Böðvar Guð- mundsson bjó til prentunar. Bréf frá al- þýðufólki og valds- mönnum sem gefa glögga og oft óvænta mynd af örlögum einstaklinga í nýju landi. Máil og menning. Alfrún Gunnlaugs- dóttir: Yfir Ebrofljót. Mögnuð saga ungs is- lensks kommúnista sem berst með lýð- veldissinnum í borg- arastyrjöldinni á Spáni í lok 4. áratug- arins og neyðist sem gamall maður til að horfast i augu við þaö sem skeði þá. Mál og menning. Inga Lára Baldvins- dóttir: Ljósmyndarar á íslandi 1845-1945. Glæsileg bók um ís- lenska Ijósmyndun í eina öld. Tímamóta- verk í sjónlistasögu okkar. JPV út- gáfa. Valið er byggt á umsögnum I DV í vikunni. Ekkert hræddur við Reykjavík í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur ræðir Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, um uppbyggingu Kópavogs, bæjarstjórastarfið og ljóðagerð Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, fer senn aö ljúka þriðja kjörtímabili sínu og hef- ur engan áhuga á aö láta stað- ar numið í pólitíkinni. Sigurð- ur virðist vera eintak af hinum dæmigerða framsóknarmanni: er með próf frá Samvinnuskól- anum, starfaði hjá Kron og var í ungmennafélagshreyfingunni. Hann harðneitar því hins veg- ar að hafa verið alinn upp til að verða framsóknarmaður. „Nei, þvert á móti,“ segir hann. „í móðurætt eru sjálfstæðismenn og í föðurætt eru vinstri menn. Ég átti afskaplega erfitt með að trúa þvi að allt sem mamma segöi væri rétt og allt sem pabbi segði væri rangt - eða öfugt. Sannleikurinn hlaut að liggja þarna einhvers staðar á milli. Það er bara rökrétt niðurstaða í pólitík. Ég varð því fyrsti framsóknarmaðurinn sem ég veit um í minni ætt. Ég gerðist snemma þátttakandi í íþróttum og gekk í félög, þar á meöal ung- mennafélag. Þegar ég kom inn í pólitíkina í Kópavogi 1962 var ég frjálsíþróttamaður og þá var hér lítil aðstaða til íþróttaiökana. Við félagamir vildum bæta hana og ég sá fyrir mér að slík uppbygging myndi gerast í gegnum bæjar- apparatið, þannig að ég kom mér „Reykjavík er óhemju voldugt sveitarfélag á Islandi, miðaö við þær aðstæður sem hér eru. Reykjavík hefur hins vegar veriö svo rík og voldug að það hefur enginn þoraö að seilast í eitthvaö sem hún ætlar sér. Það gerum viö í Kópavogi hins vegar hvenær sem okkur sýnist. i Reykjavík eru menn búnir að deila í átján ár um staösetningu tónlistarhúss. Þaö er ekki hægt aö bíöa svona lengi. “ .... ,:V Klám í sparifötunum Jóna Ingibjörg Jónsdóttir skrifar um kynlíf fyrir DV og Spegilinn - hugleiðing 1 tilefni málþings Rannsóknarstofa í kvennafræð- um átti tíu ára afmæli á dögunum. Til að halda upp á daginn hélt stof- an málþing sem það nefndi „kynja- myndir í klárni". Reyndar var þarna líka erindi um vændi (hverjir kaupa og hvers vegna?). Að sjálfsögðu ark- aði mín upp í Háskóla til að upplifa smá vitræna fróun um klám og vændi. Þessir tveir málaflokkar eru annars klassískir sem byrjunarum- ræðuefni í sexólógíunni innan æðri menntastofnana. Umdeild efni, á borð við klám og vændi, virðast á einhvern hátt réttlæta umfjöllun um kynlíf. Það er svo sem allt í lagi en mikið hlakka ég til þess dags þegar t.d. eöli ástríöna eða kynlöng- unar verður talið verðugt rannsókn- arefni hérlendis. Ekki virðist þörf á ef eitthvað er að marka allan þann fiölda para sem kvartar viö mig um „áhugaleysi í kynlífi" (æ, þarna datt ég svo sjálf í réttlætingarpyttinn - svona er maður samdauna!) Siðferðisskelfir Auglýsingaplakat málþingsins skartaði mynd af Anne Sprinkler, alræmdum siöferðisskelfl og pomó- drottingu, í líki indverskrar kynlífs- gyðju. Ef innihald málþingsins yrði eitthvað í samræmi við myndefnið lofaði það góðu! En áður en ég held lengra langar mig að upplýsa hvern- ig ég skilgreini klám. í minum huga er klám kynferðislega opinskátt efni sem getur virkað kynferöislega örvandi eða er ætlað að vera það, punktur basta. Þetta er náttúrlega afskaplega opin skilgreining og laus við allar siðferðisskilgreiningar - varla hægt annað því smekkur manna er svo mismunandi í þessum efnum. Enda vitnuðu fyrirlesarar málþingsins hvað eftir annað í um- mæli bandarísks dómara sem varð frægur að endemum fyrir að segja að hann gæti ekki skilgreint klám með nokkru móti - en hann vissi það þegar hann sæi það! Ég vil líka taka fram, svo það sé á hreinu, að fyrir mér er greinarmunur á klámi og kynferðislegri misnotkun. Klám- efni sem sýnir böm eða dýr er fyrst og fremst kynferðisleg misnotkun, færð í klámbúning. Klám í sparifötum Eftir margra ára starfsreynslu í sexólógíunni fmnst mér bilið milli kláms og erótíkur bjánalegra. Eró- tík er líka það kynferðislega opin- skátt efni sem getur virkað eða er ætlað að virka kynferðislega örvandi. Helsti munurinn á klámi og erótík er að erótík er bara klám í sparifótunum (jú, jú, ég veit allt um það að klám er talið stuða meira en erótík, vandinn er bara sá aö það sem stuðar blygðunarkennd eins getur gert annan brjálaðan af losta). Það hefur oft fariö í taugamar á mér hvað umræða um kynferðislega opinskátt efni er yfirborðsleg. Ef þú ert ekki á móti klámi þá hlýtur þú að vera fylgjandi klámi - og ekki bara einhverju ákveðnu klámþema heldur öllu heila klabbinu. Bara tveir möguleikar í stöðunni en það finnst mér einum of ferkantað. Það var því kærkomin tilbreyting að heyra aðra minnast á þessa eins- leitu umræðu og nefna þörfina á að skoða fleiri blæbrigði um notkun, innihald og tilgang klámefnis. Geir Svansson bókmenntafræöingur minntist m.a. á mikilvægi þess að greina klám en efnistök og innihald kláms er æði fjölbreytt og hægt að nota í margvíslegum tilgangi. Ég sé fyrir mér í anda valáfanga á fram- haldsskólastigi sem héti Klámgrein- ing 101 - í fúlustu alvöru! Femínistar gegn ritskoöun Þorgerður Þorvaldsdóttir kynja- fræðingm- kynnti sjónarmið fem- ínista gegn ritskoðun. Þær komu fram á sjónarsviðið í Bandaríkjun- um árið 1982 og vildu að femínistar tækju erótík með inn í myndina i fræðum sínum en þeim blöskraði framferði femínista sem vildu rit- skoða klámfengið efni. Feministar gegn ritskoðun telja að stjórnvöld- um sé ekki treystandi til að ákveða hvers konar myndir megi birta af kynferðislegri tjáningu meðal fólks. Sjálfri hefur mér fundist Leonore Tiefer, bandarískur læknir og sál- fræðingur, orða þetta einna best þegar hún segir að konum stafi meiri hætta af banni á kynferðis- lega opinskáu efni en sé það leyft. Þetta finnst mér vera kjarni málsins og full ástæða fyrir femínista hér- lendis að skoða þetta nánar. Ástríður, kynferðisleg löngun, losti eða girnd - sama hvaða nöfn- um viö kjósum að nefna fyrirbæriö - virðist enn vera hálfgert tabú, ekki síst í blessaðri klámumræð- unni. Síðastliðið vor gerði ég litla viðhorfskönnun meðal lesenda á Speglinum á Vísir.is. Lesendur voru spurðir eftirfarandi spumingar: „Er hægt að nota klám (kynferðislega opinskátt efni) í jákvæðum til- gangi?“ Alls svöruðu 1068 manns og 86,8% merktu við svarmöguleikann „Já, á því leikur enginn vafi“ en 13,4% merktu við „Nei, þaö finnst mér óhugsandi". Ég orðaði vísvit- andi spurninguna með þessum hætti, í og með sem meðvitað andóf við boðskap þeirra sem vilja einfald- lega banna klám. (Ég hefði alveg eins getað orðað hana svona: „Er klám meðvitaður glæpur gegn mannkyninu?" því spyrjandinn er jú aldrei hlutlaus). Klám á forsendum kvenna Gunnhildur Kristjánsdóttir og Hildur Fjóla Antonsdóttir, sem hafa gert könnun hérlendis á viðhorfi til kláms, bentu á að ekki færi mikið fyrir skilgreiningu á klámi í ís- lenskum lögum og er það kapítuli út af fyrir sig. í máli Gunnhildar og Hildar Fjólu kom m.a. fram að ís- lenskir karlar líta klámefni, al- mennt séö, ekki jafnneikvæðum augum og konur. Einn gesta á mál- þinginu kom meö komment eitt- hvað á þá leið að klám væri oftar en ekki sviðsettar fantasíur (aðallega karla) og að ritun klámefnis væri í raun ein grein innan bókmennta- fræðanna. Þetta fékk mig til að hugsa að það væri meira vit í því fyrir konur að reyna að umbreyta klámi og sviðsetja sínar uppáhalds fantasíur í stað þess bara að setja allt klámefni í einn kassa og sparka því út í hafsauga. Candida Royalle er dæmi um konu sem er einmitt ein þeirra sem hefur tekið þessari áskorun opnum örmum en hún er fyrrum klámmyndaleikari og nú- verandi klámmyndaleikstýra- og framleiðandi. Eftir þingið var boðið upp á veit- ingar og lenti ég í hláturmildu spjalli við tvo heimspekinga þar sem við meðal annars brutum til mergjar það sem „stuðar" í klám- efni. Eftir nokkrar góðar stundir, þennan föstudagseftirmiödag í Há- tíðarsalnum, rölti ég svo sæl og rjóð heim á leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.