Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 67
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 75 - Helgarblað Alþjóðleg danshátíð í höllinni: Tvö íslensk pör hafa titla að verja „Þetta verður glæsileg dagskrá með Qórum keppnum og hefst með Norðurlandameistaramóti kl. 15 í dag,“ segir Birna Bjömsdóttir, for- maður Dansíþróttasambands ís- lands, sem stendur fyrir danshátíð í Laugardalshöllinni bæði í dag og á morgun. Norðurlandamótið verður með þátttöku 23ja para sem keppa í tíu dönsum. „Þarna verða tvö af okkar bestu pörum að verja meist- aratitla sína frá því í fyrra, þau Jón- atan Arnar Örlygsson og Hólmfríð- ur Björnsdóttir í flokki unglinga, 12-13 ára og ísak Halldórsson Ngu- yen og Helga Dögg Helgadóttir í flokki ungmenna, 16-18 ára,“ segir Birna og heldur áfram að lýsa mót- inu: „I framhaldi af þessari keppni verðum við með alþjóðlegt opið dansmót og í kvöld verða dansaðir sígildir samkvæmisdansar: tangó, vals, vínarvals, foxtrot og quickstep. Á þá keppni fáum við líka 23 pör, megnið af þeim erlendis frá. Þar á meðal er eitt ungt og upprennandi par frá Rússlandi sem við höfum séð erlendis og væntum mikils af.“ Dagskrá hátíðarinnar hefst kl. 15 á morgun, sunnudag, á opnu ís- lensku móti. „Það er opið öllum þeim sem vilja taka þátt í keppni þótt þeir séu ekki komnir í aúra fremstu röð dansara,“ segir Birna. í framhaldi af því er alþjóðlegt mót í suður-ameriskum dönsum. Þar dansa 23 pör og að sögn Birnu koma þau flest erlendis frá. Milli keppna verða skemmtiatriði, meðal annars stíga þau Páll Óskar og Védís Her- vör Árnadóttir á svið. En býst Birna við að fylla höllina af fólki? „Við vit- um að dansáhugafólkið okkar fylgist vel með þessu móti og við eigum mjög dygga áhorfendur sem eru eldri borgarar. Það er fólk sem veit hvað dansinn hefur mikið að segja fyrir heilsuna og þeim er boð- ið á þessar keppnir. Svo er þetta opið öllum almenningi sem hefur gaman af góðri íþrótt. Þetta verður veisla fyrir augað.“ -Gun. I fremstu röð Þau þurfa að verja sinn Noröurlandatitil í dag, Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríöur Björnsdóttir, sem dansa í fiokki unglinga 12-13 ára. Jólahlaðborðið okkar bíður ykkar í Skrúð alla daga vikunnar og í Súlnasal um helgar þar sem boðið er upp á skemmtiatriði og dansleik. Pantanir í síma 525 9900. Radisson SAS Hótel Saga Hagatorgi, 107 Reykjavík www.radissonsas.com KMIL Sv. KáK&SÓN* at HOTELS & RESORTS Jalin í nýju Ijósi! Jólaseríur - inni og úti Marglitar, einlitar — gular, raubar, grænarog bláar. Essö; Olíufélagið hf www.esso.is Heilsugæslustöðinni í Ólafsvík færð góð gjöf: Bæjarstjóri vígir lungnatæki með hraustlegum blæstri DVWIYND PÉTUR S. JÓHANNSSON. Bæjarstjóri blæs og blæs ... Hraustlegur blástur Kristins bæjarstjóra í Ólafsvík. Dr. Gunda Nygard, læknir Heilsugæslustöövarinnar, fylgist ánægö meö. Heilsugæslustöðinni í Ólafsvík var færður lungnamælir að gjöf á mánudag. Gefendur eru Loftfélagið, áhugafólk um öndun og Glaxo- SmithKline. Pétur Magnússon, full- tr'úi GlaxoSmithKline, afhenti tækið og kynnti það lækni og starfsfólki stöðvarinnar. Magnús Eiríksson, stjórnarformaður stöðvarinnar, þakkaði honum og samstarfsaðilum hans höfðinglega gjöf. Loftfélagið er samstarfsverkefni vinnuhóps á vegum Landlæknis- embættisins, Tóbaksvarnanefndar og GlaxoSmithKline. Meðal þess sem samstarfsverkefnið beinist að er endurnýjun lungnamælitækja á heilsugæslustöðvum um land allt. Ört vaxandi tíðni lungnasjúk- dóma, sér í lagi langvinnrar lungna- teppu, kallar á víðtækt samstarf innan heilbrigðiskerfisins. Talið er að 16.000-18.000 manns þjáist af völdum langvinnrar lungnateppu hér á landi. Orsökin fyrir því að tíðni langvinnrar lungnateppu hef- ur aukist er aðallega sú að fjöl- mennir árgangar áranna 1930-1965 eru að færast upp aldursstigann en reykingar hafa verið nokkuð út- breiddar meðal þeirra. Um 90% þeirra sem þjást af völdum sjúk- dómanna eru reykingamenn. Haldi fram sem horfir er talið að lang- vinnir lungnateppusjúkdómar verði þriðja algengasta dánarorsökin hér á landi á næstu 20 árum. Jafnframt má gera ráð fyrir að öryrkjum af völdum þeirra fjölgi. Vonir standa til að hið nýja tæki muni, ásamt fræðslu- og upplýsingastarfi Loftfé- lagsins, verða til þess að þessir sjúk- dómar greinast fyrr og íleiri úrræð- um verði til að dreifa. Það var Kristinn Jónasson, bæj- arstjóri Snæfellsbæjar, sem vígði tækið með því að blása hraustlega í það og við hlið hans stóð dr. Gunda Nygard, læknir Heilsugæslustöðvar- innar í Ólafsvík. Á þessu nýja tæki sést strax í tölvu hvernig ástand sjúklingsins er. Lungnastarfsemi bæjarstjórans var greinilega í góðu lagi. Loftmagn í lungum hans vel yflr meðahagi enda var þar á ferð ungur reyklaus maður sem stundar útivist og holla hreyfingu. -PSJ Efhún erekki imi skalég hundur heita! wmá ^^ps^Smáauglýsingar ertu að kaupa eða selja? 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.