Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Helgarblað DV DV-MYND: BRINK Stefán Mání rithöfundur „Bókin fjattar heldur ekkert um frystihúsiö eöa fiskvinnsluna, fiskveiöiþjóöina eöa kvótann, hún fjallar bara um ungan mann sem vinnur í fiski. ísland er bara ísland - þaö er annaöhvort sveitin, fiskurinn eöa höfuöborgin. Ef viö værum í Ameríku gæti aöalsöguhetjan alveg eins unnið í maísbauna- fabrikku eöa á nautabúgaröi - þaö skiþtir ekki máli - þaö er hugarástandiö sem rúlar í þessari bók." Sjálfvirk vitleysa á Hótel Kaliforníu Sagan Hótel Kalifomía gerist í litlu sjávarplássi úti á landi og auðvitað kemur í ljós við eftirgrennslan að höf- undur þekkir slíkar aðstæður mjög vel. „Ég er frá Ólafsvík, sem er jú lítið vertíðarbæli, og þangað sæki ég að ein- hverju leyti söguumhverfið. Ég bjó í Ólafsvík í 25 ár og vann í frystihúsi, rækju og saltfiski. Auðvitað notar maður það sem maður þekkir.“ - Heldurðu að sögusviðið verki frá- hrindandi á einhverja lesendur - að einhverjir hafi þá skoðun að sjávar- þorpið sem sögusvið sé orðið klisja í ís- lenskum bókmenntum? „Já, en það er ástæðulaus ótti. Ég held að það hafi ekki verið skrifað svo mikið um sjávarþorpin, ég hygg að það sé frekar „landsbyggðarvælið" og allt talið um flóttann og kvótann sem fólk er orðið þreytt á. Landsbyggðin sjáif er stórskemmtOeg og mér þykir mun skemmtilegra að skrifa um unga menn úti á landi, sem em að takast á við líf- ið, heldur en hér í miðbæ Reykjavíkur, sem ansi oft hefur verið gert. Það má segja að Hótel Kalifornía sé andstæðan við 101 Reykjavík - en ekki sem klisja, bara íslenskur raunveruleiki. Bókin fjallar heldur ekkert um frystihúsið eða fiskvinnsluna, fiskveiðiþjóðina eða kvótann, hún fjallar bara um ungan mann sem vinnur í fiski. ísland er bara ísland - það er annaðhvort sveit- in, fiskurinn eða höfuðborgin. Ef við værum í Ameríku gæti hann alveg eins unnið í maísbaunafabrikku eða á nautabúgarði - það skiptir ekki máli - það er hugarástandið sem rúlar í þess- ari bók.“ Verkamaður gerist ríthöfundur Stefán Máni segir samt að hann hafi ekki látiö sér til hugar koma að ílend- ast í Ólafsvík eins og nafni hans í bók- inni, enda hafi hann fljótlega flutt suð- ur eftir að hann byijaði að skrifa og fór að langa að gefa út efni. - Nú eru margir rithöfundar sem segja miklar sögur af æsku sinni. Hafa verið bókhneigð böm og gáfuð í meira lagi. Var það svoleiðis með þig? „Ja, ég las mikið. Ég byrjaði snemma að lesa og las mikið fram á unglingsaldur en hætti því síðan alveg. Ég flosnaði svo snemma upp úr skóla og fór að vinna verkamannavinnu í Fyrsti dómurinn sem Stef- án Máni hlaut fyrir bók sína, Hótel Kalifornía, var þegar Kolbrún Bergþórs- dóttir hœldi henni á hvert reipi í Kastljósi. Hún not- aði stór orð, eins og Upp- götvun ársins, og var ber- sýnilega mjög hrifin. Dag- inn eftir eignaðist Stefán Máni svo sitt fyrsta bam. Þetta hafa verið ham- ingjudagar: ,Já, “ segir Stefán Máni og brosir. „Ég stákk reyndar upp á því að stelpan fengi að heita Kolbrún Bergþóra, en það fékkst ekki samþykkt. Jú, þetta er tvöföld hamingja - tvö börn. Annað í bleiu og hitt í kápu og mikil vinna í kringum þau bœði eins og er.“ Ólafsvík. Ég las ekkert í tíu ár eða svo og veit hreinlega ekki hvemig það datt niður í mig að fara að skrifa. Ég ákvað það ekki heldur byrjaði bara á því einn daginn, þegar ég var 23 ára, að skrifa bamabók sem er enn einhvers staðar niðri í skúffu. Ég hefði aldrei trúað þvi sjálfur að ég ætti eftir að skrifa meira en raunin varð önnur.“ Stefán Máni segist hafa reynt árang- urslaust að fá handrit sín útgefin þeg- ar hann var kominn suöur en endaði á því að gefa sjálfur út söguna Dymar á Svörtufjöllum. Hann segist siðan hafa fengið fullvissu þess að hann væri kominn á rétta hillu þegar Mál og menning samþykkti að gefa út bók númer tvö, Myrkravél, árið 1999. „Þá fannst mér ég fá ákveðna viður- kenningu og fékk á tilfinninguna að þetta væri pínulítið farið að ganga en ég tók það samt ekki of hátíðlega. í dag er ég hins vegar kominn á gott skrið, hef byggt upp sjálfstraust og finnst ég hafa vald yfir því sem ég er að gera.“ Tilgangur Mónu Lísu Sögusviöið var einhvers staðar und- irliggjandi en hvenær kviknaði hug- myndin að sögunni? „Ég hóf að skrifa þessa sögu fyrir tveimur árum, skömmu eftir að Myrkravél kom út. Mig langaði ein- faldlega að segja sögu þessa manns - í umhverfi sem ég þekki mjög vel. Það var eitthvað sem sótti á mig.“ - En hvaöa erindi á hann við okkur? svo ég api spumingu eftir gagnrýn- anda DV í dómi sínum um bókina. „Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að lesandinn hafi gaman af því að lesa bókina," segir Stefán Máni. „Ég kaus að lýsa aðalpersónunni þannig að les- andinn fari inn í höfuð hans og gangi með honum gegnum hans daglega líf, innan og utan vinnu, og hans næturlíf. Að lesandinn sé inni í öllum hans verkum og hugsunum, inni í hjarta hans og tilfinningum. Það er ákveöin upplifún að fá að vera með einni manneskju í sigrum hennar og ósigr- um - og sá er tilgangur bókarinnar. Hún á að vera fyndin, hún á að vera sorgleg, hún á að vera skemmtileg. Ef það tekst þá er tilganginum náð.“ - Hafa þá listaverk einhvem tilgang? „Nei, ætli þaö, ekki þannig, og þó,“ segir Stefán Máni og glottir. „Hver er tilgangurinn með Mónu Lísu? Hún hef- ur engan tilgang, hún hangir bara uppi á vegg og er gersamlega ómótstæðileg. Ég er ekki að færa neinn boðskap - í bókinni birtist bara ákveðin stemning, hugarheimur og umhverfi. Ef fólk kann að meta það sem það sér eða les eða heyrir þá er tilganginum náð. Punktur.“ Svolítið skrýtinn Bókin gerist fyrir u.þ.b. tuttugu árum og Stefán segist hafa staðsett hana þar til þess að eiga hægara með að tengja saman sögu þriggja kynslóða. Hann bætir þvi við að reyndar sé tíma- bilið mjög skemmtilegt og svolítið fyndið. „Sjávarþorpið er leiksvið fyrir sög- una. Bókin heitir eftir þessu fræga rokklagi sem fjallar um hótel þar sem fólk drekkur og dansar og syngur að eilífu - og kemst aldrei burt. Þetta er draumaheimur Stefáns nafna míns í bókinni og þetta lag hiustar hann á þegar hann er að raka sig og fá sér í glas á laugardagskvöldum. Hotel Cali- fomia er hans útópía en svo lifir hann sjálfur í annars konar lokuðum heimi, köldum og hráum og einmanalegum, sem hann vill komast út úr.“ Stefán Máni segir að bókin sé stúd- ía á þessum karakter sem blaðamanni þykir undarlegur í meira lagi. Hvað er eiginlega að honum? „Já, hann er svolitið skrýtinn,“ seg- ir Stefán Máni og hlær. „Hann les iila úr skilaboðum sem hann fær í mann- legum samskiptum og hann er mjög „inní sér“ eins og maður segir. Þau samskipti sem hann ræður við em við dýr eða hluti. Hann ræður mjög illa við fólk. Tilganginn finnur hann í hinu smáa og endurtekningunni en hann er kvíðinn, greyið, og mjög einmana. Hann hrærist í heimi sem er svolítið eins og leikrit sem enginn leikstjóri er að. Áhorfendumir em famir heim en leikaramir era enn að vafra um í sviðsmyndinni og segja línumar sínar á kolvitlausum stöðum - af gömlum vana. Þetta er orðin sjáifvirk vitleysa." Rafmagnsleysi í Ólafsvík Stefán Máni segir að fólk sé mjög spennt í Ólafsvík þar sem nokkuð liggi á lausu hvar fyrirmyndin að sögusviði bókarinnar er. Þessi spenna sé beggja blands. „Sumir spyrja hvum djöfulinn ég sé að gera og hugsa mér jafnvel þegjandi þörfina en aðrir era jákvæðir. Þegar gagnrýnin um bókina var í Kastljósi fór rafmagnið af i Ólafsvík og síðan aft- ur þegar þátturinn var endurtekinn seinna um kvöldið. Þegar fjallaö var um bókina í Víðsjá i vikunni á eftir þá datt Rás 1 út. Ég sagði við mömmu að þetta væri nú magnaðasti dómur sem ég hefði fengið." Það er svolítið í tísku að láta höf- unda gera upp á miili annarra höfunda í viðtölum. Hvaða höfundur fmnst þér vera með besta verkið á þessari vertíð? „Ég verð að nefna Óskar Áma Ósk- arsson og Lakkrísgerðina hans. Það er stórskemmtileg bók, falleg og róman- tísk og fyndin. Hann er langbesti prósahöfundur á landinu en stórkost- lega vanmetinn." Þegar Stefán Máni er beðinn að segja frá vinnunni við næstu bók, sem ég veit að hann er byrjaður á, harð- neitar hann að tjá sig um hana. Eins og sakir standa viil hann ekki upplýsa mikið um söguefnið en segir þegar gengiö er á hann: „Við getum sagt að hún heiti Höfundur Grænlands og fialli um selinn Snorra Sturluson, ást og kynlíf." Þá vitum við það. -þhs Fullt nafn: Bergljót Arnalds. Fæðingardagur og ár: 15. október 1968. Maki: Aziz Mihoubi. Börn: Matthías Arnalds. Bifreið: BMW Z3 sporthíll. Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? Skapa. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að eyða tímanum til einskis. Uppáhaldsmatur: Pasta með sveppafyllingu og hvítlauksrjóma- lagaðri sósu ásamt salati að hætti heimilisins. Uppáhaldsdrykkur: Ferskt ís- lenskt vatn beint úr krananum. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Úff, það eru svo margir góðir, t.d. Zidane. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Súperman, já, og Herkúles, harm er með svo fallega vöðva. Ertu hlynnt eða andvíg ríkis- stjórninni? Ég vil fá að halda mínum pólitísku skoöunum fyrir mig. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Jesúm Krist. Uppáhaldsleikari: Bergljót Arnalds. Uppáhaldsleikkona: Marilyn Monroe. Uppáhaldstónlistarmaður: Brahms sem tónskáld. Uppáhaldsrithöfundur: Þeir eru svo margir. Ehm, má velja sjálfan sig? Uppáhaldsbók: í LEIT AÐ TÍMANUM. Uppá- haldsstjórn- málamaður: Gandhi. Uppá- haldsteikni- myndaper- sóna: Stafa- karlarnir. Þeir eru bæði is- lenskir og klassískir. Eftirlætissjónvarpsefni: Frétt- ir, myndbönd og bíómyndir. Og svo auövitað 2001 nótt þegar hún er á dagskrá. Á hvaða útvarpsstöð hlust- arðu helst? Ég á ekkert útvarp. Ég hlusta mest á diska og svo fólkið og umhverfið í kringum mig. Uppáhaldssjónvarpsstöð: Það fer eftir því hvað klukkan er. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Talnapúkinn. Hann er fyrsta teiknimyndapersónan sem stjórn- ar heilum sjónvarpsþætti. Uppáhaldsskemmtistaður: Hótel jörð. Stefnirðu að einhverju sér- stöku í framtfðinni? Já, en það er leyndó. Hvað óttastu mest? Hrylling eins og að lenda í stríöi eða pynt- ingum. Hvaða eft- irmæli viltu fá? Eftir- mælin skipta ekki svo miklu máli heldur frekar það sem maður hefur skilið eftir, bæði með verkum sínum og í minningu fólks, þá sérstak- lega þeim sem manni þykir vænt um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.