Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 35 I>V Helgarblað llÉÉÍfc % ; J '«£? * m Ljj-. ■■ T; II ’ 1 Mótmæli gegn stríöinu í Víetnam fyrr á árinu 1968 Siguröur greinir frá lögregluofbeldi viö slíkt tilefni í bók sinni: „Lét þá lögregluþjónn númer 37 kylfuna ríöa á höföi hans og heröum og síöan hvar sem verkast vildi, þegar Leifur beygöi sig í keng til aö hlífa höföinu. Blóöiö lagaöi úrhöföi hans. Kom fyrir lítiö þó við hinir reyndum aö koma vitinu fyrir fóliö og benda á, aö jafnvel bandarískir lögregluþjónar væru varaöir viö aö lémja menn í höfuöiö. Hafði ég ekki fyrr oröiö vitni aö þvílíku lögregluofbeldi á íslandi en kannaöist viö þaö frá Grikklandi. “ Fjölskyldumynd Siguröur ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Svanhildi, og börnunum á ársafmæli Sigga Palla. Fyrir miöju Magnús Aöal- steinn (5 ára); aö baki honum bræöurnir Guömundur (10), Bjarni (11) og Ragnar (8) Þórarinssynir og systurnar Hildur (12) og Kristín (16) Siguröardætur. ingi (þið haldið kannske ekki jól?) þá hljótið þið aðeins andstyggð almenn- inds [sic]. Ef að þið hafið eitthvað á ykkar stefnuskrá, þá finnst mér að það væri betra að koma því áleiðis með öðru en, að apa eftir erlendar hópgöng- ur, og ef þið haldið að þið getið haft áhrif á stríðið í V.N. þá ættuð þið bara að fara þangað, með þennan kvenher- foringja ykkar i broddi fylkingar, því hún virðist kunna skil á villi- mennsku." Löghlýðinn borgari skrifaði: „Hr. Sigurður A. Magnússon. Ég sendi yöur hér með bréf þetta sem borið var út í dag og ég vil ekki hafa á minu heimili. Ég veit að þér hafið verið löghlýðinn borgari, en nú er ég hræddur um aö Mao-flensan hafi hlaupið í yður. Eftir- köst veikinnar geta verið slæm, en ég vona að þér læknist sem fyrst. Ég á bif- reið og verö að aka eftir settum regl- um. Eins er með ykkar göngumenn, þeir verða að fara eftir settum reglum. Ég held að margt af því fólki er kastaði eggjum i Háskólabíó væri nú illa farið ef ekki væri til lögregla. Það er oft erfitt að fara eftir reglum en þetta verðið þér og ég að gera, annars skap- aðist mikil ringulreið. Ég hefi lesið margt eftir yður en þér hafið fallið mikið í áliti hjá mér, bæði vegna tengsla við komma svo og að þér skilj- ið böm yðar eftir í reiðileysi meðan konan yðar er á fæðingardeildinni. Með ósk um að þér læknist sem fyrst af Mao-flensunni sendi ég yður bestu kveðju." „Þökk fyrir jólagjafimaru Á Þorláksmessukvöld, tveimur dögum eftir handtökumar, efndu Æskulýðsfylkingin og Félag rót- tækra stúdenta til mótmælafundar í Sigtúni við Austurvöll. Ræðu- menn ásamt mér voru þeir Guðjón Jónsson, formaður Félags jámiðn- aðarmanna, og Þorvaldur Þórarins- son hæstaréttarlögmaður. Hvert sæti i húsinu var skipað, fjöldi fólks stóð i göngum og anddyri, og marg- ir urðu frá að hverfa. Lögreglunni hafði verið tilkynnt um fundinn í Sigtúni strax um morguninn og sömuleiðis að fund- armenn hygðust fara í kröfugöngu að fundi loknum til stuðnings kröf- um launþega á íslandi, sem margir lifðu í svelti, og til að mótmæla glæpaverkum Bandaríkjamanna í Víetnam og lögregluárásinni við Tjamarbúð. Þegar göngumenn, á þriðja hundrað talsins, komu útí Austm-stræti, sem var lokað bíla- umferð, varð fyrir þeim þrefóld röð fimmtíu lögregluþjóna og Qöldi veg- farenda sem voru á ferð í kvosinni og fylgdust með atburðum. Þegar gangan kom að lögregluveggnum og hugðist halda leiðar sinna aust- ur strætið, réðst lögreglan með kylf- um og hverskyns fantabrögðum að göngumönnum og almennum veg- farendum, sem drógust inní átökin. Þar gengu freklegast fram þrír faut- ar, sem báru númerin 37,103 og 112, og létu kylfuhöggin dynja á höfðum vegfarenda eftir því sem þeir lágu best við höggi. Á kröfuspjöldunum stóð meðal annars: „Þökk fyrir jóla- gjafirnar, Bjarni", „Hverjir halda næstu jól í Breiöholti?" „Eggert á togara", „Gylfi verði búðarsendili" og „Ríkisstjómin segi af sér“. Virt- ust spjöldin fara mjög í taugamar á lögreglunni sem kostaði kapps um að brjóta þau eða rífa í tætlur. Átökin stóðu frammundir miönætti og vom ýmsir sárir, en enginn mun hafa verið fluttur á Slysavarðstof- una eða í geymslur lögreglunnar. Þorláksmessuslagurinn var að sjálfsögðu afleiðing og birtingar- mynd ólgunnar sem kraumaði í samfélaginu vegna vaxandi at- vinnuleysis og óþols útaf ríkjandi stjómarháttum. Viðbrögð ráðandi afla báru vitni hörmulegri skamm- sýni, því þau urðu einungis til að magna óánægjuna og þjappa saman þeim fjölmennu hópum sem töldu sig órétti beitta. Óánægjan hélt áfram að malla næstu árin og leiddi til þess að ‘viðreisnarstjórn’ Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks var felld í kosningunum 1971 eftir sam- fellda tólf ára setu. Höfðaðmál Samskiptin við Morgunblaðið höfðu verið árekstralítil undanfarið hálft annað ár. Ég hafði skrifað mína leikdóma eftir bestu samvisku og ekki orðið var við neina ann- marka á þeirri þjónustu. Þegar svo bar undir fékk ég umtölulaust birt- ar greinar í blaðinu. En eftir frétta- flutninginn í sambandi viö handtök- una hafði ég einsog nærri má geta litla löngun til að þjóna mínu gamla málgagni og sagði leikdómarastarf- inu lausu. Þá brá Alþýðublaðið skjótt við og réð mig til sín. Skrifaði ég leikdóma fyrir það næstu fjögur og hálft ár framtil vors 1973. Eftirmál handtökunnar urðu þau að ég höfðaði mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur gegn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna ólög- mætrar handtöku og fangelsisvistar og móðgandi ummæla Bjarka Elías- sonar yfirlögregluþjóns í fjölmiðl- um, en hann hafði kallað mig þekkt- an óróa-segg og fylgismann Ragnars Stefánssonar og annarra kommún- ista. Sækjandi í málinu var Jón E. Ragnarsson, og krafðist 150.000 króna I miskabætur, en verjandi fyrir hönd rikissjóðs Sigurður Óla- son. Rakti Jón alla málavexti, en Sigurður gerði sem mest úr ‘hættu- ástandinu’ sem skapast hefði eftir fundinn í Tjamarbúð og kvað lög- regluna hafa verið í fullum rétti að handtaka fólk að eigin geðþótta. Á þá röksemd féllst borgardómarinn Emil Ágústsson í októberlok 1971 og sýknaði fjármálaráðherra af bóta- kröfum, en málskostnaður var felld- ur niður. Málið fór áfram til Hæstaréttar og velktist þar hálft þriðja ár. í lok mars 1974 höfnuðu þrír hæstaréttar- dómarar - Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfa- son - kröfum um miskabætur, en þeir Ármann Snævarr og Einar Amalds vildu dæma mér 20.000 krónur. Eftirtektarvert var að ann- ar þeirra haíði um langan aldur kennt lögspeki við Háskóla íslands, en hinn verið dómari við Mannrétt- indadómstól Evrópu 1957-1967. Að þeirra mati voru mannréttindaá- kvæði stjómarskrárinnar þyngri á metunum en þrælslundað stjan við ráðandi öfl í landinu. Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf. Intrepid 3,3, 4 d., ssk. I Skr.-5/94, ek. 69 þús. Verð kr. þús. TILBOÐ kr. 780 þús. Fiat Punto Sporting, bsk. Skr. 12/97, ek. 41 þús. Verð kr. 780 þús. TILBOÐ kr. 590 þús. MMC Lancer st. 4x4. Skr. 5/99, ek. 58 þús. Verð kr. 1260 þús. TILBOÐ kr. 990 þús. Hyundai Accent Gsi, 3 d., bsk. Árg. '98, ek. 38 þús. Verð kr. 635 þús. TILBOÐ kr. 490 þús. Opel Astra station, ssk. Skr. 3/98, ek. 32 þús. Verð kr. 1130 þús.TILBOÐ kr. 800 þús. MMC Lancer GLXi, 4 d., ssk. Skr. 6/97, ek. 63 þús. Verð kr. 860 þús. TILBOÐ kr. 690 þús. Suzuki Baleno Wagon 4x4. '97, ek. 122 þús. Verð kr. þús. TILBOÐ kr. 650 þús. . Árg. 790 Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk. Skr. 7/97, ek. 39 þús. Verð kr. 860 þús. TILBOÐ kr. 750 þús. Suzuki Swift GLX, 5 d., bsk. Skr. 3/98, ek. 52 þús. Verð kr. 650 þús. TILBOÐ kr. 550 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI —.................. SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.