Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Page 6
6 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Fréttir 1>V Nefnd sveitarfélaganna um samstöðu í byggðamálum: Tekist á og engin niðurstaða - togstreita höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Nefnd á vegum Sambands ís- lenskra sveitarfé- laga sem hafði það markmið „að freista þess að ná fram víðtækri samstööu sveitar- stjómarmanna um aðgerðir og flutn- ing tillagna sem miði að því að draga úr fólksflutningum til höfuð- borgarsvæðisins", hefur nú skilað til- lögum sínum og eru þær til meðferðar á vettvangi Sambandsins. Formaður nefndarinnar var Sigurgeir Sigurðs- son, bæjarstjóri á Seltjamamesi, en aðrir nefndarmenn vom Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Smári Geirsson, forseti bæjarstjómar í Fjarðabyggö, Ingibjörg Sófrún Gísla- dóttir borgarstjóri og Björg Ágústsdótt- ir, sveitarstjóri í Grundarfirði. Ingi- björg Sólrún segir það óneitanlega um- hugsunarefni að byggðastefna hafi ver- ið eitt meginviðfangsefni íslenskra stjómmála um áratugaskeið og hafi takmarkast við þær byggðir landsins sem era utan þéttbýliskjamans á höf- uðborgarsvæðinu. „Það vill stundum gleymast að hér er líka byggð og það fólk sem býr í höfuðborginni leggur líka til íslenska ríkisins og er hluti af því. Það er viðurkennt af flestum, ef ekki öllum, að það sem að hefur verið stefnt í byggðamálum á undangengn- um áratugum hefur ekki gengið eftir. Og menn spyrja auðvitaö, af hveiju? Mér fmnst sú skýring nærtæk, að byggðastefna sem ekki miðast við Kristján Þór Júlíusson. landið allt - þétt- býli jafnt sem strjálbýli - og tek- ur tillit til sam- spilsins þar á milli geti hvorki verið heildstæð né ár- angursrík. Ég er sannfærð um að hagsmunir lands- ins alls era fólgnir í samstarfi höfuð- borgar og landsbyggðar. Samkeppnisgeta höfuðborgarsvæð- isins gagnvart útlöndum þarf að vera tryggð þannig að hér þróist öflugt al- þjóðlegt atvinnu- og efnahagsum- hverfi. Öflug höfuðborg getur ekki þrif- ist án landsbyggðarinnar og lands- byggðin kemst ekki af án höfuðborgar- innar,“ segir Ingibjörg Sólrún. Höfuðborgin ekki þurfalingur Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að tillögur nefndar- innar hafi verið lagðar fram á fulltrúa- ráðsfundi sveitarfélaga og mikil um- ræða hafi orðið um þær. Afgreiðslu hafi hins vegar verið frestað fram í mars á næsta ári. „Það sem er viðkvæmast í umræð- unni meðal sveitarstjómarmanna er 3. töluliður þar sem talað er um að byggja upp markvisst tvö eða þijú kjamasvæði sem valkost við höfuð- borgarsvæðið. Þá er verið að horfa til Eyjafjarðarsvæðisins, Vestfjarða og Austurlands. Það er ljóst að skiptar skoðanir eru um þetta og þær athuga- semdir sem komið hafa fram lúta að þvi hvemig eigi að fara með þau svæði Frá Akureyri Borgarstjóri segir umræöu um byggöastefnu hafa takmarkast viö landsbyggöina en stundum gleymst aö þaö er líka „byggö“ I höfuöborginni. sem lenda utan þessara kjama. Þetta sýnir í hnotskum þann vanda sem við stöndum frammi fyrir varðandi byggðaumræðu í landinu. Þessi andstæða, höfuðborg - lands- byggð, er á margan hátt þannig gerð að það er erfitt að eiga við þetta, við get- um ekki nálgast umræðuna út frá heildarhagsmunum landsins. Mitt álit er að höfuðborgin hafi ekki verið neinn þurfalingur i þessum efnum, heldur þvert á móti. Þar fer fram mesta uppbygging ríkisvaldsins og at- vinnulifsins og það er eðlilegt að mið- stöð stjómsýslu sé þar. En fólk utan þess svæðis hefur sett fram spuming- ar í hversu miklum mæli það skuli vera og m.a. af þeim rótum hafa rann- ið upp hugmyndir um flutning opin- berra stofnana út á land. Það hefur ekkert gleymst að fólk í höfuðborginni greiði til íslenska ríkis- ins eins og borgarstjóri er að ræða um. Með sama hætti væri hægt að halda fram að höfuðborgarbúar horfðu ekki til þess að landsbyggðarmenn greiddu ekki til ríkisins. Svona umræða eins og borgarstjóri er að fara út í þjónar ekki þeim tilgangi að ná fram ein- hverri sameiginlegri sýn á málið,“ seg- ir Kristján Þór. -gk Bankaslagur í uppsiglingu á Kópaskeri Stjóm Sparisjóðs Þórshafnar og ná- grennis hefur ákveðið að verða við beiðni sveitarstjómar Öxarfjarðar- hrepps og opna útibú sparisjóðsins á Kópaskeri. Þar hefur Landsbankinn verið eina bankastofnunin undanfarin ár en í kjölfar þess að Landsbankinn ákvað að skerða þjónustu sína á staönum og segja upp tveimur starfsmönnum leit- aði sveitarstjómin til sparisjóðsins á Þórshöfn og fór fram á að sparisjóður- inn opnaði útibú á Kópaskeri. „Það er búið að ákveða að opna á Kópaskeri. Það verður sennilega ekki fyrr en um áramótin og við munum þá verða þar í samstarfi með íslandspósti og vænt- anlega í húsnæði þess fyrirtækis," seg- ir Ragnhildur Karlsdóttir hjá Spari- sjóði Þórshafnar og nágrennis. Menn velta því eflaust fyrir sér hvort tvær bankastofnanir geti þrifist á ekki stærri stað en Kópasker er og Frá Þórshöfn. komast sennilega flestir að því að svo sé ekki. Þar sem það var sveitarstjóm- in sem hafði frumkvæðið að því að fá sparisjóðinn til að opna útibú á Kópa- skeri gefa menn sér það að Öxarfjarð- arhreppur færi viðskipti sín frá Lands- bankanum til sparisjóðsins. Hins veg- ar segir Garðar Eggertsson, fram- kvæmdastjóri Fjallalambs, sem er langstærsta fyrirtækið í sveitarfélag- inu, að það muni ekki flytja sín við- skipti til sparisjóðsins. „Sparisjóður- inn hefur ekki það bakland sem okkar banki þarf að hafa og við eram með það mikla lánsfjárþörf að hann er of lítill til að geta sinnt henni. Reyndar fara lánaviðskipti okkar ekki i gegnum útibú Landsbankans hér á staðnum lengur heldur sérstaka deild bankans og svo verður áfram. Við eram hins vegar með 200-300 milljóna króna veltu sem fer i gegnum útibúið," segir Garðar Eggertsson. -gk Þorbjörn Jensson, forstööumaður Fjölsmiöjunnar, heilsar Páli Péturssyni félagsmálaráöherra Fjölsmiöjan var opnuö í gær en um er aö ræöa sjálfseignarstofnun sem veröur félagslegt menntunar- og vinnumarkaösúrræði fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 24 ára. ÍSÍ ljómandi ánægt með sinn hlut þar til það sá framlag til UMFÍ: ÍSÍ og UMFÍ í hár saman - drengileg hækkun fjárlaganefndar, segir formaður UMFÍ „Ég er hissa á þvi að forseti ÍSÍ skuli mótmæla auknum stuðningi við æskulýðsstarf í landinu," sagði Björn Bjarndal Jónsson, formaður Ungmennafélags íslands, í samtali við DV. Ellert B. Schram, formaður íþrótta- og Ólympíusambands ís- lands, hefur skrifaö alþingismönn- um bréf þar sem hann gerir athuga- semd við að framlög ríkisins til UMFÍ skuli í meðfórum Alþingis hafa verið stórlega hækkuð frá því sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrum- varpi. Þar er lagt upp með 17 millj. kr. fjárveitingu en nú hefur ijárlaga- nefnd hækkað þessa upphæð í 42 millj. kr. „Ókkur var brugðið því þegar við fengum fjárlagafrumvarpið á sið- asta ári fengum við frá ríkinu 22 millj. kr. Við skrifuðum því til fjár- laganefndar, sem hefur hækkað framlög okkar um 25 millj. kr. Það var drengilegt,“ segir Björn. Hann segir að ráðstafa eigi peningunum í að koma á laggimar þjónustumið- stöðvum ungmennafélaga úti um land og til að efla innra starf. Ellert B. Schram. Björn Bjarndal Jónsson. Snemma í október sendi forysta ÍSÍ frá sér erindi til alþingismanna þar sem því var sérstaklega fagnað að framlög ríkisins til sambandsins skyldu hækkuð um 25 millj. kr mið- að við fjárlög komandi árs. Segir að fjárveitingar til sambandsins hafi stórbatnað í tíð núverandi mennta- málaráðherra og séu nú orðnar 84,7 millj. kr. á ári. I samtali við DV sagði Ellert B. Schram að hann teldi hækkuð fram- lög til UMFÍ til þess fallin að skapa mismunun og ójafnræði. Hann segir að eðli málsins samkvaemt geti þjónustumiðstöðvar UMFÍ aðeins þjónað félögum innan vébanda þess. Eðlilegast væri í sínum huga að UMFÍ og ÍSÍ sameinuðust um þjón- ustumiðstöðvar, enda hafi hvor tveggja samtökin eflingu íþrótta- starfs í landinu að meginmarkmiði. Kveðst Ellert hafa rætt þessar hug- myndir á ársþingi UMFÍ í síðasta mánuði. - Það kannast Björn Bjarn- dal Jónsson ekki við. „Ef Ellert hef- ur sagt þetta hefur það fariö fram hjá mér og öllum öðrum ungmenna- félögum sem voru á fundinum." Það er hins vegar bréf forystu ÍSÍ til alþingismanna sem hrinti máli þessu af stað og hefur DV heimildir fyrir aö það hafi valdið nokkurri undrun og kurri í þeirra röðum. Þar segir að hækkuð framlög til UMFÍ vinni gegn hugsanlegri sameiningu við ÍSÍ „... og gegn spamaði og hag- ræðingu; stuðlar að mismunun milli einstakra íþróttafélaga á landsbyggð- inni og ójafnræði milli landsbyggðar og þéttbýlis. Hún er atlaga að aÚri vit- rænni þróun í málefnum íþróttahreyf- ingarinnar og stuðlar að auknum óróa og deilum innan hennar." -sbs Urnsjón: Höröur Kristjánssou netfang: hkrist@dv.is Huppa vann Mikill meirihluti bænda hafnaði innflutningi á norskum fósturvísum í almennri atkvæðagreiðslu í gær. 74,6% voru á móti innflutningnum og var þátttaka í at- kvæðagreiðslunni 80,5%. Pottverjar telja víst að þetta gleðji mjög hjarta Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráð- herra. Eins og alþjóð | er kunnugt hefur far- ið mjög vel á með Guðna og íslensk- um kúm. Frægir eru m.a. kossar sem náðst hafa á mynd. Þykir nú víst að íslensku kýrnar fyrirgefi Guðna það glappaskot að hafa á sínum tíma heimilað innflutning á fórsturvísum úr norskum „beljum" til að gera svo- kallaðar „kynbóta“-tOraunir með okk- ar ástsæla kúastofn. Einum af vinum heita pottsins þykir það reyndar álíka guðlast og að ætla að kynbæta íslend- inga með fósturvísum úr öpum... Púkinn á fjósbitanum Loksins, loksins virðist vera að skapast rétta umhverfið fyrir vaxta- lækkanir Seðlabanka. Mánuðum sam- an þráaðist Birgir ísleifur Gunnars- son seðlabanka- stjóri við að hefja niðurskrúfu vaxta. Flestir hagfræðingar landsins hrópuðu þó hástöfum á hættuna sem stafað gæti af áframhaldandi há- vaxtastefnu. Loks gaf Birgir eftir, en bara pinulítið til að byrja með. Nú era fyrirtækin að hrynja hvert af öðru vegna okurvaxta og gengisfellingar krónunnar og hundruð manna missa vinnuna. Þor- lákur Björnsson, formaður í Kjör- dæmissambandi framsóknarfélaganna í Reykjavík norður, sendir Birgi pillu á Hrifluvef framsóknarmanna á fimmtudaginn. Þar er Birgi líkt við púkann á fjósbitanum. Væntanlega sitji hann nú ásamt vini sínum, Dav- ið Oddssyni, og hlæi sig máttlausan yfir ástandinu ... Aiira manna hugljúfi Stórstjarnan Johnny National, öðra nafni Erpur Eyvindarson, hefur orðið frægur fyrir að draga fræga ís- lendinga sundur og saman í háði. Reyndar er honum. ekkert heilagt og í Fókusi er greint frá því að kappinn á ekki beint upp á pall- borðið hjá öllum for- stöðumönnum ís-1 lenskra trúarsafnaða. Snorri í Betel gaf1 hópnum reyndar bílinn sinn en Gunn- -ar í Krossinum var ekki alveg á þeim buxunum. Hann hreinlega bannfærði stjömuna og kallaði Johnny „leikfang djöfulsins". Sakna pottverjar þó enn dóma íslenskra stjómmálamanna um kappann. Rámar menn þar t.d. í allsvæsin orð Johnny National um Davíð Oddsson í rapptexta í fréttum RÚV úr miðbæ Reykjavíkur á afmæl- isdegi Reykjavíkur 18. ágúst. Sagt er að sá texti hafi verið svo svæsinn að Bleikt og blátt sé eins og Herópið i þeim samanburði... Myndastyttan drap hann Jón Grímsson, meint fyrirmynd að Leirfmnsstyttunni, var i morgun- sjónvarpi Stöövar 2 i gær ásamt Reyni Traustasyni blaðamanni vegna nýútkominnar bókar hans þar sem Jón er ein af aðai- söguhetjunum. Var Leirfinnsmálið að sjálfsögðu í kastljós- inu. Eftir þá um- ræðu var Einar Thoroddsen læknir með vínsmökkun þar sem Jón fékk að sjálfsögðu sopa. Meðan á viðtalinu við Jón stóð fór þessi vísa um huga Einars læknis og vinsmakkara: Geirfinnsmál var geysiþvœlt, er gekk hann fyrir stapann. En þvi fœr enginn móti mcelt, að myndastyttan drap hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.