Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Helgarblað x>v Jólagjafavertíðin er hafin með viðeigandi kvíðaköstum: Æ sér gjöf til gjalda En aftur að tilhugalíf- inu. Hvað á að gefa þeim sem líf- ið er nýlega byrjað að snúast um? Á fyrstu jólum í sambandi er ekki ólíklegt að haldið sé upp á þau í sitt hvoru lagi. Því verður að gera ráð fyrir (og þetta má alls ekki gleymast) að gjafimar frá þeim elskaða verði teknar upp í viðurvist náinna ættingja viðkomandi. Það gæti því komið sér óþægilega fyrir þann ástfangna ef upp úr jólapakk- anum frá þeim elskaða kemur latex- klæðnaður og leðursvipa af vand- aðri sort. Það gæti skemmt nokkuð fyrir framhaldinu. Allar efasemdir staöfestar Hin hefðbundna kjarnafjölskylda hefur á undanfomum áratugum ver- ið að leysast upp og er hún nú kom- in í minnihluta hér á íslandi. Fjöl- skyldumynstrið er því allt orðið flóknara og skyldi reynsla Mjallhvít- ar og Öskubusku höfð í huga. Þær lentu sem kunnugt er í því að feður þeirra kvæntust konum sem var ekki mjög hiýtt til stjúpdætra sinna. í blönduðum fjölskyldum verður sérstaklega að huga að því að ekki sé gert upp á milli bama. Og börnin mega heldur ekki gera upp á milli systkina sinna ef jólahátíðin á að vera ánægjuleg. Það er ekki bara erfitt að gefa, það er einnig erfitt að þiggja. Og eftirvæntingin er ekki til að auð- velda málið því það er sama hversu jarðbundið og hógvært fólk er þá gerir það alltaf ráð fyrir þvi að sá sem gefur því gjafir þekki það vel og viti hvað það vilji. Þvi verður það ekki aðeins fyrir von- brigðum þegar það tekur upp kremuðu peysuna frá besta vininum held- ur veldur það sárindum sem eru misjöfn að dýpt. „Með því eru stað- festar allar okkar efasemdir um að okkar nánustu þekki okkur ekki,“ segir sálfræöingurinn Frank Pitt- man, og það viljum við ekki. Gleöi jólanna þrátt fyrir allt Jólin eru á næsta leiti og frá og með deginum í dag er líklegt að jólavertíðin nái fullum tökum á okkur. Það borgar sig að vera tím- anlega með alla hugmyndafræðina í sambandi við jólagjafir ársins svo hátíðin fari ekki úr böndunum. Mikilvægt er að reyna að halda jólakvíðanum niðri og teyga í sig glaðlega hluta jólanna, jólaljósin, jólalögin og jólabækurnar. Gleði- lega aðventu. -sm gjöfum handa sín- um nánustu. Gjöf er nefnilega ekki sama og gjöf. Maðurinn hefur í gegnum aldimar þróað með sér mikilvægar hefðir í sambandi við gjafir. Mannfræðingurinn Richard Handler segir að gjafir séu gríðar- lega þýðingarmiklar í mannlegum samskiptum. Þær geti verið fullar af merkingu og skilaboðum. Þær hafi 1 öllu því ævisagnaflóði sem steypst hefur yfir íslendinga síðustu áratugina hefur fólk komið fram með ótrúlegustu játningar. Virðu- legt fólk hefur játað á sig framhjá- höld, einkennilegar kynlífstilhneig- ingar, hárígræðslur og glæpsamleg athæfi. Það hefur fleygt mannorði sínu með berorðum lýsingum á inn- ræti sínu og fómað samböndum við vini og fjölskyldur vegna strípaðrar hreinskUni. En hafið þið einhvem tíma lesið í ævisögum frásagnir af því hvemig fólk hefur sært hvert annaö með lélegum gjöfum, gildis- hlöðnum gjöfum eða jafnvel óskUj- anlegum gjöfum? Líkast tU ekki því fólk vill ekki ganga of langt í ævi- sagnaritun. Gildi gjafarinnar í sam- félaginu er mikið og ristir djúpt í þjóðarsálinni. Gjöf 102 Eftir því sem erlendir vísinda- menn telja má ljóst vera að gjafaval gangi mjög nærri fólki. Það er nefnilega ekkert smámál að velja gjafir handa þeim sem standa manni næst. Skólakerfið tekur lítið á gjafamálum og mikilvægi þeirra. Það er helst að það slæðist inn vit- neskja um gjafamóralinn í gegnum kennslu á íslenskum fornsögnum. í leik- og grunnskólum eru börn lát- in búa tU persónulegar gjafir handa sínum nánustu og er það i fínu lagi (svo lengi sem þetta eldist af þeim, myndi einhver segja). í Hávamálum er siðaboðskapur forfeðra okkar og segir meðal ann- ars: Vin sínum skal maöur vinur vera og gjalda gjöf vió gjöf. Skammdegisþunglyndi Sólin nær hápunkti sínum í júní og eftir það liggur leið hennar að- eins niður á við. Byrja þá einhverj- ir að hugsa tU jólanna og skamm- degisþunglyndisins. Eftir því sem líöur á árið minnkar birtan og gjafakvíðinn eykst. Sumir vilja kenna myrkrinu um líðan sína í nóvember og desember en líklegt er að þar spili jólin inn í. William Doherty, prófessor í fjölskyldufé- lagsfræði við University of Minnesota, segir að fyrir flest fólk sé það að velja gjafir „það sem fer verst með taugarnar". Það sem ætti aö lífga upp á skammdegið dregur því sennilega marga niður. Kvíðinn er tvískiptur. Sumir kvíða því sem þeir munu rífa upp úr pökkunum sínum en aðrir, og eru þeir í meirihluta, kvíða valinu á - sálfræði gjafanna er flókin „Af hverju gefur hún mér alltaf vestl?“ Jólin eru erfiöur tími fyrir marga. Samkvæmt amerískum rannsóknum tekur þaö mjög á einstakiinga og sambönd aö veija og kaupa gjafir. Sálfræöi gjafanna er enda flókin og merking gjafa misjöfn. verið notaðar í öllum samfélögum jarðarinnar. Af gjöfunum skuluð þið þekkja þá, segir Handler og bendir á að gjafirnar segi ekki síður mikið um þann sem gefur en þann sem þiggur. Gjafir lýsa stöðu þess sem gefur, virðingu hans fyrir þeim sem þiggur og velþóknun hans. „Gjafir búa til sterk bandalög og sýna holl- ustu fólks,“ segir Robert Cialdini sem skrifaði bókina Influence: The Psychology of Persuasion. Kertiö og gullúrið Gjafir verða að uppfylla ákveðin grundvallarskilyrði til að virka vel. Viðamikil rannsókn var gerð í Bandaríkjunum á áttunda og ní- þetta. Eru þá tvær leiðir til að fyll- ast leiða: annars vegar getur maður svekkt sig yfir guflúrinu sem þú gafst á móti og hins vegar er hægt að fyllast samviskubiti vegna þess að líklegt má telja að þegar kertagjafamann- eskjan tekur upp gullúrið muni hún tárast af leiða vegna kertisins. En kannski var þetta bara svíðingur sem á sömu stundu og þú kveikir á kertinu þinu sé hin manneskjan að skrifa niður gróðann vegna hag stæðs vöruskiptajöfnuðar. Alklæðnaður úr latexi „Gjafir eru tákn um ást okkar, unda áratugnum þar sem nokkur hundruð fjölskyldur hleyptu vís- indamönnum inn í líf sitt og gjafa- mynstur. í niðurstöðum rannsókn- arinnar kom meðal annars fram að góð gjöf þurfti að koma þiggjandan- um á óvart, sýna að sá sem gaf þekkti hann vel og verðmæti gjafar- innar skyldi endurspegla það verð- mætamat sem sá sem gefur leggur á sambandið við þann sem þiggur. Þetta virðist kannski ekki mjög flókið í framkvæmd en sá sem gefur gjöf eyðir í hana álíka miklu og hann býst við að fá til baka. Maður getur því huggað sig við það ef mað- ur fær eitt kerti pakkað í jólasveina- pappír aö líklega sé gefandinn með einhverja minnimáttarkennd og telji sig ekki vera meira virði en Erfiðustu jólin eru kannski þau fyrstu í sam- bandinu en þá ríður á að sýna af fullum krafti elsku sína og aðdáun, þekkingu á þeim sem maður elskar og óskir um framtíðina. Ameríski sál- frœðingurinn Dickson Di- amond heldur því fram að dýrar gjafir séu ekki alltaf lausnin í slíkum tilfellum. „Ef karlmaður gefur konu óvenju glœsi- lega og dýra gjöf gœti hún fengið það á tilfinn- inguna að hann vilji frek- ar gefa henni einhvern hlut en ást sína. “ segir Ronald Nathan, prófessor við Albany Medical College i New York. Það kannast eflaust margir við vandræðin við að finna gjöf handa þeim sem maður elskar. Sumir ýta þessu á undan sér út desember og eru jafnvel að þvælast um miðbæ- inn og Kringluna fram til tólf á að- fangadag þegar flest heiðvirt fólk er étandi grauta. Erfiðustu jólin eru kannski þau fyrstu í sambandinu en þá ríður á að sýna af fullum krafti elsku sína og aðdáun, þekkingu á þeim sem maöur elskar og óskir um framtíð- ina. Ameríski sálfræðingurinn Dickson Diamond heldur því fram að dýrar gjafir séu ekki alltaf lausn- in í slíkum tilfellum. „Ef karlmaður gefur konu óvenju glæsilega og dýra gjöf gæti hún fengið það á tilfinning- una að hann vilji frekar gefa henni einhvern hlut en ást sína.“ Sambönd eru blessunarlega ólik. Heyrst hefur af karlmönnum sem gefa konum sínum borvélar í jóla- gjöf og konur hafa eflaust einhverj- ar gefið eiginmönnum sínum safn gylltra heklunála í handmáluðum kössum. Það er allt í lagi að gefa slíkar gjafir því gera verður ráð fyr- ir því að fólk þekki þann sem það elskar. En að taka upp á því að gefa konunni sinni borvél bara vegna þess aö það féfl svo vel í kramið hjá konu vinar þíns um síðustu jól er áhætta sem ekki ætti að taka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.