Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Side 22
22 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Helgarblað !DV Bragi Ólafsson rithöfundur Hann segist ekki vilja vera áberandi fyndinn. Samt hlæja lesendur hans að sögunum, ekki síst Gæludýrunum. Þolir ekki markvissa fyndni - Bragi Olafsson talar um grín, gagnrýnendur og Kafka Hvorki afrísku grímurnar á veggjunum né sólbökuð rödd hins kúbverska Rubens Gonzales megna að halda íslensku vetrarveðri algerlega utan veggja Svarta kaffisins við Laugaveg. Úti er fyrsta norðanstórhríð vetrarins skollin á og ískaldur vindurinn kemur brun- andi yfir Faxaflóann, skríður upp Skuggahverfið og rennir sér upp undir húsin við Laugaveg sem hnipra sig saman eins og kulvísar miðaldra kon- ur. Inn úr þessum kulda brýst skáldið Bragi Ólafsson til fundar við blaða- mann DV til þess að tala um nýjustu skáldsögu sína, Gæludýrin. Bragi hef- ur ort ljóð, skrifað smásögur og gefið út eina skáldsögu áður, auk þess að skrifa leikrit. Hvarer Kafka? í Gæludýrumnn segir frá Emil S. Halldórssyni, ungum plötusafnara sem er á leið heim frá London eftir að hafa farið í ferðalag í tilefni happdrættis- vinnings sem hann hlaut. Emil á sam- skipti við tvo ferðafélaga sína á leið- inni heim en fyrir röð óheppilegra til- viljana gerist það síðan að þeir lenda í samkvæmi á heimili Emils. Það er reyndcU' ekki fýrir hans tilstilli heldur Hávarðar, fomkunningja EmOs, sem er staddur á íslandi um þær mundir sem Emil kemur heim og á erindi við hann. „Þad kemur fyrir að fólk telur sig þekkja sjálft sig eða einhvem tengdan því í textum sem ég hef skrif- að og er stundum svolítið sárt vegna þess. En ég held mér hafi alltaf tekist að Ijúga mig út úr því!“ Bragi hefúr fengið góða dóma fyrir söguna um Gæludýrin og Jón Yngvi Jóhannsson, sem reit í DV, minntist á Franz Kafka í umsögn sinni um Gælu- dýrin. Bragi segist yfirleitt lesa gagn- rýni af áhuga. „Gagnrýnendur sjá og skilja stundum meira en ég geri sjálf- ur. Að minnsta kosti eru þeir oft flinkari að leggja einhverja merkingu í hlutina. En það á kannski meira við um ljóðin en sögumar," segir hann, kveikir í sígarettu og sýpur á bjór. - En hvað með Kafka, eða Kafka Light eins og gagnrýnandinn sagði, er hann þama í bakgrunninum? „Ég held að það sé erfitt að lesa Kafka af hrifn- ingu án þess að hann hafi áhrif á mann. Hann er samt einn af þeim höf- undum sem er ákaflega varasamt að stela frá en um leið er nánast ómögu- legt annað. Ég veit ekki alltaf hvað mun henda persónur mínar fyrr en ég er langt kominn með að skrifa, enda kynnist ég þeim jafnóðum. Emil á það sameiginlegt með Gregor Samsa í Hamskiptum Kafka aö hann hefur meiri áhyggjur af því að hann sé að bregðast öðrum en af eigin ástandi." Aö skilja heigulinn - Lesandinn hefur á tilfinningunni að Emil sé daufgerð persóna sem eigi ffekar erfitt með að taka af skarið í sínu eigin lífi? „Emil er þjakaður af sjálfúm sér og sínu eigin getuleysi - hann er samt frekar sáttur við sjálfan sig. Hann er heigull en ég skil hann vel. Ég finn hins vegar vel að margir lesenda minna eru pirraðir á söguhetjum min- um og ég vil að þær pirri lesendur að einhverju leyti. Persónur eru yfirleitt ekki áhugaverðar ef þær eru alveg lausar við að pota svolítið í lesand- ann,“ segir Bragi. Hann heldur síðan áfram að reyna að útskýra fyrir blaða- manni að EmO líði vel í sínu ístöðu- leysi. „Ég er ekki að benda lesendum min- um á neitt sérstakt með því að segja þeim söguna af EmO. Ég er aöeins að segja sögu af fólki sem læsist inni í að- stæðum sem það ræður ekki alveg yfir og tekst ekki að stjóma." Aö skilja eftir opiö Við riflum upp tOvitnunnia í skáldið sem sagði: „Mitt er að yrkja, ykkar að skUja.“ og Bragi viðurkennir að það séu einna leið- inlegustu spumingar sem hann fær í viðtölum eins og þessu þegar heimtað er af honum að hann út- skýri hvað hann sé eiginlega að meina með þessu. „Ég vO ekkert vera að útskýra of mikið fyrir fólki verk mín. Ég hef gaman af aö skOja þau eftir opin, enda á spumingu og hef reyndar stundum svolítiö samviskubit gagn- vart lesendum sem maður skOur þannig eftir á víðavangi. Ég reyni aö forðast að búa tO eða tOeinka mér einhvem sérstakan stO. Mér finnst að tónninn veröi að koma af sjálfu sér og að orðaröðin verði að vera manni eðlOeg.“ - Það er nánast hefð að spyrja rit- höfunda hvort þeir þekki fólk eins og sögupersónur og hvert þeir sæki fyrirmyndir að þeim. Bragi segist þekkja brot úr mörgum kunningj- um sínum í sögupersónum sem hann hefur skapað: „Það kemur fyrir að fólk telur sig þekkja sjálft sig eöa einhvem tengd- an þvi í textum sem ég hef skrifað og er stundum svolítið sárt vegna þess. En ég held mér hafi aOtaf tek- ist að ljúga mig út úr því!“ Saga um klaufa Bragi segir að hinn fremur ógeð- feOdi Hávarður í sögunni um gæludýr- hi sé í rauninni góð manneskja. „Hann er samsettur maður. Hann viO vera góður eins og eflaust flestir en era svolítið mislagðar hendur við það. Hann er t.d. góður við dýr en sam- skipti hans við þau era bara misvel heppnuð." Bragi segir að upphaflega hafi hann æflað að skrOa sögu um tvo unga menn sem fá það verkefni að gæta húss og nokkurra gæludýra. Hluti þeirrar hugmyndar hafi lent á þrykk í smásagnasafninu Nöfnin á úti- dyrahurðinni en síðan hafi honum vitrast umgerð um hugmyndina á síð- asta ári og látið tO skarar skríða. „Kannski fjaOar þessi saga einfald- lega um fólk sem er klaufar við það sem það tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er að passa gæludýr eða eitt- hvað annað." Við fórum að tala um gagnrýnendur og rithöfunda og samskipti þessara tveggja stétta eða starfshópa á þessum árstíma þegar kemur fyrir að þetta fólk rekur homin hvað í annað. „Þeir eiga margt sameiginlegt," seg- ir Bragi. „Gagnrýnendur geta auðveldlega komið höfundum úr jafnvægi en rit- höfundar særa oft fólk með þvf sem þeir skrO'a. Svo má ekki gleyma þvi að gagnrýnendur þurfa líka að afla sér vinsælda rétt eins og rithöfundar og sú vinsældaöflun getur verið með tilstyrk eða á kostnað höfunda." Lygi og auglýsingar Bragi hefur þann hátt á að hann vinnur hálft árið eingöngu við ritstörf en hann starfar á auglýsingastofú hinn hluta ársins og segist aðspurður hafa fengist við slík störf um fimm ára skeið. Við getum verið sammála um að rithöfundar hljóta að hafa alveg sér- stakt auga með samtímanum og mér dettur í hug hvort auglýsingastofa muni vera góður staður tO slíkra eftir- litsstarfa: „Mér finnst þetta gott fyrirkomulag og þrátt fyrir að ég vOdi geta skrOað aOt árið er ágæt tObreyting að koma tO þessara starfa þegar maður hefur setið heima mánuðum saman og grúft sig yfir skriftir. Ég þarf í mínu starfi á auglýsingastofunni að skrifa knappan texta og skýran og held að það hafi nýst mér vel tO þess að skrifa skáldsög- ur en aftur á móti fjarlægt mig frá því að hugsa í ljóðmyndum. Á auglýsinga- stofum erum við aOtaf að fegra hlutina og orðfæri okkar litast af því og ég held að þetta sé ekkert sérlega góður gluggi út í samfélagið, ekki tO að skOja það,“ segir Bragi hugsi. - En era ekki rithöfundar, enis og augiýsingafólk, adtaf að ljúga að les- endum sínum? „Ætli það ekki,“ segir Bragi sem hrekkur nokkuð við þegar þessi kenn- ing er dregin fram. „En um leið verð- ur lygin sannleikur. En hvað það varð- ar að fylgjast með samtíma sínum þá geri ég það auðvitað, en reyni mark- visst að halda hinum hversdagslega samtíma frá skáldskapnum. Ég vO frekar búa tO hehn sem lýtur meira sínum eigin lögmálum." Þoli ekki markvissa fyndni - Bragi er að mati flestra gagn- rýnenda fyndhm höfundur, eða öOu heldur kíminn, og þeir nota orð eins og „lágvær kímni og hófstiOt" og fleiri fraseringar tO að lýsa fyndni hans. VOtu ekki að fódí hlæi upphátt þegar það les bækurnar þinar? „Jú, alveg endOega, en ég forðast benia fyndni í mOium sögum. Ef ég hef skrifað inn eitthvað sem má kada „punchline" þá strOra ég það yfirleitt út aftur. Ef maður er t.d. búinn að byggja eitthvað kómískt upp þarf ekki að loka því með einhverjum brandara tO að adir skOji nú öragglega fyndn- ina. Ég þoli mjög Ola markvissa fýndni og veit ekkert verra en að sitja undir svoköduðu uppistandi. Það gerir mig mjög órólegan að horfa á fólk sem er ætlast tO að sé fyndið." - En er kOnnin ekki mikOvæg þrátt fyrir það? „Gagnrýnendur geta auð- veldlega komið höfund- um úr jafnvœgi en rit- höfundar sœra oft fólk með því sem þeir skrifa. Svo má ekki gleyma því að gagnrýnendur þurfa lika að afla sér vinsælda rétt eins og rithöfundar og sú vinsœldaöflun get- ur verið með tilstyrk eða á kostnað höfunda. “ „Húmor er að mOiu viti eitt mikO- vægasta stObragð sem listamenn beita og það á jafnt við um rithöfúnda og aðra. Ég sé eitthvað fyndið við næstum adt sem gerist í kringum mig, jafnvel hOm mesti harmur þarf að fela í sér eitthvað örlítið fyndið." Búlgakov drepfyndinn Ég geri heiðarlegar tdraunir tO að fá Braga tO þess að segja mér hvaða núldandi íslenskO- rithöfundar séu fyndnastir adra höfúnda að hans mati en hann beitir kurteislegum undan- brögðum því hann vOl helst ekki nefna neOi nöfh vegna hættu á að gleyma eOOiverjum. „En það er adt í lagi að minnast á eOihverja sem koma væntanlega ekki tO með að lesa þetta viðtal. Þórbergur er fyndOin, kannski vegna þess að mér finnst eins og hann hljóti að lesa þetta viðtal. Guðmundur Haraldsson er fyndOin, án þess að æfla sér það. Pisfl- ar og útvarpsgagnrýni SteOis Steinarr er bókstaflega óviðjafnanleg snOld í húmor og póesíu. Ánnars held ég að þýðingar Ingibjargar Haraldsdóttur á skáldsögum Búlgakovs séu einhver fyndnasti texti á islensku.“ Svo hverfur Bragi aftur út í kuldann en Ruben Gonzales heldur áfram að syngja. -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.