Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Útlönd DV Burhanuddin Rabbani Hertar kröfur Rabbanis vekja iítinn áhuga samningamanna í Bonn. Rabbani kynnir hertar kröfur Burhanuddin Rabbani, forseti Norðurbandalagsins í Afganistan, kynnti í gær hertar kröfur sínar um framtíð Afganistans, þegar hann tal- aði á blaðamannafundi í Kabúl. Þar kom fram að þær eru mun harðari en kröfur samningamanna Norðurbanda- lagsins á ráðstefnunni um framtíð Afganistans, sem þessa dagana fer fram í nágrenni Bonn í Þýskalandi og sagði Ahmed Fawzi, talsmaður Sam- einuðu þjóðanna, að sér fyndist kröf- ur hans mjög óraunhæfar. í máli Rabbanis kom fram að hann vill aðeins fá um 200 erlenda friðar- gæsluliða til landsins, auk þess sem hann vill halda kosningar um nýja ríkisstjórn landsins strax eftir tvo mánuði, en ekki tvö ár eins og lagt hefur verið upp með á ráðstefnunni. „Við höfum þó orð hans fyrir því að hann muni virða allar niðurstöður ráðstefnunnar um framtíð Afganist- an,“ sagði Fawzi. Einn ráðgjafa Noröurbandalagsins á ráðstefnunni, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði að þetta væru aðeins persónulegar kröfur Rabbinis, sem hefðu engin áhrif á framgang við- ræðnanna í Bonn. „Okkar viðhorf í Bonn eru að bjóða velkomna þá frið- argæslumenn sem nauðsynlegir eru til að tryggja friðinn þar til fullu lýð- ræði er náð í landinu, eftir að fólkið hefur kosið sína ríkisstjóm," sagði ráðgjafmn. Fjölmiðlarisi á brauðfótum Fyrir tíu árum var sænska dagblað- ið Expressen stærsta dagblað sem gef- ið var út á Norðurlöndum. Blaðið var prentað í 566 þúsund eintökum á dag, hagnaðist verulega á auglýsingatekj- um sínum og var fyrirmynd skandin- avískra dagblaða. Nú er öldin önnur, því síðastliðin fimm ár hefur Ex- pressen tapað hvorki meira né minna en níu milljörðum íslenskra króna og nú era aðeins prentuð 237.600 eintök á dag. Aðalritstjóri Expressen, Joachim Berner, hefur ákveðin svör við vanda- málum blaðsins. „Dramb er falli næst,“ segir ritstjórinn og bendir á að fyrirrennarar hans hafi haft ofurtrú á því sem blaðiö stóð fyrir á sínum tíma og einfaldlega ekki fylgst með takti tímans. Bemer, sem áður var ritstjóri Dagens Nyheter, var ráðinn í mars sl. til að reyna að bjarga blaðinu frá gjaldþroti. Hann er reyndar ekki sá fyrsti sem freistar þess að koma Ex- pressen á réttan kjöl en forverum hans í björgunarstarfinu hefur öllum mistekist. Berner segir að blaðið verði að skera útgjöld sín niður um 2,4 millj- arða á ári næstu árin, en til að þaö megi takast verði blaðið að segja upp þriðjungi starfsfólks síns - tvö hundr- uð manns af þeim sex hundruð sem þar starfa. Expressen er þó ekki eina dagblað- ið í Skandinavíu sem berst í bökkum. Danska blaðið Berlinske Tidende er rekið með miklum halla og verður að segja upp 118 starfsmönnum. Norska blaðið Aftenposten á líka í miklum erflðleikum á markaðnum um þessar mundir en á þriðja ársfjórðungi þessa árs tapaði blaðið nær 1400 milljónum íslenskra króna, mest vegna tapaðra tekna af auglýsingum. -GÞÖ Mullah Omar neitar enn að gefast upp í Kandahar: Talið að lokauppgjörið hefjist um helgina Bandarískar sprengjuílugvélar héldu í gær og nótt áfram árásum sín- um á Kandahar, einu síðasta vígis talibana í Afganistan. Um leið hafa andstæðingar talibana, bæði hersveit- ir Norðurbandalagsins og pashtúna, hægt og sígandi nálgast borgarmörkin og notað sér upplausnarástandið til að knýja fram uppgjöf talibana á svæð- inu, en hundruð íbúa borgarinnar og fjöldi talibanskra hermanna hafa flúið út fyrir borgina. Þá hafa bardagar geisað við ílugvöO borgarinnar síðan í gærmorgun og voru um áttatíu liðsmenn talibana handteknir þar í nágrenninu í gær án nokkurrar mótspymu. Að sögn sjón- arvotta gáfust þeir skilyrðislaust upp eftir að hafa verið umkringdir við flugvöllinn og afhentu vopn sín strax. Þar að auki voru fimm skriðdrekar talibana herteknir, auk fjögurra pall- bíla og ýmissa annarra hergagna, sem notuð voru við varnir flugvallarins. Leigubílstjóri, sem í gær yfirgaf Kandahar, sagði að barist hefði verið Beöib skipana aö ofan Bandarískur sérsveitarmaður hreins- ar byssu sína og annar grefur skot- gröfmeðan beðiö er skipana að of- an um næstu aögerðir. af hörku á svæðinu milli flugvallarins og borgarinnar, í einskis manns landi, en ómögulegt hefði verið að átta sig á því hverjir áttu hlut að máli. Engar fréttir hafa borist af ástand- inu innan borgarinnar þar sem tali- banar hafa fyrirskipað algjört frétta- bann, en einn talsmanna Norður- bandalagsins sagði að hersveitir þeirra hefðu sótt að úthverfum borg- arinnar í austri og þar stæðu yfir harðir bardagar. Um þúsund bandarískir hermenn era nú í viðbragðsstöðu nálægt borg- inni, en að sögn talsmanns hersins munu þeir bíða átekta meðan flugher- inn leitar uppi allar hugsanlegar bækistöðvar talibana og al-Qeada hreyfingarinnar á svæðinu. Það virðist því sem lokauppgjörið nálgist óðum og hafa sumir getið sér til um að látið verði til skarar skríða um helgina. Mullah Omar, trúarleið- togi talibana, þráast þó enn við og seg- ir að uppgjöf eða samningaviðræður komi ekki til greina. REUTERMYND A leiö meö hænsnakippu á markaöinn Afganskur drengur á leiö með hænurnar sínar á markað í Pakistan þar sem vonin um góða sölu er betri en heima fyrir. Ekkert lát á óróanum í Kasmír: Tugir manns hafa fallið í skærum síðustu daga Ekkert lát virðist á óróanum í Kasmírhéraði, sem staðið hefur stanslaust frá því loftárásir Banda- ríkjamanna hófust á Afganistan í byrjum október sl. í skærum gær- dagsins munu að minnsta kosti 24 hafa látið liflö, eftir aö indverskir og pakistanskir hermenn skiptust á skotum við hlutlausa beltiö á landa- mærum ríkjanna, þriðja daginn i röð. í blóðugasta bardaganum, sem var milli indverskra hermanna og skæruliða múslíma í fyrrinótt, munu að minnsta kosti sjö Indverj- ar hafa látið lffið auk þriggja skæru- liða í tólf stunda stöðugum skotbar- daga við landamærabæinn Sopore rétt norður af Srinagar, sumarhöf- uðborg Nepals. í kjölfar bardaganna hafa ásakan- ir gengið á milli deiluaðila, en Ind- verjar ásaka pakistanska herinn um Blóöugt stríö í Kasmír Tugir indverskra hermanna hafa fall- iö / skærum gegn aðskilnaðarsinn- um í Kasmír síöustu daga. að aðstoða skæruliðasamtök að- skilnaðarsinnaða i baráttunni gegn indverskum hersveitum sem aö sögn indverskra yfirvalda hafa kost- að 30 þúsund manns lífið en að sögn aðskilnaðarsinna ekki minna en 80 þúsund manns. Yfirstandandi óróahrina hófst á þriðjudaginn en þá léust fimm manns, þar af þrír lögreglumenn, í árás skæruliða á indverska eftirlits- stöð á þjóðveginum milli borganna Srinagar og Jammu. Á miðvikudag- inn lágu svo ellefu indverskir her- menn í valnum, eftir að skæruliðar höfðu setið fyrir herflutningalest í Poonch-héraði. Síðan hefur stööugur órói verið á svæðinu sem lamað hefur alla starf- semi og hefur flestum verslunum, bönkum og menntastofnunum verið lokað meðan mestu lætin ganga yf- ir. BSB.- I 7 ~ Jeltsín fékk þá rauðu Vladimir Pútín Rússlandsforseti bauð í gær forystumönnum þeirra ell- efu ríkja gömlu Sovétríkjanna sem stofnuðu með sér samband sjálfstæðra ríkja, CIS, til hátíðarsamkomu í Kreml. Tilefnið var að tíu ár vora lið- in frá stofnun rikjasambandsins og notaði Puútín tækifærið til að heiðra hinn 70 ára gamla Boris Yeltsin með rauðu orðunni fyrir góð störf fyrir föðurlandið, en Jeltsín var fyrsti for- maður CIS. Sögulegt atvinnuleysi Japanar standa nú frammi fyrir mesta atvinnuleysi í sögu landsins síðan skráning hófst árið 1950, en atvinnuleysi í landinu mældist 5,4 prósent í október, eftir að hafa mælst 5,3 prósent í september. Fá tákn eru á lofti um að ástandið muni batna á næstunni og virðist atvinnuleysi því vera orðið varanlegt í þessu næst- stærsta efnahagsveldi heims. Nýjustu spár gera ráð fyrir að atvinnulausum muni fjölga í 7 prósent til ársins 2006. 15 létust úr áfengiseitrun Lögregluyfirvöld í ríkinu Tamil Nadu í Suður-Indlandi segjast hafa handtekiö tvo menn sem grunaðir eru um ólöglega sölu vínanda sem orðið hefur aö minnsta kosti fimmtán manns að bana, en alls höfðu 25 manns veikst af neyslunni þegar síð- ast var vitað. Þetta gerist aðeins tveimur mánuðum eftir að 22 létust eftir neyslu eitraðs vínanda í ná- grenni höfuðborgarinnar, Madras. 60 farast í ferjuslysi Yfirvöld í Bangla- desh tilkynntu í gær að minnsta kosti 60 manns hefðu farist þegar farþegaferja með um 100 manns innanborðs sökk á Tetulia-ánni í Bhola- ríki í suðurhluta landsins eftir árekstur við flutn- ingapramma. Þeim sem björguðust tókst sjálfum að svamla til lands, en að sögn lögreglunnar er talið að um 20 manns hafi sokkið með ferjunni, fast- ir neðan þilja. Sendiherrann heim írakar hafa kaOað sendiherra sinn í Tyrklandi heim eftir að fréttir birtust nýlega um það að hann væri grunað- ur um að hafa fundað með meintum félögum í al-Qaeda-hryðjuverkasam- tökum sem grunaðir era um aðild að hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjun- um. Sendiherrann segir að fréttin sé uppspuni og að hann hafi veriö kaU- aður heim þar sem tími hans sem sendiherra í Tyrklandi hafi verið lið- inn. „Ég hef ekki hitt neina af þessum mönnum, hvorki innan né utan Tyrk- lands,“ sagði sendiherrann í viðtali viö tyrkneska sjónvarpið. Geimskoti frestað Tólf daga ferð geimskutlunnar Endeavour, sem skjóta átti út í geiminn frá Cana- veral-höfða á þriðjudaginn, verð- ur líklega frestað til fimmtudags vegna tæknibilana í alþjóðlegu geim- stöðinni, en þang- að er ferð skutl- unnar heitið. Bilunin er í lendingar- búnaði geimstöðvarinnar en ætlunin er að tveir úr áhöfn stöðvarinnar bregði sér í gönguferð utandyra á mánudaginn til að gera við bilunina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.