Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 10
10 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvœmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, simi: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverö 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Vestræn hryðjuverk Helztu fjöldamoröingjar Rómönsku Ameríku eiga eitt sameiginlegt. Þeir lærðu í sama skóla, þar sem meðal ann- ars voru kenndar pyndingar og aftökur. Afbrotaskrá nem- enda skólans er margfalt lengri en nemenda Osama bin Ladens og morðin miklu meira en tífalt fleiri. Nokkrir illræmdir hershöfðingjar og valdaræningjar gengu í þennan sama skóla. Þar voru Roberto Viola og Leopoldo Galtieri frá Argentínu, einnig Manuel Noriega og Omar Torrijos frá Panama, svo og Juan Velasco Al- varada frá Perú og Guillermo Rodriguez frá Ekvador. Fjórir af hverjum tiu ráðherrum í morðóðum ríkis- stjórnum Lucas Garcia i Perú, Rios Montt og Mejia Vict- ores í Gvatemala gengu í þennan sama skóla, sem skipti um nafn í byrjun þessa árs, þegar nokkrir bandarískir þingmenn höfðu gert harða hríð að honum. Meðal annarra nemenda skólans eru Byron Lima Estrada, sem stjórnaði morðinu á Juan Gerardi biskupi í Gvatemala árið 1998. Einna illræmdastur allra nemenda skólans er þó Roberto d’Aubuisson, sem stjórnaði dauða- sveitum ríkisstjórnarinnar í E1 Salvador. Nemendur skólans hafa stjórnað og stjórna enn dauða- sveitum um alla Rómönsku Ameríku, allt suður til stjórn- ar Pinochets í Chile, þar sem þeir skipuðu leyniþjónustu hersins. 19 af 26 morðingjum kaþólsku prestanna í E1 Salvador voru nemendur skólans. Tveir nemendur skólans myrtu friðarumba ríkisstjórn- arinnar í Kólumbíu í fyrra. Nemandi skólans stjórnaði hinni illræmdu aftökusveit Grupos Colina, sem starfaði á vegum Albertos Fujimori, sem síðar flúði land, einnig sá sem stjórnaði morðunum í Ocosingo í Mexíkó. Skólinn, sem ofantaldir brjálæðingar sóttu, hét Skóli Ameríku fram i byrjun þessa árs, er nafninu var breytt í Vesturheimsstofnun öryggissamvinnu. Skólinn er enn á sama stað í Fort Benning í Georgíu í Bandaríkjunum með sömu kennurum með sömu kennslubækur. Skólinn hefur í 55 ár verið kostaður af bandaríska rík- inu til að grafa undan löglegum ríkisstjórnum í Rómönsku Ameríku og koma þar til valda harðstjórum, sem væru líklegir til að þjóna bandariskum hagsmunum. Hann hefur haft 60 þúsund nemendur á þessum árum. Nemendur skólans hafa gengið af göflunum um alla Rómönsku Ameríku, myrt tugþúsundir manna, meira en tífalt fleiri en féllu í árásinni á World Trade Center og Pentagon. Þeir bera mesta ábyrgð á, að Rómanska Amer- íka hefur efnahagslega staðnað á þessum áratugum. Skólinn í Fort Benning er tífalt eða tuttugufalt eða þrí- tugfalt meiri hryðjuverkastofnun en samtök Osama bin Ladens. Ríkið, sem kostar skólann, er tífalt eða tuttugufalt eða þrítugfalt meira hryðjuverkaríki en það ríki talibana í Afganistan, sem var skjól Osama bin Ladens. Baráttan gegn Osama bin Laden og talibönum er út af fyrir sig réttlát, en hún er ekki barátta gegn hryðjuverk- um í heiminum. Þau munu halda áfram eins og ekkert hafi ískorizt, þótt sigur vinnist í Afganistan. Skólinn í Fort Benning mun sjá til þess, að svo verði. Dæmið um Vesturheimsstofnun öryggissamvinnu sýn- ir, að fréttaneytendur ættu að fara varlega í trúgirni, þeg- ar valdamenn Bandaríkjanna alhæfa um stríðið í Afganistan sem upphaf að baráttu gegn hryðjuverkum í heiminum. Þar er um einfalt hefndarstríð að ræða. Ef Bandaríkin vilja uppræta hryðjuverk í heiminum eru hægust heimatökin að byrja á eigin skóla í Fort Benn- ing í Georgíu, heimsbyggðinni til farsældar. Jónas Kristjánsson ______________________________________LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 DV Áfallahjálp á aðventu Jónas Haraldsson aðstoöarritstjóri Jólamánuðurinn er formlega genginn í garð. Sú staðreynd þýðir eitt og aðeins eitt: jólavesen. Ýmis- legt sem því fylgir er raunar ágætt: föndur þama sem stundum verður til þess að þau draga foreldrana með sér, jólabakstur, hvort sem um er að ræða smákökur eða laufa- brauð sem jafnframt hefur í for með sér samverustundir fjölskyld- unnar, og almenn híbýlaskreyting. Tilbreyting er fólgin í skreyting- unni og marglit ljósin lýsa upp skammdegið. Konur eru almennt liprari í finni skreytingum en karl- ar þeirra og sjá því frekar um slauf- ur, borða, jólakúlur og greni. Serí- urnar eru fremur karlanna og frómt frá sagt árviss höfuðverkur þeirra þar sem oft er þörf á áfalla- hjálp. Lifi frelsið Jólastússið byrjar fyrr en áður var. Verslanir skreyta snemma í nóvember og margir einstaklingar fylgja í kjölfarið og lýsa upp hús sín og garða í þeim ágæta mánuði. Um það er ekkert nema gott að segja. Það er sjálfsagt að auðvelda birt- unni leið að sálinni þegar dagur er hvað stystur. Þetta mætti líka hafa í huga í janúar sem er ansi dimm- ur. Margir rífa jólaskrautið niður strax eftir þrettándann. Það væri ekki vitlaust að leyfa útiseríunum að hanga uppi fram í febrúar, að því gefnu þó að ljósin lifi svo lengi. Ýmis sveitarfélög, Reykjavíkurborg þar með talin, hafa haldið ljósum í trjám langt fram á nýárið. Eitt til viðbótar byrjar fyrr en áður. Það eru jólalög i útvarpi, á sumum útvarpsstöðvum að minnsta kosti. Um þá ákvörðun má deila. Pistilskrifarinn hlustar helst á útvarp í bíl sínum. Að frátöldum fréttum er ágætt að hlusta á ljúfa tónlist. Ég hafði fundið stöð sem spilaði tónlist, tiltölulega rólega, sem kom í veg fyrir allan æsing undir stýri. Stöðin sú brá á það ráð fyrir nokkru, kannski um miðjan nóvember, að leika eingöngu jóla- lög. Það var í lagi fyrstu dagana. Síðan versnaði það og fór að hafa áhrif á geðslag við stjórn bílsins. Sömu lögin ómuðu í eyrunum dag eftir dag. Loks varð þetta ástand óþolandi. Til þess að koma í veg fyrir hraðakstur, örar akreina- skiptingar og jafnvel akstur gegn rauðu ljósi var nauðugur einn kost- ur að skipta um stöð. Sem betur fer býður útvarpsfrelsið upp á aðra möguleika og enn eru til stöðvar sem geyma sér jólin fram í jóla- mánuð þann sem nú er blessunar- lega byrjaður. Menn og fugiar Við hjónakornin fórum í fyrra- kvöld í fyrsta jólaleiðangurinn. Konan stakk upp á heimsókn í stór- verslun með jólavörur. Þegar hún sá aðventusvipinn á bónda sínum fullvissaði hún mig um að aðeins væri hálftími þar til versluninni yrði lokað. Þetta væri því létt inn- lit. Ég lét tilleiðast en komst að því að sú góða jólabúð var opin miklu lengur. Þar voru fyrir margar kon- ur og nokkrir eiginmenn. Konan flögraði milli horna og hæða í jólabúðinni. Hún handlék marglitar og glitrandi kúlur, kerta- stjaka, jólakarla og -kerlingar, dúka og borða. Ég mæddist fjótt. „Ég ætla aö kíkja aðeins upp,“ sagði ég við konuna. Ég sá ekki betur en þar glitti í auð borð og stóla þar sem hægt var að fá sér kaffi. Snjall leikur kaupmannsins þar sem hugsað er um þarfir göngumóðra. Fyrir sátu þar fáeinir kyn- bræður mínir, nokk- uð teygðir, augljós- lega með strengi í mjóbaki en eftir at- vikum jólalegir í andliti. Við fætur þeirra voru pokar með mislitu dóti. Konurnar höfðu skil- ið þá eftir þarna, pokana og mennina. Suður-afrískir fuglar keluðu í búri við hlið mannanna og héldu þeim félags- skap. „Það eru að koma jól,“ sagði ég við mann á næsta borði, svona rétt til þess að segja eitthvað. „Jú,“ sagði sá hinn sami. Hann var þreytulegur, með bauga og tómleg- ur til augnanna. Maðurinn lifnaði samt aðeins við ávarp mitt. Hann var ekki alveg gleymdur. Kuldi og kvíði „Ertu búinn að setja upp útiserí- urnar?“ spurði sessunauturinn og beindi orðum sínum til mín. Ég neitaði því. „Ég kvíði því mest,“ sagði þreytti maðurinn. „Þetta er einnota drasl en það versta er að það tekur langan tíma að greiða úr flækjunni og finna út hvað er bilað og hvað ekki. Það ætti að vera skilagjald á þessu dóti. Þá gæti maður losnað við þetta strax og byrjað upp á nýtt fyrir hver jól. Það er lágmark að það kvikni á þessu þegar maður leggur líf sitt í hættu við þessa iðju, hangandi í þak- skeggjum eða í stigagörmum utan á trjám sem sveiflast ýmist undan þunga manns sjálfs eða norðan- garranum. Ég verð að eins og það er,“ sagði maðurinn og rétti úr Loksins góðar fréttir Færeyingar brugðust ekki frek- ar en fyrri daginn. Mitt í öllu fréttaflóðinu af hörm- ungunum i Afganistan og vaxandi útlendingahatri í Danmörku, sem leiddi svo til ósigurs vinstriílokk- anna i kosningunum, bárust okk- ur loks gleðileg tíðindi úr útland- inu. Já, gleðilegri fréttir var varla hægt að hugsa sér en staöfestingu á lausafregnum um að frændur okkar Færeyingar hefðu borað niður á svartagullsæð innan efna- hagslögsögu sinnar. Það kom í hlut Eyðuns Elttors, oliumálaráðherra Færeyja, að skýra frá olíufundinum við mið- linuna milli Færeyja og Hjaltlands-eyja, daginn áður en Danir og ríkjasambandsþjóðirnar Færeyingar og Grænlendingar kusu fulltrúa sina á danska þing- ið. Umtalsvert, eða eitthvað í þá veruna, var orðið sem hann not- aði til að lýsa því magni olíu og gass sem bormennimir á Sover- eign Explorer, borpalli bandariska olíufélagsins Amerada Hess, komu niður á, rúmlega fjögur þús- und metra undir yfirborði sjávar. Á þessu stigi er ekkert hægt að fullyrða um hversu mikla oliu er að finna í þessari tilteknu lind né heldur hvort yfirhöfuð verður hægt aö vinna þá olíu sem þar er að finna. Við verðum bara að vona að þessi lind, og aðrar sem eftir er að bora í tilraunaskyni á næstu árum, verði ekki miklir eft- irbátar gjöfulla olíulinda Breta rétt hinum megin miðlínunnar. Þaö kemur þó ekki í ljós fyrr en eftir átta mánuði þegar olíufélög- in, sem stóðu að borun holunnar, þurfa að gefa lokaskýrslu sína um hvort hún er vinnsluhæf. Ekki er nema um áratugur lið- inn síðan Færeyingar gengu í gegnum einhverjar mestu þreng- ingar sem á þeim hafa dunið á síð- ari tímum, þegar bankakerfl eyj- anna rambaði á barmi hengiflugs- ins og mikill fjöldi ungs fólks tók sig upp og flutti af landi brott. Síð- an hefur mikið vatn runnið til sjávar og Færeyjar hafa heldur betur rétt úr kútnum. Færeyingar horfa engu að siður vonaraugum til tekna af væntanlegri olíu- vinnslu, tekna sem margir vona að muni gera þeim kleift að segja loksins skilið við Dani og standa á eigin fótum sem sjálfstæð þjóð meðal þjóðanna. Nokkurt hlé hefur verið á við- ræðum núverandi landstjómar í Þórshöfn og stjórnvalda í Kaup- mannahöfn. Stjórn Pouls Nyrups Rasmussens, sem danskir kjósend- ur höfnuðu i kosningunum í síð- asta mánuði, sýndi Færeyingum mikið skilningsleysi. Skilaboðin frá Kaupmannahöfn voru þau að ef Færeyingar vildu endilega losna undan valdi Dana yrðu þeir lika að láta af hendi árlegan ríkis- styrk, í áföngum á þremur til fjór- um árum, en ekki á tíu árum eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.