Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Helgarblað I>V Hasi í kvosinni Burt með óeiröasegginn! Sveinn Rúnar Hauksson, nú læknir, lét oft tiísín taka í mótmælum gegn stríösrekstri Bandaríkjastjórnar á þessum árum. Hér sést lögreglan fjarlægja Svein af vettvangi mótmæla. í bókinni Á hnífsins egg, sem nýlega hefur komið út hjá Eddu, segir Sigurð- urA. Magnússon frá því þegar hann var handtek- inn ásamt fleira fólki fyr- ir að scekja fund til að mótmœla stríðsrekstri Bandaríkjamanna í Ví- etnam. „Handtökurnar vöktu mikla reiði meðal almennings, sem og ann- að framferði lögreglunn- ar, en Morgunblaðið, Vís- ir og Alþýðublaðið ásamt sjónvarpi og útvarpi löptu upp slefburð Bjarka Elíassonar sem rangfœrði og laug einsog honum vœri borgað fyrir það - og víst var honum borgað fyrir það!“ segir Sigurður A. meðal annars í einkar forvitnilegum kafla sem hér birtist lítillega styttur. Ég var nýkominn til landsins og Svanhildur enn á fæðingardeildinni að gangast undir ófrjósemisaðgerð, þegar Æskulýðsfylkingin og Félag róttækra stúdenta boðuðu til fundar í Tjamarbúð laugardaginn 21sta des- ember til að mótmæla stríðsrekstri Bandaríkjamanna í Víetnam. Ásta tengdamamma hafði tekið að sér heimilishald meðan Svanhildur var forfóliuð, þannig að ég var tiltölulega frjáls ferða minna og afréð að sækja fundinn í Tjamarbúö ásamt vini mínum, Pétri Behrens. Fundurinn var fjölsóttur og góður rómur gerður aö máli ræðumanna, sem voru bandarískur stúdentaleiðtogi og Sveinn Rúnar Hauksson, stjómar- maöur i Stúdentafélagi Háskóla Is- lands. Ennfremur var lesið víet- namskt ljóð í þýðingu Þorsteins Valdimarssonar og ljóð eftir Hannes Sigfússon. í lokin var fundarmönnum kunn- gert að stór hópur lögregluþjóna hefði umkringt húsið til að fram- fylgja banni Jóhanns Hafsteins dóms- málaráðherra og Sigurjóns Sigurðs- sonar lögreglustjóra við mótmæla- göngu um miðbæinn að bandaríska sendiráðinu við Laufásveg. Var því borið við að ekki væri veijandi að leyfa göngu um miðbæinn í miðri jólaösinni, en á sama tíma árið áður hafði Æskulýðsfylkingin efnt til hóp- göngu um miðbæinn eftir fund á Hót- el Borg, frá Alþingishúsinu að banda- ríska sendiráðinu, og ekki komið til neinna óspekta. Hér var því um að ræða hreinan fyrirslátt og tengdist vísast vaxandi óróleik í samfélaginu vegna mikils atvinnuleysis og land- flótta. Bann ráðherra og lögreglu var skýlaust brot á þeirri grein stjómar- skrárinnar, sem kveður svo á að ekki sé hægt að leggja bann við því að borgarar safnist saman óvopnaðir á almannafæri í friðsamlegum til- gangi. Svívirðilegt lögregiuofbeldi Þegar fundarmenn komu útúr Tjamarbúð blasti viö þeim heil hers- ing lögregluþjóna og allmargir lög- reglubílar, öðm nafni Svartar Marí- ur. Við Pétur hugðumst ganga útá Austurvöll og sjá hveiju fram yndi, en heyrðum þá einn lögregluþjóninn hrópa: „Við skulum taka forsprakk- ana, þá verður ekkert úr þessu!“ Við höfðum ekki gengið nema nokkur skref þegar fyrir mig gekk Guðmund- ur Hermannsson aðstoðaryflrlög- regluþjónn og tilkynnti valdsmanns- lega að mér væri óheimilt að fara útá Austurvöll. Hann virti Pétur ekki viölits. Meðþví mér var áskapað of- næmi fyrir hverskyns valdi og vald- beiting eitur i mínum beinum varð ég snakillur og svaraði því til, að hann væri sannkallaður ‘idjót’ ef hann teldi sig geta svipt mig stjómar- skrárbundnum réttindum. Bað hann mig endurtaka orðiö og ég bætti um betur, kallaði hann ‘kraftidjót’. Skipti þá engum togum að hann og félagi hans tóku mig fastan og leiddu mig mótþróalaust í eina Svörtu Mar- íuna. Reyndist ég vera fyrsti fanginn og sat um stund einsamall í bílnum, en brátt bættust fleiri í hópinn. Kom- ið var með Ragnar Stefánsson hand- jámaðan og í kjölfar hans komu Sig- urður Jóhannsson, Leifur Jóelsson, Stefán Unnsteinsson og einhveijir fleiri sem ég bar ekki kennsl á. Leif- ur sat aftast í bílnum og neitaði að færa sig frammeftir. Lét þá lögreglu- þjónn númer 37 kylfuna ríða á höfði hans og heröum og síðan hvar sem verkast vildi, þegar Leifur beygði sig í keng til að hlífa höfðinu. Blóðið lag- aði úr höfði hans. Kom fyrir lítið þó við hinir reyndum að koma vitinu fyrir fólið og benda á, að jafnvel bandarískir lögregluþjónar væru varaðir við að lemja menn í höfuðið. Hafði ég ekki fyrr orðið vitni að því- líku lögregluofbeldi á Islandi, en kannaðist við það frá Grikklandi. Síðar kom á daginn að fara varð með Leif á Slysavarðstofuna. Sama máli gegndi um Bimu Þórðardóttur sem særst hafði á Austurvelli þegar lögreglan reyndi aö hrifsa af henni fánastöng. Varðist hún einsog sönn valkyija, en Bjarki Elíasson yfirlög- regluþjónn lét sér sæma að dreifa þeirri gróusögu til fréttamiðla, að hún hefði reynt „að sparka upp í milli fóta lögregluþjónunum" (Mbl.). Varð sá kvittur fleygur og Bima ým- ist hyllt sem ný Jóhanna af örk eða nídd sem ókind. Kommalýður Háttemi Guðmundar og Bjarka var eftir öðru í framferði lögreglunnar, einkenndist af fljótfæmi og mótsögn- um. Ljóst var að tiltal mitt til Guð- mundar var ekki næg ástæða til að taka mig fastan, en þá kom Bjarki til skjalanna og staðhæfði opinberlega, að minnstakosti i tvígang, að ég hefði ver- ið handtekinn fyrir að hvetja fólk til að óhlýðnast lögreglunni og halda útá Austurvöll. Það vora rakalaus ósann- indi, en ef svo hefði verið, hversvegna bað Guðmundur mig þá að endurtaka orðið ‘idjót’ áðuren hann tók mig fast- an? I Svörtu Mariu varð löng og óþægi- leg bið þartil öll átta sætin vora fullset- in. Þá var ekið inní Síðumúla og fang- amir lokaðir inní klefa. Sæti vora ein- ungis fyrir fimm - þrir urðu að standa eða sitja á gólflnu. Við reyndum að fá upplýsingar um sakargiftir, en fengum þau svör hjá viöstöddum lögregluþjón- um að þeir vissu ekkert um málavexti. Þá báðu þrír bandingjanna um að fá að hringja, en var synjað um það, enda- þótt enginn vissi hve lengi okkur yrði haldið. Hinsvegar varð varðstjórinn við ítrekuðum tilmælum mínum og hringdi heim til mín. Þar varð tengda- mamma fyrir svörum og fékk þær upp- lýsingar einar að ég væri í haldi hjá lögreglunni. Nánari upplýsingar gæti hún fengið á lögreglustööinni. Þar veitti Axel Kvaran varðstjóri þær upp- lýsingar að ‘kommalýður’, "Ijamar- götuskríll’ og annar óþjóðalýður hefði staðið fyrir óspektum í miðbænum; þessvegna væri ég í haldi. Daginn eftir hringdi hún í Sigurjón Sigurðsson lög- reglustjóra og kvartaði yfir munnsöfn- uði varðstjórans, en fékk þau svör að hann væri kurteis og siðprúður starfs- maður. Lögreglustjóri lét þess getið að fúll ástæða hefði verið til að handtaka mig, enda hefði hann fjölda vitna að framferði mínu. Ef ég hefði í hyggju málsókn, kvaðst hann geta upplýst, að hún væri vitavonlaus; ég mundi ekki hafa betra af að efna til málaferla! Andskotinn með úldnum skít... Þegar bandingjamir höfðu verið í haldi röska klukkustund og nöfh okk- ar, fæðingardagar og heimilisfóng skráð, var okkur sleppt skýringalaust. Þegar ég spurði hvort ekki lægi fyrir ákæra eða önnur röksemd fyrir hand- tökunni, var því svarað með afgæð- ingi. Við stigum útí frelsið í senn fegn- ir og sárgramir, en enginn varð til að fagna okkur nema Jóhann S. Hannes- son skólameistari sem kominn var til að sækja Sigurð son sinn og hafði það eitt að segja að við værum þokkapiltar. Handtökumar vöktu mikla reiði meðal almennings, sem og annað fram- ferði lögreglunnar, en Morgunblaðið, Vísir og Alþýðublaðið ásamt sjónvarpi og útvarpi löptu upp slefburð Bjarka Elíassonar sem rangfærði og laug einsog honum væri borgað fyrir það - og víst var honum borgað fyrir það! Þegar sýnt þótti að ekki fengist nein leiðrétting á söguburðinum hjá helstu fjölmiðlum landsmanna tóku nokkrir Sakamaðurinn „Lögreglustjóri lét þess getið að full ástæða hefði verið til að handtaka mig, enda hefði hann fjölda vitna að framferði mínu. Efég hefði i hyggju málsókn kvaðst hann geta upplýst að hún væri vitavonlaus; ég mundi ekki hafa betra af aö efna til mála- ferla!“ okkar til eigin ráða og sömdu bréf til samborgaranna undir fyrirsögninni émannréttindií og létum fjölrita þaö í tugþúsundum eintaka sem borin vora á hvert heimili í borginni með dyggri aðstoð sjálfboðaliða úr Háskólanum og menntaskólunum. Einsog nærri má geta vakti bréfið margvísleg viðbrögð. Ég fékk á annan tug bréfa frá viðtakendum. Nokkrir endursendu bréfið athugasemdalaust. Aðrir sendu það með viðeigandi um- mælum. Aftaná einu stóð: einfaldlega: „Jettann sjálfur.“ Annar sendi vísu eft- ir Bólu-Hjálmar, reyndar afbakaða: „Aldrei til þín upp ég lít,/ertu líkur fifli./Andskotinn með úldnum skít/á þér kjaftinn stífli. Þinn kæri samborg- ari!“ Þriðji sendi stutt bréf: „Hr? Sig- urður A. Magnússon. Það mundi klæða yður að eiga heima á Kleppi en á Kleppsvegi 2.“ Fjórði breytti yfir- skrift bréfsins úr ‘mannréttindi’ í ‘samréttindi’ og skrifaði kringum text- ann: „Hver er fær um að dæma það, hvort Víet-Cong er frelsishreyfmg? Ef til vill sam-kjaftur-vinnan. Hvað er skálmöld í ykkar augum? Gerðir ann- arra??? SAM. Reyndu ekki að gera þig að manni. Það er of seint, svo skortir þig gáfur til þess. Reyndu að læra Gils- bakkaþuluna betur. STEINHALTU svo þínum ljóta kjafti og hugsaðu um konu þína fyrverandi og þin lýðréttindi, og mundu að hæfir skel. P.s. Þú mættir reyna að nota pappírinn til þarfari hluta. Reyndu að gera eitthvað að viti, svo menn sýni þér samúð. EINN SEM EKKI ER BUNDINN." Mao-flensan Nokkrir viðtakendur heiðraðu mig með lengri tilskrifum. Þrjú dæmi skulu tilfærð. Hjördís Jensdóttir hús- móðir skrifaði: „Kæri samborgari. Hér með endursendi ég blað það er fleygt var inn á heimili mitt - og vinsamleg- ast benda yður á - þar sem þér virðist hafa áhuga á mannréttindum - að fyrsta krafa til almennra mannrétt- inda sem hinn almenni borgari gerir er friðhelgi heimilisins. Þar sem þér og fleiri mætir menn virðist ekki hafa annað að gera en semja svona flugurit og eftirapa erlenda óróaseggi þá skal ykkur bent á hjálparsöfnun Rauða- kross íslands til handa hungraðum bömum í Biafra og fleiri stöðum í heiminum. Það væri þarfara að fara með peninga ykkar í það en svona snepla sem engan tilgang hafa annan en kanske í einstaka tilfellum að æsa upp unglinga á gelgjuskeiði sem ekki fá útrás í öðra en taka þátt í starfsemi félagssamtaka þeirra er til flestra óeirða stofna hér á landi. Mætti heim- ili mitt og annara fá frið fyrir fleiri dreifimiðum." Ein utanflokka skrifaði: „Ég end- ursendi ykkur þetta bréf, ásamt smá athugasemd. Svar mitt er, að það gladdi mig að fmna að það er til lög- regla í þessu landi. Við hinir almennu borgarar höfum alltof lengi orðið að þola, að allskonar óþverri fengi að þró- ast hér, og þar sem þið hafið ekki virt þær reglur sem ykkur vora settar, þá ber ykkur að taka afleiðingunum og þar sem þið notið ykkur óþroskaða unglinga og æsið þá upp í allskonar skrílslæti, svo sem eggjakast og ólæti og truflið fólk sem var í jólaundirbún-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.