Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 25 DV Helgarblað íkanar hafa jafnvel sent fólk til ís- lands að læra.“ Hvemig vaknaöi áhugi þinn á þessari grein? „Ég hef alltaf haft áhuga á öllu sem snertir manneskjuna. Ég vann t.a.m. í 15 ár fyrir Alþjóða heilbrigð- isstofnunina í Kaupmannahöfn. Og svo komu persónuleg vandamál inn í mittlíf sem ég vil ekki fara of mik- ið inn á hér af því að bæði er það óskemmtilegt og langt ... en sem réðu því að ég komst að þeirri nið- urstöðu aö það væri þetta sem mig langaði að gera. Og fór því til ís- lands í byrjun níunda áratugarins. Árið 1986 fórum við síðan þessir 16 íslendingar til Danmerkur að kenna Dönum þessa meðferð. En því miður voru þama ýmsar per- sónur sem ég ætla nú ekki að nefna með nafni, yfirmenn eða peninga- menn í þessu, sem voru ekki ... - hvað getur maður sagt svo að það hljómi pent? - nógu penir bara. Svo að þetta fór á hausinn en hefði alls ekki þurft að gera það. Þetta var svolítið ljót saga, og leiðinlegt að ís- lendingar skyldu komast í dönsk blöð út af svona. En meðferðin var framúrskarandi. Svo að við Gizur ákváðum að láta ekki slá okkur út af laginu svona létt - maður er nú svolítið þrjóskur þegar maður er ís- lendingur - og við komumst með okkar eigin með- ferð inn á Frederiksbergs- spítala í Kaup- mannahöfn 89-90. Viö vorum aðeins tvö í fyrstu en nú er þetta bara orð- ið stórt; erum m.a. með tvær meðferðarstofur á Grænlandi. Lars Emil Johansen, þáverandi land- stjómarformaður Grænlendinga, var í meðferð hjá okkur fyrir nokkrum árum. Ég get sagt frá því enda hefur hann sjálfur gert það; sendi m.a. forsætisráðherra Dan- merkur skeyti þess efnis. Og þegar hann átti eins árs edrú-afmæli bað hann okkur aö setja upp stofu í Nuuk, fyrir einum 6 árum. Hin er síðan í Ilúlisat eða Jakobshöfn. Og nú erum við Gizur að vinna að því að koma á fót meðferðarstofu í Malagahéraði hér á Spáni. Hún á aö heita E1 Consuelo og verður i strand- bænum Fuengirola, fyrir skandína- vískumælandi Norðurlandamenn og fólk sem talar ensku. Og náttúrlega gætu Islendingar komist í meðferð til okkar ef þeir vildu. Sjö ár í Kína ... Guðrún og Christopher Bo Bram- sen hafa veriö gift í ein 10 ár og eiga 9 ára son, Vilhelm Pétur. Hún missti fyrri mann sinn danskan en þau eignuðust son og dóttur, Stefán Lárus, 32 ára, og Kristínu Maríu, 29 ára. Stephania, dóttir Christophers af fýrra hjónabandi, lést fyrir nokkrum ánnn. Eiginmaður Guðrúnar var stjóm- arerindreki Dana í Kina i sjö ár, fyrst sem aðalræöismaður í Sjang- hæ 1994 en síðan sendiherra í Pek- ing frá 1995 uns hann tók við sömu stöðu í Madríd 1. september sl. Guð- rún fylgdi honum austur og lifði þar tímana tvenna. „Það var svo ótrúlegt að upplifa land sem hefur tekið svo miklum framförum á svo skömmum tíma. Maður hefði aldrei getað ímyndað sér það, eða trúað því, heföi maður ekki verið þarna sjálfur. Landið sem við fórum frá var annað land en við komum tO sjö árum áður. En það sem kom mér samt mest á óvart var kannski hvað ég var fljót að aðlagast, hve fljótt mér fannst ég eiga orðið heima þama. Ég heföi haldið að fólkið yrði miklu ólíkara okkur, og miklu erfiðara að komast í samband við það. En Kínverjar eru óvenjulega vinalegt fólk, og ef maður kann pínulitla kínversku, þá brosa þeir út að eyrum. Svo hafa þeir mjög svipaðan húmor og Danir ... En líka svona húmor að ef einhver dettur á hjólinu, þá hlæja allir ... en það gerir maður nú líka í Danmörku." Tsjingverjahesturinn... „Þeir eru líka afar vinnusamir, ótrúlega vinnusamir, og, leyfi ég mér að segja, alveg ótrúlega heiðar- legir. En þeir eru útsmognir. Einu sinni fór ég á markað í Peking og sé þennan skemmtilega jámhest. Ég spyr sölumanninn hvað hann kosti. Hann nefnir eitthvert voðalegt verð. Ég horfi á hann og sýni honum hvað ég sé gáttuð. Hann segir þá: Þetta er Ching Dynasty. Þá lít ég aft- ur á hann og segi við hann, á kín- versku: Ef þessi hestur er Ching Dynasty, þá er ég það líka. Og hann fer að skellihlæja og ætlar ekki að geta hætt. Og ég fékk hestinn fyrir ekki neitt. Það var nú ekki meiri Ching Dynasty yfir honum; kannski 14 daga gamall." Stungiö hundruö Klnverja... Guðrún kveðst þegar hafa farið að læra kínversku til að forðast þá einangrun sem mállausir útlending- ar lenda óhjákvæmilega í. Og hellti sér svo út í að læra nálastungur. „Ég sótti fyrst tíma í háskóla hjá hundleiðinlegum kennara sem las bara upp úr bókunum en eftir tvo mánuði fór að verða meira gaman, þegar ég var hálf- an daginn í skólan- um og hálfan dag- inn að vinna með sjúklingum. Þá komst ég líka í kynni við marga unga enskumæl- andi lækna og fékk e.t.v. nánari mynd af daglegu lífi en flestir útlendingar ... Og já, já, ég hef stungið hundruð Kínverja ... og vini og kunningja og manninn minn ...“ Hann er þá út- stunginn! „Já, maður getur sagt það en þó ekki dáinn ennþá ..." Guðrún skelli- hlær. Sendiherrann og saxófónninn Eiginmaðurinn komst ekki bara í kynni við Kínverja sakir starfa síns heldur blandaði hann geði við þá gegnum tónlist. „Hann leikur á saxófón, er mikið fyrir djass og fór á djassbúllur í Pek- ing - sem minntu á búllurnar I Kaupmannahöfn fyrr á árum - og fékk að spila þar með mönnum. Þeir voru tæknilega mjög duglegir en margir dálítið stífir, kunnu ekki að impróvisera en spiluðu bara eftir blaðinu. Hann kenndi þeim þetta eiginlega og eignaðist mjög góða vini fyrir bragðið." Guömóöurlaunin... „Ég starfaði líka svolítið í Kína á mínu sérsviði; vildi ekki staðna og tók að mér ungt erlent fólk sem átti við eiturlyfjavandamál að stríða, fólk úr alþjóðlegu skólunum í Pek- ing. Ég vann líka með fjölskyldum þeirra. Ég vildi auðvitað oft sjá við- komandi í einrúmi en krafðist þess líka að hitta foreldrana og systkin- in, aUa fjölskylduna saman, til að tala um hvað hefði gerst. Það var einmitt sumt af þessu fólki sem mér fannst eiga mjög erfitt með að laga sig að Kína og vera nokkuð niðurdregiö, ef ekki haldið þung- lyndi. Nú, mér fannst ég geta gert svo- lítið gott við ágóðann og gaf ég þetta í Project Hope, pottþétt fyrir- tæki sem stuðlar að því að böm úti á landi geti komist í skóla. Fjöl- mörg sveitaböm eru alveg ólæs, sérstaklega stúlkumar... Síðan vildi svo vel til að danska skipafélagið Maersk fór þess á leit við mig að ég yrði guðmóðir ný- smiöaðs skips í Kína. Venjan er að gefa demantshlut fyrir slíkt en ég bað í staðinn um ávísun í skóla- starf. Maersk gerði sér þá lítið fyr- ir og tvöfaldaði upprunalegu fjár- hæðina. Fjórum mánuðum síðar skoðaði ég nýja skólann sem hafði verið byggður í Júnan-héraði, því fátækasta í Kína. Það var stórkost- legt að sjá bömin. Þau fögnuðu okkur með söng, 400 saman, svo að maður hreinlega táraðist. Þetta var það hjartnæmasta sem ég uppliföi í Kína.“ En eftir að Eyvindur fœddist kom pabbi heim einn daginn og þá sagði hún: Heyrðu, Stefán, héma er Eva og hún er kœrastan mín. Það hefði náttúrlega ekki verið neitt stórt sjokk nú á dögum en á þeim tíma var þetta auðvitað aga- legt áfall. 49-995.- Whirlpool kæliskápur ARZ 560 Flöskuhilla. Stór ávaxta- og grænmetis- skúffa. Sjálfvirk affrysting. Heildar- rými 250 lítrar. Stærð: H187, B59,5, D60 cm. 59-995.- ÖLLTÆKITENGD! KOMDU OG PRÓFAÐU! w Zanussi uppþvottavél DA 6152 Fallega hönnuð með bogadreginni hurð og stjórnborði. 5 þvottakerfi. og 2 hitastillingar.' 49-995.- IPhilco þvottavél Ni242X 1200 sn. Tekur 5 kg. Ullar- vagga og handþvottakerfi. Bosch þvottavél WFD 2460 Tekur 4,5 kg. Sjálfvirk skynjun þyngdar- dreifingar fyrir vindu. 1200 sn. vinda, 11 þvottakerfi, aukaskol. Sparnaðarkerfi. SMÁRALIND KÓPAVOGI s. 5691550 Stærsta verslunarkeðja með raftæki í Evrópu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.