Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Helgarblað I>V Leifur Kolbeinsson og ívar Bragason. Þeir ráöa ríkjum á La Primavera sem er höfuövígi ítalskrar matargeröarlistar á íslandi. Þeir hafa sett saman fyrstu matreiösiubókina sem íslenskur veitingastaöur gefur út og ber hún nafn staöarins. Itölsk matreiðsla við heimskautsbaug - La Primavera komin á bók Einu sinni voru tveir ungir menn sem voru nýlega útskrifaðir, annar sem þjónn og hinn sem matreiðslu- maður. Þeir heita Leifur Kolbeins- son og ívar Bragason og höfðu þeg- ar hér var komið sögu, sem var árið 1993, rekið um tveggja ára skeið veitingastað sem hét Hallargarður- inn í Húsi verslunarinnar. Þar elduðu þeir mat samkvæmt frönskum hefðum. En þeir voru ekki ánægðir og langaði til að róa á ný mið, skapa sér sérstöðu. Eftir langa umhugsun, ráðgjöf og rannsóknir ákváðu þeir að helga sig ítalskri mat- argerð og árið 1993 var La Primavera, sem þýðir reyndar vor á ítölsku, opn- að í Húsi verslunarinnar. í fimm ár hefur staðurinn haft lög- heimili sitt og varnarþing uppi á annarri hæð við Austurstræti 9 og þar er indælt að sitja í vetramepj- unni og horfa á fræga fólkið hlaupa í skjól í hríðinni úti á götunni. Það hefur enginn íslenskur veit- ingastaður gefið út matreiöslubók í eigin nafni um sína eigin matreiðslu fyrr en bókin La Primavera eftir þá Leif og ívar kom út á dögunum. Margir þekkja þetta fyrirbæri erlend- is frá og sennilega er River Café Cookbook þekktasta dæmið sem borist hefur hingað til lands. En hvað vakti fyrir þeim félögum með þessari útgáfu? Opnum eldhúsiö fyrir fólki „Það má kannski segja að við höf- um viljað deila með lesendum okkar og fastagestum áhuga okkar á ítalskri matargerð og leiða þá inn í eldhúsið til okkar, ef svo má segja,“ svara þeir kumpánar Ivar og Leifur. Þeir hafa ferðast mikið til útianda gagngert til þess að kynna sér ítalska veitingastaði, ekki síst í upphafi fer- ilsins þegar þeir voru á að setja La Primavera á laggirnar. í formála bók- arinnar er því skemmtilega lýst hvernig þeir komust í samband við San Lorenzo í London sem síðar leiddi til þess að Enrico Derflingher kom sem gestakokkur og má skilja það svo að dvöl hans í eldhúsinu á Primavera hafi komið þeim á rétta sporið sem felst í þvi að hugsa um hráefnið eins og ítali. í formálanum eru rifjuð upp nöfn nokkurra frægra kokka sem hafa komið sem gestakokkar á La Prima- vera en ívar og Leifur hafa verið dug- legir að sækja sér erlend áhrif og þekkingu. Þar á meðal var einmitt Peter Begg frá hinu fræga River Café í London. En þeir félagar fara einnig mikið til Ítalíu. „Við höfum farið í eina til tvær vikur á hverju sumri til ítaliu til að kynna okkur matargerð einstakra héraða og víngerð og höfum heimsótt mörg frægustu héruð ítaliu á þessu sviði en höfum verið smátt og smátt að færa okkur suður eftir Ítalíuskag- anum og vorum í sumar á Sikiley. Það er mikill munur á matarhefðum og víngerð milli einstakra héraða og afskaplega erfitt að staðhæfa að svona eigi þetta að vera til að vera ekta ítalskt." Hæna, kanína og hestur La Primavera hefur löngum haft matseðil sem er í senn erkiítalskur en um leið lagaður að islensku hrá- efnisframboði og þar hafa sést dýr og grænmetistegundir sem ekki eru á boöstólum hvar sem er. í sjón- hending sé ég bæði akurhænu, kan- ínu og hest á matseðlinum sem verður að staðfesta þessa kenningu. Þeir félagar vildu í samtali okkar þakka sérstaklega Berki Arnarsyni ljósmyndara sem tók allar myndir og hannaði útlit bókarinnar. Ekki síður lá þeim hlýtt orð til Kristjáns B. Jónassonar, útgáfustjóra Forlags- ins, sem gefur bókina út. „Það er ekki hagnaðarvon sem rekur okkur áfram heldur löngunin til að deila með fólki gleðinni af að búa til og borða góðan mat.“ Merkt framlag í bókinni eru ótal hagnýtar leiðbeiningar um ólifuolí- ur, edik, vín og víngerð, grænmetis- val og grænmetismeðferð og þeir fé- lagar segja óhikað frá margvísleg- um leyndarmálum sínum varðandi val og meðferð á hráefni og fjalla þannig um matargerð í talsvert víð- ari skilningi en matreiðslubækur almennt gera. Lítum á eitt dæmi úr bókinni: Gnocchi meö hörpuskel og kóngasveppum Við á La Primavera verðum alltaf hálfskelkuð ef fólk rétt nartar í mat- inn sinn. Við leitum ætíð skýringa ef diskar með óeðlilega miklum matar- afgangi koma inn í uppvask. Einn af þeim réttum sem sjaldgæft hefur ver- ið að fólk borði ekki upp til agna er þessi gnocchiréttur. Kóngasveppimir eru lagðir í kalt vatn í næstum tvo tima og síðan saxaðir. gnocchi 300 g_______ kóngasveppir 30 g laukur 1/2 hörpuskel 200 g _ smjör 50g___________ fisksoð 1 dl basil 1/2 búnt______ steinselja 1/2 lúka skvetta af hvítvíni safi úr hálfri sítrónu skvetta af ólífuolíu saltogpipar. Vatn er hitað í stórum potti og salt- að þegar það sýður. Hitið olíu á pönnu við meðalhita, saxið laukinn fint og hitið hann í olíunni í 2-3 mín- útur. Sveppunum er síðan bætt við og þeir hitaðir í 2 mínútur í viðbót, víni bætt við ásamt kryddjurtum, sítrónusafa og fisksoði og allt látið sjóða í 1-2 mínútur. Kryddið síðan með salti og pipar og bætið köldu smjörinu út í. Setjið nú gnocchiið út í sjóðandi vatnið og látið sjóða í 1-2 mínútur og bætið á meðan hörpuskel- inni út í sósuna. Gnocchiið er tilbúið þegar það ílýtur upp á yfirborðið. Sigtið vatnið frá og setjið kúlumar í sósuna, blandið varlega saman. Strá- ið finsaxaðri steinselju yfir og setjið strax á diska. Annars staðar í bókinni eru tíndar til ýmsar útskýringar sem gott er að hafa í huga við gerð þessa réttar. Skvetta er algeng mælieining í eld- húsi og skvettan er komin þegar „glúgg" heyrist í flöskunni. Höfundar telja óþarft að vigta ferskar kryddjurtir nákvæmlega og segja að mælieiningar eins og lúka eða búnt ættu ekki að vefjast fyrir neinum. -PÁÁ I frjálsu falli í vikunni hafa skapast umræður um rithöfundinn Þórberg Þóröarson í tengslum við nýútkomna bók Hall- gríms Helgasonar. í laugardagsblaði Moggans segir Hallgrímur að Þór- bergur hafi verið „meira sérkenni- legur penni en skáld,“ enda hafi hann nánast ekkert skáldað. Oft hef ég heyrt sæmilega greinda menn halda þessu fram og ég sé ekki að það geti stafað af öðru en vanþekk- ingu á eöli skáldskaparins. Þegar Bréf til Láru kom út árið 1924 greip um sig mikið æði í Reykjavík. Það var einkum innihald bókarinnar sem æðinu olli, en líka það að mönnum veittist erfitt að staðsetja hana í formi. Allar götur síðan hefur þetta verið vandamál í umræðu um verk Þórbergs og vald- ið því að hann hefur tæpast notið sannmælis sem mesti rithöfundur tuttugustu aldarinnar á íslandi. Hann gekk ekki framhjá! Kunn er sú vinnuaðferð rithöf- unda að búa tO skáldsagnapersónur úr lifandi fólki. Halldór Laxness ferðaðist t.a.m. um Jökuldal þegar hann var að sanka að sér efni í Sjálfstætt fólk og þótti Jökuldæling- um hann víst óþarflega nákvæmur þegar sumir sveitungarnir birtust ljóslifandi í verkinu - þó að þeir gengju þá vitaskuld undir öðrum nöfnum og einhverjum staðreynd- um hefði verið breytt í þjónustu við Til varnar Þórbergi skáldskapinn. Saga Ólafs Kárasonar Ljósvíkings er líka að miklu leyti byggð á sögu annars skálds, sem bar annað nafn. Þórbergur skrifaði um raunveru- lega atburði og nafngreindar per- sónur og skrýddi þær skáldskap. Lesendur fá að vita hvenær persón- urnar fæddust, lifðu og dóu. Þeir fá líka að vita hvernig húsakynni þeirra litu út og hvernig landslagið breiddi úr sér þar sem þær ólust upp. Hvaö fjöllin voru há og rúmin voru breið. Smásmugulega nákvæmnin í frásögunum er aðalsmerki Þórbergs sem höfundar. Aðalsmerkið var einnig helsta vopnið - sem hann notaði til þess að telja okkur trú um að hann væri alls ekki að skálda. Þetta tókst svo vel að „sannir Þórbergsaðdáend- ur“ reiddust óskaplega þeg- ar í ljós kom fyrir nokkrum árum að „framhjágangan" fræga í íslenskum aðli, átti sér aldrei stað. í bókinni gengur hann semsagt fram hjá bæ elskunnar sinnar sem hann fór um langan veg til að hitta, en það var vist ekki þannig í alvör- unni. Hann fór niður að bænum og ekkert merkilegt gerðist. Til þess að þjóna söguefninu og undirstrika uppburðarlitla persónuna Þórberg í sögunni, þá lét höfundurinn Þór- bergur hann ganga fram hjá. Hann skáldaði i bók sem þóttist ekki vera skáldsaga! Slembilukka stílistans Lífið sjálft og þær manneskjur sem verða á vegi höfundanna hljóta alltaf að verða fyrirmynd þeirra - þó með mismunandi hætti sé. Þór- bergi tókst dásamlega vel upp í því formi sem hann valdi. Stundum er Þórbergi tókst dásamlega vel upp í því formi sem hann valdi. Stundum er skáldskapurinn í verkum hans ofinn svo fínum þrœði að hann verður nœr ósýnilegur. Við vit- um ekki hvað er satt og hvað er logið, hvað er líf- ið sjálft og hvað er hug- verk höfundarins. Það er hin unaðslega blekking skáldskapafins. skáldskapurinn i verkum hans of- inn svo fínum þræði að hann verð- ur nær ósýnilegur. Við vitum ekki hvað er satt og hvað er logið, hvað er lífið sjálft og hvað er hugverk höfundarins. Það er hin unaðslega blekking skáldskaparins. Einhverjir eru þó svo ólánsamir aö bera ekki kennsl á skáldskap sem ekki er reyrður í skáldsögu, ieikrit eða ljóð. Þeir hneigjast til þeirrar ónáttúru að hafna því sem ekki lýtur lögmálum þessara forma sem „ekkiskáldskap" sem á ein- hvem hátt er síðri en alvöruskáld- Þórunn Hrefna skrifar skapurinn. Þeir sem trúa því aö einungis „sérkennilegur penni" hafi fært í letur Ævisögu Árna prófasts Þórar- inssonar hljóta að halda að ævi við- fangsefnisins hafi verið einn glitr- andi vefur upplifana og skáldskap- ar. Að séra Árni, kominn hátt á ní- ræðisaldur, hafi bara mælt söguna af munni fram til þess að hinn lipri skrifari gæti haft orðrétt eftir hon- um þetta meistaraverk í fimm bind- um. Var það þá líka stílgáfan ein sem skapaði Ofvitann og íslenskan aðal? Eru þær aðeins liðlega skrif- aðar heimildasögur? Var Bréf til Láru einungis pólitískt áróðursrit? Hvað þá með kaflana sem eru spennandi hrollvekjur, upplýsandi dæmisögur eða ljóslifandi skemmti- sögur? „Lenti" skáldskapurinn bara þarna fyrir slembilukku stílistans? Til þess að gæða persónur lífi, gera atburði þrungna spennu, gera tilfinningar einsog ást og sorg og hatur trúverðugar - þá þarf skáld- skapur að koma til. Skáldskapurinn í textanum sem síðan finnur sitt form. Það þarf ekki að skrifa neitt til varnar Þórbergi Þórðarsyni þó að ég heimskist við það hér. Hann ver sig sjálfur með bókunum sínum. Hverri setningu, hverju einasta orði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.