Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 72
Aðeins kr. 1.050. Nissan Atmera bílaleigubílar skráðir 06/00 I 3 ■'Sáevarhöfða 2 -112 Reykjayík FRETTAS KOTIÐ SÍMINM SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Jón Grímsson í yfirheyrslu vegna „Leirfinnsmálsins“: Vonandi varpað ein- w hverju Ijósi á málið - skýrsla sem tekin var 1974 stenst ekki Jón Grímsson sem greint hefur verið frá í fréttum sem hugsanlegri fyrirmynd leirstyttunnar í Geirfinns- málinu, kom til yfirheyrslu í Hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíg í gær. Lýsti Jón fyrir Láru V. Júlíus- dóttur, sérstökum saksóknara, ferð- um sínum í Keflavík á sínum tíma. Jón hefur þó á engan hátt verið bendlaður við Geirfinnsmálið. Þingvallaleið: Hættir við SL Þingvallaleið hefur dregið til baka tilboð í þrotabú Samvinnu- ferða-Landsýnar. Sem kunnugt er lýsti fyrirtækið fljótlega eftir gjald- þrotið áhuga á kaupum á þrotabú- inu sem var hafnað. í gærmorgun sendi fyrirtækið inn annað tilboð, nokkru hærra. Þegar skiptastjóri hafði engin svör gefið undir kvöld lýsti Tryggvi Agnarsson, lögmaður Þingvallaleiðar, því yfir að fyrir- tækið væri hætt öllum sínum þreif- ingum i málinu. „Við teljum okkur vera fallna á tíma, þetta er ákaflega sorgleg niðurstaða," sagði Tryggvi í samtali við DV. Hann telur verð- mæti þrotabúsins rýma gríðarmik- ið með hverjum deginum. Haft var eftir Ragnari H. Hall skiptastjóra að skýrst gæti um helgina hvernig þrotabúinu yrði ráðstafað. -sbs HESTAR í ÞJÓFALITUM! Styttan sem gengið hefur undir nafninu Leirfinnur var notuð sem gagn við óréttmæta sakfellingu Magn- úsar Leópoldssonar á sínum tíma. „Ég var bara að gefa nýja skýrslu af málinu og farið var gaumgæfilega ofan í svokallaða skýrslu mina sem gerð var á sínum tíma. Mér sýnist að Lára sé hér að vinna gott starf. Við fórum yfir ferðir mínar til Keílavíkur umræddan dag 1974. Við fórum yfír misræmi í umræddri skýrslu. í henni eru misræmi sem passa ekki við það sem ég man eftir þennan dag. Það eru rangfærslur í þeirri skýrslu sem standast ekki. Þær eru gerðar af þeim sem hana skrifaði. Ég kannast heidur ekki við að sá lögreglumaður sem undir hana skrifaði hafi tekið hana í þvi formi sem hún er síðan gerð. Ég vona að þessi skýrsla mín núna geti varpað einhverju ljósi á þá hluti sem fram að þessu hafa verið óljósir um hugsanlega tilurð svokallaðrar Leir- finnsstyttu," sagði Jón Grímsson í samtali við DV eftir skýrslutökuna í gær. -HKr. Sjá bls. 36 og 45. ÐV-MYND HILMAR ÞÖR Á leiö í yfirheyrslu Jón Grímsson telur að nú sé loks búið að koma saman réttri mynd af ferðum hans í Keflavík daginn sem Geirfinnur Einarsson hvarf 1974. Geir Haarde segir enn tíma til stefnu til að ákveða niðurskurðartillögur: Niðurskurður óákveðinn - minnir á að fæðingarorlofsmálið hafi verið vel unnið á sínum tíma „Við höfum enga ákvörðun tekið um þessar niðurskurðarhugmynd- ir, hvorki um upphæðir né einstök mál,“ sagði Geir Haarde fjármála- ráöherra í gær, aðspurður um hvað niðurskurðartillögiun liði. „Við teljum nauðsynlegt að bregð- ast við því aö það hefur orðið nið- ursveifla 1 tekjunum og ný útgjöld komið til sem ekki var hægt að sjá fyrir. Ríkissjóður verður þá að sýna ábyrgð, sem allir aðrir i þjóð- félaginu verða að gera við þessar aðstæöur. Þetta snýst um að hægja á ákveðnum hlutum, fresta ákveðnum framkvæmdum eða nýj- um rekstrarverkefnum - og al- mennt að reyna að gæta almenns aðhalds sem auðvitaö á að vera viövarandi verkefni," sagði ráð- herra ennfremur. Hann segir enn ekkert liggja fyrir um það hvenær niðurskurðarhug- myndir ríkisfjármálanefndar rík- isstjómarinnar - sem í eru formenn og varaformenn stjórnarflokkanna - muni liggja fyrir. Geir segir ljóst að tímaramminn sem menn hafi sé fram á fóstudag í næstu viku þegar DV-MYND: SBS Ráöherrann nyröra Geir Haarde fjármálaráðherra var á Akureyri í gær og opnaði Landskrá fasteigna. Hér sést hann í húsakynnum Anza-tölvuþjónustunnar, ásamt Guðna Guðnasyni framkvæmdastjóra og til hægri er Haukur Ingibergsson, framkvæmdastjóri Fasteignamats ríkisins. Ýmsir gagnrýna að uppbygging skrárinnar hafi ekki lent undir niðurskurðarhnífnum. þriðja umræða um fjárlög fari fram. DV hefur fyrir því heimildir að hugmyndir um að fresta gildistöku fæðingarorlofsákvæða séu á undan- haldi, að ríkisstjórnin sé að falla frá þeim tillögum. Aðspurður um þá miklu gagnrýni sem fram hefur komið á fæðingarorlofsmálið sagði Geir að öll mál ættu sér stuðnings- hópa og sjóaðir menn í pólitík kipptu sér ekki upp við slíkt. „En fæðingarorlofsmálið var vita- skuld á sínum tíma mál sem rikis- stjórnin beitti sér fyrir og hafði samráð um við ýmsa, eftir að það var komið á rekspöl innan stjórnar- innar. Það var búið að vinna málið vel og um það var góð samstaða, bæði í þinginu og utan þess. En á þessari stundu get ég ekki sagt hvað verður,“ sagði Geir Haarde. Fjármálaráðherra var ekki tilbú- inn til að ræða frekar einstakar til- lögur en sagði að þegar svona færi af stað, væri í sjálfu sér allt til um- ræðu. Þingið hafi vald til að breyta fyrri ákvörðun - hvort sem það væru lög eða þingsályktanir. Best væri að tína ekki einstök atriði út úr pakkanum og taka sérstaklega til umræðu; ekkert væri klárt fyrr en allt væri klárt. -sbs Sjá fréttaskýringu um niður- skurðinn á bls. 14. Vindóttur litur virðist vera eftirsóttur: Trippi hverfa sporlaust - í Skagafirði - búið að gjörleita þeirra Tvö trippi og tvö folöld hafa horfið sporlaust frá Hofsstöðum i Skagafirði á undanfömum vikum. Þrjú þeirra eru vindótt en eitt rautt að lit. Gjör- leitað hefur verið í skurðum og á ná- grannajörðum, en án árangurs. Gmn- ur beinist að þarna hafi einhverjir óprúttnir verið á ferð, því folöldin gengu enn undir mæðrum sínum og þær vom á sínum stað. Öll voru hrossin ómörkuð og ómerkt. Bjöm Runólfsson, bóndi á Hofs- stöðum, hefur leitast við að rækta vindótt hross, enda er liturinn mjög eftirsóttur, að hans sögn. Sænskir hesta- eigendur höfðu falast eftir tripp- unum tveimur, sem era tveggja vetra hryssa og þriggja vetra foli. Vindótta folaldið átti að fara inn í Fljót. Öll hrossin voru á heimatúni þegar trippanna tveggja var fyrst saknað. Vlndur horfinn Skömmu síðar kvaðst Björn hafa tek- ið eftir því að folöldin tvö, vindótt hestfolald og rauð hryssa, voru einnig horfin. Sveitungar hans hafa lagt honum lið við leitina en hún hefur ekki borið árangur. „Menn telja ekkert vafamál, að þau hafi verið gripin hér á túninu," sagði Bjöm, sem kvaðst ekki enn hafa leit- að til lögreglu. Hann kvaðst lifa i von- inni um að vissu einhverjir um tripp- in myndu þeir sjá að sér þannig að hann fengi þau aftur. -JSS Utiljós Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.