Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Helgarblað I>V Kristinn R. Ólafsson skrifar frá Madríd: Pabbi ætt- leiddi mig - íslensk sendiherrafrú Dana í Madríd segir frá „Hann pabbi, sem sagt hann Stef- án Islandi, ættleiddi mig,“ byrjar Guðrún þegar við erum sest inn í stofu í sendiherrabústaðnum í Ma- drid og það örlar á hreim í mæli hennar; bergmáli langrar vistar meðal Dana, flögrar að mér. „Ég er íslensk," bætir hún við, eins og hún lesi hugsanir minar, „og er dóttir Lárusar Péturssonar og Kristjönu Sigurðardóttur. Faðir minn, hann Lárus, var lögfræðingur, úr Knudsensættinni, og átti heima á Hofi við Sólvallagötu. Því miður kynntist ég honum aldrei því að ég v^ir aðeins hálfs árs þegar hann dó úr veikindum. En mér er sagt að við séum ótrúlega lík. Ég hef alltaf haft mjög sterkt samband við þessa foð- urætt mína. Ég kallaði hann Stefán náttúrlega alltaf pabba þvi að ég þekkti aldrei annan pabba. En hann átti mjög litla ijölskyldu - tvær syst- ur sem ég hef hitt mjög sjaldan - svo að ég hef alltaf verið mjög mikið með þessari föðurætt minni frá Hofi.“ Guðrún var tveggja ára þegar Stefán Islandi giftist móður hennar. „Þau giftust í Kaupmannahöfn. Ég var fyrst hjá afa og ömmu á ís- landi - gamli maðurinn var þá að deyja og þau vfldu hafa mig - og fór ekki utan alfarin fyrr en nokkru seinna, u.þ.b. flmm ára. Þau mamma eignuðust á meðan bróður minn, tveimur árum eftir brúð- kaupið. Hann býr í Danmörku og heitir Richard, í höfuðið á Richardi Thors útgerðarmanni sem styrkti pabba tfl söngnáms á Ítalíu." Hún Else var bara fyrir konur... Stefán Islandi var tenór við Kon- unglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn trá 1938 tfl ‘66 að hann hætti. Hann dró sig í hlé áður en röddin færi að daprast: „Jeg er teNOR, men jeg vil ikke være til NAR, sagði hann og fór í danskan orðaleik,“ segir Guðrún og brosir. Stefán sneri heim til íslands þar sem hann starf- aði siöan, mest við kennslu. Hann lést í Reykjavík á nýjársdag 1994, þá 86 ára. Elsta bam hans var Eyvindur, af fyrra hjónabandi með dönsku óperusöngkonunni Else Brems. En hjúskapurinn stóð stutt. „Pabbi giftist Else Brems en það vildi svo óheppilega til að hann var ósköp græskulaus, óveraldarvanur á þessu sviði þrátt fyrir dvöl á ítal- íu, svo að hann var eiginlega eini maðurinn, held ég, á Konunglega leikhúsinu sem ekki vissi að hún Else var bara fyrir konur. Hún valdi hann út af útlitinu og röddinni og vildi endilega eignast bam. En eftir að Eyvindur fæddist kom pabbi heim einn daginn og þá sagði hún: Heyrðu, Stefán, héma er Eva og hún er kærastan mín. Það hefði náttúrlega ekki verið neitt stórt sjokk nú á dögum en á þeim tíma Islenskur fulltrúi danskra á Spáni Guðrún Islandi Bramsen ergift Christopher Bo Bramsen, nýskipuðum sendi- herra Dana á Spáni. Hún er kjördóttir Stefáns Islandi óperusöngvara. Guðrún Islandi Bramsen er gift Christopher Bo Bramsen, nýskipuðum sendiherra Dana á Spáni. Hún er kjördóttir Stefáns Islandi óperusöngvara. Guðrún er sérfrœðingur í meðferð áfengissjúkra og eiturlyfjaneytenda og hefur unnið í mörg ár með Gizuri I. Helgasyni að þeim málum í Dan- mörku og víðar. Þau eru einmitt að fara að opna meðferðarstofu á sólar- strönd Spánar. var þetta auðvitað agalegt áfall. Pabbi var afar stoltur maður og ég veit ekki nema þetta hafi farið verr með stoltið en kannski kærleikann. Svo að hann tók bara sina sæng og fór ... frá öllu ... Síðar jafnaðist þetta nú nokkuö þegar við bömin urðum eldri. Þá höfðum við, sérstaklega ég, dálítið sterkt samband við Eyvind og kom- um alltaf þegar hann var kannski aö syngja opinberlega. En hann Ey- vindur átti mjög erfltt lif - hvemig get ég skýrt það? - erfitt að því leyti að hann hafði erfitt skap og svo var náttúrlega voðalega erfitt fyrir dreng á þeim tíma að búa í húsi með tveim konum sem allir vissu í hvers konar sambandi áttu.“ Hann dó ungur. „Hann dó mjög ungur, já. Hann var efnilegur söngvari; samt alls ekki í klassa með pabba eða mömmu sinni en hann var mjög efnilegur lieder-söngvari, söng dá- samlega lieder ... Richard bróðir er líka góður söngvari, söng í kór hér fyrrum en tók það ráð sem pabbi gaf þeim báðum: Maður á ekki að verða söngvari, eða neitt annað svoleiðis, nema maður sé bestur." Ert þú músikölsk? „Ja, ég get sungið hreint en ég er sannarlega enginn söngvari. Og ég elska músík. Ég var alin upp við tón- list en hef þetta nú úr foðurættinni minni líka. Afi minn, Pétur Lámsson þingritari, var organisti í sínum frí- tíma. Og Einar Pétursson lögfræðing- ur, fóðurbróðir minn, sem er enn þá lifandi, getur spilað á allt sem sett er í hendumar á honum.“ Skrýtið fólk og skemmtilegt... „Það var náttúrlega alveg ótrú- legt fyrir okkur Richard að alast upp með pabba, fá að sjá og heyra aUt þetta skrýtna og skemmtilega fólk sem kom á heimilið í Kaup- mannahöfn, úr óperunni, kómum, ballettinum, listalífmu. Meðal bestu vina þeirra pabba og mömmu vora t.d. Anna Borg og Poul Reumert. Að ógleymdum Jóni Helgasyni sem var glímukappi í Rússlandi fyrir fyrri heimsstyijöldina, þá kvæntur rúss- neskri prinsessu. Þau urðu að flýja land. Síðar giftist hann Kristínu Helgason myndlistarkonu, miklu yngri sér. Viö Richard lifðum því að miklu leyti öðm lífl en margir ung- lingar. Við fómm t.d. alltaf með pabba og mömmu til Ítalíu á sumr- in, á tímum þegar slíkt tíðkaðist ekki. Við vorum þar allt sumarið. Og pabbi lék alltaf við hvem sinn flngur á Ítalíu, var ótrúlega kátur og skemmtilegur; hann sem var annars mjög strangur maður, og strangastur við sjálfan sig.“ Og menn bara þurrir og edrú í mörg herrans ár ... „Ég hef náttúrlega búið mestan hluta ævinnar í Danmörku en samt dvaldist ég fullorðin á íslandi um skeið til að mennta mig. Það var menntun sem ég gat ekki fengið í Danmörku svo að ég leitaði hennar á Islandi og í Ameríku. Þetta heitir einfaldlega alkóhólráðgjafi á is- lensku en kcfllast Chemical Depend- ancy Counselor á amerisku." Já, þú hefur skrifað bók á dönsku með Gizuri I. Helgasyni um þau mál: Trin for trin (Skref fyrir skref). „Já, við Gizur erum eins og göm- ul ljón; höfum unnið saman siðan við byrjuðum með 16 íslendingum á þessari vinnu i Danmörku 1986. Við tókum að okkur að kenna Dönum þessa meðferð. íslendingar fóm að senda svona útigangsmenn og þá lengst leiddu á Freeport í Banda- ríkjunum voða snemma. Og stór varð undrunin þegar margir þess- ara manna urðu ekki bara þurrir og edrú heldur urðu það í mörg herrans ár. Þá byijaði SÁÁ sem naut síðan stuðnings fjölmargra og það endaði með því að maður sá á íslandi að þessi meðferð var miklu betri en sú sem hafði verið notuð tfl þessa. Þetta varð eiginlega þannig að allir gátu komið í meðferð án þess að borga fyrir það. Þetta er al- veg séríslenskt fyrirbæri. íslending- ar hafa verið svo duglegir að Amer- uuuiuii ug V/iiii^LU|jiit;r du Þau hafa veríð gift í ein 10 ár og eiga 9 ára son, Vilhelm Pétur. Hún missti fýrrí mann sinn danskan en þau eignuöust son og dóttur, Stefán Lárus, 32 ára, og Kristínu Maríu, 29 ára. Stephania, dóttir Christophers af fyrra hjónabandi, lést fyrir nokkrum árum. Afinn kaupmaður í Kína ... Christopher Bo Bramsen tengist Kína ættarböndum því að Vflhelm Meyer afi hans, móðurfaðir hans, fór ungur til Kína í upphafi 20. aldar og varð velmegandi brautryðjandi á við- skiptasviðinu í Sjanghæ þar sem hann stofnaði með landa sínum fyr- irtækið Andersen, Meyer & Company. „Þegar hann kom austur höfðu Kínverjar nýfengið rafmagn og hann sagði við sjálfan sig: Heyrðu, ég get flutt inn ljósaperur. Svo að hann fór til New York, komst í samband viö General Electric og bauðst til þess að selja Kínverjum perur. En menn þar voru stórtæk- ari og spurðu hvort hann gæti ekki tekið að sér rafstöðvar. Hann var þá 25 ára; og jú, jú, hann sagðist geta tekið að sér rafstöðvar og byggði fyrstu rafstöðina í Kína. Allt sitt líf flutti hann síðan eink- um inn bandarískar vörur, það voru alltaf bandarísk fyrirtæki á bakvið hann; járnbrautarteina, lækningatæki... Og var ávallt um- boðsmaður fjölmargra fyrirtækja. Hann þekkti kínverska markaðinn, hugarfar Kínverja og þeir treystu honum.“ Bramsen hefur gert víðtækar rannsóknir um afa sinn og ritað um hann og Kína bók sem kom út á dönsku, kínversku og ensku: OPEN DOORS. Vilhelm Meyer and the Establishment of General Elect- ric in China. „Hann var vararæðismaður Dana í Sjanghæ 1905-10. Áriö 1909 skrifaði hann skýrslu um viðskipti þeirra þar og sagði í niðurstöðum sínum: Danmörk getur átt mikil viðskipti I Kína því að Kina er aö opnast. Hægt er að treysta Kínverj- um ef náin samvinna er höfð við þá en það er nauðsynlegt að vera í Kína ef menn vilja virkilega stunda þar viðskipti. Þegar ég byrjaði í Kina núna á tiunda áratugnum, gat ég sagt það sama: Kína er að opn- ast, dönsk fyrirtæki hafa mikil verkefni hér ef þau vilja en þau þurfa að koma hingað og stunda þau héðan, ekki bara frá Dan- mörku. Sagan endurtekur sig því.“ í fyrra vom 50 ár liðin síðan Danir tóku upp stjómmálasam- band við Kina Maós, fyrstir vest- rænna þjóða ásamt Svíum. Þá skrifaði Bramsen aðra bók, um samskipti og viðskipti beggja þjóða frá því að Kristján flmmti sendi fyrsta skipið austur 1674: PEACE AND FRIENDSHIP. Denmark’s Official Relations with China, 1674-2000. Bókin kom út á ensku og kínversku og horfast tungumálin á á hverri opnu hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.