Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 52
60 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Helgarblað DV Hringurinn lokast Þessi mynd er tekin haustiö 1976, nánar tiltekið 14. október og Stuðmenn eru að Ijúka hringferö sinni um landið með ofurdansleik á Hótel Sögu. í til- efni dagsins hafa þeir allir klætt sig upp á í gervum þeirra persóna sem sungið er um á plötunni. Fremstur er Valgeir í fábrotnum alklæönaði við vandaða skó og leikur Herra Reykjavík, næstur er Tómas í gervi fjallkonunnar og þá Þórður í gervi aiþýöudrengs í Tívolí en Egill er í gervi Hveitibjörns og Jakob að sjálfsögðu er Frímann flugkappi. Bókin er í höfn Þessi hópmynd er tekin haustið 1986 á lager prentsmiöjunnar Odda. Þarna er nýlokið við að prenta Stuðmannabókina ásamt meðfylgjandi spili. Slá í gegn, sem hljómsveitin gaf út þetta haust. Þetta var þá stærsta verkefni sem Oddi hafði nokkru sinni ráðist í aö prenta að Skarðsbók meðtalinni. Stuðmenn skorti ekki metnaðinn og gáfu þeir listamönnum algerlega lausan tauminn við hönnum bókarinnar sem var ævisaga hljómsveitarinnar og með- lima hennar. Sérfræðingar í prentun véluðu síðan þannig um að engin tvö eintök bókarinnar urðu nákvæmlega eins og þótti rart en herlegheitin urðu gfurlega dýr í framleiðslu, mun dýrari en Skarðsbók, að sögn Egils. Lengst til vinstri er Kristján Karlsson listamaður sem hannaði hluta bókarinnar, við hlið hans Tómas bassi og þá lllugi Jökulsson sem fékk það vandasama verkefni að skrásetja söguna. Valgeir og Egill fiatmaga að baki hópnum en við hlið /4s- geirs Óskarssonar fyrir miðju er Grímur verkstjóri í Odda og Jakob Frímann viö hlið hans. Páll Baldvin Baldvinsson, þá útgáfustjóri, nú bókmenntarýnir, er brosmildur þar næst og Tómas Jónsson myndlistarmaður við hlið hans. Á endanum stendur síðan Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi sem gaf þetta metnaöarfulla verkefni út og er enn að fást við bókaútgáfu. Er þetta slgurvegarinn? Eitt afþví sem vargert á þessum lokadansleik á Hótel Sögu var að kjósa Herra Reykjavík úr hópi áhorfenda. Þessi ungi maður hreppti hnossið og sýn- ist harla ánægður með sinn hlut. Ekki hefur tekist að bera kennsl á hann en blaðinu væri þægð i því ef hann gæfi sig fram við Helgarblaö DV. Stuðmenn í stórum dráttum - Egill Ólafsson rótar í myndasafni DV Þaö er varla ofsagt að hljómsveit- in Stuðmenn hafi gegnum tiöina brugðið sér í hin undarlegustu gervi og stundum hafa andlitirt sem sveitin hefur sett upp verið nær óþekkjanleg þegar hún hefur rekið þau framan í þjóðina. Stuðmenn hafa starfað frá þjóðhá- tíðarárinu 1974 þegar þjóðin streymdi á Þingvöll og fagnaði af- mæli sínu. Síðan hafa leiðir Stuð- manna og þjóðarinnar legið saman, stundum hefur þjóðin klifrað upp um hálsinn á þessum eftirlætistón- listarmönnum sínum og ætlað að éta þá með húð og hári en í annan tíma tekið þeim fálega en samt alltaf af hrifningu og hlýju. Stuðmenn eru sannarlega ekki hættir að músísera þótt þeir líti í mörg horn og ólík, stundum hver í sínu homi, og fyrir þessi jól svaml- ar í plötuflóðinu safndiskur sem heitir Tvöfalda bítið og inniheldur ýmis eftirlætislög okkar frá 27 ára ferli þessarar merku sveitar. Stuðmenn komu nefnilega fram í sviðsljósið sama árið og Geirfinnur hvarf. Þeir eru enn þá, eins og Geir- flnnur, mjög ofarlega í vitund þjóð- arinnar. Við vitum hvar Stuðmenn eru og viljum ekki týna þeim en hið gagnstæða á við um Geirfinn. Allra hluta vegna er samt rétt að ítreka að engin þekkt tengsl eru milli þess- ara tveggja staðreynda. í fórum DV er þykkur bunki með myndum af Stuðmönnum í ýmsum gervum við ýmis tækifæri. í tilefni dagsins drógum við umslagið fram og fengum Egil Ólafsson, söngvara og erkistuðmann, til þess að rýna í svarthvíta fleti með okkur. Við skulum sjá hvað hann mundi. Þessi myndasería gæti heitið Stuðmenn í stórum dráttum en hún gæti líka heitið íslenskir alklæðnaðir í 30 ár. -PÁÁ Hvaöa dúkar eru þetta? Þessi undarlega múndering Stuð- manna er frá árinu 1984 og var saumuð úr jólaborðdúkum fagurlega hvítum og rauðum með grænu ívafi að sögn Egils. Stuðmenn eru í þann veginn aö fara að halda áramóta- dansleiki í Sigtúni við Suðurlands- braut en þeir nutu mikilla vinsælda. Til aö auka aðsókn var þetta haust sett upp poppminjasafn í húsakynn- unum til að auka gestum gleöi. Þeir sem eru ekki í dúkasloppum á myndinni er hljómsveitin Oxsmá sem um þessar mundir naut mikilla vinsæida. Við hið Egils stendur Axel Hallkell (Langi Seli) myndlistarmaður og Hrafnkell Sigurðsson listaspíra við hina hlið hans. Fyrir fram- an hópinn krjúpa Kormákur Geirharðsson, trommari og fyrrum kaupmaður, tísku- lögga, og Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður. Skundum á Þingvöll Árið 1991 gáfu Stuðmenn út plötu sem hét Hve gtöö er vor æska. Eitt lagið á plötunni hét Kinahverfið í Reykjavík og fjallaði um þjóöernissinnaða íslendinga og fordóma okkar gagnvart útlendingum. Viö gerð myndbands við lagið skrýddust Stuömenn þessum þjóðlegu skátabúningum og voru myndaöir á þaki Hljómskálans. Það er Ragnhildur Gísladóttir sem er svona hörkuleg með Hitlersskeggið í fremstu röö. Það sem hljómsveitin var kannski að hugsa um var að ýta við fordómum landans eða kannski höfðu þeir einfaldlega gaman af því að klæða sig upp á. Sérstaka at- hygli vekur höfuðbúnaður Jakobs Frímanns sem sýnist vera svanur líkur þeim sem Björk Guðmundsdóttir sveipar sig á tyllidögum en er víst nokkuð stór tehetta. Svona er ekki alltaf allt sem sýnist. Kina eöa Kópasker? Þetta mun vera tekið á Reykjavíkurflugvelli síðla sumars 1986 þegar Stuðmenn voru nýlega komnir frá Kína en gætu verið á leiðinni á Kópasker. Þetta er heimsvön sveit ogýmsu vön enda nýlega búin aö skipta hálfgert um ham og kalla sig Strax en undir því nafni geröi sveitin harða hríð að heimsfrægö á þessum árum. Egill segir að Stuðmenn hafi á þessum árum leikið það sem þeir kölluðu úlfaldapopp og hlýtur eiginlega aö vera tónlist sem hleypir upp kryppu á flytjendum og hlustendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.