Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 57^" Formúla Metaregn meistarans Michaels Schumachers í algerum sérflokki I lok hvers árs er það vaninn að líta til baka um farinn veg og ökumenn Formúlu 1 og áhorfendur gera enga undantekningu á því í ár. Keppn- istímabilið í ár var keppt 17 sinnum í 14 löndum og hófst það i mars og end- aði í október. DV hefur boðið lesend- um sínum upp á fræðandi grafík allt tímabilið og nú er komið að uppgjörs- töflu þar sem hægt er að sjá nánast öll úrslit ársins á einum stað. Metaár Schumachers Það er nánast sama hvar fæti er stigið niður í tölfræði keppnistíma- bils 2001 - Michael Schumacher hef- ur bætt hvert metið á fætur öðru á tíu ára ferli sínum og var síðasta keppnistímabil hans það sigur- sælasta til þessa. I ellefu keppnum ræsti hann fremstur og í átta skipti koma hann fyrstur yfir endalínuna. Fimm sinnum varð hann annar, einu sinni fjórði og einungis í tvígang féll hann úr keppni. Hann er með 123 stig eftir sautján keppnir og kominn með 801 stig á ferlinum sem or .met. Frá því hann hóf keppni i Formúlu 1 hef- ur hann unnið oftar en nokkur ann- ar. Það var í Japan sem fimmtugasti og þriðji sigurinn var i höfn og fjórði heimsmeistaratitillinn hafði unnist þegar íjórar keppnir voru eftir af keppnistímabilinu. Árið 2001 hefur verið sannkölluð sigurganga og þeg- ar hann kom fyrstur í mark í franska kappakstrinum, anda lífi og er langt frá því hættur. Reglubreytingar Til að auka öryggi ökumanna, starfsmanna og áhorfenda hefur FIA stöðugt leitað að leiðum til að gera Formúluna öruggari með reglubreyt- ingum milli ára. Árið í ár var engin undantekning á því og voru nokkrar breytingar gerðar á bílunum til þess. Vængpressa var minnkuð, bílstjóra- klefinn styrktur og vírum í hjólbörð- um fjölgað. Besta sönnun þess að þetta hefur tekist hjá sambandinu var óhapp Luiciano Burtis á Spa, er hann slapp óbrotinn og aðeins með heila- hristing úr einu versta slysi í For- múlu 1 í mörg ár. Eins og venjulega fmna hönnuðir liðanna mismunandi leiðir til að fara i kringum breyting- amar. Jordan, Sauber og Benetton voru til dæmis með áberandi lækkun á miðjum vængnum. Þetta gaf þeim meiri vængpressu sem hafði minnkað verulega eftir að framvængurinn hafði verið hækkaður úr 5 sm i 10. Einnig voru sett takmörk á fjölda vængborða í afturvængnum og dró þetta verulega úr heildargripi bílanna og greinilegt að sum lið höfðu ekki fundið beslu lausnina á þeim vanda- málum sem þessu fylgdu. Aukið grip hjólbarðanna, sem kom í kjölfar dekkjastriðsins milli Michelin og Bridgestone, varð til að gera þá hraða- minnkun sem kom i kjölfar þessara breytinga að engu og gerði gott betur en það. Strax í fyrstu keppni ársins í Melbourne hafði ráspólstíminn verið bættur um 3,6 sekúndur og var það helst rakið til dekkjanna. Vegna þessa fór FIA að fylgjast grannt með aukn- um hraða og var tilbúið að grípa inn í með afgerandi reglubreytingum. Ekki minnkuðu áhyggjur manna þegar gripstýringin kom aftur inn í Formúl- una eftir átta ára fjarveru og átti enn eftir að auka hraða keppenda. Ekki kom til neinna aðgerða af hálfu FLA en mörg lið voru í miklum vandræð- um með bæði gripstýringu og ræsi- búnaðinn sem reyndist sumum liðum erfiður. í fimm tilfellum brást ræsi- búnaður McLaren og mátti oft litlu muna að bílar lentu aftan á kyrrstæð- um bílum þeirra á ráslínunni. Benetton út, Renault inn Renault, sem var kominn á ný inn i Formúlu 1 eftir nokkurra ára hlé, var með byltingarkenndustu hugmynd ársins er menn mættu með 111’ V- hom í keppnisvélum Benetton-liðsins, fyrst og fremst ætlað til að lækka þyngdarmiðju bílsins. Þetta var þeim mjög erfltt í fyrstu því vélarnar voru afllitlar en biluðu ekki mikið miðað við það tæknilega átak sem Renault tókst á hendur. Þeir hjá Renault sönn- uðu svo mál sitt á Spa er Gianicarlo Fisichella sýndi hversu mikils virði lágur þyngdarpunktur getur orðið á snúinni keppnisbraut er hann endaði þriðji á eftir Schumacher og Coult- hard. Þetta var siðasta verðlaunasæti Benettons í Formúlu 1, en þetta sigur- sæla lið hefur nú kvatt Fl- Mika Hakkiner og Jean Alesi kepptu sennilega báöir í sinni síöustu Formúlu 1-keppni á ferlinum í október. Þeirra veröur sárt saknaö. Juan Pablo Montoya var sá sem allir biöu spenntir eftir. Var seinn í gang en varö betri og betri og veröur líklegastur allra til aö ógna M. Schumacher á næsta ári. eftirminnilega á Monza eftir að hafa tekið þriðja ráspól sinn i fjórum keppnum. Þó var það Kimi Raikkonen sem kom mest á óvart af nýliðunum*®- eftir að hafa aðeins keppt 23 sinnum í eins sætis bílum og sýndi geysilega þroskaðan og agaðan akstur, með fá mistök en mikinn hraða. Hann var með bráðabirgðaskírteini frá FIA fyrstu ijórar keppnir ársins því menn voru ails ekki á eitt sáttir við útgáfu FIA á „súper‘‘skírteini hans. Hann hefur nú sannað getu sína og verið ráðinn í stað landa síns, Mika Hakkinen, til McLaren. Heimsmeist- arinn tvöfaldi keppti eílaust sína síð- ustu keppni í Japan er hann gaf íelaga sínum þriðja sætið og laumaðist í burtu. Spánverjinn komungi, Fern- ando Alonzo, „afurð“ Renault, var lán- aður til Minardi og var mjög góður, enda gerði hann frábæra hluti á van- búnum bíl. Að ná 17. sæti í tímatök- um í USA-kappakstrinum var snilld - sennilega meistari framtíðar. Það fór minna fyrir Bernoldi, Burti, Yoong og Tomas Enge sem allir áttu frumraun sína í ár. Jagúar, BAR og Jordan í upphafi tímabils gera allir kepp- endur og lið sér miklar væntingar um árangur komandi árs og áhorfendur líka. Því hafa sumir ökumenn og keppnislið komið verulega á óvart, í neikvæðri merkingu. Þrátt fyrir aö McLaren hafi tekist að vinna fjórum sinnum var árangurinn í hróplegu ósamræmi við árangur síðustu þriggja ára. Þar á kjarkleysi Mika Hakkinens eflaust stóran þátt en bil- anir voru allt of tíðar hjá eins reyndu og sigursælu liði og McLaren er. Eins verður að segjast að fyrrverandi heimsmeistari, Jacques Villeneuve, sé eitthvað að missa neistann i höndum BAR-liðsins sem einnig er að koma á óvart fyrir lélegan árangur. Glæstur árangur Sauber-liðsins, með aðkeypt- ar Ferrari-vélar, er að miklu leyti til- kominn vegna mjög lélegrar útkomu ** Honda-liðanna BÁR og Jordan ásamt strögglandi Jagúar-liðinu. Þetta eru lið sem hafa vélarafl og fjármagn til að gera mun betur en svissneska liðið og er því árangur þessara liða von- brigði ársins. Ökumenn þessara sirkusinn og mun Renault taka upp merki þess á næsta ári. Michelin átti sennilega endurkomu ársins með því að vinna fjórum sinnum á tímabilinu. Fimm keppnislið notuðu hjólbarða frá þeim og í raun er aðdáunarvert hversu fljótt þeim tókst að aðlagast aðstæðum. BMW. Williams var lang- sterkasta Michelin-liðið og var í feiknalegu formi, sérstaklega þar sem vélaraflið fékk að njóta sín. Þrátt fyr- ir aðeins eitt ár í Formúlunni mætti BMW sennilega með langaflmestu keppnisvélina í upphafi ársins en 850 hestöfl voru varlegar áætlanir og með ólíkindum hversu öflugir Bæjaramir frá Þýskalandi komu til leiks. Bilanir voru að vísu nokkuð tíðar og rændu þær þá Ralf Schumacher og J.P. Montoya nokkmm dýrmætum stigum og jafnvel sigrum. sem var sá tíundi í röðinni, hafði hann unnið sex keppn- ir og möguleikar aðalkeppinautar hans, David Coulthards vom nánast úr sögunni. Enginn ökumaður ók eins marga hringi á tímabilinu, hvort sem talað er um í heildina eða í for- ystu - eitt þúsund og níu hringir af 1096 hringjum mögulegum og í 50% af þeim var hann í forystu. Ralf bróð- ir hans kom næstur með 141 hring í forystu eða 13%. Þessar tölur sýna að Michael Schumacher var í algerum sérflokki í allt sumar, ef frá eru tald- ir ítalski og bandaríski kappakstur- inn þar sem hryðjuverkin 11. septem- ber höfðu mikil áhrif á kappann. Hann er maður ársins, goðsögn i lif- Nyliðar arsins Nýir ökumenn vom nokkrir og fór mest fyrir fyrrum CART-meistaran- um Juan Pablo Montoya en miklar væntingar voru gerðar til hans. Hann stóð alls ekki undir þeim væntingum á fyrri hluta ársins en eftir að hann tók ráspólinn af félaga sínum á Hoc- kenheim í þýska kappakstrinum og náð betri tökum á Fl-bílum varð hann óstöðvandi og rúllaði yfir félaga sinn. Hann sigraði svo liða lenda því einnig í sama potti. Prost og Arrows voru einnig í vond- um málum og seig sí- fellt á ógæfuhliðina þegar leið á timabilið. Til að enda þetta á jákvæðu nótunum voru það báðir ökumenn Williams sem komu sterkir út eftir árið, eins og ungu Sauber-bílstjóramir, sérstaklega r, Heidfeld, sem er eflaust mjög vanmet- inn. Næsta keppnistímabil hefst í mars og eru liðin í óðaönn að tilkynna frumsýningardaga á 2002-árgerðum sínum. Prófanir hefjast að nýju þann 2. janúar og eru því ekki nema rétt 30 dagar þangað til við fórum að fá tíma- mælingar á köppunum á ný. -ÓSGj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.