Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Helgarblað Dudley heiðraður Breski grinistinn, leikarinn og hljómlistarmaðurinn, Dudley Moore, var um síðustu helgi heiðraður af bresku krúnunni fyrir framlag sitt í gegnum árin til skemmtanaiðnaðar- ins. Dudley, sem er 66 ára, er haldinn alvarlegri heilarýrnum og var því maettur til athafnarinnar í hjólastól, en Karl Bretaprins sá um að afhenda honum glæsilega orðu. Dudley á orðið erfitt um mál, en gat þó svarað einni spumingu fréttamanna þegar þeir spurðu hann hvort hann hefði átt von á þessum heiðri. Svarið var stutt og laggott; „nei“. Athöfnin fór fram í Buckingham Palace og var Barbara Stevens, systir Dudleys, honum til halds og trausts, einnig í hjólastól. „Ég veit að þessi heiður er Dudley mikils virði og ég er mjög stolt af hon- um. Hann hefur afrekað svo margt og á þetta skilið," sagði Barbara. Hugh verður ekki guðfaðir Breski leikarinn Hugh Grant segir ekkert hæft í orðrómi um að hann veröi guðfaðir bamsins sem fyrrum kærasta hans, fyrirsætan og leikkon- an Elizabeth Hurley, gengur með und- ir belti. Fjölmiðlar austan hafs og vestan hafa leitt að því getum síðustu vik- urnar að Liz og Hugh ætli jafnvel að ala barnið upp saman, þótt faðir þess sé bandarískur milljónamæringur, Steven Bing. Sá hefur hins vegar ekki viðurkennt faðernið þótt hann hafi verið kærasti Liz þegar króginn kom undir. Hann fékk sparkið þegar hann þrýsti á að leikkonan gengist undir fóstureyðingu. Hugh og Liz hafa mikið verið saman upp á síðkastið. Geri í ískalt bað á hverjum morgni Kryddpían fyrrverandi, Geri __ iwell, á einfalt ráð til þeirra sem vilja viðhalda æskufegurðinni: Iskalt bað á hverjum morgni. Sjálf byrjar söngkonan rauðhærða dag hvern á því að fara i heita sturtu en leggst því næst ofan í ískalt vatn í baðkarinu. „Þetta er hluti af því sem ég geri daglega," segir Geri. „Að sjálfsögðu er þetta kalt en ég anda betur og þetta er gott fyrir hjartað. Geri segir að með þvi að fylgja þess- um einfóldu ráðum sé andlitslyfting alveg ónauðsynleg. Þess ber þó að geta að hún er ekki nema 28 ára og því enn langt i fimmtugt. JÖV ✓ Eg held að fólk sem lifir í tónlist sé að segja við heiminn: Þú mátt fá ást mína, brosin min. Gleymdu slæmu hlutunum, þú þarft ekki á þeim að halda. Takið bara tónlistina, gæðin, því það er best og það er sá hluti sem ég vO helst gefa af mér.“ Þessi orð féllu af vörum George Harrison fyrir margt löngu og rifjast eflaust upp fyr- ir mörgum nú þegar hann er látinn. Harrison lést í gær á heimili vinar síns í Los Angeles eftir erfiða baráttu við krabbamein. George Harrison var hinn þögli Bít- ill, feimni Bítillinn, alvörugefni Bítill- inn, sorgmæddi Bitillinn, langt frá því að vera Lennon eða McCartney. Þrátt fyrir þessa hófstilltu nærveru verða áhrif hans á tónlist Bítlanna seint of- metin, Þekktustu lög hans eru While My Guitar Gently Weeps, Here Comes the Sun og Something ,en hið síðast- nefnda sagði Frank Sinatra að væri „besta ástarlag sem samið hefði ver- ið“. George Harrison var að mörgu leyti maður mikilla andstæðna. Hann var andlega sinnaður og áhugamaður um Formúlu 1; rokkstjama sem fann sig best í því að bera áburð á gárðinn sinn. Hann tileinkaði sjálfsævisögu sína, I Me Mine, sem kom út árið 1982, „öllum garðyrkjumönnum alls stað- ar“. Ekki eru nema fáir mánuðir frá því Daily Mail i Bretlandi greindi frá því að hann væri við dauðans dyr. Harri- son brást ókvæða við þeim fréttaflutn- ingi og sögðu talsmenn hans að að- standendur hans hefðu orðið fyrir miklum vonbrigðum með fréttaflutn- ing blaðsins og sagði að George liði bara vel en þetta hefði valdið miklum sálarkvölum í fjölskyldunni hvernig blaðið hefði komið fram. Síðhæröur uppreisnarseggur George fæddist 25. febrúar árið 1943 í Wavertree. Faðir hans vann fyrir sér sem rútubílstjóri en þau hjónin voru strangtrúaðir kaþólikkar. Það olli þeim nokkrum áhyggjum hversu illa drengurinn rakst í skóla því hann safnaði hári og gekk í gallabuxum og fékk þannig skólayfirvöld upp á móti sér. Samt sem áður var móðir hans stolt af drengnum sínum og lét það eft- ir honum að kaupa handa honum gít- ár.'Þá voru George allir vegir færir og stofnaði hann litla hljómsveit með Pet- er bróður sínum. Öliu mikilvægari urðu kynni Geor- Sorgmæddi Bítillinn geafPaulMcCartney en þeir kynntust George Harrison var hinn þögli Bítill, feimni Bítillinn, alvörugefni Bítillinn, sorgmæddi Bítillinn, langt frá því aö þegar þeir settust báðir upp í skólarút- vera Lennon eöa McCartney, Þrátt fyrir þessa hófstilltu nærveru veröa áhrif hans á tónlist Bítlanna seint ofmet- una með gítarana sína. í samræðum 'n- Þekktustu lög hans eru While My Guitar Gently Weeps, Here Comes the Sun og Something en hiö síöast- þeirra fundu þeir að þeir áttu sameig- nefnda sagði Frank Sinatra aö væri „besta ástarlag sem samiö heföi veriö“. Gar öyrk j umaðurinn fer til himnaríkis — Bítillinn George Harrison lést á heimili vinar síns í gær inleg áhugamál sem var áhugi þeirra á tónlist og þá sérstaklega á tónlistar- mönnunum Duane Eddy, Lonnie Do- negan og Chet Atkins. í kjölfarið kynnti Paul hann fyrir félögum sínum Blómatíml Bítlanna George Harrison sagöi aö stærsta tækifæri sem hann hefði fengiö í lífinu heföi veriö þegar hann gekk til liös viö félaga sína í Bítlunum. Næststærsta tækifæriö var hins vegar þegar hann hætti í hljóm- sveitinni. í The Quarrymen en vegna aldurs Ge- orge, sem var aðeins 14 ára, komst hann ekki strax inn í sveitina. Tveimur árum síðar gekk George i hljómsveitina en þá var leiðtogi henn- Þenkjandi kappakstursáhugamaður George Harrison var aö mörgu leyti maöur mikilla andstæöna. Hann var andlega sinnaöur og áhugamaður um Formúlu 1; rokk- stjarna sem fann sig best í því aö þera áburö á garöinn sinn. ar John Lennon. Nokkurt rót var á liðsmönnum sveitarinnar en þremenn- ingarnir George, John og Paul voru fastur kjarni. Snemma á sjöunda ára- tugnum breyttu þeir nafni hljómsveit- arinnar í The Beatles og byrjuðu að túra um Bretland og Þýskaland og lögöu löndin að fótum sér og heiminn í kjölfarið. George Harrison sagði einhvern tíma aö stærsta tækifæri sem hann hefði fengið væri þegar hann gekk til liðs við Bítlana 1963. Næststærsta tækifærið hefði hins vegar verið þegar hann fór úr hljómsveitinni. Tíu stungur í brjóstið Fyrsta eiginkona George Harrison var Patti Boyd en hann kynntist henni við tökur á Bítlamyndinni A Hard Days Night en þá var hún ung fyrir- sæta sem átti eitt orö í myndinni. Hún sagði „Fangar?" og heillaði hann upp úr skónum. Þau giftust ári síðar. Nokkrum árum síðar yfirgaf Patti Ge- orge og giftist Eric Clapton, vini Geor- ge. Þau skildu síðar. Um miðjan átt- unda áratuginn kynntist hann Oliviu Arias og eignaðist hann með henni einn son. Hún átti eftir að bjarga lífi hans bókstaflega því árið 1999 réðst geð- veikur maður inn á heimili þeirra í Oxfordshire og stakk George tíu stung- um 1 brjóstið. Þá bjargaði snarræði Oliviu lífi hans því hún réðst að árás- armanninum með lampa og hrakti hann á brott. Árásarmaðurinn var sýknaður á grundvelli þess að hann væri geðsjúkur. Ekki á meðan Lennon er dá- inn Eftir að samstarflnu við Bítlana lauk hófst sólóferill George Harrison og kom hann víða við. Fyrirtæki hans, Handmade Films, studdi vel við bakið á Monty Python-hópnum sem fram- leiddi myndirnar Life of Brian og Time Bandits. George tók höndum saman meö nokkrum vel þekktum tón- listarmönnum í kringum 1990 þegar George, Tom Petty, Bob Dylan, Jeff Lynne og Roy Orbison stofnuðu The Traveling Wilburys sem átti tvær plat- ínuplötur. Alla tíð ásótti sama spurn- ing George og Ringo Starr og Paul McCartney en það var spurningin hvenær Bítlarnir myndu koma saman að nýju. Svaraði George þeirri spurn- ingu: „Bitlarnir koma ekki saman á meðan John Lennon er enn dáinn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.