Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 54
62 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Helgarblað DV Er ketamín það eiturlyf sem er aö komast í tísku meöal ungs fólks á íslandi. Fjórtán vistmenn á Vogi hafa játaö neyslu þess Birtingarform vímu af ketamíni geta verið mismunandi en þau algengustu eru að neytandanum fmnst hann ferðast gegnum dimm göng í átt aö Ijðsi, hann telur sig vera látinn aða honum fmnst sem hann nái sambandi við æðri máttarvöld. Sumir hafa jafnvel talið sig sjá inn i helvíti. Jansen telur hugsanlegt að í sumum tilfellum verði minningar um fæð- ingu viökomandi virkar en fæöing og dauöi renni oft saman i eitt ferli í undirmeðvitundinni. Dauðareynslan virðist tengjast draumum en þeir sem muna drauma muna gjarnan reynslu sína í ketamínsvæfingu. Ketamín: Draumalönd og dauðareynsla Svæfingarlyflð ketamín verður eftirritunarskylt lyf 1. janúar 2002 og lýtur þá sömu reglum og t.d. morfin. Ástæður þessa má m.a. rekja til þess að lyfið er tekið að njóta vinsælda sem ofskynjunarlyf og er sem slíkt nýjasti vímugjafinn í íslensku skemmtanalífi. Sú notk- un á sér þó lengri sögu í Bandaríkj- unum enda er ketamín 40 ára gam- alt lyf. í netfréttum SÁÁ var bent á þessa þróun í lok ágúst og talað um „litla bróður englaryksins“ en ketamín var upphaflega búið til með það fyrir augum að leysa fencýklidin (PCP, englaryk) af hólmi vegna harkalegra aukaverk- ana þess sem svæfingarlyfs. Saga ketamíns Ketamín rekur ættir sínar til amer- íska lyíjarisans Parke-Davis. Lyfjafræð- ingurinn Calvin Stevens bjó lyfið til í apríl 1962 undir heitinu CL369. Nokkr- ar deilur risu um einkaleyfi og skráði Stevens það í Belgiu árið 1963. í kjölfar málaferla keypti Parke-Davis einka- leyfið af honum fyrir stórfé og ketamin fór á lyfjaskrá í Bandaríkjunum 1966 sem Ketalar. Notkun lyfsins er ekki bundin við mannalækningar, dýra- læknar nota það einnig við svæfingar og er sú notkun í raun útbreiddari nú á dögum þar sem ofskynjunarvirkni lyfsins hefur reynst óþægileg mönnum. Strax árið 1967 fóru að heyrast sögur af notkun ketamíns í ýmsum annarleg- um tilgangi. Árið 1970 braust heróínfik- ill í Ástralíu inn í dýraspítala, fann þar Ketalar og sprautaði því í æð. Hann lýsti áhrifunum síðar sem ótrúlegu ferðalagi um ókunnar víddir. í Argent- ínu notuðu hópar andatrúarfólks ketamín til að kalla fram endurfæðing- arreynslu og bandarískir hermenn í Víetnam fóru ekki varhluta af sérstök- um áhrifúm þess. Um 1980 var ketamín orðið áberandi í bandarískri næturklúbba- og dans- menningu og á síðasta áratug var „Special K“ umtalað efni í danshúsum á Ibiza, í London, Berlín, New York og víðar. Árið 1997 rankaði bandaríska flkniefnalögreglan, DEA, við sér og gaf út viðvörun vegna misnotkunar ketamíns. New York-ríki varð fyrst til að setja lyfið inn i fíkniefnalöggjöf sína og í ágúst 1999 var ketamín sett í þriðja flokk „Controlled Substances Act“-al- ríkislaganna. Þau lög skipta fíkniefn- um í fimm flokka eftir hættueiginleik- um, hættulegustu efnin fara í fyrsta flokk en þau hættuminnstu i fimmta flokk. í þriðja flokki eru efni sem hafa læknisfræðilegt notagildi en hætt er við misnotkun og ávanabindingu. Þama er t.d. um að ræða amfetamín og anabólíska stera. Lagaþróun er misjöfn í öðrum löndum, víða hefur þó aðgengi að ketamíni verið skert verulega. Ind- land og Mexíkó em þó meðal landa þar sem almenningur getur keypt ketamín að vild í lyfjabúðum. Hvernig virkar ketamín? Breski geðlæknirinn Karl Jansen hefur rannsakað áhrif ketamíns á mannshugann ítarlega auk þess að kanna notkunarmöguleika þess við samtalsmeðferð í geðlæknisfræðilegum tilgangi. í riti sínu Ketamine: Dreams and Realities ræðir hann við fjölda neytenda og gerir grein fyrir kenning- um sínum um verkun ketamíns. Jan- sen telur ketamín bindast svokölluðum N-P-viðtökum í heilaframum. Með þessu sé miðtaugakerfisboðefnið glúta- mat gert óvirkt í viðkomandi frumum sem geri það að verkum að gögn frá skynfærunum komist ekki til skila. Heilinn reyni þá aö fylla í eyðumar með gögnum frá öðram heilastöðvum sem lýsi sér í verulegri ummyndun raunveruleikans. Jakob Kristinsson, lyfjafræðingur á Rannsóknastofu Háskóla íslands í lyfja- og eiturefnafræði, sagði varasamt að ragla saman tilgátum annars vegar og rökstuddum rannsóknaniðurstöðum hins vegar, í raun vissi enginn upp á hár hvemig ketamín virkaði. „Ketamin veldur því að menn skynja ekki sársauka og ekki umhverfi sitt, missa sem sagt algjörlega minnið. Hægt er að nota lyfið til að gera skurð- aðgerðir án þess að menn finni fyrir því eða muni eftir þvi. Aftur á móti hef- ur þetta þann kost að það hefur minni öndunarbælandi áhrif en önnur svæf- ingarlyf," sagði Jakob. Hann sagði verkun ketamíns felast í því að sárs- aukaboðin flyttust tO heilans en hann ynni ekki úr þeim. „Menn hafa verið að reyna að skýra verkunina út frá glútamati og öðrum örvandi boðefnum en hafa enga raunverulega skýringu milli handanna, alla vega ekkert sem þeir vilja hengja hatt sinn á,“ bætti hann við. Ketamínheimurinn - dauðareynsla Viðmælendur Jansens era flestir á því að ketamínviman skapi sérstaka tilvera eða veröld - ketamínheiminn. Þar finni neytandinn hvorki mikið fyr- ir sjálfúm sér né umhverfi sínu og sameinist gríðarmikilli vitund eða tómi. I ketamínheiminum sé neytand- inn gjörsamlega óhlutbundinn og sum- ir greina frá þvi að þeim finnist þeir í raun bara vera hugsun sem geysist áfram gegnum tómið. Algengt sé að neytendur fmni á þessu stigi fyrir ótta við aö þeir rati aldrei aftur til baka í sitt venjulega ástand. Aðrir era þess fullvissir að í ketamínheiminum búi einhvers konar vitsmunaafl og sumir telja að þetta afl sé að reyna að koma til þeirra einhvers konar boðum. Sú sannfæring hefur leitt marga neytend- ur mjög langt og menn hafa orðið dag- legri ketamínneyslu að bráð í leit að hinum æðsta sannleik sem sé alltaf rétt utan seilingar. Þá er algengt að neytendur telji sig færast til í tíma, jafnvel um mörg þúsund ár, og samein- ast ævafomum menningarsamfélög- um. Enn aörir telja sig hafa opnað hlið inn í önnur sólkerfi. Þessi sérstaka verkun ketamins hef- ur laðað ýmsa aðra að lyfinu en ungt fólk í tilraunaneyslu. Fólk með mennt- un á sviði raunvísinda hefur hneigst til ketamínneyslu fyrir forvitni sakir vegna meintra tengsla vímunnar við ýmsar kenningar skammtaeðlisfræði. Einkum kenningar um hliðstæða raunveruleika sem byggja á summu af óendanlegum möguleikum atburða, um að hver punktur í alheiminum eigi sér samsvörun í öðram punkti og um möguleikann á því að tvær eða fleiri öreindir geti hugsanlega verið á sama stað á sama tíma. Einn stærsti neyt- andinn í viðmælendahópi Jansens er prófessor í stærðfræði við bandarískan háskóla. Hann hefur sprautað sig með ketamíni í meira en áratug. Annað megineinkenni ketamín- vímunnar er hin svokallaða dauðar- eynsla (“near-death experience“) sem margir upplifa. Birtingarform hennar geta verið mismunandi en þau algeng- ustu era að neytandanum finnst hann ferðast gegnum dimm göng í átt að ljósi, hann telur sig vera látinn eða honum finnst sem hann nái sambandi við æðri máttarvöld. Sumir hafa jafn- vel talið sig sjá inn í helvíti. Jansen tel- ur hugsanlegt að í sumum tilfellum veröi minningar um fæðingu viðkom- andi virkar en fæðing og dauði renni oft saman í eitt ferli í undirmeðvitund- inni. Dauðareynslan virðist tengjast draumum en þeir sem muna drauma muna gjaman reynslu sína í ketamín- svæfingu. Þetta var rannsakað í hópi 150 manna. Af þessum 150 sögðust 45% almennt muna drauma. Af því hlutfalli mundu 75% drauma meðan á ketamin- svæfingu stóð en aðeins 2,4% af þeim sem mundu almennt ekki drauma mundu eftir reynslu sinni í svæfing- unni. Hlutfall þeirra sem muna drauma er mjög svipað hlutfalli þeirra sem upplifa dauðareynslu á ketamíni en það era 40%. Dr. John C. Ully Sennilega hefur enginn framkvæmt víðtækari rannsóknir á áhrifum ketamíns en bandaríski læknirinn og vísindamaðurinn John C. Lilly. Lilly, sem er þó þekktastur fyrir rannsóknir sínar á heilastarfsemi höfranga, hann- aði gríðarmikinn vatnstank sem var þannig útbúinn að skynfæri þess sem í tankinum dvaldist vora útilokuð frá nánast öllu utanaðkomandi áreiti. Ætl- un hans var að rannsaka hvemig skynfærin byggju sér til forsendur þeg- ar þau hefðu ekkert að styðjast við. Til- raunirnar undu smám saman upp á sig og Lilly sprautaði sig bæði með LSD og ketamíni meðan hann dvaldist í tankinum. Niðurstöðumar birti hann að hluta árið 1978 í ritinu The Scient- ist - A Novel Autobiography. Þar segir Lilly frá því hvemig hann missti smám saman allt raunveruleikaskyn á fimmtán ára tímabili. Hann þóttist þess fullviss að hann væri staddur á árinu 3001 og eitt sinn er hann sprautaði sig með ketamíni á saleminu í flugvél taldi hann aö verar frá öðrum hnöttum hefðu náð sam- bandi við hann gegnum salemisspegil- inn. Upplýsingar frá þeim um ýmis yf- irvofandi samsæri leiddu til þess að Lilly reyndi ítrekað að ná tali af Ford Bandaríkjaforseta tO að vara hann við. Með hjálp tanksins og ketamíns taldi Lilly sig geta smækkað vitund sína nið- ur í stuðul Plancks (6,624x10-27) og komist þannig á hvaða stað sem væri í alheiminum. Lilly slapp lifandi frá rannsóknum sínum og náði geðheilsu á ný. Hann hlaut lof vísindasamfélagsins fyrir höfrangarannsóknir sínar og er fyrir- myndin að persónunni Wonko the Sane í skáldsögu Douglas Adams, So Long and Thanks for All the Fish. Lilly lést 30. september sl., 86 ára gamall. Ketamín á íslandi Misnotkun ketamíns hérlendis hef- ur, eftir því sem best er vitað, verið bundin við að efnið er þurrkað og tek- ið í nefið í duftformi. Þær tvær tegund- ir lyfsins sem íslenskir læknar nota fengu markaðsleyfi 1976 og 1985. Hrund Hólm, dýralæknir hjá Lyfjastofnun, segir ketamin með betri svæfingarlyfj- um sem notuð séu við dýralækningar og notkun þess sé mikil á þeim vett- vangi hérlendis. Það sé þó aldrei notað eitt sér, alltaf séu gefm róandi lyf með þar sem dýrin verði mjög óróleg vegna aukaverkananna. „Það sem er gott við ketamínið er að það er öraggt, það er vel þekkt og það verkar mun lengur en barbítúröt [flokkur svefnlyfja og róandi lyfjaj og hentar því vel fyrir stóran hluta aðgerða sem dýralæknar fram- kvæma daglega," útskýrði Hrund. Hún sagði enn fremur að í flestum tilfellum væri lyfmu sprautað í æð eða vöðva, það færi eftir dýrategundum. Um eftir- ritunarskyldu ketamíns frá næstu ára- mótum sagði Hrund að lyfið hefði ver- ið gert eftirritunarskylt í Noregi 1998 vegna hættunnar á misnotkun þess sem ofskynjunarlyfs. Evrópska lyfja- málastofnunin heföi auk þess verið þátttakandi á fundi um málið haustið 2000 þar sem hvatt hefði verið til auk- ins eftirlits. „Allir sem kaupa lyfið og nota það verða að geyma það í læstum skáp og skrá niður alla notkun. Lyfja- eftirlitið heldur svo utan um þær skráningar," sagði Hrand. Sveinn Geir Einarsson, yfirlæknir á svæfmgadeild St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði, segir notkun á ketamíni meðal Þórarinn Tyrflngsson yfirlæknir A Vogi fengust þær uþþlýsingar aö á þessu ári hefðu fjórtán vistmenn játaö fikt við ketamín. Allt væri það fólk á aldr- inum 18-25 ára. Þórarinn Tyrfingsson yf- iriæknir kvað þetta yfirieitt vera tilrauna- neyslu sem þyrfti e.t.v. ekki aö segja margt um gang mála að öðru leyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.