Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2001, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 Í4 Helgarblað _______________________________________________________________________________________________py s Aþeim tæplega 16 árum sem Eiríkur St. Eiríksson starf- aði sem blaðamaður á '* Eiskifréttum átti hann þess kost að ræða við ótrúlegan fjölda sjó- manna. Vart leið vinnudagur án þess að hann ræddi við sjómenn og voru skipstjórnarmenn þar jafnan í meirihluta. Haustið 1990 varð sú breyting á efnistökum í blaðinu að þátturinn Karlinn í brúnni hóf göngu sína. Markmiðið með þættinum var að endurspegla það sem væri að gerast til sjós, greina frá sem flestum veiðiaðferð- um og ræða við skipstjórnarmenn i öllum landshlutum. Eiríkur hefur á ferli sínum rætt við meira en 500 skipstjóra og nú hafa 55 viðtalanna verið valin í bók sem heitir Á íslandsmiðum árið um kring. Það er bókaútgáfan Skerpla sem gefur út en það forlag hefur náin tengsl við sjávarútveg til margra ára, meðal annars með útgáfu Sjómannaalmanaks Skerplu. í formála bókarinnar segir Ei- ríkur: „Viðmælendur mínir urðu góð- fúslega við þeirri beiðni minni aö leyfa birtingu viðtalanna í þessari bók. Reyndar ber að taka fram að einn af þeim sem rætt er við í bók- inni, Hinrik Þórarinsson, skip- stjóri á Mánatindi SU, lést fyrr á * þessu ári langt fyrir aldur fram. Hinrik var leiftrandi skemmtileg- ur og ákaflega viðræðugóður og maður kom aldrei að tómum kof- unum þegar rætt var viö hann. Mér hefði þótt miöur ef ég hefði orðiö að sleppa viðtalinu viö Hin- rik en til þess kom ekki þar sem Pálína dóttir hans veitti strax samþykki sitt þegar til hennar var leitað. Henni og viðmælendum mínum þakka ég fyrir.“ Við skulum líta á tvö sýnishorn úr bókinni: Hilmar Helgason á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK. 25 tonn á togtímann „Fyrir fimm árum vorum við þakklátir ef við náðum fimm tonn- um af grálúðu á sólarhring en síð- an þá hefur veiðin glæðst mjög mikið og í síðasta túr fengum viö mest upp í 25 tonn af grálúðu á togtímann. Við fengum 160 tonn af grálúðu í aðeins 18 holum og það tók okkur rétt rúma fjóra sólar- hringa aö fá þann afla. Það er hreint út sagt skelfilegt að kvótinn skuli ekki hafa verið aukinn í samræmi við uppsveifluna í grá- 7 lúðustofninum. Fiskifræðingar viðurkenna að aflaaukningin sé til staðar en þeir segja mér að vegna þess aö þeir viti ekki hvaöan grá- lúöuseiðin koma og hvernig nýlið- uninni sé háttað þá sé ekki hægt að auka við kvótann! Það er Hilmar Helgason, skip- stjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK, sem þetta mælir en í síðustu veiðiferð skipsins varð aflinn alls rúmlega 200 tonn og þar af fengust 160 tonn af grálúðu á Hampiðju- torginu á fjórum sólarhringum og tiu tímum betur. Vegna þess hve aflinn var góður þá hafðist ekki alltaf undan í vinnslunni og því þurfti Hilmar að láta skipið reka , nokkrum sinnum. Hilmar segir skerðinguna á grálúöukvótanum eftir aflasamdráttinn upp úr 1994 til 1995 hafa verið réttlætanlega en það sé óskiljanlegt að ekki skuli vera aukið við kvótann þegar stofninn hefur náð sér á strik að nýju. Veiðin nú sé jafngóð og þeg- ar hún var best upp úr 1990. „Ég er búinn að stunda grálúðu- veiðarnar á Hampiðjutorginu frá því 1990 og viö höfum veriö að veiðum á þessu svæði frá því í apr- U og fram á sumar allar götur síð- an þá. Það kom mjög mikU lægð i 31 veiðamar 1994 og 1995 og þá var kvótinn skertur verulega en frá ár- inu 1997 hefur veiðin verið að glæðast. GrálúðuaUinn var nokk- uð góður árið 1998 og í fyrra feng- um við mjög góða veiði eða mest um 30 tonn eftir eins og hálfs tíma hol. Veiðin í þessum síðasta túr var betri en á sama tima í fyrra og lúðan er auk þess vænni. Helsta breytingin sem ég tók eftir var sú Eiríkur St. Eiríksson er blaðamaður og rithöfundur sem skrifar um sjávarútveg Eiríkur hefur á ferli sínum rætt vid meira en 500 skipstjóra og nú hafa 55 viötalanna veriö valin í bók sem heitir Á íslandsmiðum áriö um kring. Þaö er bóka- útgáfan Skerpla sem gefur út en þaö forlag hefur náin tengsl viö sjávarútveg til margra ára, meöal annars meö útgáfu Sjómannaalmanaks Skerplu. - viðtöl við 55 skipstjóra í bókinni Á íslandsmiðum árið um kring að grálúðan var nú á mun stærra svæði og það kom fyrir að hægt var að draga troUið í meira en þrjá tíma í senn og fá innkomu í það allan þann tíma,“ segir HUmar. Hættir aö safna sýnum Undanfarin ár hefur áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK tekið sýni úr aflanum á grálúðuveiðun- um fyrir Hafrannsóknastofnunina og lagt í það töluverða vinnu. Hilmar segir að þessu hafi nú ver- iö haett. „Ég sé ekki tUganginn með því að vera að safna þessum sýnum þegar ekkert mark er tekið á þvi sem við erum aö segja. Við höfum tekiö 30 grálúður úr hverju holi, lengdarmælt þær allar og tekið kvarnasýni úr tíu þeirra. Við höf- um lagt mikla vinnu í þetta sem og áhafnir fleiri skipa en þrátt fyrir aö aUaaukningin blasi við og allir séu sammála um að veiðarnar séu í mjög góðu lagi þá gerist ná- kvæmlega ekkert í kvótamálun- um. Ég skU það mætavel að fiski- fræðingarnir þurfi að fylgja Hilmar Helgason skipstjóri Hann hefur mikla reynslu sem tog- araskipstjóri og er enn skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK. ákveðnum verklagsreglum en á meðan þeir vita ekkert um nýlið- unina hjá grálúðunni og þeir geta ekki taliö seiðin þá skilst mér að ekki sé hægt að auka við kvótann. Reynsla mín varðandi aðra stofna er sú að fiskifræöingamir sjái það tveimur tU þremur árum á eftir okkur skipstjórunum hvað er að gerast og það væri eftir öðru að þeir legðu til aukningu á grálúðu- kvótanum um svipað leyti og næsta niðursveiUa hefst. Það kæmi mér ekkert á óvart,“ segir HUmar en hann upplýsir að nú sé mesta og besta grálúðuveiðin á um 400 tU 550 faðma dýpi og grálúðan veiöist jafnvel alveg upp á 300 faðma. Þegar veiðin dalaði um miðjan síðasta áratug voru skipin hins vegar farin að veiða grálúð- una allt niður á 650 til 750 faðma dýpi. Upp í 70 milljón krónur á ári fyrir utankvótategundir Útgerð og áhöfn Hrafns Svein- bjarnarsonar GK hafa lagt mikla áherslu á það undanfarin ár að nýta utankvótategundir eins og gulUax og litla karfa og að sögn HUmars hefur aflaverðmætið fyrir — Hrafn Sveinbjarnarson GK í júní 1998. Reynsia mín varöandi aöra stofna er sú aö fískifræðingarnir sjái þaö tveimur til þremur árum á eftir okkur skipstjór- unum hvaö er aö gerast og þaö væri eftir ööru aö þeir legöu til aukningu á grálúöukvótanum um svipaö leyti og næsta niðursveifla hefst. þessar tegundir mest orðið um 70 mUljón krónur á ári. í síðustu veiðiferð fengust rúm 40 tonn af guUlaxi við suðurströnd landsins auk grálúðuaflans á Hampiðju- torginu. „GuUlaxveiðin í vetur og fram til þessa dags er lakari en á sama tíma í fyrra en þó höfum við feng- ið ágætan afla af og tU. Það hafa komið nokkrir dagar þegar aflinn hefur farið yfir tonn á togtímann en ef vel ætti að vera þá þyrfti afl- inn að vera nokkru meiri. Við höf- um háusað gulUaxinn og fryst hann fyrir Rússlandsmarkað en einnig flakað fiskinn og unnið hann í marning fyrir Noregsmark- að. Það hefur ekki verið mjög mik- U1 munur á verðinu en kosturinn við að flaka gulUaxinn eða vinna hann í maming er sá helstur að af- urðirnar taka minna pláss og minna þarf af umbúðum og auk þess hafa afskipanirnar verið hraðari en á hausuðum og heilfrystum guUlaxi sem seldur er tU Rússlands," segir HUmar en í máli hans kemur fram að auk gull- laxveiðanna geti veiðar á litla karfa verið mjög áhugaverður kostur. „Helsta veiðisvæðið fyrir litla karfa, sem er í kantinum úti af Reynisdjúpi, er lokað togurum á þessum árstíma og svæðið verður ekki opnað aftur að hluta fyrr en 1. ágúst og síðan 1. september. Á þessu svæði getum við veitt hreinan litla karfa á haustmánuð- um á 90 til 130 faðma dýpi. Þessi fisktegund heldur sig mjög víða og í síðustu veiðiferð urðum við varir við dálítið af litla karfa út af Grindavíkurdjúpi svo dæmi séu nefnd. GaUinn er sá að þar meg- um við ekki fara með troUið, sem er með smærri möskva en gengur og gerist, upp fyrir 220 faðma dýpi. Það væri örugglega hægt að veiða mikið af þessum fiski nær landi mjög víða en hættan er sú að þá komi smáfiskur af öðrum tegundum með í trollið," segir HUmar en þess má geta að litli karfinn er yfirleitt frá 150 grömm- um og upp í um 250 grömm að þyngd. Flökunarvélar taka ekki svo smáan karfa og því hefur fisk- - urinn verið heilfrystur með haus og sporði fyrir markaði í Asíu- löndum. Karlarnir í brúnni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.