Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Side 6
6 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 Fréttir DV Útgjöld til heilbrigðismála hækka um 6,4 milljarða króna: Kostnaðarhlutur sjúklinga stórhækkar - ekki samstaða um að mæta þessu eftir öðrum leiðum, segir ráðherra Jón Kristjánsson heilbrigðisráö- herra kynnti í gær þær hækkanir sem verða á hlut einstaklinga í kostnaði við heilbrigðisþjónustu um áramótin. Eins og áður hefur verið greint frá í DV er hækkun hámarks- gjalda á komu til sérfræðinga veru- leg. Þar er um þrefóldun á hámarks kostnaðarhlut sjúklinga að ræða við hverja komu, en hann hækkar úr 6.000 krónum í 18.000 krónur. Eftir að sjúklingar hafa náð þessu greiðsluþaki borga þeir 1/3 kostnað- arhlutdeildar sinnar eftir það. Heild- arútgjöld til heObrigðismála hækka hins vegar um tæplega 6,4 milljarða króna á milli ára, eða úr tæplega 53,3 milljörðum á fjárlögum 2001 í 59,6 milljarða á fjárlögum 2002. Almenn komugjöld á heilsugæslu- stöðvar hækka einnig töluvert. Þess Hörður Kristjánsson blaðamaöur Fréttaviðtalið ber þó að geta að þau gjöld hafa ver- ið óhreytt frá því í janúar 1996. Eftir breytinguna kostar 850 krónur að leita til heilsugæslulæknis án afslátt- ar, en það kostaði áður 700 krónur. Komugjald fyrir börn, elli- og ör- orkulífeyrisþega hækkar úr 300 i 350 krónur um áramótin. Sambærilegar hækkanir verða á komugjöldum á heilsugæslustöðvar utan dagvinnu- tíma og eins á Læknavaktina. Á að skila 500 milljónum Heilbrigöisráðherra segir að þessar upphæðir, sem aukin kostnaðarhlut- deild sjúklinga og greiðsluþátttaka í lyfjum, eigi að skila um 300 milljón- um króna til heilbrigðiskerfisins. „Þar að auki ætlum við okkur að ná inn um 150 milijóna króna spam- aði í lyfjum með öðrum aðgerðum. Það er með aðgerðum í heildsöluverði og viðmiðun í svokölluðum „analog“- lyfjum. Þá er kostnaðarþátttakan miðuð við ódýrari lyf með sömu verk- un og þau dýrari. Þetta eru því fast að 500 milljónir sem þessi aðgerð hefur í fór með sér í raun.“ Jón Kristjánsson segir þó að sparnaðurinn af samning- um við framleiðendur og lyfjaheild- sala sé ekki í hendi. Ekki samstaða um aðrar leiðir - Hefði ekki verið hægt að ná þessum fjármunum á annan hátt en með auknum álögum á sjúklinga? „Það hefði þá ekki verið nema með aukinni almennri skattlagn- ingu. Það þótti hins vegar ekki fær leið miðað við þær aðstæður sem uppi voru. Það var heldur ekki sam- komulag um slíka hækkun skatta til að ná inn tekjutapi ríkissjóðs. Maður vonar því auðvitað að sú þróun haldi ekki áfram á næsta ári að ríkissjóður tapi tekjum.“ Nærri 80% kostnaðarins vegna launa - Nú er um 6,3 milljarða hækk- un að ræða á útgjöldum til heil- brigðismála á milli fjárlaga í ár og ársins 2002. Er sífelld aukning út- gjalda ekki farin að kalla á uppstokkun í kerfinu? „Það verður að gá að þvi hvemig þetta er sam- ansett. Um 75-80% af kostnaðinum við heil- brigðiskerfið er vegna launa. Það hefur tölu- vert verið rætt um upp- stokkun og þá horfa menn á þessar háu upphæðir. Ég held að þarna sé þó um þjón- ustu að ræða sem menn vilja ekki vera án. Það kostar óhjá- kvæmilega mikla fjár- muni. Leiðin er að efla grunnþjónustu og forvarnir Það sem viö vilj- um kappkosta er að þjónustan sé góð og að hún sé veitt á réttum stöðum kerfinu. Að menn noti heilsugæsluna og grunnþjónust- una eins og þeir geta og leiti þá til sérfræðinga þegar ráö heilsugæslunnar þrýt- ur. Það er hagkvæmast fyrir alla. Síðan þurfa menn dýr- ari úrræði, eins og spítala og sérfræðinga sem er dýrasta formið á þjónustunni. Ég undirstrika þó að þetta tvennt síðastnefnda er mjög nauðsynlegur þáttur í heilbrigðis- kerfinu. Ég tel hins vegar mjög áríð- andi að grunnþjónustan sé öflug. Ég vil efla hana og einnig efla forvarn- ir. Ég held að það sé leiðin til aö koma í veg fyrir að þessi útgjöld fari alltaf sivaxandi." Óveruleg áhrif á framfærsluvísitölu - Hafa allar þessar hækkanir ekki áhrif á framfærsluvísi- tölu? „Þetta er auðvit- að mikil hækkun en áhrifin eru þó óveruleg á fram- færsluvísitöluna. Ég er auðvitað viðkvæmur fyrir því hvemig þetta kemur við al- menning í land- Jón Kristjánsson Heilbrigóisráöherra segir erfitt aö mæta stööugri hækkun útgjalda til heilbrigöismála. inu en vísa til þess að við höfum á móti rýmkað endurgreiðslureglu- gerð Tryggingastofnunar. Þaö á að mæta þeim sem hafa lágar tekjur. Þeir eiga að geta fengið endur- greiðslu á lækniskostnaði sam- kvæmt ákveðnum reglum í gegnum Tryggingastofnun." - Gerist það af sjálfu sér? „Nei, menn verða að sækja sér- staklega um það til Tryggingastofn- unar.“ - Ráðherra segist þó reiðubú- inn að skoða hvort ekki sé hægt að koma þessu inn í tölvukerfi á við- komandi stofnunum þar sem allar komur sjúklinga eru hvort eð er skráðar. Telur hann líklegt að þannig væri hægt að halda utan um uppsafnaðan kostnaö sjúklinga í stað þess að hver einstaklingur þurfi að passa upp á sínar kvittanir. Gert með vitund ASI - Munu hækkanimar hafa áhrif á það samkomulag sem gert hefur verið á vinnumarkaði? „Nei, ASÍ hefur fylgst með þessu frá upphafi. Þeir hafa ekki sent okk- ur neinar viðvaranir um það. Þetta eitt af því sem kynnt hefur verið þeim viðræðum sem fram hafa riö á þeim vettvangi. Það hefur ví verið uppi á borðinu allan tím- nn.“ Fækka ekki heilsugæslustöðvum - Kemur til greina í hugsan- legri uppstokkun á heilbrigðis- kerfinu að heilsugæslustöðvum verði fækkað? „Nei, það kemur ekki til greina og ég hef engin áform um slíkt. Hins vegar kemur til ireina að sameina stofnanir sem íðast. Það getur verið að skyn- mlegt sé að sameina yfirstjórn- ma ef aðstæður eru þannig. Ég held að þessi þjónusta þurfi hins vegar að vera sem víðast fyrir hendi og aðgengileg fyrir fólkið." Þokast í samningum við tannlækna - Hvað með samninga við tann- lækna? „Það standa yfir samningar Tryggingastofnunar við tannlækna. Ég hygg að eitthvað hafi þokast í þeim á síðustu vikum. Það hafa ver- ið lausir samningar við tannlækna mjög lengi. Ég vonast því til að samningar náist og þá sérstaklega varðandi svokallaðan forvarnar- pakka. Ég held að það sé mjög áríð- andi að fólk eigi aðgang að slíku á einhverju föstu verði,“ sagöi Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Sigurður J. að hætta Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, hefur verið ráðinn deildarstjóri fjármála- deildar Norður- orku. Stjórn fyr- irtækisins sam- þykkti ráðningu hans í vikunni og mun Sigurður í framhaldinu hætta sem bæjar- fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn eftir áratuga starf á þeim vett- vangi. Sigurður hefur verið einn helsti leiðtogi sjálfstæðismanna á Akureyri um langt árabil og verður því mikill sjónarsviptir af honum. Auk Sigurðar hafa tveir aðrir bæj- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hætt á kjörtímabilinu, annars vegar Vilborg Ingólfsdóttir sem flutti burt og hins vegar Valgerður Hrólfsdótt- ir sem er látin. Ljóst er því að mik- il endurnýjun mun eiga sér stað á lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri og oddviti listans, segir að vissulega sé slæmt að missa gott fólk, en hann telur þó að flokkurinn hafi enn á að skipa ágætis mann- skap með góða reynslu. Kristján segir alveg óráðið hver taki við af Sigurði sem forseti bæjarstjórnar en Páll Tómasson arkitekt muni nú setjast sem aðalmaður í bæjar- stjórnina. Aðspurður segir Kristján þó ljóst að nýr forseti bæjarstjórnar verði skipaður en varaforseti ekki látinn gegna stöðunni til vors. -BG Norðlenska: Segir upp 37 í Borgarnesi - áfall, segir bæjarstjóri Norðlenska sagði í gær upp 37 starfsmönnum í kjötvinnslu sinni í Borgarnesi. Næstu mánuðir verða notaðir til að fara yfir rekstur fyr- irtæksins í byggðarlaginu en slát- urhúsið þar er orðið hrörlegt og heilbrigðisyfirvöld krefjast úrbóta sem vandséð þykir að séu ábata- samar. Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, kveðst harma uppsagnimar sem hann segir þó vera óumflýjanlegar ef koma eigi taprekstri fyrirtæks- ins á beinu brautina. Flytja á þá starfsemi sem verið hefur í Borgar- nesi til Akureyrar þar sem höfuð- stöðvar Norðlenska eru. „Þetta er sorglegt en þó fyrst og fremst mikið áfall,“ sagði Stefán Kalmannsson, bæjarstjóri í Borgar- nesi, í samtali við DV. Hann sagði að strax eftir nýár yrði settur á fundur með stjórnendum Norð- lenska til að fara yfir málið - og leitað yrði leiða svo ekki þyrfti að koma til lokana. -sbs Leiðandi í matar- og drykkjarsjálfsölum fyrír vinnustaði. r~ o selecta III Selecta ehf. • Sími 5 85 85 85 • www.selecta.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.