Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 Helgarblað ÐV íslenska ákvæðið „Ég vil nefna þann óróleika á efna- hagssviðinu sem stjómvöld hafa verið- að glíma við. Maður vonar síðan að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til ásamt framlagi aðila vinnumarkaðarins dugi til þess að tryggja stöðugleik- ann á ný,“ segir Kristinn H. Gunn- arsson, formaður þingílokks Fram- sóknarflokksins. Kristinn H. Gunnarsson. „Á alþjóðavettvangi langar mig auk 11. september að nefna takmörkun á út- blæstri gróðurhúsalofttegunda . Það er mjög merkilegt mál og ekki sist sá stuðningur sem íslendingar fengu með hinu svonefnda íslenska ákvæði. Á vettvangi Framsóknarflokksins þyk- ir mér eftirminnilegt að hann hefur tekist einarðlega á við tvö af stærstu deilumál- um í íslenskri pólitík á árinu, sjávarút- vegsmál og Evrópumál,“segir Kristinn. Efnahagsmálin „Mér sýnist nú að efnahagsmálin beri hvað hæst og sú staðreynd hve vel hefur gengið að varðveita stöðugleikann og skapa bjartsýni á framtíðina," segir Sigríður Anna Þórð- ardóttir, formaður þingflokks Sjálfstæð- isflokksins. „Ég er meðal annars að visa til þeirra skattalækkana sem samþykktar voru í þinginu fyrir jólin og það að það skuli hafa tekist að skila fjárlögum þar sem myndarlegur afgang- ur er á ríkissjóði. Þá er þríhliða sam- komulag aðila vinnumarkaðar og ríkis- ins, sem tókst á dögunum, mikilvægt. „En skugga hefur líka borið á þessi jákvæðu tíðindi og 11. september er ná- lægt okkur öllum og á ugglaust eftir að hafa mikil áhrif á hugsunarhátt okkar og breyta honum,“ segir Sigríður Anna. Öryrkjamálið „Innan þingsins ber hæst deilumar um öryrkjadóminn og eins kjarabarátta í þjóðfélaginu. Það var þó fyrst og fremst sjómanna- verkfallið sem kom til kasta Alþingis," segir Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, um pólitík- ina. „Þá er mér lfka ofarlega í huga það sem átti að koma til umræðu á Alþingi en kom ekki. Það er t.d. aldeilis forkastan- legt að úrskurðurinn um Kárahnjúka- virkjun skuli ekki hafa komið fram þeg- ar þingið situr. í stóriðju- og virkjunar- málum er rikisstjómin og hennar lið ekki með sjálfsöryggi og góðan málstað," segir Ögmundur. Hann nefnir líka utanrikis- mál. „Ofbeldið á hemumdu svæðunum, árásimar á New York og Pentagon og stríðsrekstur í Afganistan hafa skekið heimsbyggðina og komið til umræðu á Alþingi," segir Ögmundur. Breytt heimsmynd „Atburðimir 11. september standa að mínu mati upp úr þegar litið er yfir árið því þeir hafa sett mark sitt á jafht okk- ur íslendinga sem alla heimsbyggðina. Þeir breyttu heims- myndinni ,“ segir Bryndís Hlöðvers- dóttir, formaður þingflokks Samfylk- ingarinnar. Af inn- lendum vettvangi neöiir Bryndís e&a- hagsmálin og þá erfiðleika sem ríkis- stjómin hefur ratað í á því sviði. „Þessi mál hafa verið mjög einkennandi og þá kannski sérstaklega sú sátt sem aðilar vinnumarkaðarins stóðu fyrir nú fyrir skömmu,“ segir Bryndís. Þegar kemur að málefnum Samfylkingarinnar sjálfr- ar segir Bryndis tvennt standa upp úr: „í fyrsta lagi er það glæsilegur lands- fundur sem við héldum í haust og í öðm lagi er það hvemig við samfylkingarfólk höfum mtt brautina í Evrópuumræð- unni með miklu og vönduðu starfi," seg- ir Bryndís Hlöðversdóttir. Bryndís Hlöðversdóttir. Ogmundur Jónasson. Sigríður Anna Þóröardóttir. Stjórnmálin á árinu 2001: Skýrari línur í stórum ágreiningsmálum Áriö sem nú er að líða hefur um margt verið litríkt á hinu pólitíska sviði, ekki síst í landsmálapólitíkinni. Nokkr- ar sveiflur hafa mælst í fylgi flokkanna í skoðanakönnunum DV en í ársbyrjun mældist rikisstjómin með óvenjulítið fylgi og var í raun fallin. Þaö var rakið til öryrkjamálsins svokallaða en síðan hefur stjómin verið að sækja verulega í sig veðrið og getur vel við unað í lok árs- ins. Það sem einkum hefur vakið athygli er sú þróun sem hófst í könnun í lok jan- úar að Samfylkingin virtist ekki vera að græða neitt sérstaklega á hinu óvinsæla öryrkjamáli en það gerðu hins vegar Vinstri grænir sem vom þá orðnir næst- stærsti flokkur landsins. Framsókn hafði tapað nokkrum prósentum af sínu kjörfylgi en ekkert virtist hrina á sjálf- stæðismönnum sem halda sinu striki gegnum þykkt og þunnt. Þetta fylgis- mynstur hefur haldist allt árið, með ein- hveijum tilbrigðum til eða frá. Landsfundir Allir stjómmálaflokkamir nema Fijálslyndir hafa haldið stórar skraut- samkomur á árinu og fomstan i flokkun- um hefur þar fengið endurnýjað umboð til að starfa um leiö og stálinu hefur ver- . ið stappað í hinn almenna flokksmann. Þannig hélt Framsóknarflokkurinn flokksþing í mars þar sem ný uppstilling varð í forastumálum en fylla þurfti skörð Finns Ingólfssonar, fyrrum vara- formanns, og Ingibjargar Pálmadóttur ritara. Þama var Guðni Ágústsson kos- inn varaformaður og Siv Friðleifsdóttir ritari. I haust hélt svo Sjálfstæðisflokk- urinn glæsilegan landsfund þar sem Davið Oddsson og Geir Haarde fengu mjög afgerandi kosningu og endumýjað umboð. Mikið var tekist á um sjávarút- vegsmálin á þessum landsfundi og end- aði sú rimma með málamiðlun um hóf- legt veiöigjald. Skömmu eftir landsfund sjálfstæðismanna héldu Vinstri grænir sinn landsfund undir yfirskriftinni „fjöl- breytni" og var þar svipaður einhugur uppi varðandi forastumál. Steingrímur J. Sigfússon var klappaður upp til for- ustu, enda blásandi byr i seglum þessa nýja flokks. Og loks hélt Samfylkingin sinn fyrsta landsfund og beindist athygli flokksmanna talsvert inn á við, að ráðherrum og þegar Ingi- Formaðurinn Davíö Odds- son á Lands- fundi Sjálfstæö- isflokksins í haust. P flokksbyggingarstarfi. Össur Skarphéð- insson var einróma endurkjörinn for- maður eins og aörir forastumenn sem gáfu kost á sér. Sjávarútvegur og Evrópa Það vekur athygli að á þessum fund- um öflum hafa stjómmálaflokkarnir nokkuð skýrt afstöðu sína til mála sem verið hafa umdeild mjög lengi, mála eins og fiskveiðistjómunar og Evrópumála. í fiskveiðimálum liggur nú fyrir nokkuð hrein lina milli þeirra sem vilja hóflegt eða skynsamlegt veiðigjald annars vegar og svo hinna sem vilja útfærsu af fym- ingarleiðinni svokölluðu. Allir era hins vegar fylgjandi einhvers konar auðlinda- gjaldi. Markalínan hér liggur milli nú- verandi stjórnar og stjómarand- stöðu, stjómarandstaðan vill fym- ingarleið en stjómin veiðigjald- í ið. Markalinan liggur hins veg- r ar á annan hátt í Evrópumál- um, en þar eru Framsókn og Samfylking áberandi Evrópu- sinnaðri en Sjálfstæðisflokk- urinn og VG. Hugsanlega mun þessi skipting hafa áhrif ' þegar kemur að því að fokkar velji sér fóranaut í stjómar- samstarfi framtíðarinnar. Öryrkjamálið Eitt stærsta póli- tiska hitamáliö sem upp kom á fyrri hluta ársins var án efa ör- yrkjamálið svokallaða. Dómur Hæsta- réttar hafði fallið fyrir hátíðimar árið 2000, e’n viðbrögð ríkisstjóm- arinnar við dóminum komu ekki fram fyrr en 1 janúar. Andstað- an við þessi viðbrögð var mikil og kröftug, bæði úti í samfélaginu og hjá stjómarandstöðunni á þingi. Þótti mönnum sem ríkisstjómin hefði túlkað dóminn sér mjög f hag og skammtað naumt þær réttarbæt- ur, sem Hæstiréttur hafði fært ör- yrkjum. Máliö fór þó í gegnum þing- ið á endanum en ekki fyrr en upp höfðu komið mjög óvenjuleg tilvik þar sem Hæstiréttur ekki síður en ríkis- stjómin var orðinn aö skotmarki gagnrýni. Halldór Blöndal þingfor- Skýrari línur Sjávarútvegsmál skýröust nokkuö á árinu, allir flokkar eru nú tilbúnir í auölindagjald. seti hafði sent Garðari Gíslasyni, forseta Hæstaréttar, bréf þar sem hann bað um skýringu á því hvort Hæstiréttur hefði verið að segja í dómi sínum að óheimilt væri að skerða tekjutryggingar maka al- mennt eða hvort rétturinn hefði verið að tala um þessa ákveðnu afmörkuðu teg- und af skerðingu vegna tekna maka. Þetta töldu menn til marks um óeðlileg og ósiöleg afskipti framkvæmdavaldsins af dómsvaldinu. Ráöherraskipti í skoðanakönnun sem DV birti um miðjan janúar kom í ljós að 81,5% þjóð- arinnar vora andvíg við- brögðum rikisstjómar- innar. Álagiö var eðlilega mikið á björg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra var í sjónvarpsviðtali vegna framvarps ríkisstjómarinnar um öryrkjamálið hné hún í ómegin í beinni útsendingu. Með henni í mynd var Össur Skarphéðinsson og brást hann heldur seint og stirðbusa- lega við áfalli Ingibjargar, sem aftur var sögð ein aðalskýringin á því að Samfylk- ingin græddi ekki á þátttöku sinni og gagnrýni í öryrkjamálinu. Skiijanlega settu þessi veikindi strik í reikninginn hjá Ingibjörgu Pálmadóttur sem vissu- lega sneri aftur i heilbrigðisráðuneytið eftir nokkurra vikna fjarvera. En það var eingöngu til að ljúka ákveðnum verkum því snemma á vormánuðum til- kynnti hún að hún væri hætt afskiptum af stjómmálum og ráðherraskipti urðu í ríkisstjóminni. Jón Kristjánsson tók þá við heilbrigðisráðuneytinu. öryrkjamálið er þó ekki úr sögunni því nú í desember hefur Öryrkjabanda- lagið höfðað mál fyrir hönd einnar tfl- tekinnar konu til að fá skorið úr um hvort viðbrögð ríkisstjómarinnar hafi verið lögum samkvæmt. Versnandi efnahagur Ýmis fleiri hitamál hafa verið áber- andi á árinu og versandi efnahagur hef- ur framkallaö ýmsar snerrur. Þannig hefur stjómarandstaðan, ekki síst Össur Skarphéðinsson, gagnrýnt Davíð Odds- son fyrir skammsýni í efnahagsmál- um og að skilja ekki hættuna sem felst í viðskiptahallanum. Davíð hefúr hins vegar svar- að fúllum hálsi og gerði m.a. lítið úr Össuri i ræðu á landsfundi sjálfstæðis- manna í haust. Þá tók Davíð óstinnt upp mæl- ingar Þjóðhagsstofnunar og lýsti því yfir í beinni útsendingu í sjónvarpi að hugmyndir væra um að leggja stofnunina niöur - en lítið hafði verið um það flallaö í ríkisstjóm eða við starfsfólk stofnunar- innar. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor. Prófessor við Háskóla íslands: Ópólitísk andstaða „Árið 2001 verður senni- lega ekki talið sérlega við- burðaríkt í stjórnmálum,“ segir dr. Gunnar Helgi Krist- insson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla ís- lands. Hann segir að stjórnar- flokkarnir hafi öruggan meirihluta og i samstarfinu þeirra á milli hafi ekki orðið nein meiri háttar uppákoma af þvi tagi sem stundum hafa einkennt ríkisstjómir á ís- landi. Stjórnarandstöðunni hafi ekki gengið vel að koma höggum á stjórnina. „Á vinstri vængnum virð- ist gamalkunnugt mynstur vera að festa sig í sessi þar sem Vinstri grænir minna óneitanlega nokkuð á Al- þýðubandalagið og Samfylk- ingin á Alþýðuflokkinn. Ef Samfylkingunni gengur ekki því betur í sveitarstjómar- kosningunum næsta vor má fara að spyrja þeirrar spurn- ingar hvort tilraunin um sameiningu á vinstri kantin- um hafi einfaldlega mistekist. Ýmis dæmi má sjá um það á árinu að fjölbreyttari gerend- ur eru komnir inn á svið stjórnmálanna en áður,“ seg- ir Gunnar Helgi. Hann bendir á að ríkis- stjómin hafi í rauninni mátt vara sig á ýmsum „ópólitísk- um“ aðilum ekkert síður en stjórnarandstöðunni. í ör- yrkjamálinu hafi það verið hæstiréttur, í gengismálum hafi það verið markaðurinn (sem ríkisstjórnin hafi raun- ar ákveðið að láta bitna á Þjóðhagsstofnun) og í virkj- anamálum hafi það verið Skipulagsstofnun. „í desem- ber minntu aðilar vinnu- markaðarins líka á að þeir eru áhrifamiklir um opin- bera stefnumótun á íslandi," segir Gunnar Helgi. „Þessi þróun - að opinber stefnumótun ræðst í vaxandi mæli utan hins lýðræðislega sviðs - er alþjóðleg tilhneig- ing en engu að síður visst áhyggjuefni. Lýðræði snýst á endanum um ábyrgð en það er ekki alltaf ljóst í þessu nýja samhengi hvernig fram- fylgja megi hinni lýðræðis- legu ábyrgð," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.