Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Page 27
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 27 Helgarblað I>V Þefdýr ársins Þórarinn V. Þórarinsson er þefdýr ársins. Hann komst inn á gafl í húsa- kynnum Lands- símans og áður en nokkurn varði var allt far- ið aö lykta þar svo af einkavæðingu að andrúms- loftið var orðið óbærilegt. Það end- aði með því að Friðrik húsvörður Pálsson varð aö hreinsa út og láta Tóta skunk fara. Steinbítur ársins Steinbítur árs- ins er Árni Johnsen. Hann beit í stein. Það var kantsteinn. Hvolpur ársins Hvolpur árs- ins er Svala Björgvinsdóttir söngkona. Hvolpar eru ósköp sætir með- an þeir eru litlir en þeir verða stórir, spangólandi og hárleysandi hundar þegar þeir verða stórir. Grís ársins Grís ársins er verðbréfasali. Þeir voru fjölmargir eins og grísir oftast eru en nú er stutt í sláturtíð og litlu grísirnir að komast í sláturstærð enda fer þeim óðum fækkandi. Útigangshestur ársins Útigangshross ársins er Lalli Johns. Okkur hefur verið sýnt hve dapurleg ör- lög hans eru og við höfum djúpa samúð með þess- ari lubbalegu skepnu sem lifir á vergangi og snöpum. En það þýð- ir ekki að við viljum taka hann heim í hús til okkar. Trjámaur ársins Termíti, eða trjámaur ársins er Árni Johnsen. Ef hann sá ein- hvers staðar nýti- lega spýtu þá hor- aði hann sig á kaf og lagði timbrið undir sig til eigin nota. En svo sáu einhverjir holumar og fóru að rann- saka málið. Húsamús ársins Húsamús árs- ins er ótvírætt Sigurður Gísli Pálmason í Þyrp- ingu sem vill greinilega eiga sem flest hús. Ef hann sá einhvers staðar autt hús til sölu á árinu þá keypti hann það þegar í stað. Sigurð- ur er jurtaæta eins og húsamúsin. Griðungur ársins Griðungur árs- ins er Guðni Ágústsson land- búnaðarráð- herra. Hann hef- ur mjög mikinn áhuga á kúm og sýnir þeim jafn- vel blíðuhót og ef einhver fyrir- staða verður á vegi hans þá setur hann undir sig tignarlegan hausinn og bölsótast uns henni er rutt úr vegi. Hann er best geymdur í sveit- inni. Þröstur ársins Þröstur ársins er Hallgrímur Helgason rithöf- undur. Hann á það sameiginlegt með þrestinum að vera afskap- lega skáldlegiir fugl. Hann situr í runnanum við svefnherbergisglugga þjóðarinnar og syngur. Mörgum finnst söngur- inn fagur en öðrum finnst hann ein- tóna og langdreginn og vilja hleypa kettinum út. Rjúpur ársins Rjúpur ársins eru kjósendur Sam- fylkingarinnar. Það eru undarlegar sveiflur í stofninum og enginn veit alveg af hverju þær stafa. Rjúpun- um fjölgar og fækkar og veiðimenn standa ráðþrota og heilu heimilin svelta. Grábjörn ársins Grábjörn árs- ins er Davíð Oddsson. Hann er stór, grimmur, undarlegur í hárafari og er efstur í fæðukeðj- unni í skóginum. Hann liggur í dvala tímum saman en þegar ró hans er raskað ryðst hann úrillur fram úr híði sínu og slær frá sér með hramminum. einstakur í sinni röð, sumir telja hann skrímsli aðrir meinlausa furðuskepnu. Þegar dýrið gólar undan vondum veðrum leggja samt flestir við hlustir. Hannes er sannanlega til. Krókódíll ársins Krókódíll árs- ins er Dorrit Mouissaeff sem er ættuð sunnan úr heitum og dul- arfullum löndum og eins og krókó- díllinn leggur flnum dömum til hrá- efni í skó og töskur þá er Dorrit á skyldum slóðum. Hún er sjaldséð furðudýr sem margir efast um að muni þrífast í íslensku loftslagi. Mörður ársins Mörður ársins er auðvitað Mörður Árnason. Það kemur ein- faldlega enginn annar til greina. Sebrahestur ársins Sebrahestur ársins er Ólafur F. Magnússon læknir en það kom í ljós á árinu að það er ekki hægt að temja hann frekar en sebrahestinn. Þess vegna var hann látinn fara úr hesthúsinu. Að lokum vill Helgarblað DV óska lesendum sinum nær og flær til sjávar og sveita árs og friðar á nýju ári með þökk fyrir samfylgdina. Megi nýtt ár verða fjörugt og fréttnæmt með litríku dýralifi til lands og sjávar. PÁÁ/-sm/-þhs Jólunum fylgir mikið pappírsflóð, pappakassar, pokar og aðrar umbúðir. Katanesdýr ársins Katanesdýr ársins er Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hann er Með dyggri aðstoð okkar allra er hægt að sjá um að allur pappír fari nú í endurvinnslustöðvar, en ekki í tunnurnar með heimilissorpinu. HALL GERiHDR Hallgeröur er sannkölluö silfurvalkyrja. Breiöir silfurhalar skjótast upp og springa í silfurpálma. Þaö veröur engin svikinn af þessari. FIUGEUJAMARKADIR BJORGUKAHSVEItANKA Þyngd: 5,75 kg Timi: 55 sek Pappír og pappaumbúðir taka mikið pláss. Tunnurnar fyllast fljótt ef gjafapappírinn og kassarnir fara þangað, svo ekki sé talað um ef umbúðirnar eru ekki brotnar saman. Verum því dugleg að hjálpast að, fyllum ekki sorptunnur af pappakössum og gjafapappír. Verum væn - og umhverfisvæn - notum endurvinnsluna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.