Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 Helgarblað DV Umferðaröryggi Stærstu málin sem snúa að bifreiða- eigendum á árinu eru náttúrlega að- gerð Samkeppnisstofnunar gagnvart olíufélögunum og svo fréttir sem hafa borist af væntanleg- um úrskurði vegna meintra brota á samkeppnislögum á tryggingamarkaði," segir Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB. „Þetta gefúr von um að viðskipti á þessum mörkuðum verði menningarlegri á komandi ári og styrkari stöðu bifreiðaeigenda sem neytenda. Hins vegar er dapurlegt að á árinu urðu allt of tíð og alvarleg slys í um- ferðinni en ekki þarf miklar aðgerðir til að koma í veg fyrir mörg þeirra. Við erum t.d. eina landið á norðlægum slóðum sem er ekki með umferðarör- yggisáætlun sem lögð er fyrir þingið." Skólamatur „Við hjá Manneldisráði erum ánægðust með það að skólamatur skuli smám saman vera að komast á í grunnskólum í Reykjavík“ segir Laufey Steingríms- dóttir, forstöðumað- ur Manneldisráðs. „Þó um sé að ræða lítið skref er það mjög mikilvægt. Við höfum verið að Laufey Stein- leggja áherslu á að grimsdottir. böm og unglingar hafi aðgang að hollum mat í skóla því að það spomar við öllu sælgætisátinu og ofFitunni. Einnig finnst mér mark- vert að nú erum við loks farin að frnna fyrir áhuga hjá stjómvöldum á aðgerð- um á sviði manneldismála, það er ekki bara verið að tala um málin. í byijun desember var svo stofnað félag um lýðheilsu og bindum við mikl- ar vonir við að það geti stutt okkur í baráttunni fyrir betra þjóðfélagi." Kaupalögin „Á árinu sem er aö líða náðist gríð- arlega mikilvægur áfangi fyrir neyt- endur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, og á þar við að ný lög um lausafjárkaup (kaupalögin) og nýr lagabálkur, lög um þjónustukaup, tóku gildi. „Þessi lög hafa margvíslegt gildi fyrir neytendur og þar má nefna að ábyrgð, hvort heldur sé vegna vöm eða þjónustu lengist úr einu ári í tvö ár. Það veldur hins vegar vonbrigðum að á þessu ári, sem er að líða, eins og undangengnum áram, hafa stjómvöld ekki tekið á því stóra vandamáli sem er heimsins hæsta matarverð á Is- landi. Ástandið er í raun óþolandi, að stjórnvöld, með ýmsum ákvörð- unum sinum gera það að verkum að matvælaverð sé svona miklu hærra hér.“ Jóhannes Gunnarsson. Runólfur Ólafsson. Smáralind 10. október sl. var stór dagur hjá öll- um þeim sem komu að uppbyggingu Smáralindar, íslenskum neytendum, þjóðinni og í versl- unarsögu landsins," segir Pálmi Krist- insson, fram- kvæmdastjóri þessa stærsta verslunar- húss landsins. „Hún er enn einn áfangi í því áð færa verslun Pálmi inn \ landið því að Kristinsson. þj^.er boðið upp á aukið vöruúrval og lægra vörúverð til hagsbóta fyrir íslenska neytendur. Viðtökur hafa verið vonum framar, hingað hafa komiö um 1300 þús. manns á tveimur mánuðum og stefnir í að um ein og hálf milljón manna komi hingað frá opnun og til áramóta. Það hefur gengið eftir, sem við reikn- uðum með, að á mjög ört stækkandi verslunarmarkaði kemur Smáralindin inn sem hrein viðbót og við erum stolt af því hvemig til hefúr tekist. Neytendamálin á árinu 2001: Miklar hækkanir á vörum og þjónustu Árið sem nú er að iíða var ekki hagstætt neytendum því það ein- kenndist af miklum hækkunum á vörum og þjónustu auk tíðra úr- skurða frá Samkeppnisstofnun sem flestir voru á einn veginn, þ.e. að fyrirtæki væru að misnota aðstöðu sína á fákeppnismarkaði til að ná sér í meiri peninga úr vösum hins almenna neytanda. Lagði stofnunin nokkra aðila yfir hné sér og hirti opinberlega við mikinn fógnuð al- mennings. Ótrúlegt ástand Matvara hækkaði mikið 1 verði á árinu og hafði gengi krónunnar þar mikil áhrif. Hækkanir í byrjun árs eru ísienskum neytendum að góðu kunnar en nú brá svo við að ekkert lát var á þeim og um vorið var ástandið alveg sérstaklega slæmt. „Ástandið er ótrúlegt," sagði inn- kaupastjóri einnar matvöruverslun- arinnar í samtali við DV í byrjun júní og annar sagðist ekki hafa und- an að breyta verði í hillum verslun- ar sinnar. „Við erum héma tveir á fullu úti um aUa búð.“ Þessar hækk- anir urðu auðvitað mestar á inn- fluttum vörum sem aftur hafði áhrif á innlenda framleiðslu þar sem að- föng hækkuðu í verði. Áhugaverðar skýrslur Neytendur létu hækkanir vegna gengisbreytinga yfir sig ganga en Ólöf Snæhólm Baldursdóttir blaðamaöur in hefðu hlunnfarið neytendur með ýmsum hætti. T.a.m. að þau hafi haft samráð um verð, stýrt fram- leiðslu innanlands og skipt mark- aðnum miUi sín. Voru fyrirtækin þrjú, SGF, Ágæti og Mata, sektuð í framhaldinu. Eins segir í skýrsl- unni að framkvæmd landbúnaðar- ráðuneytisins á ákvæðum um toUa- vemd á innfluttu grænmeti hafi auðveldað heildsölunum að hafa með sér ólögmætt samráð til að halda uppi verði. Guðni ráðherra varð fyrir miklu ónæði vegna þessa máls en bjargaði sér fyrir horn með því að lofa aðgerðum til lækkunar grænmetisverðs og setti málið í nefnd. Enn hefur ekkert frést af störfum hennar en neytendur bíða vongóðir. Hollustan kostar sitt En það kom flestum á óvart þegar könnun sýndl að hún væri ódýrari en mat- urinn sem meðalljölskyldan borðar. rannsókn stofnunarinnar í því til- viki beinast að einstökum fyrirtækj- um. Þar eru efstir á blaði mat- vörurisarnir tveir, sem ráða nær því öllum matvörkumarkaðnum hér á landi; Baugur og Kaupás. 1 lok árs hafa niðurstöður þessarar rann- sóknar ekki verið birtar. 1 sama streng var tekið í niður- stöðum Guðmundar Ólafssonar, lektors við Háskóla Islands, sem hann kynnti í október. Þar segir m.a. að undir lok síðasta áratugar hafi farið að bera á sérstökum hækkunum sem engar samsvaranir eigi í þróun erlendis og vildi Guð- mundur meina að tveir þætt- ir, þ.e. fákeppni á mat- vörumarkaði og verð- bólguvæntingar, hafi stuðlað að þessum hækkunum. Hollt og ódýrt? Pollíönnur landsins fundu þó einn gleðilegan anga u dýrtíðinni þar sem verðkönnun Manneldisráðs og ASÍ leiddi í ljós að hollur matur er aðeins ódýrari en sá óholli hér á landi, þvert á það sem menn héldu. Stuðst var við verð á matarkörfu sem Manneldisráð setti saman miðað við ráðleggingar um fæði og körfu þar sem finna mátti mat sem end- urspeglaði meðalneyslu íslendinga. Sam- kvæmt þessari könnun kostar 15.500 kr á mann að borða meðalfæöið en hollustan kostaði 14.000 kr. Mesti munurinn á körfunum tveimur fólst í því að i heilsukörfunni var ekkert sælgæti eða gos en þess í stað meira af græn- meti, ávöxtum, mögrum mjólkur- vörum og kommat. Sem kom mönn- um á óvart því mikil umræða hafði verið um hátt verð grænmetis og of- urtolla af ýmsu tagi. Guðni og grænmetið Mestum hæðum náði umræð- an um hátt i „Verðstríð“ á bensíni Eins og kunnugt er kom Sam- keppnisstofnun meira við sögu í málum er snerta neytendur á árinu sem er að líða. Nýjustu fregnir af aðför þeirra gegn olíufélögunum komu öllum að óvörum en margir sögðu að þær hefðu veriö jr longu tíma- bærar. Há- værar raddir um verðsamráö milli olíu- * félaganna hafa heyrst um árabil þar sem þau hafa verið nær samstíga í verðbreyting- um. Þessar raddir þögnuðu þó í nokkra daga í Olíufélögin í sviösljósinu Bensínsalar fengu gríðarlega athygli þegar verðstríð milli olíufé- t laganna hófst í maí. Það stóð þó ekki lengi. græn- metis- verð í vor eins og oft vill verða en á þeim tíma ársins fer að sjást í búöum rándýrt græn- meti, þjakaö af ofurtollum og annarri óværu. Auk þess gaf Sam- keppnisstofnun út enn eina skýrsl- una, í þetta sinn til að upplýsa neyt- endur um víðtækt samráð dreifing- arfyrirtækja á þessu sviði. Hafði Samkeppnisráð gert húsleit hjá fyr- irtækjunum og fundið þar gögn sem það taldi ótvírætt sýna að fyrirtæk- maí þegar æsi- legt „verðstríð“ hófst á bensín- markaði. Und- anfari verð- stríðsins var að þann 1. maí til- kynntu olíufé- lögin hækkun og fór verð á lítra bensíns yfir 100 kr. Fjórum dögum síðar tilkynnti Esso um fjögurra króna hækkun í viðbót og Olís fylgdi skjótt í kjölfar- ið. Þá brá svo við að Skeljungur til- kynnti að hjá þeim yrði engin hækkun. Eftir nokkra daga lækk- uðu Esso og Olís verð hjá sér og þar með hófst 6 daga stríðið á bensín- markaðnum. Neytendur kættust, dældu ódýrara bensíni á bílana sína og þökkuðu guði fyrir virka sam- keppni. Lítið vissu þeir um hversu stríðið stæði stutt. En síðustu að- gerðir Samkeppnisstofnunar hafa gefið tilefni til bjartsýni og ljóst að menn bíða spenntir eftir útkomu þeirrar rannsóknar. En hún kemur væntanlega á nýju ári. Umfangsmeiri mál komið upp mál hjá stofnuninni sem hafa vakið töluvért umtal og svo kann aö vera áö fleiri um- fangsmeiri mál háfi verið kláru’ð á árinu sem’nú er aö lfða heldur en oft áður. Það hefur sett ákveðinn blæ á þetta ár að í desember í fyrra tóku gildi breytingar á sam- keppninslögunum, þau voru hert og ákveöin ákvæði yoru skýrð og hefur það sjálfsagt haft sitt aö segja um framkvæmdina á þessu ári. Meðal annars fólst í þeim að misnotkun á markaösráðandi stöðu er núna bönnuð og þar af leiöandi var t.d. gripið til sektar gagnvart Landssímanum og Skif- unni nú nýverið. En slikum fjár- sektum var beitt í fyrsta skipti á þessu ári. Eftirminnilegustu málin eru hið svokallaða grænmetismál sem komst í hámæli snemma í vor, svo birtum við nokkuð umfangsmikla athugun á matvörumarkaðnum, álagningu og viðskiptaháttum á honum. Nokkur samrunamál vöktu einnig athygli, svo sem þegar stofnunin ógilti samruna Orkufélags Reykja- víkur og Fóðurblöndunnar. Það mál ér reyndar á áfrýjunarstigin núna. Svo er auðvitaö mjög ferskt i minni þessi heimsókn sem við fórum í til olíufélaganna rétt fyrir jólin en niðurstaðna úr henni er ekki að vænta i bráð. Nú hillir einnig undir lokin á frumathugun á viöskiptaháttum tryggingarfélaganna sem hafa ver- ið í athugun á þessu ári. Ég býst þó ekki við að það verði fyrr en undir vorið sem það gerist. voru ekki eins sáttir þegar þeir fréttu að þeir höfðu í mörg ár verið að greiða meira fyrir matinn en nauðsynlegt var. I júni kom út skýrsla frá Sam- keppnisstofnun þar sem fram kom að verð svokallaðrar dagvöru, sem er mat-. og drykkjarvörur og hrein- lætis- og snyrtivörur, hafði hækkað um 15% á nokkrum árum á sama tima og hækkun á innkaupsverði verslana og birgðahúsa hækkaði um 8-9%. Tilkynnti stofnunin að hún myndi fara af stað með mál í því skyni að uppræta hugsanleg brot á samkeppnis- lögum og mun Starfsmenn Samkeppnisstofn- unar hafa verið önnum kafnir á árinu og hafa þeir fengist við mörg mál er snerta ís- f íenska neytendur. ~7 „Það er búið að vera mikið að gera hjá J okkur á árinu sem er að líða,“ segir Guðmundur Sig- urðsson, forstöðu- maður samkeppnis- sviðs Samkeppnis- stofnunar. „Endr- um og sinnum hafa Guömundur Sigurösson „Heimsóknin til olíufélaganna í fersku minni enda stutt um liðið. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.