Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Page 64
Gleðilega hátíð Ingvar Helgason hf. FRETTASKOTID SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 Hafís: Ofært fyrir Horn - þyrlan í ískönnun „Viö sáum hafísjaka strandaðan hér í fjörunni þegar við vorum að fara í fjárhúsin áðan,“ sagði Sólveig Jóns- Vr dóttir, húsmóðir í Munaðarnesi á Ströndum, í samtali við DV í gær- kvöldi. Hafishrafl var í gær að reka að landi á norðanverðum Ströndum og siglingaleiðin fyrir Hom er varhuga- verð og jafnvel talin lokuð vegna íss. Oliuskipið Kyndill, sem var á leið norður um land, sneri við. Stífur norðanvindur er á Húnaflóa og úti fyrir Vestfjörðum og því má reikna með að hafisinn haldi áfram að nálgast land. „í framhaldinu má svo búast við að ís haldi áfram að reka austur með noröurströndinni. ísinn suður með Ströndum er mjög þéttur en ekki er vitað hvort hann er sam- felldur úti fyrir Húnaflóa," sagði Þór Jakobsson, hafisfræðingur Veðurstof- unnar. Landhelgisgæslan fór á fimmtudag í ískönnunarflug á Puma-þyrlu sinni '£;>sem Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri segir hentuga í slík verkefni. Fokker- flugvél Gæslunnar, sem oft er notuð í svona verkefni, er aftur á móti í við- gerð vegna hreyfilsskipta og verður næstu vikur. Þurfi flugvélar veröa þær leigðar, segir forstjórinn. -sbs Stokkseyri: Bíll í Hraunsá Kona missti bíl, sem hún ók, út í Hraunsá, skammt vestan við Stokkseyri, síðdegis i gær. Ekki er ljóst hver tildrög óhappsins voru en hálka var á veginum og sviptivinda- samt. Bíllinn er talsvert skemmdur eftir þetta óhapp en konan slapp ^meidd en blaut. -sbs DV kemur næst út eldsnemma miðvikudaginn 2. janúar. Smáauglýsingadeild DV er lokuð 30. desember og á gamlársdag. Opið verður á nýársdag frá kl. 16-20. Blaðaafgreiðsla og Þjónustuver DV eru opin í dag frá kl. 8-14. Lokað er á gamlársdag og nýársdag. Opið veröur 2. janúar 2002 frá kl. 6-20. Gleðileg nýtt ár! ■-■. Bætt í bálköstinn DV mvnd hari Hvorki fleiri né færri en sautján brennur verða á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld og hefjast þær flestar kiukkan 20.30. í margra huga er árið ekki runnið í skaut alda fyrr en farið hefur verið að brennu á þessu síðasta kvöld ársins. Við Ægissíðu hefur löngum verið ein myndarlegasta brennan í borginni og væntan- lega verður engin breyting á því um þessi áramót. Sjá nánar á bls. 57 Yfirdýralæknir nemur úr gildi bann á gæludýr frá Bretlandi: Innflutningur heimilaður á ný - vígahundar ekki lengur eftirsóttir Frá og með áramótum verður innflutningur gæludýra frá Bret- landi heimilaður á nýjan leik, með þeim skilyrðum sem gilda um slík- an innflutning. Yfirdýralæknis- embættið bannaði hann þegar kúariðufárið tók að geisa í Evr- ópulöndum, þar á meðal Bret- landseyjum, á síðasta ári og fram á þetta ár. Nær helmingur af þeim gæludýrum sem hafa verið í ein- angrun í Einangrunarstöðinni í Hrisey á undanförnum árum hafa komið frá Bretlandi. Stefán Björnsson, forstöðumað- ur einangrunarstöðvarinnar, sagði að biðlisti eftir plássi í stöðinni nú væri í raun enginn, því þeir þrír mánuðir jsem fólk yrði að bíða væri sá tími sem það þyrfti til að Nær helmingur gæludýra sem fluttur hefur verið inn er frá Bretlandi. láta sprauta hundana sina. Staðan myndi sjálfsagt breytast eitthvað með aukinni eftirspurn. Hann sagði enn fremur að í desember og janúar væri mikið af heimilisdýr- um í stöðinni, enda væri mikið um að fólk flytti búferlum á þeim tíma. Þá vildi það taka dýrin sin með sér heim og pantaði gjarnan með mjög löngum fyrirvara. „Við erum með óvenjulega göm- ul dýr núna,“ sagði Stefán. „Það elsta er 13 ára hundur. Svo erum við með einn 10 ára og annan 11 ára. Þetta eru heimilisdýr sem fólk getur ekki skilið við sig. Það er vel skiljanlegt." Stefán sagði að ekkert væri um innflutning á vígahundum eins og rottweiler og dobermann nú. Það hefði komið upp bóla fyrir nokkru, þar sem nokkur stykki af hvorri tegund hefðu verið flutt inn, en síðan hefði ekkert verið spurst fyr- ir um innflutning á slíkum hund- um. -JSS Enn deilt um heilbrigðisvottorð: Vinnum áfram að lausn - segir flugmálastjóri „Við vinnum áfram að lausn,“ segir Þorgeir Páls- son flugmálastjóri við DV, aðspurður um mál Árna G. Sigurðssonar, flugstjóra hjá Flugleiöum. Eins og fram hefur komið hefur flugstjór- inn átt í nokkurra missera stríði við Flugmálastjórn um útgáfu heilbrigðisvott- orðs sér til handa. Hópur sérfræðilækna, sem skoðaö hefur Árna, segir hann fullfriskan og færan í flug - en trúnaðarlækn- ir Flugmálastjórnar, Þengill Odds- son, hefur hins vegar ekki viljað Arni G. Sigurösson. gefa út vottorðið. Þengli hefur nú tímabundið verið vikið frá störfum meðan embættis- færslur hans eru rannsakaðar. Sturla Böðvars- son samgönguráð- herra hefur áöur lýst því yfir að lausn sé fundin á Þorgeir Pálsson. málinu og koma því tilvitnuð um- mæli Þorgeirs á óvart. Flugmála- stjóri segir hins vegar að þegar Guðmundur Þorgeirsson hjarta- læknir, sem var einn þeirra þriggja sérfræðinga sem lagt höfðu mat á heilsufar flug- stjórans, hafi sagt sig frá málinu hafl komið upp ný staða. Ekki sé hægt að gefa út heilbrigðisvottorð handa flugstjóranum fyrr en nýr sérfræðingur hafi verið fenginn í stað Guðmundar. „Við erum aö leita aö möguleikum í stöðunni svo gefa megi út heilsufarsvottorð til flugstjórans," sagði flugmálastjóri og útilokaöi ekki að slíkt tækist fyrir áramót. -sbs Áramót í Reykjavík: Bretar lang- fjölmennastir Rúmlega 1400 er- lendir ferðamenn verða í Reykjavík um áramótin. Að sögn Emu Hauks- dóttir hjá Samtök- um ferðaþjónust- unnar er það mun meira en menn áttu Erna von n °S dæmi eru Hauksdóttir. að gistiheimili og hótel séu fullbók- uð. „Mikið hefur verið um að bókanir hafi verið að koma inn á síðustu vik- um,“ segir Erna. Bretar eru langfjöl- mennastir af þeim ferðamönnum sem ætla að verja áramótunum hér á landi en einnig er töluvert um Þjóðverja, Jap- ana og Norðurlandabúa. Bandaríkja- mönnum hefur hins vegar fækkað frá siðustu árum. Nokkuð hefur verið um að einstaklingar hafi bókað ferðir til að mynda frá Japan. Ema segir að áramótaferðir sem þessar séu mjög vinsælar víða um heim og svo virðist sem fólk sæki gjaman eft- ir þvi að fara þangað sem það hefur ekki komið áöur. „Hér sækjast ferða- mennirnir gjarnan eftir því að fara á milli áramótabrennanna og að horfa á flugeldana," segir Erna að lokum. -MA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.