Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Page 3

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Page 3
3 á aðalfundi félagsins 27. okt. sama ár, og var þar samþykkt eftirfarandi tillaga: „Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands haldinn á Ak- ureyri 27. okt. 1962 telur mjög mikla nauðsyn á, að stofnuð verði og starfrækt rannsóknarstofa hér norðanlands, þar sem framkvæmdar séu m. a. jarðvegs-, fóður- og efnarannsóknir. Felur fundurinn stjórninni að beita sér fyrir stofnun slíkrar rannsóknarstofu og undirbúa þetta mál sem bezt fyrir næstu aðalfundi Búnaðarsambandanna og Ræktunarfélags Norð- urlands." Málið var mikið rætt og almennur áhugi fundarmanna kom þar skýrt fram. Enginn mælti í móti, en allflestir full- trúanna létu í ljós fögnuð sinn yfir því, að málið skyldi vera fram komið og hétu því stuðningi sínum heima í Búnaðar- samböndunum. Með þessari fundarsamþykkt voru lögð frumdrögin að þeirri skipan mála, sem nú er orðin. Þegar eftir þennan fund, tók stjórn Ræktunarfélagsins að kanna möguleikana á stofnun rannsóknarstofu og einkum að leita eftir hvers fjárhagsstuðnings mætti vænta frá Bún- aðarsamböndunum, og hver hugur þeirra væri til málsins umfram það, sem fram kom á aðalfundinum. I ljós kom að almennur áhugi var að vakna fyrir málinu, og fyrirheit um fjárframlög sýndu, að ekki skyldi staðar numið. Var nú gengið að því að tryggja húsnæði, afla fjár og svipast um eftir forstöðumanni. Á aðalfundi Ræktunarfélagsins 19. okt. 1963 var sam- þykkt að félagið skyldi stofna og reka efnarannsóknastofu á Akureyri, og skyldi 1/5 af söluverði eigna félagsins varið til stofnunarinnar, og síðan tekjum félagsins eftir því, sem unnt væri. Með þeirri samþykkt var efnarannsóknarstofan stofnsett, og tímamót mörkuð í sögu félagsins. Árið 1964 var fjársöfnun haldið áfram og hafði þá í árs- lokin safnazt rúm ein milljón króna, frá Ræktunarfélaginu, Búnaðarsamböndunum í Norðlendingafjórðungi, kaupfé- lögunum norðanlands og Sambandi íslenzkra samvinnu- félaga. Haustið 1964 var Jóhannes Sigvaldason licentiat ráðinn 1*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.