Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Side 7
BJARNI JÓNASSON:
Búnaðarfélag Sveinsstaðahrepps.
ALDARMINNING
I. Upphaf féiagsins og fyrstu starfsár.
Inngangur.
Þegar Búnaðarfélag Sveinsstaðahrepps var stofnað, árið
1863, voru að ýmsu leyti erfiðir tímar. Þá voru harðindi í
landi, er hófust 1857 og stóðu að mestu óslitið til 1870 með
fjárfelli sum árin.
Á þessum árum geisaði fjárkláðafaraldurinn síðari og
olli ógurlegu tjóni. Talið er að í Húnavatnssýslu hafi verið
skorið niður eða fallið af völdum kláðans um 45% sauð-
fjárins. Gjaldskyld lausafjárhundruð búenda í Sveinsstaða-
hreppi lækka um rúm 35% árið 1858, og eru það afleið-
ingar fjárkláðans.
Verzlunin hafði þá fyrir nokkru verið gefin frjáls, en hún
var enn í höndum Dana, og verzlunararðurinn fór allur út
úr landinu. Eini verzlunarstaðurinn í Húnavatnssýslu var
Höfðakaupstaður, og kaupmennirnir þar réðu mestu um
ijárhagsafkomu héraðsbúa. Þó voru Húnvetningar ekki
jafn háðir Höfðakaupmönnum eftir að verzlunarstaðir voru
löggiltir í nágrannahéruðunum, Borðeyri 1846 og Sauðár-
krókur 1857. Um þetta leyti höfðu og tekizt nokkur sam-
tök meðal Húnvetninga til bættra verzlunarkjara, og í lok
þessa harðindatímabils, 1870, var Verzlunarfélagið við
Húnaflóa stofnað.
Félagsskapur um búnaðarmálefni var ekki óþekktur í
sýslunni. Árið 1842 var Jarðabótafélag Svínavatns- og Ból-
staðarhlíðarhreppa stofnað, og er það elzta búnaðarfélag
landsins. Vinafélag Vindhælishrepps, stofnað 1848, tók
jarðabótastarfsemi á stefnuskrá sína 1852 og keypti vorið