Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Page 7

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Page 7
BJARNI JÓNASSON: Búnaðarfélag Sveinsstaðahrepps. ALDARMINNING I. Upphaf féiagsins og fyrstu starfsár. Inngangur. Þegar Búnaðarfélag Sveinsstaðahrepps var stofnað, árið 1863, voru að ýmsu leyti erfiðir tímar. Þá voru harðindi í landi, er hófust 1857 og stóðu að mestu óslitið til 1870 með fjárfelli sum árin. Á þessum árum geisaði fjárkláðafaraldurinn síðari og olli ógurlegu tjóni. Talið er að í Húnavatnssýslu hafi verið skorið niður eða fallið af völdum kláðans um 45% sauð- fjárins. Gjaldskyld lausafjárhundruð búenda í Sveinsstaða- hreppi lækka um rúm 35% árið 1858, og eru það afleið- ingar fjárkláðans. Verzlunin hafði þá fyrir nokkru verið gefin frjáls, en hún var enn í höndum Dana, og verzlunararðurinn fór allur út úr landinu. Eini verzlunarstaðurinn í Húnavatnssýslu var Höfðakaupstaður, og kaupmennirnir þar réðu mestu um ijárhagsafkomu héraðsbúa. Þó voru Húnvetningar ekki jafn háðir Höfðakaupmönnum eftir að verzlunarstaðir voru löggiltir í nágrannahéruðunum, Borðeyri 1846 og Sauðár- krókur 1857. Um þetta leyti höfðu og tekizt nokkur sam- tök meðal Húnvetninga til bættra verzlunarkjara, og í lok þessa harðindatímabils, 1870, var Verzlunarfélagið við Húnaflóa stofnað. Félagsskapur um búnaðarmálefni var ekki óþekktur í sýslunni. Árið 1842 var Jarðabótafélag Svínavatns- og Ból- staðarhlíðarhreppa stofnað, og er það elzta búnaðarfélag landsins. Vinafélag Vindhælishrepps, stofnað 1848, tók jarðabótastarfsemi á stefnuskrá sína 1852 og keypti vorið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.