Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Qupperneq 10

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Qupperneq 10
10 lag var stofnað í hreppnum, en áður en horfið verður að því að rekja sögu þess félags, vil ég gefa stutt yfirlit um helztu vinnutæki, sem þá voru í notkun í hreppnum. Verð- ur aðallega stuðst við skjöl í eigu Sögufélagsins Húnvetn- ingur, en það eru svör við ýmsum spurningum, sem félags- stjórnin lagði fyrir nokkra sýslubúa með bréfi 17. júlí 1938. Stunguskóflur þekktust þá ekki. í stað skóflanna voru notaðir pálar og rekur. Með pálnum var stungið, en mokað með rekum. Þar sem tæki þessi eru fyrir löngu horfin úr notkun, verður þeim lýst hér. Pállinn var gerður af tréskafti um 80 cm löngu, oftast ferköntuðu um 5—7 cm á hvern veg. Gekk efri endi skafts- ins upp í gegnum stutta þverspýtu og myndaði þannig sitt handfangið hvorum megin við skaftið. Á neðri enda skafts- ins var pálblaðið fest, oftast með skrúfnagla eða hnoði, en þó stundum einungis rekið upp í skaftið, sem þá var styrkt með tveim hólkum. Utan á neðri enda skaftsins var neglt stig úr tré eða fest járnstig, til þess að stíga á, þegar stung- ið var.1) Oft voru pálblöðin ekki breiðari en 12—15 cm og auðvitað misjöfn að gæðum eftir efni og smíði. Rekan var einnig gerð af tréskafti um einn meter að lengd og nefndist það rekutindur. Neðst var tindurinn fer- kantaður og utan á hann felldar tvær fjalir, sín fjölin hvoru meginn. Þær voru kallaðar skákir og voru oft úr eik, 20—30 cm langar og naumast minna en 10 cm breiðar hvor. Mynd- uðu þær, ásamt tindinum, blað rekunnar. Neðan á blaðinu var járnvar um 4—6 cm breitt. Neðri brún þess var þunn, eggmynduð, en efri brúnin var fest við blaðið með hnoð- nöglum. Þegar upp fyrir blaðið kom var tindurinn sívalur og ekkert handfang á. Á áratugnum 1870—80 mun erlenda stunguskóflan að mestu hafa útrýmt páli og reku í Sveinsstaðahreppi. Þó mun hvort tveggja hafa þekkzt þar fram um aldamót. Áburðurinn var fluttur á tún í kláfum, opnum tréköss- 1) Á pálum, sem ég heíi séð og handleikið var stigið fest á pálblað- ið. — St. Std.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.