Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Síða 13
13
ferðis. Félagsmenn koma þar fram með uppástungur í þessa
stefnu, leggja fram spurningar fyrir aðra að svara, annað
hvort þá í stað, eða síðar með ritgjörð. Þá skulu einnig fé-
lagsmenn skýra frá störfum sínum til búnaðarlegra fram-
fara síðan á næsta fundi á undan“. Allir búendur í hreppn-
um gátu gerzt félagsmenn, ef þeir borguðu árlega í félags-
sjóð a. m. k. 1 ríkisdal. Húsmenn, lausamenn og vinnumenn
gátu og orðið félagar með sömu kjörum, ef félagsmenn
samþykkja. Tvo félagsfundi skyldi halda árlega. Sá fyrri
milli sumarmála og krossmessu, hinn milli fjallskila og vet-
urnátta. Félagsstjórn var skylt „að hvetja aðra félagsmenn
með ráðum og dáð til að vinna samkvæmt tilgangi félags-
ins, hafa eftirlit með störfum þess og gæzlu á, að hagur þess
eflist yfirhöfuð og hvers einstaks félagsmanns".
Samkvæmt þessum útdrætti úr lögum félagsins, virðist
drjúgur þáttur félagsstarfseminnar hafa verið umræðu- og
fræðslustarfsemi, og var það ekki að ófyrirsynju, því að þá
skorti algerlega innlend fræðslurit um búnaðarmálefni. Fé-
lagsfundina átti því m. a. að nota til þess að bera sig saman
um reynslu sína í búskapnum.
Á stofnfundinum, 16. okt. 1863, gengu þegar 19 bændur
sveitarinnar í félagið. Lágmarkstillög þessara 19 manna
hefðu átt að vera 19 rd. alls, en svo mikill áhugi var fyrir
félagsskapnum, að meginn hluti þeirra lofaði að greiða
fyrsta árstillag sitt með mikið hærri upphæð, eða alls 113
rd. Hefir því meðalframlag félagsmanns verið nálægt einu
ærverði, samkvæmt þáverandi verðlagsskrárverði. Um þetta
er svo bókað í fundargerð: „Þó að nokkrir (þeir voru reynd-
ar 11) félagsmenn hafi þannig heitið meiri tillögum en fé-
lagslög ákveða er það einungis í því tilliti, að búnaðarfélag-
ið geti sem fyrst eignazt nokkurn arðberandi sjóð, án þess
nokkur skuldbinding liggi á félagsmönnum framvegis að
greiða meira tillag en félagslögin ákveða“.
Frá stofnfundi og til vorsins 1864 bættust svo við í fé-
lagið 4 bændur og einn maður búlaus.
Árið 1863 voru 22 byggð býli í hreppnum og búendur
alls 28, þar af 4 konur, sem nýlega voru orðnar ekkjur.