Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Side 19

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Side 19
19 nokkur önnur mál, og er þeim flestum hreyft 1864, enda bendir allt til þess, að áhuginn hafi verið mestur í byrjun. Það er og alkunn saga, að ýmsir barnasjúkdómar segja fljót- lega til sín, og var það ógæfa félagsins, að Ólafi á Sveins- stöðum tókst ekki að koma því yfir gelgjuskeiðið. Hér verður getið helztu aukamálanna, sem til umræðu voru á fundum félagsins: 1. Rætt var um takmörkun á nautn áfengra drykkja og ályktun gerð um það efni. 2. Félagið hafði til athugunar hvað hægt væri að gera til þess að draga úr óþarfa hrossaeign. Hafði nefnd það til meðferðar, og að afloknu manntalsþingi að Miðhúsum 1867 voru lagðar fram tillögur um ítölu hrossa á hverri jörð í hreppnum. 3. Stungið var upp á, að mynduð væri nokkurs konar byggingarnefnd fyrir Sveinsstaðahrepp og Ashrepp. Um það segir svo í fundarbókinni 1864: „. . . . væru kosnir 3 menn, sem menn álitu bezt fallna til að segja fyrir um góðar hús- byggingar, og skyldu allir sem byggja að nýju hér eftir ráð- færa sig við einhvern þessara manna“. 4. Á fundi 1867 varð að samkomulagi, að vissir menn gerðu tilraun með hvernig gæfist að hýsa öll hross á nóttum að vetrinum. 5. Á vorfundi 1864 var kosin 5 manna nefnd, til þess „að yfirvega til næstu hreppaskila ástand hinna bágstöddustu í hreppnum og koma með uppástungu um, hvernig þeim yrði hjálpað“. Margir bændanna höfðu þá mjög lítil bú, t. d. tíundaði fjórði hluti þeirra árið 1864 ekki nema 3—5 gjaldskyld lausafjárhundruð hver, og 13 bændur höfðu þá lítið meiri lausafjártíund til samans en læknirinn í Hnaus- um einn. Hafði hagur hinna fátækari bænda stórum versn- að frá því árinu áður. Við sjáum á þessari upptalningu, að margt hefir borið á góma á félagsfundum, er til menningar og úrbóta horfði. Sjálfsagt hefir ýmislegt af því haft meiri eða minni áhrif, þó að hér verði ekki gerð tilraun til að rekja þá þræði. Skýrslur um jarðabætur á þessum árum eru glataðar, en 2*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.