Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Síða 20
20
reikningar félagsins sanna, að í upphafi var keypt bók til
innfærslu á jarðabótunum. Astæða er til að ætla, að almenn
þátttaka hafi orðið í félagsvinnunni fyrsta árið, því að á vor-
fundinum 1864 „lofuðu allir fundarmenn að reyna til af
ítrustu kröftum að vinna eitthvað að jarðabótum hver á
sinni jörð á þessu sumri, og var ráðgert að færa það inn í
gjörðabók félagsins á næsta hausti“. Því miður getum við
ekki vitað hvað mikið hefir orðið úr framkvæmdum, en
1867 veitti félagið Helga Helgasyni í Miðhúsum 10 rd. verð-
laun fyrir túnasléttun, svo að öruggt má telja, að töluvert
hefir verið starfað að jarðabótaframkvæmdum á þessum ár-
um. Verðlaunaupphæðin, 10 rd., er færð til gjalda á reikn-
ingi ársins 1867.
Slcer i baksegl.
Eins og fyrr segir féll starfsemi Búnaðarfélags Sveinsstaða-
hrepps niður í bili með árinu 1868. Ekki er fullljóst hvað
valdið hefir.
Formaður félagsins var hinn ágætasti maður og vel til
foringja fallinn. Hann var maður mælskur og áhugasamur
hugsjónamaður, prúður í framgöngu og laginn að vinna
skoðunum sínum fylgi. Hann virðist og hafa haft fyllsta
traust sveitunga sinna. En þrátt fyrir hina ágætustu forustu
tókst svona til.
Sonarsonur Ólafs á Sveinsstöðum, Jón Kr. Jónsson á Más-
stöðum, telur orsökina veikindi formannsins. Olafur á
Sveinsstöðum lézt á heimili sínu 20. okt. 1873. Vitað er að
hann var farlama maður síðustu árin og óstarfhæfur. En
hvenær missti Ólafur á Sveinsstöðum heilsuna? Jón á Más-
stöðum hafði gert drög að sögu búnaðarfélagsins fyrstu ár-
in. Þar segir Jón, að Ólafur á Sveinsstöðum hafi „eftir því
sem næst verður komizt, fengið slag að áliðnu sumri 1867
og verið óstarfhæfur þaðan í frá og til æviloka“. Ekki getur
Jón um heimild. En varnaglinn: „eftir því sem næst verð-
ur komizt“, bendir ótvírætt til þess, að ályktun Jóns um
veikindatimann sé dregin af líkum. Annars hefði Jón kom-
izt öðru vísi og ákveðnara að orði.